Þjóðviljinn - 03.06.1973, Side 5
Sunnudagur 3. juni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Viö vonumst eftir skjótum og
góöum svörum sem fyrr og biðj-
um þá, sem upplýsingar geta gef-
iö að hafa samband við annað-
hvort Halldór Jónsson safnvörð á
Þjóðminjasafninu i sima 13264
eöa við Vilborgu Harðardóttur,
blaðamann á Þjóðviljanum, i
I þessari viku hefur held-
ur betur hlaupið á snærið
hjá okkur Halldóri safn-
verði, því það hafa borizt
skýringar á nær öllum
myndunum, sem ekkert
hafði upplýstst um áður.
Vil ég nota tækifærið og
þakka lesendum frábærar
undirtektir við þennan þátt
og aðstoðina við að f inna út
af hverju og hverjum þess-
ar gömlu, óþekktu myndir
Þjóðminjasafnsins eru.
Tökum fyrst myndirnar, sem
birtust á sunnudaginn var, nr. 21
og 22. Mynd nr. 21 af konunum
fyrir utan húsið var frá Seyðis-
firði, eins og við héldum og nafn
ljósmyndarans benti til, nánar
tiltekið frá Vestdalseyrinni og
húsið svokallað Rósuhús.
Upplýsingar um þessa mynd
fengum við frá Guðrúnu Filippus-
dóttur, Guðnýju Vigfúsdóttur frá
Fjarðarseli og siðast en ekki sizt
Baldvini B. Skaftfell, sem er dótt-
ursonur Rósu Vigfúsdóttur
saumakonu, sem húsið heitir eft-
Rósu, og telpan gizkar hann á að
sé Guðbjörg, dóttir Magnúsar á
Fossi Magnússonar. Magnús var
föðurbróðir Baldvins. Faðir hans,
eiginmaður Þorgerðar, var
Bjarni gullsmiður Magnússon.
Guðrún timasetur myndina
1907-8 og ræður það af þvi, að hús-
ið var lengt um 1907, en 1908 flutti
i Breiðablik við Austurveg i
Seyðisfjarðarkaupstað. Hún segir
lika, að stignar saumavélar af
þeirrigerð, sem sést á myndinni,
muni hafa verið sárafáar til á
þessum tima. Brynjólfur Sigurðs-
son tók myndina, en safninu var
hún gefin af Jonnu.en ekki Jóninu
Jacobsen, eins og misritaðist i
þættinum siðast.
Gei rsey ra rbrygg ja
Bolli Ólafsson frá Patreksfirði
þekkti mynd nr. 22 (stór i blaðinu
27. mai) og segir hana vera frá
Geirseyrarbryggju, þ.e. báta-
bryggjunni, við Patreksfjörö. Sér
yfir fjörðinn til fjallanna þar og i
átt til Sauðlauksdals og Vatns-
dals. Bryggjan er ekki lengur til,
enda myndin liklega tekin um
SKÝRING FÉKKST Á ÖLLU
ir. Gáfu þau öll mjög nákvæmar
útskýringar á myndinni, en bæði
Guðrún og Guðný lærðu að sauma
hjá Rósu.
Það er Rósa sjálf, sem situr við
saumavélina til hægri, en yngri
konan, sem er að sauma út i dúk-
inn til vinstri er dóttir hennar,
Þorgerður Baldvinsdóttir, móöir
Baldvins.
Rósa Vigfúsdóttir átti sér ó-
venjulega sögu og hefur greini-
lega verið með eindæmum dugleg
og viljasterk. Hún var fötluð,
bækluð á fótum, og var send til
Kaupmannahafnar til lækninga,
þegar hún var 19 ára. Ekki gátu
þó læknarnir gert meira fyrir
hana en að láta gera henni spelk-
ur á fæturna og gekk hún með þær
alla ævi siðan. En þar sem hún
var nú komin til Kaupmanna-
hafnar dreif hún sig i að fara að
læra karlmannafatasaum og setti
upp saumaverkstæði þegar heim
kom, auk þess sem hún kenndi
saumaskap, og voru hjá henni
alltað tiu stúlkur i einu. Auk þessa
hafði Rósa matar- og kaffisölu i
húsi sinu.
Rósa giftist Baldvini Stefáns-
syni, ættuðum úr Svarfaðardal,
og er ein af myndunum i gluggan-
um af honum, en hinar m.a. af
Stefáni Baldvinssyni, syni Rósu
og Helgu, konu hans.
Stúlkuna lengst til hægri á
myndinni kannast enginn við, en
Baldvin telur, að hún kunni að
vera ein þeirra, sem lærði hjá
1910 og telur Bolli ekki ósennilegt,
að afi sinn, Pétur Á. Ólafsson,
hafi tekið hana, þvi að hann
fékkst talsvert við ljósmyndun.
Þó hefur hann heimildir fyrir þvi,
að Magnús Gislason hafi tekið
myndir á þessum slóðum um
svipað leyti.
Verkstæði Jóhannesar
Johnsonar
Þá höfum við loks fengið skýr-
ingar á smiðaverkstæðinu á
mynd nr. 19 (20. mai i blaðinu), og
var það Una Einarsdóttir, sem
gat upplýst, að myndin væri tekin
vorið 1908 á verkstæði Jóhannes-
ar Johnsonar beykis að Berg-
staðastræti 11, en það hús er enn
til. Una var mágkona Jóhannes-
ar, gift Magnúsi trésmiðameist-
ara, bróður hans.
Það eru tveir fullnuma lærling-
ar, sem þarna standa við sveins-
stykki sin: Lengst t.v. Astráður,
bróður- eða systursonur
Matthiasar skálds Jochumsson-
ar, d. 1918 i spönsku veikinni.
Fyrir miðju er Július Sveinsson
trésmiður i Reykjavik, sem dó
fyrir nokkrum árum og til hægri
verkstæðiseigandinn sjálfur, Jó-
hannes Johnson beykir, sem var
sonur Jóns beykis á Klapparstig
26, norskur að móðerni og fæddur
og uppaldinn i Noregi, en kom um
tvitugt til Islands. Hann fór siðar
til Ameriku og dó þar.
'
Sandgerði
Mynd nr. 20, sem var svo dökk
og prentaðist fyrst svo illa, að við
uröum að tvibirta hana (20. og 23.
mai), er frá Sandgerði upplýsir
Hjörtur Helgason, sem þar býr.
Sést á myndinni fiskihús og
bryggja, sem Matthias Þórðarson
byggði 1905, og telur
myndina tekna 1914-15.
Lúðrasveit og heimili
Og enn koma hér tvær myndir
úr Þjóðminjasafninu, sem við
vonumst eftir að lesendur hjálpi
okkur að finna út af hverjum eru.
Hjörtur Fyrri myndina, nr. 23, hefur
Pétur Brynjólfsson tekið.og sýnir
hún þrjár konur i stofu á fallegu
heimili. Einsog á myndinni frá
Rósuhúsi hafa fjölskyldumynd-
irnar lika átt að vera með þarna
og hefur verið stillt upp á mitt
borðið og snúið að ljósmyndavél-
inni. Takið lika eftir gitarnum á
veggnum, fánanum á skápnum og
fleiri munum. Hvaða heimili er
þetta? Hverjar eru konurnar og
hvenær er myndin tekin?
Sem sjá má er það
sem situr fyrir á mynd nr. 24, sem
Magnús Ólafsson hefur tekið.
Hverjir eru hljómlistarmennirn-
ir? Og hvenær og af hvaða tilefni
er myndin tekin.