Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. júni 1973. Búnaðarblaðið/ þriðja blað þessa árgangs/er ný- komið út. I blaðinu er meðal annars efnis einkar þörf hugvekja eftir Rík- harð Brynjólfsson/ „Skítur"/ en þar vekur hann athygli á þvi hve mikil verðmæti eru í hús- dýraáburði/ sem menn á síðari árum hafa tekið að amast við sem hálfgerðum aðskotahlut og vandræða- barni. Höfundi telst til, að mykja eftir 20 kýr sam- svari áburðarþörf á 3,4 hektara af kjarna og 6,4 hektara af þrífosfati og 12 hektara af kalí, en sauða- tað eftir 250 fjár samsvari áburðarþörf á 2,1 og 2 og 6 hektara í sömu röð af tegundum tilbúins áburðar. Skógurinn skapar hámarksfrjósemi landsins, segir Helgi Hallgrimsson náttúrufræöingur. Skítur í Búnaðarblaðinu Margur hefur stokkið yfir lækinn eftir þvi sem minna er, segir Rikharður réttilega. Fleiri nytsamar greinar eru i Búnaðarblaðinu, þótt hér verði fárra einna getið. Arni Snæ- björnsson búkennari ritar grein um sinubrennur. Hann telur að sinubrennsla geti átt rétt á sér þar sem sina er mikil, og virðist það vera i samræmi við rikjandi viðhorf hjá bændum. Nýgræð- ingur taki fyrr við sér að vori þar sem brennt er, og klaki fari fyrr úr jörð. Sauðfé sæki meira i brennt land en óbrennt. Prótein (eggjahvita?) virðist mun meiri i gróðri brennda landsins. Hins vegar sé uppskera meiri af óbrenndu landi, en meiri hluti hennar tréni. Bjarni E. Guöleifsson tilrauna- stjóri átelur bændur harðlega fyrir slæma meðferö á túnum: „bað er með fádæmum hvað grösum og öðrum lifverum jarð- vegsins er ætlað að þola af misjafnri meðferð, og svo er ætl- azt til þess að tún- in skili fullri uppskeru. Hér þarf að verða breyting á, bændur þurfa aö gera sér Ijóst aö tún er safn lifandi einstaklinga, jurta og örvera, sem bregðast við um- hverfisbreytingum svipaö og aörar lifverur. Verði kjör þeirra óhagstæð að sumri t.d. vegna aksturs dráttarvéla um raklendi of hárrar grunnvatnsstöðu, óhag- stæðs sláttutima eða mikillar beitar frá vori til hausts, láta linustu einstaklingarnir strax bugast um sumarið og áðrir ná ekki að búa sig undir komandi vetur og drepast þá”. Nokkuð er drepið á eignar- og afnotarétt á land eins og stundum áður i blaðinu. Jón Ragnar Kjörnssonsegir i ritstjórnarrabbi að ýmsir vilji aö landið verði al- þjóðareign, en ekki bændanna einna. betta sé að visu skiljanlegt ef litið sé á það eitt, að aðeins 15% þjóðarinnar búi i strjálbýli. En íandið sé undirstaða að land- búnaðinum, þéttbýlisbúar þurfi þar á móti ekki nema 0,05% af flatarmáli landsins undir sina byggð, þar við bætist einhver landþörf vegna fristunda og af- þreyingar. Segir hann: „bað ætti ekki að þurfa að deila um, að eðli- legast sé að bændur haldi sínum eignar- og umráöarétti yfir landinu, þvi þeirra hagsmunir vega þyngst”. Jón bætir við að ekki eigi aö meina þéttbýlisbúum afnotaf landinu, en gera megi ráð fyrir að samkeppnin um landið fari vaxandi milli bænda og þeirra sem i þéttbýlinu búa. — Ekki gerir höfundur grein fyrir þvi hvort hann telji að fjármunir, peningavald, eigi að ráöa i Laugardalsvöllur I. DEILD K.R. - FRAM leika i kvöld kl. 20.00. K.R. N j arðvikurvöllur íslandsmótið 1. deild. í kvöld kl. 20.00 leika á Njarðvikurvelli Í.B.V. - Í.A. Komið og sjáið spennandi leik. Ath: áætlunarferðir frá B.S.