Þjóðviljinn - 03.06.1973, Page 15
Sunnudagur 3. júnl 1973. ÞJóÐVILJINN — StÐA 15
Ungir Sjálfstœðis«.
menn í Kópavogi:
Endurskoð-
um afstöðuna
til NATO
Fundur i Tý, félagi ungra Sjálf-
stæðismanna i Kópavogi haldinn
23. maí 1973, fordæmir harðlega
fólskulega árás brezka hersins á
islenzkt yfirráðasvæði. Fundur-
inn telur að rétt sé að gripa til eft-
irtaldra aðgerða.
1. Þar sem hér er um brot á At-
lantshafssáttmálanum að ræða,
verði Bretar kærðir fyrir banda-
laginu og látið reyna á hvort
bandalagið stendur við skuld-
bindingar sinar við Islendinga.
Til greina kemur að veita
bandalaginu tiltekinn frest til
þess að sjá svo um að brezki flot-
inn hverfi tafarlaust ella endur-
skoði ísland afstöðu sina til Nato.
2. Athugað verði hvort ekki sé
rétt að kæra Breta fyrir öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna.
3. Islenzk stjórnvöld krefjist
þess að varnarliðið á Keflavikur-
flugvelli hreki brezka.r her- og
njósnaflugvélar frá landinu og
láta þannig reyna á það, hvort
herstöðin er hér okkar vegna eða
einungis vegna annarra banda-
lagsþjóða.
4. Boðað verði til ráðstefnu
allra þeirra rikja, sem fært hafa
landhelgi sina út fyrir 12 milur, til
að samræma aðgerðir og afstöðu
fyrir hafréttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna, þar sem endanleg-
um sigri verði náð.
5. Utanrikisráðherra og starfs-
menn utanrikisþjónustunnar
kynni málstað okkar erlendis
með viðræðum við erlenda stjórn-
málamenn.
6. Sendiherra tslands i Lundún-
um fari ekki aftur út að svo
stöddu.
Þó telur fundurinn rangt að
slitið verði stjórnmálasambandi
við Breta, þar sem slikt kæmi
einungis niður á Islendingum i
Bretlandi.
7. 011 fyrri samningstilboð
íslendinga verði dregin til baka
og ekkert samið við Breta meðan
herskipin eru innan 50 milnanna.
Þá telur fundurinn, að sé rétt
spilað úr þeim trompum sem við
nú höfum á hendi, sé fullnaðar-
sigur skammt undan. Hann
vinnst þó ekki með aðgerðarleysi,
heldur stórsókn á hendur Bretum
á alþjóðavettvangi, jafnframt
sem áreitni við landhelgisbrjóta
verði haldið áfram.
Kæri Pálmi
Svona hefjast liklega bréfin til
Olof Palme i bók sem bráðlega er
von á i Sviþjóð. Það stendur
nefnilega til að gefa út bók með
sendibréfum til Pálma, en að visu
einnig bréf frá Pálma.
Hinir iðnu bréfaritarar hafa
það allir sameiginlegt að vera
sósialdemókratar og hafa komizt
i stjórnaraðstöðu i löndum sinum.
Þetta eru þeir Willy Brandt,
Bruno Kreisky kanslari Austur-
rikis og Olli litli i Stokkhólmi.
Vestur-þýzki rithöfundur Gunter
Grass er hvatamaður að útgáfu
þessarar bókar sem eflaust
rúmar fleiri kratiskar hugsanir
en flestar aðrar bækur. Sem sagt
lærdómsrik bók!
Is
AÐ KAUPA
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU
í FASTEIGN
EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN
SKATT- OG FRAMTALSFRJÁLS
TIL SÖLU I ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM
SPARISJÖÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM
SEÐLABANKI ÍSLANDS
íslenzkum sjómönnum og fjölskyldum
þeirra árnum við allra heilla i tilefni dags-
ms.
BÁITALON
Simi 50520
Sendum islenzkum sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra beztu kveðjur i tilefni
dagsins.
HAFSKIP H.f.