Þjóðviljinn - 03.06.1973, Page 1
Fjölmiðlastríð í landhelginni
Hvað kom fyrir Þór í
fyrrakvöld?
[ frétt frá norsku frétta-
stof unni NTB frá því í gær-
morgun segir að tvær
brezkar freigátur hafi
hrakið varðskipið Þór á
brott frá nokkrum hópi
brezkra togara, sem verið
hefðu á veiðum á svipuðum
slóðum og ráðizt var á Ár-
vakur í gær.
Er fréttin höfð eftir „islenzka
fréttamanninum ölafi Geirsson”
sem hafi flogiö yfir viðkomandi
svæði i nótt.
En Hafsteinn Hafsteinsson hjá
landhelgisgæzlunni hafði þau
svör uppi i gærmorgun, að frétt !
þessi væri uppspuni einn.
1 áðurnefndri frétt var þvi hald-
ið fram, að Þór hefði nálgazt Hull-
togarann Lucida og bersýnilega
ætlaö að skera á togvira hans.
Hafi önnur brezk freigátan þá
þröngvað sér á milli Þórs og tog-1
arans. Um leiö hefði þyrla hafizt
á loft frá hinni freigátunni og hafi
hún — að þvi er bezt veröur séö af
nokkuö svo brenglaðri ffett —
farið að fitla við fallbyssurnar.
Hafi þá Þór snúið undan.
Sem fyrr segir taldi Hafsteinn
Hafsteinsson þessa frétt hina
hæpnustu, þótt vera kunni aö það
hafi mátt sjá úr lofti aö Þór væri á
siglingu og ,,aö tvær freigátur
fylgdust með honum”.
Árvakur, sem siglt var á I gær-
morgun, kom til Seyöisfjarðar i
gærkvöldi og hélt þaöan siðan.
Brezkir fjölmiölar hafa i morgun
skrifað i þá veru, að tslendingar
hafi sett á svið þann árekstur
vegna þess að þeir hafi viljað nota
tækifærið til að negla athygli er-
lendra blaðamanna við málið
meðan þeir biðu eftir fundarslit-
um hjá þeim Nixon og Pompidou.
Auk þess segja brezku blöðin, aö
islenzk stjórnvöld hafi matað
blöðin á mjög ýktum upplýsing-
um um skemmdir þær sem urðu á
Árvakri.
Ráðstefna haldin um
öryggismál Evrópu
Hinn 4. til 6. þ.m. verður haldin,
á hótel Loftleiðum i Keykjavik,
ráöstefna um öryggismál
Evrópu. Ráðstefnan er haldin að
frumkvæði um 40 alþjóðlegra
félagasamtaka sem ákváðu á
sameiginlegum fundi um miðjan
maí sl. að ræða evrópsk öryggis-
mál i Reykjavik.
Meðal samtaka sem feaðuðu til
ráðstefnunnar má nefna heims-
friðarráðið, alþjóöanefnd um
öryggismál, alþjóðasamband
sameinuðu þjóða félaga og fleiri.
A ráðstefnunni verða um 50
erlendir gestir frá flestum
löndum Evrópu, þar á meðal
Hvað sagði pólski ráð-
herrann um landhelgina?
Vegna frétta, sem birzt hafa
nýlega, þar sem vitnað er til um-
mæla hr. Szopa, siglingamála-
ráðherra Póllands, um afstööu
ara Reuters verða kynnt yður af
hr. Godek, sendifulltrúa, sem er á
leið til Reykjavíkur.”
Hr. Godek hefur nú greint utan-
rikisráðherra frá málsatvikum.
(Frá utanrikisráðuneytinu)
Grænlandi, Færeyjum og Norður-
löndum.
Islenzkir fulltrúar á ráð-
stefnunni verða 13. Meðal gest-
anna af Noröurlöndum verða
Finn Gustavsson, formaður
sósíallska þjóðarflokksins i
Noregi, Sigmund Kvalhöj, lektor i
vistfræði við dýrafræöideild
háskólans i Osló, og Paul Dann,
þingmaður sósialiska þjóðar-
flokksins i Danmörku.
A ráðstefnunni verður m .a. rætt
um undirbúning öryggisráðstefnu
Evrópu i Helsinki, um möguleika
á breyttu öryggiskerfi Eyrópu,
um skilyrði fyrir takmörkunum
vigbúnaðar og um afvopnun i
Evrópu Þá verður fjallað um
friðlýsingu Norður Atlanzhafsins.
Framhald á bls. 19
Heimsmarkaðsverð
á hráolíu hækkar
pólsku rikisstjórnarinnar til út-
færslu islenzku fiskveiðiiögsög-
unnar hefur utanrikisráðuneytið
haft samband við hr. Nowa-
kowski, ráðuneytisstjóra i pólska
utanrikisráðuneytinu, og fengið
frá honum svofelldar upplýsing-
ar:
„Staðfestum móttöku á sim-
skeyti yðar. Afstaða okkar hálfu i
viðtölum við Einar Agústsson,
utanrikisráðherra, er óbreytt.
Svör, sem höfð eru eftir Szopa,
ráðherra á blaðamannafundi
hafa af ásettu ráði verið rang-
túlkuð. Einstök atriði hinna
brengluðu upplýsinga fréttarit-
GENF 2/6 — Fulltrúar helztu
oliuframleiðslulanda og fulltrúar
vestrænna oliufélaga undirrituðu
i dag snemma samning um verð-
hækkun á hráoliu sem nemur
11,9%. Tekur verðhækkun þessi
þegar gildi.
Var þetta tilkynnt i Genf i dag.
Verðhækkunin er fóðruð sem upp-
bót fyrir þau skakkaföll sem doll-
arinn hefur orðið fyrir að undan-
förnu. Er hækkunin reiknuð frá
þvi hráoliuverði sem i gildi var
þann fyrsta janúar s.l.
Viðmælendur höfðu setið á
ströngum viðræðufundum vikum
saman áður en þeir náðu sam-
komuiagi. Aðalfulltrúar oliulanda
eru löndin við Persaflóa og svo
Lýbia, en Venezuela, Alsir og
Indónesia höfðu áheyrnarfulltrúa
á fundinum. Ekki er vitað enn hve
mikil bein áhrif á oliu- og bensin-
verð i Evrópu þessi hækkun hef-
ur. Samkomulagið gildir til 2 1/2
árs.
Austin
Laing
fékk
orðu
LONDON 2/6 — Elisabet
Bretadrottning hefur útnefnt
forstjóra sambands brezkra
togaraeigenda, Austin Laing,
„kommandör hins brezka
heimsveldis” (CBE). Liggur
beinast við að ætla að Laing
hljóti þessa upphefð fyrir
frammistöðu sína i þorska-
striðinu. Ásamt honum fékk
hópur frægðarmanna úr ýms-
um greinum orðuna, ,en nafn
hennar er reyndar eitt af fáum
dæmum um, að hugtakið
„Brezka heimsveldiö"
(British Empire) sé notað
enn opinberlega.
r
Asiglingu
mótmælt
Einar Ágústsson, utanrikis-
ráðherra kallaði i morgun á
sinn fund John McKenzie,
sendiherra Bretlands og bar
fram við hann harðorð mót-
mæli islenzku rikisstjórnar-
innar vegna ásiglinga dráttar-
bátsins Irishman og brezkra
togara á varðskipið Árvakur.
(Utanrikisráðuneytið)
Þjóðviljinn
fjörutíu
síður í dag
Þjóöviljinn er fjörutiu siður
að stærð i dag, tuttugu siðna
aöalblaö og tuttugu síðna
aukablað. Aukablaöiö er gefið
út I tilefni sjómannadagsins og
fjallar uin málefni sjómanna
og sjávarútvegs. Mestan heið-
ur af aukablaðinu á úþ og brá
hann sér n i. í túr á rækjubát
til cfnisöflunar. Einnig er að
finna I þvi vertiðaryfirlit og
greinar frá ýmsuin sjávar-
plássum úti um land.
Norsk-íslenzkur fundur i dag kl. 14.30:
Fundur með Finn Gustavsen
Lúðvík og Sigmund Kvalöj
.1 dag kl. 14,30 efnir Al-
þýöubandalagið til almenns
fundar i Þjóðleikhúskjallaran-
um um norsk og islenzk
stjórnmál.
Kinn Gustavsen. formaður
Sósialiska alþýðuflokksins, SF
i Noregi, ræðir um útfærslu
landhelginnar á Islandi og i
Noregi, um Efnahagsbanda-
iagið og útlitið i norskum
stjórnmálum, en þar verða
kosningar i haust og kosninga-
slagurinn að komast i al-
gleyming.
Sigmund Kvalöy loktor i
ökofilosofi (vistheimsp.) við
Dýrafræðideild óslóarhá-
skóla, ræðir um vistkreppuna
og hlutverk smáþjóða, en
hann hefur verið væði i orði og
verki einn helzti forystumaður
Norðmanna i náttruverndar-
málum, og er itarleg og mjög
athyglisverð grein eftir hann i
seinasta hefti Samvinnunnar.
J>úðvik Jósepsson, sjávarút-
vegsráðherra, verður á fund-
inum og svarar fyrirspurnum
um seinustu atburði i land-
helgismálinu.
Fundarstjóri verður Ragnat
Arnalds.
Að framsöguræðum loknum
verður orðið gefið frjálst og
Norðmennirnir svara fyrir-
spurnum ásamt Lúðvik, eftir
þvi sem tilefni gefast til.
Fundurinn er öllum opinn og
kaffiveitingar á staðnum.
Finn Gustavsen
Lúðvík Jósepsson