Í. kl. 19 og til baka kl. 22.30. Í.B.V. þessari samkeppni og ekki getur hann heldur um það, hvort um- ráðaréttur bænda yfir landi eigi að takmarkast við hefðbundin bú- skaparnot eða taka einnig til ein- okunar á þeim nytjun sem hingað til hafa verið búskap framandi, dæmi: útilifsafnot, djúpvatn,. háhiti. Asgeir bóndi i Þúfum skrifar bréf þar sem hann vikur að fyrri umræðu i blaðinu um svipuð efni og segir: „Að lokum vil ég segja að eignarrétturinn er engin heilög kýr. Hann hefur breytzt meö framvindu samfélagsins og mun enn breytast. Ef tiltekið form eignarréttar hamlar gegn eðli- legri þróun framleiðslu og nýtingu lands, þá ber að afnema þá tegund eignarréttar”. Landnytjar frá sjónarmiöi náttúrufræðings t Búnaöarblaðinu er birt erindi Ilelga Hallgrimssonar náttúru- fræðings á Akureyri sem hann héltá árshátiðbúfræöikandidata i fyrrasumar. Hér á eftir eru birtir kaflar úr fyrri hluta erindisins: Þvi verður ekki með rökum neitað að hér hefur gerzt stór- kostleg gróður- og jarðvegs- eyðing, sem helzt verður jafnað við eyðingu Miöjarðarhafs- landanna og Norður-Afriku, en á engan sinn lika i nærliggjandi löndum. Astæöur þessarar eyðingar eru margar og marg- slungnar, en höfuöorsökin og frumorsökin getur þó aöeins veriö ein: þ.e. búsetan I landinu og meöferö þess. Þetta þýöir þó ekki, að hér hafi i sjálfu sér verið stunduð meiri rányrkja en i grannlöndunum, t.d. i Noregi eða Skotlandi, heldur stafar þetta af þvi, að náttúra fslands er miklum mun viðkvæmari fyrir rán- yrkjunni heldur en náttúra hinna landanna. Náttúran hefur sjálf sina vitis- vél sem stöðugt lemur á landinu án þess að við eigum nokkra or- sök i þvi, eöa getum neitt viö það ráðið. Þaö er þvi ekki fjarri lagi aö segja, að eldur og is ráöi miklu um velferðina á þessu skeri okkar, og liklega mun meiru, þegar allt kemur til alls, en sjálf islenzka rikisstjórnin. Skóglendi er aö ööru jöfnu þaö gróöurlendi sem bezt svarar eöli landsins og mestu afkastar miöaö viö skilyrði þess. Tilkoma búfjár i landinu breytir litlu um þetta, svo framarlega sem það er ekki of- beitt. Þar er aðeins um að ræða að fjölga dýrategundum lif- félagsins. Sé miðað við óræktað land, má ætla, að skóglendið gefi yfirleitt bezta möguleika af öllum gróðurlendum þurrlendisins, enda virðist það sannast i mörg- um skógauðugum héruöum. Hugtakið beitarskógur, sem frumkvöðlar skógræktarinnar hér á landi töluðu um i ræöu og riti, er þvi alls engin fjarstæða, þvert á móti raunveruleg stað- reynd, þótt slikt hafi nú ekki heyrst meðal skógræktarmanna um áratuga skeið. Það vill svo til, að við höfum hér i héraðinu um- hverfis mikið af slikum beitar- skógum, og virðist hvorttveggja þrifast vel i S.-Þing, skógurinn og búféð. En skógurinn gerir þó meira, en skapa hámarksfrjósemi landsins. Hann jafnar og stýrir vatnsbúskap jarövegsins i mikl- um mæli. Hann bindur úr- komuna, og viöheldur henni i jaröveginum, hindrar ofþornun efstu laganna, og flytur næringarcfni úr jarövegs- grunninum upp i hin efri iög, en það mun vera mjög mikiivægt atriöi þar sem jarövcgur er eins þykkur og hér á landi. Skógurinn jafnar snjókomu og kemur I veg fyrir skafstur. 1 skóglendi leggst snjórinn nokkuö jafnt yfir landiö og hlifir þvi yfir veturinn, enda tekur hann siður upp i smáhlák- um. Skógurinn skapar sérstakt loftslag inni i sér, sem er aö jafnaði mun hagstæðara öllu iifi, en loftslagiö á bersvæöi. Og siðast en ekki sizt, bindur hann jarö- veginn bctur en flest annaö, og kemur i veg fyrir jarövegs- evðingu. Ég er að sjálfsögðu ekki að halda fram, að landið ætti að vera alvaxið skógi, slikt er auð- vitað óhugsandi. Hér er einungis verið að ræða um þurrlendið, eða þann hluta þess, sem ekki er ræktaður eða ræktanlegur. Ekki verður hjá þvi komizt, að minnast hér á þann gróöur, sem nú er rikjandi á þurrlendinu á stórum svæðum landsins, en þaö er lyngið og hrisiö, eöa fjall- drapinn. Þegar skógunum var eytt fór viöa svo, einkum i hinum snjóþyngri sveilum, aö lyng og hris lagöi undir sig iandiö 1 staöinn.Þetta er alkunnugt fyrir- bæri, einnig i grannlöndum okkar, og nægir að minna á heiðarnar i N.-Þýzkalandi og Jót- landi. Þar sem lyngið er ekki lokastig eðlilegrar gróðurþróunar eins og skógurinn,er það að sjálf- sögðu mun ófrjósamara en hann, enda hafa margir búnaðarmenn horn i siðu þess, og rætt er um að eyða þvi með áburði eöa öðrum aðferðum. Hér verður þó aö fara varlega i sakirnar, ef ekki á illt af að hljótast. Þvi verður ekki neitaö, að lyng og hris bindur jarðveginn mun betur en gras- lendi. Eyðing lyngsins gæti boðið uppblæstrinum heim. Hér er það vissulega, sem skógræktin ætti að koma til sögunnar. 1 lyngmóana ætti aö gróðursetja birki i stórum stil og endurskapa þannig hið eðlilega gróðurfélag. Hefur þetta verið gert i grannlöndum okkar, með góðum árangri, að þvi er ég bezt veit. Lyngmóarnir eru ein- staklega ófrjór jarðvegur, og þvi myndi gras ekki þrifast þar, nema með stöðugri áburðargjöf. Þetta sannast raunar á túnum þeim, sem gerð hafa verið á lyng- móum. Að breyta þessu ónáttúru- lega gróöurlendi i annað enn ónáttúrulegra er engin lækning, nema skottulækning. Þaö er vandi aö lifa á islandi, og þó einkum mikiil vandi aö búa á islandi, þ.e.a.s. aö stunda þá atvinnuvegi, sem byggjast á náttúru þess, án þess að eiga þaö á hættu, aö setja af stað eyðingaröfiin, sem hvar- vetna viröast boöin og búin aö taka völdin af okkur, og enn meiri vandi er þó að hamla gegn þeim, eftir aö þau eru einu sinni komin i ham. Þaö er náttúran sjáif, sem hefur unnið spjöllin, en viö, ibúar landsins, höfum komiö eyöingar- öflum hennar af stað og aöstoöað þau, með óskynsamlegri nýtingu. Naumast er þó hægt aö álasa forfeörum vorum fyrir þetta. I fyrsta lagi vegna þess, aö þeir komu frá löndum, sem voru alls ekki eins viðkvæm aö náttúrufari. Þar höföu búskaparhættirnir þróazt, án þess aö tii verulegra skemmda kæmi á landinu, og ekkert var eölilegra en þeir álitu, aö sama gilti um þetta land. t ööru lagi vegna þess, aö þeir áttu i mörgum tilfellum engraannarra kosta völ ef þeir áttu aö halda gripum sinum og þar meö sinu eigin Hfi, og loks höföu þeir tak- markaöa möguleika til aö skilja þaö orsakarsamhengi, sem hér um ræöir. Allt öðru máli gegnir með okkur nútimamenn. Viö höfum enga afsökun fyrir þvi aö skemma landiö. Bæöi vegna þess aö viö vitum, eöa getum vitaö hvernig eigi aö fara meö þaö, og hjá okkur er þaö ekki lengur spursmál um aö halda lifinu, heldur spursmál um misjafnlega mikinn eöa auötekinn gróöa. Okkar vandi er þvi mikill, og á okkur hvilir mikil ábyrgö, ef viö eigum aö firra okkur þeim dómi eftirkomenda aö vera kallaöir landniöendur. (Samantekt hj—) F egurðarsamkeppiii hunda háð í ágúst Hundaræktarfélag tslands hef- ur ákveðið að efna til hunda- sýningar hinn 25. ágúst næst- komandi, kl. 7 siödegis. Sýningin er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi og verður haldin i hinum vistlegu húsakynnum Eden i Hveragerði. Sýning hundanna fer fram meö liku sniði og tiökazt hefur, þegar sýndir eru góðhest- ar, það er, hundarnir eru leiddir fram fyrir dómara, sem dæmir þá siðan eftir útliti, skapgerð og hreyfingum. Aðeins veröa sýndir hreinræktaðir hundar af hinum ýmsu og óliku tegundum, sem til eru i landinu, svo sem islenzkir hundar, collie, poodle o.s.frv. Stjórn Hundaræktarfélags tslands væntir þess, að fólk bregðist vel við og tilkynni þá hunda, sem til greina komi að verði sýndir, og vill benda öllum þeim á, sem eiga hreinræktaöa hunda, að þeim er heimilt aö taka þátt i umræddri sýningu. Þátt- takendur verða að skrá hunda sina fyrir júnilok, þar sem væntanlega verður komið á námskeiði fyrir þá, sem þess æskja, i þjálfun, tamningu og meðferð sýningarhunda. Dómari sýningarinnar verður frk. Jean Lanning, alþjóðlegur hundadómari. Frk. Lanning er meðal frægustu dómara á hunda- sýningum og hefur m.a. dæmt á Crufts-sýningunni i London. Mjög góð verðlaun verða veitt þeim hundum sem efstir standa á þessari sýningu. Þeir, sem æskja nánari upplýs- inga, geta snúið sér til ritara félagsins, Sigriðar Pétursdóttur, Ólafsvöllum, Skeiðum, eða i sima 13280 i Reykjavfk.

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: