Þjóðviljinn - 03.06.1973, Side 20

Þjóðviljinn - 03.06.1973, Side 20
UOBVIUINN Almennar upplýfeingar ura læknaþjónustu borgarinnar' erú-gefnar í simsvara Lækna- félags Reykjavikur, slmj, 18888. , Sunnudagur 3. júni 1973. Nætur-, kvöld- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna vikuna 1.-7. júni er i Vesturbæjarapóteki og i Háaleitisapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- 1nn. 'Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverudarstöðinni. Simi 21230. Feðgarnir tóku sanian landspróf Og ætla svo ef til vill saman í menntaskóla Þegar gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit var slitið sl. föstu- dag, kom I ljós að feðgar höfðu þreytt saman landspróf og staðizt það báðir með sóma. Og þar sem það er alls ekki algengt, ef þetta er þá ekki bara einsdæmi að feðgar taki lands- próf samtimis, þá tókum við þá feðga tali og spurðum þá og einkum föðurinn Úlf Ragnarsson starfsmann á Reykjalundi, hvers vegna hann hefði farið að taka landspróf 33ja ára gamall? — Ja, ástæðan er fyrst og fremst sú að fjölskyidan var að skora á mig að gera þetta og svo það að sonurinn var i landsprófi. Það var ekki ákveðið að ég tæki þetta próf fyrr en rúmum mánuði áður en prófin hófust þannig að timinn hjá mér var ekki mikill. Þetta gekk þó, þvi að ég fékk (i,4 I aðaleinkunn. — Ætlarðu svo I mennta- skóla? — Mig langar mikiö til þess og kannski reynir maður að lesa utanskóla en auðvitaö get ég ekki hætt að vinna. Annars hef ég alltaf séð eftir þvi að Ijúka ekki landsprófi á sinum tima en þá nennti ég þvi ekki, þvi miður. Kn það er ósköp gaman að þetta skyldi takast. — Og sonurinn, Karl Úlfsson, ætlar þú I menntaskóla? — Já, ég hef hugsað mér það. — Hvernig var svo aö hafa föður sinn með sér I prófunum? — Það var ekkert að þvl, þetta var anzi gaman. Það yrði þá saga til næsta bæjar, ef þessir námfúsu feögar ættu eftir að taka stúdentspróf á sama tima eftir 4 til 5 ár. Þess má svo að lokum geta að 140 nemendur stunduðu nám við gagnfræðaskólann I Mosfells- sveit og þar af luku 25 gagn- fræðaprófi, 11 landsprðfi og tveir tóku landspróf utan skóla og einn gagnfræðapróf. Hæstu einkum yfir skólann hlaut Kol- brún Haraldsdóttir, 9,19,en hún varf2. bekk. —S.dór. ~m-----------------------► Feðgarnir Úlfur Ragnarsson og Karl úlfsson. Gefum blaðinu andvirði 1000 hálfsársáskrifta! Fjársöfnun í formi gjafaáskriftameð tvennt í huga: nútíð og framtíð! Þvi er ekki að leyna, að einmitt um þessar mundir er Þjóðviljinn i miklum fjárhagsvanda staddur: vanskilaskuldir, sem nema um 2 milj. kr. hafa safnazt fyrir i vetur, og verður nú ekki undan þvi vikizt að ná saman þessu fé á næstu vikum, ef blaðið á ekki að stöðvast. Nú er i gangi almenn áskrif- endasöfnun og er að þvi stefnt að fá a.m.k. 1000 nýja áskrifendur á árinu 1973, en það myndi verulega bæta fjárhagsstöðu blaðsins. Með 2000 nýjum áskrifendum væru fjármál blaðsins hins vegar komin á allt annan og heilbrigðari grundvöll, og að þvi marki verður stefnt á árinu 1974. Til þess að ná þessu takmarki — að bæta við 2000 áskrifendum á tveimur árum — er nú að hefjast auk hinnar almennu áskrifenda- söfnunar sérstök söfnun 1000 gjafaáskrifta til hálfs árs, sem miðar að þvi að útvega blaðinu þær 2 milj. króna, sem það verður að fá I peningum eða vUlum á næstu vikum, ef það á ekki að stöðvast, jafnframt þvi sem með þessum hætti er jarðvegarinn undirbúinn að stórfelldri fjölgun áskrifenda á næsta ári'að loknu 3- 6 mánaða kynningartimabili. Með þvi að leggja til blaðsins 20.000 kr. i vixlum eða reiðufé greiða menn andvirði 10 gjafa- áskrifta I hálft ár. 10.000 kr. jafng. 5 gjafaáskriftúm 6.000 kr. jafng. 3 áskriftum 2.000 kr. jafng. 1 gjafaáskrift Gjafaáskrií tum getur fylgt persönuleg kveðja frá gefanda, en menn geta lika látið nægja að tilkynna blaðinu nöfn þeirra, sem blaðið eiga að fá. Blaðinu er mikill greiði gerður með þvi að menn bendi þvi á til- tekin nöfn, en að sjálfsögðu geta menn gefið blaðinu andvirði svo og svo margra gjafaáskrifta án þesg að gefa upp nokkur nöfn, og munu þá starfsmenn söfnunar- innar ákveða, hvernig þeim eintökum verði ráðstafað. Björgum Þjóðviljanum úr þeirri kreppu, sem hann er nú kominn I, og tryggjum blaðinu um leið nýjan og heilbrigðari f járhagsgrundvöll! Miðstöð þessarar Þjóðviljaher- ferðar er á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins, Grettisgötu 3, simi 18081 og 19835, og jafnframt má að sjálfsögöu koma gjafaáskriftum á framfæri á Þjóðviljanum, Skólavörðustig. Stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans Þessir krakkar úr Melaskól- anúm i Reykjavik hal'a tekið sig saman og ætla að halda hluta- veltu i dag i Melaskólanum og á ágóðinn að renna til styrktar Hilmari Sigurbjartssyni, en hann slasaðist mikið fyrir nokkru. Þau sögðu okkur að á hlutaveltunni yrði margt góðra muna, þar á meðal verður einn vinningurinn flugfar til Kaupmannahafnar. Hlutaveltan hefst kl. 10 f.h. i dag. A myndinni hér fyrir utan eru börnin sem fyrir hlutaveltunni standa, en þau heita, talið f.v.: Ásúis II. Einardóttir, Kristjana M. Sigurðardóttir, V’ifill Sigurðs- son og Aðalsteinn Guðmundsson. 30. maí Margt var okkur sagt fréttnæmt þennan dag er óku þeir úr Keflavik i brynvörðum bilum inn i islenzka blómann. Margt var okkur sagt: Pompidú treflaður um hálsinn enda illa fyrir kallaður. Læknir með i för og franska rúmið. Kvefbakteriur geta svo sem verið nógu slæmar, þótt á þær hafi að visu aldrei sannazt geislavirkni — þá er aldrei að vita. Margt var okkur sagt fréttnæmt þennan dag. Tricky Dick með sólarbros á vör enda vel fyrir kallaður Kissinger er með og mörg er hönd á gikknum Kommúnistar geta svo sem verið nógu slæmir, þótt ekki hafi sannazt á þá kosningasvik — þá er aldrei að vita. Margt sögðu þeir félagar við okkur i dag: Sorry mister Ölijó, pardon, — og nú eins fyrir kallaðir — Við skiptum okkur aldrei af styrjöld milli vina. En ef að okkur sjálfum beinist byssukjafturinn — ja, þá er aldrei að vita! Svava Jakobsdóttir. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Akureyri Áskrifendasöfnun Þjóðviljans er halin á Akureyri. Tekið er á móti nýjum áskrifendum á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Geislagötu 10 alla virka daga kl. 9 til 11 fyrir hádegi. Þeir sem ekki fá blaðið með góðum skilum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á fyrrgréindum tima i sima 21875. Norðurland eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldinn laugardaginn 9. júni i félagsheimilinu á Raufarhöfn. Farið verður með hópferðabil frá Akureyri föstudaginn 8. júni og eru fulltrúar beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Alþýðubandalagsins simi 21875 kl. 9 til 11 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Stjón kjördæmisráðsins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.