Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. júni 1973. Atvinna Skrifstofustúlka óskast til starfa allan daginn á skrifstofu Rannsóknarráðs rikisins. Góð málakunn- átta æskileg og æfing i vélritun á ensku eftir handriti og segulbandi. Frekari upplýsingar i sima 21320. F élagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar að ráða hjón, til að veita forstöðu fjölskylduheimili fyrir börn. Heimilið er staðsett i Reykjavik og ætlazt til að hjónin búi á heimilinu og a.m.k. annað hjóna sinni ekki annarri atvinnu. Frekari upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri stofnunarinnar, að Vonar- stræti 4, simi 25500. Skrifstofustúlkur Stúlkur óskast nú þegar til móttöku sjúk- linga á læknavakt við Göngudeild Land- spitalans. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Vinnutimi 19—21 virka daga,nema laugar- daga, þá 9—12 og 15—17. Sunnudaga og aðra helgidaga 15—17. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan i sima 24160. Reykjavik 12. júni 1973 Skrifstofa ríkisspitalanna. Tilboð óskast i LeRoy loftpressur er verða sýndar að Grensásvegi 9 næstu daga. Tilboðin veröa opnuö i skrifstofu vorri, Klapparstig 26, föstudaginn 15. júni kl. 11 f.h. Sala Varnarliðseigna (D ÚTBOÐ ® Tilboö óskast i lagninguholræsa lArtúnshöföa i Reykjavik, fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn cru afhent i skrifstofu vorr: gegn 5.000 króna skila try ggingu. Tilboðin verða opnuð á saina stað miðvikudaginn 27. júni 1973, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 Skrifstofur okkar verða lokaðar frá hádegi fimmtudaginn 14. þ.m. v/jarðar- farar ólafs Sigurþórssonar, gjaldkera. MJÓLKURSAMSALAN Hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvallasvœðisins Síðastliðinn föstudag var verðlaunum úthlutað í hug- myndasamkeppni um skipulag Þingvallasvæðis- ins. í Þjóðviljanum á laugar- dag varskýrt frá niðurstöð- um dómnefndar, en með Forsendur 1 greinargerð dómnefndarinnar segir svo: „Tilefni samkeppninnar var brýn nauðsyn á að móta hið fyrsta framtiðarstefnu um hlutverk Þingvalla i lifi islenzku þjóðar- innar við vaxandi umferð og þétt- býli. Þátttaka var öllum heimil og hefði þvi mátt búast við að fleiri létu til sin heyra, en dómnefndin vill þó lýsa ánægju sinni yfir þátt- töku þeirra 14 aðila, sem sendu tillögur i keppnina. Ljóst er að mikill meirihluti þátttakenda fjallar um málefnið af miklum áhuga og allir gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi verk- efnisins. Þá er dómnefndinni það gleði- efni hversu margir þátttakendur hafa lagt mjög mikla vinnu i til- lögur sinar og af mikilli þekkingu á skipulags- og umhverfisvanda- málum og svo náinni staðarþekk- ingu, að oft reyndist nauðsynlegt að leita upplýsinga um staðhætti og valdi nefndin sér til hjálpar sr. Eir. Eríksson, þjóðgarðsvörð. Þá var og leitað til Snæbjarnar Jónassonar og Eyþórs Einarsson- ar eins og gert var ráð fyrir i út- boði. Rétt er að nefna nokkur þau atriði, sem hvað mestu máli skiptu i mati nefndarinnar og um- sögn fagdómara og nefndin gerði að sinum. 1. Víðátfa þjóðgarðs og friðað svæði. Nefndin telur miklu skipta að vel sé séð fyrir landrými i þessu skyni á fagurfræðilegan og rök- visan hátt og i hæfilegum áföng- um. 2. Aðkomuleiðir. Umferðarkerfi skapi mögu- leika til nýtingar alls svæðisins, ekki siður þess, sem enn hefur litt verið notað, og ofbjóði ekki ein- stökum svæðum og stöðum með einhliða tilhögun umferðar. Að kerfið feli i sér möguleika á nokk- urri stjórnun umferðar einkum gegnumumferðar og annarrar umferðar sem ekki hefur að markmiði viðkomu á þingstað. 3. Gistihús og þjónusta. Aherzla lögð á dreifingu mann- fjölda en ekki samanþjöppun, — en nauðsynleg þjónusta trufli ekki friðhelgi þingstaðarins og beini ekki að óþörfu umferð þangað. Talin bót að þvi að gististaðir beini umferð frekar frá en að þingstaðnum. 4. Sumarbústaðír og önnur byggð. Að sumarbústöðum sé ekki ætl- að mikið rými i framtiðinni — að- eins eitt til tvö svæði og hvergi fast að Þingvallavatni. Að sum- arbústöðum sé verulega fækkað og hverfi úr þjóðgarði hið fyrsta. Nefndin telur að rúma beri Val- hallarsvæðið og forðast mann- söfnuð i eða við þingstaðinn nema alveg sérstaklega standi á og byggingum sé haldið i góðri göngufjarlægð frá þingstaðnum. tilliti til þess að væntanlega fýsir marga að kynnast nánar ráðagerðum um skipulag Þingvallasvæðis- ins birtum við hér megin- hlutann úrforsendum dóm- nefndar, svo og umsögn nefndarinnar um þá til- lögu, sem hlaut 1. verðlaun. 5. útivistarsvæði. Að tjaldbúðum og útivistar- svæðum sé dreift um svæðið, með verulegri hlifð viö gamla þjóð- garðssvæðið. 6. Innra vegakerfi. Að kerfið dragi ekki óþarfa um- ferð i gegnum þjóögarðinn, eink- um þó á friðsælustu stööum hans. Að unnt sé að takmarka umferð ökutækja og/feða loka alveg á við- kvæmustu og fegurstu stöðum við vatnið. Þó telur nefndin eðlilegt að hægt sé að komast nálægt þingstaðnum á venjulegum far- artækjum. Að um sjálft þingsvæðið sé eng- in umferð ökutækja leyfð. 7. Verndun og friðun. Verndun og friðun þingstaðar- ins á að ganga fyrir öllu, og þær ráðstafanir sem stuðla að þvi hefur nefndin jafnan metið mikils og bendir i þvi sambandi á ört vaxandi þéttbýlissvæði við Faxa- flóa og á Suðurlandi, sem hljóti að hvetja til varfærni við varðveizlu Þingvalla. Þó skoðanir nefndarinnar komi að sjálfsögðu fram i framansögðu og i umsögn og gagnrýni, — hefur jafnan verið haft hugfast og met- iðað tillögurnar væru sjálfum sér samkvæmar, sem sjálfstæð hug- verk”. Um tillöguna, sem hlaut 1. verðlaun Tillögunni, sem hlaut 1. verð- laun lýsir dómnefndin, eins og hér fer á eftir, en höfundar til- lögunnar voru: Asmundur Jakobsson, Bjarki Zóphanías- son og Vikar Pétursson. „Lagt er til að þjóðgarður- inn nái umhverfis allt vatnið og til næsta nágrennis upp i Armannsfell og austur fyrir Hrafnabjörg og Lyngdals- heiði. Höfundar telja að helgi staðarins sé rýrð að óþörfu með veitingum og annars konar þjónustu á hinum forna sögustað. Höfundar ráðgera einkum tjaldstæði við rætur Armanns- fells og meðfram Hrafnagjá og minni háttar tjaldbúðir við sumarbústaðabyggðir. Lagt er til að sumarbústaðir innan þjóðgarðsins hverfi, en sumarbústaðabyggð annars staðar haldist að mestu, en viðbót þó ætluð félagssam- tökum. Þjónusta við þjóðgarðs- svæðið norðan vert er ráðgert á Kárastaðanesi. Stórt gistihús verði reist við Nesjar og hafi aðstöðu við vatnið. Við Nesjavelli verði ýmis konar þjónusta og ylrækt ásamt aðstöðu til skiðaiðkana á Henglasvæðinu. Hraðbraut liggi frá Sand- skeiði meðfram vesturhliðum Hengils, niður að Nesjavöllum og áfram austur yfir Sog og austur að Biskupstungnavegi. Aðal-þungi umferðarinnar á þannig að lenda á vegum sunnan Þingvallavatns. Frá Nesjavöllum ofan Jóru- kleifar haldi hraðbrautin áfram norður að Kárastaða- nesi. Mosfellssveitarvegur komi inn á þessa hraðbraut við Heiðarbæ. Frá Kára- staðarnesi liggi vegur ofan gjáa upp undir Armannsfell og sveigi austur og suður að Hrafnagjá og niður i Grims- nes. Þessum Skeifuvegi er ekki ætlað að bera mikla umferð. Vegakerfi innan núverandi þjóðgarðs er óbreytt, en hið sett við Vatnskot til þess að takmarka akstur. Stærð og skilgreining þjóð- garðsins. Vel er séð fyrir stærð þjóðgarðsins þó rök skorti fyrir mörkum hans. Náttúruverndarsjónarmið. Aðkoma og staðsetning byggðar vestan og sunnan Þingvallavatns stuðlar að náttúruvernd við norður hluta vatnsins. Verndun þinghelginnar. Verndun þinghelginnar er mjög góð. Nýting lands til útivistar. Vel er séð fyrir útivistarmögu- leikum, en varast ber að of- bjóða gróðri við Armanns- fell. Hugmyndir höfunda um aðstöðu til vetrariþrótta á Hengilsvæðinu eru at- hyglisverðar. Byggðarsjónarmið. Sumar- bústaðabyggð er gerð all hátt undir höfði, þó reynt sé að takmarka svæði byggðarinnar. Þjónustubyggð. Skipulagning gisti- og þjónustumiðstöðva er i samræmi við hug- myndir höfunda um suður aðkomu, en þjónustu virðist skorta við tjaldstæði með- fram Hrafnagjá og Armannsfell. Gistihús.Gisti- og þjónustuað- staða i Kárastaðanesi er i hæfilegri göngufjarlægð frá þingstaðnum. Tillit til íbúa og byggðar. Hin fjölþætta þjónustumiðstöð við Nesjavelli gæti orðið sveitarfélaginu verulegur stuðningur. Aðalumferð. Tillaga höfunda um aðal-aðkomu um Hengil- svæðið er mjög athyglis- verð. Þessi ráðstöfun dregur verulega úr umferö norðan vatnsins. Fjarlægð vegar frá Armannsfelli virðist viðunandi. Innra vegakerfi. Höfundar gera sér fulla grein fyrir erfiðleikum sem gegnum- umferð i þjóðgarðinum veldur og hyggjast ráða bót á þvi með hljði við Vatnskot, sem kann að vera hæpin ráðstöfun.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: