Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Nýir togarar Framhald af bls. 5. undanförnum árum, en nú geta menn sjálfir gert samanburð og sannfærzt um að hér er farið rétt með. Og það þurfa menn jafnan að athuga, þegar gerður er samanburður á smiðaverði skipa, að um sambærilegan búnað sé að ræða, bæði hvað viðkemur veið- um og vinnu um borð, þvi að án þess verður verðsamanburður markleysa. En þrátt fyrir byrjunarmistök,sem ég hef bent á hér að framan, mun hinn nýi skut- togarafloti okkar valda einskonar byltingu i islenzkum sjávarútvegi á næstu árum, likt og þegar togveiðar hófust á islenzkum skipum i byrjun þessarar aldar, þegar undirstaðan var lögð að Reykjavik sem borg. Minni gerð skuttogaranna, sem nú koma til hinna ýmsu staða úti á landi þar sem atvinnuleysi hefur verið meira og minna viðvarandi ein- hvern hluta ársins, mun valda straumhvörfum i þessum efnum og stuðla að jafnvægi i byggð landsins, betur en önnur atvinnu- tæki geta gert, þessvegna fögnum við komu þessara skipa. Watergate Framhald af bls. 7. stöðva rannsókn SEC þar sem hún gæti að öðrum kosti skaðað orðstir Costa Rica sem ,,sýn- ingarglugga lýðræðisins”. En fyrrverandi baráttubróðir Figueres, Otilio Ulate Blanco sem var forseti Costa Rica árin 1949 —53, hefur einnig ritað Nixon bréf þar sem hann fer fram á að for- setinn setji Vesco stólinn fyrir dyrnar þar sem Vesco og félagar Ferðafélagsferðir Miðvikudagskvöld kl. 20. Heiðmörk, skógræktarferð, fritt. Föstudagskvöld 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar 3. Mýrdalur og nágrenni. Ferðafélag Islands, öldugötu 3. Símar 19533 og 11798. Félagsstarf eldri borg- ara Miðvikudaginn 13. júni verður opið hús frá kl. 1 e.h. að Lang- holtsvegi 109. Föstudaginn 15. júni verður fariö i leikhús kl. 8 e.h. (Iönó): Pétur og Rúna, verð 200 kr. Þátttaka tilkynn- ist sem fyrst, simi 18800. Notaðir stigar til sölu á tækifæris- verði. Upplýsingar i sima 34040 á miðvikudags- og fimmtudagskvöld milli kl. 8 og 10. Sölumiðstöð bifreiða Framboð — Eftirspurn Slmatimi kl. 20—22. Simi 22707 hans séu nú á góðri leið meö ,,að kaupa Costa Rica” eins og Otilio Ulate kemst að orði. Þar með hefur Watergate- hneykslið teygt einn af sinum æruverðugu öngum til Costa Rica, og á hann etv. eftir að hafa mikla þýðingu i kosningabaráttu forsetaefna, en kosningar fara iram þar i landi eftir nokkra mánuði. Vesco hefur lýst þvi yfir af miklu yfirlæti að hann sé reiðubú- inn að fara til Bandarikjanna og vitna gegn Mitchell og Stans. Eina skilyrðið er að hann fái að snúa óáreittur til baka til Costa Rica, „þessa E1 Dorados”. En nú hefur þingið i Costa Rica skipað nefnd til að rannsaka hina umfangsmiklu starfsemi Vescos i landinu. Halldór Sigurðsson. Yor í dal Framhald af bls. 9. frétt Visis af mótinu og fannst tónninn i henni of neikvæður. Hann sagði að auðvitað hefðu ým- is vandamál komið upp en þau tókst að leysa öll með einni undantekningu. Það var stuldur úr tjöldum. Við þvi virðast engin ráð duga og stæði lögreglan alveg ráðalaus frammi fyrir þvi. Hann sagði að mikill fjöldi manna hefði tekið þátt i land- græðslunni og færri komizt i en vildu. Svæðið verður allt hreinsað og lokið við að dreifa i það fyrir vikulok. Við inntum eftir slysum og sagði hann engin alvarleg slys hafa hent. Það hefði verið lögð höfuðáherzla á það i hreinsuninni að fjarlægja allt gler og hefði það haft mikið að segja. Alvarlegustu slysin voru kjálkabrot og við- beinsbrot, en utan þess hefði nær eingöngu verið um blóðnasir og önnur minni háttar óhöpp að ræða. Eitt var það sem hann vildi að kæmi fram og það var að leiktæk- in sem Visismaður gerir mjög lit- ið úr voru eyðilögð. Hann sagðist hafa komið að þeim sem það gerðu og voru það alls ekki drukknir unglingar heldur menn á milli fertugs og fimmtugs sem tóku upp á þvi aö dansa upp á tennisborðum. Að lokum sagði Pétur að mótið kæmi liklega til að skrimta pen- ingalega, en ekki meira en svo. —ÞH Frost og snjór Framhald af bls. 1. Fjalivegir lokast Við ræddum við Svein Arnason á Egilsstöðum og inntum hann frétta af ástandi þar. Hann sagði að útlitið væri ekki glæsilegt. Undanfarnar tvær nætur hefur frostiö farið niður i fimm stig og nokkur snjókoma verið þannig að grátt er i rót. Fjarðarheiði er ófær og hefill sem sendur var til aö ryðja hana réði ekkert við snjó- inn. Þá eru Möðrudalsöræfin var- hugaverð. Þetta hefur komið illa niöur á gróðri sem var litill orðinn fyrir, en stendur nú alveg i stað. Bændur hafa fé á túnum og er langt i land með að haglendi veröi beitarhæft. Sveinn sagði að mjög langt væri siðan þeir á Egils- stöðum hefðu reynt svo slæmt vor. Vorið 1952 hefði þó verið slæmt og glórulaus kuldi fram undir 20. júni. En að þvi frátöldu heföi ekki komið eins slæmt vor i manna minnum. Meö verstu kuldum á þessum tima Þorgrimur Starri bóndi á Garði i Þingeyjarsýslu sagði þetta vera með verstu kuldaköstum á þessum tima árs. Hann sagði að Þökkum af alhug öllum þcim, sem vottuðu okkur samúð vegna andláts og jarðarfarar JÖKULS PÉTURSSONAR, málarameistara, Fagrabæ 11. Sérstaklega viljum við þakka Málarameistarafélagi Reykjavikur og Iðnaðarmannafélagi Reykjavfkur þá virðingu er þau sýndu hinum látna. Eiginkona, börn, tcngdabörn og barnabörn. verið hefði hörkukuldi og golu- steyta um helgina og hefði fryst undanfarnar þrjár nætur, allt niður i 5 - 6 stig. A mánudag kvað hann hafa verið krapahrið og hefði allt verið hvitt yfir að lita á mánudagsmorgun. Snjó hefði þó tekið upp á láglendi,en hvitt væri enn til fjalla. Hann sagði gróður hafa staðið i stað að undanförnu. 1 mai komu nokkrir hlýir dagar og hrökk gróður þá af stað, en siðan ekki söguna meir. Litill klaki er i jörð fyrir norðan og jörð góð, og ef fljótlega hlýnar ætti allt að vera i lagi. En ef kuldinn heldur áfram er illt i efni. Þessi kuldi hefur þó tafið gróður og stolið dýrmætum tima. Bændur hafa yfirleitt sleppt lambfé norður þar. Starri sagöi þetta vera versta vor siðan 1952 en það vor og vorið 1949 hefðu verið mjög slæm. Ekki sagðist hann þó kviða fjár- eða mannfelli eins og greinir frá i annálum. En i samanburði við vorið i fyrra sem var eitt indælasta vor sem menn muna fyrir norðan er þetta vor mjög slæmt — ,,Það er eins og svart og hvitt,” sagði Starri að lokum. —ÞH íþróttir Framhald af bls. 11. trland—Rússland írland—Frakkland Rússland—Irland Staðan: Rússland Frakkland trland 1:2 2:1 1:0 3201 3:2 4 2 1 0 1 2:2 2 3102 3:4 2 Tveir leikir eru eftir: Frakkland—Irland Rússland—Frakkland Herinn Framhald á bls. 1 Úr 7. grein herstöðvasamningsins: ,,Hvor rikisstjórnin getur, hve- nær sem er, að undanfarinni til- kynningu til hinnar rikisstjórnar- innar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlanzhafsbandalagsins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu (þ.e. herstöðinni) og geri tillögur til beggja rikisstjórnanna um það, hvort samningur þessi mun gilda áfram. Ef slik mála- leitun um endurskoðun leiðir ekki til þess, að rikisstjórnirnar verði ásáttar innan 6 mánaða, frá þvi að máialeitunin var borin fram, getur hvor ríkisstjórnin hvenær sem er eftir það, sagt samningn- um upp, og skal hann þá falla úr gildi 12 mánuðum siöar”. Ákvæði ríkisstjórnar- sáttmálans frá 1971 „Varnarsamningurinn við Bandarikin skal tekinn til endur- skoðunar eða uppsagnar i þvi skyni, aö varnarliðið liverfi frá íslandi i áföngum. Skal að þvi stefnt að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu”. Nixon Framhald af bls. 16. málsins, vilhalla fyrirfram. Ýms- ir telja að Nixon-stjórnin sé meö þessu enn að reyna að þagga niður mikilsverða hluti, þar sem nú fara höfuðvitnin, sjálfir ráðu- nautar forsetans og fyrrverandi ráöherrar, að svara til saka fyrir nefndinni. 1 dag hafnaði dómari þvi að banna útvarp frá yfir- heyrslum nefndarinnar. Maurice Stans, fyrrum fjár- málaráöherra og eins konar f jár- öflunarstjóri i endurkjörsnefnd Nixons, kom fyrir nefndina i dag og lagði fram vélritaða skýrslu. Nýr sendiherra Tékkóslóvakiu Nýskipaður sendiherra Tékkóslóvakiu hr. Zdenek Roskot afhenti I g®r forseta Islands trúnaðarbréf sitt aö viöstöddum utanrikisráðherra Einari Agústssyni. Siðdcgis þá sendiherrann heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt uokkrum fleiri gestum. Kvaðst hann ekki hafa gert sig sekan um neitt ólöglegt við útveg- un á þeim 45 miljón dollurum sem runnu i kosningasjóðinn undir hans umsjá. 1 dag var von á þvi að rætt yrði um hugsanlegan rikisrétt yfir Nixon forseta i fulltrúadeild Bandarikjaþings. Agnew varaforseti agnúaðist i dag út i allar yfirheyrslurnar frammi fyrir öldungadeildar- nefndinni um Watergate-hneyksl- ið. Kvað hann þær stofna réttind- um einstaklingsins i hættu! (Ef til vill átti Agnew við „einstakling- inn” Nixon og var bara svona fyndinn!). Eiturlyf Framhald af bls. 3. vetur félagslega læknisfræði i Tromsö. A árunum 1930—1940 tók hann virkan þátt i stjórnmálum, sat m.a. i borgarstjórn Osló 1938—1940. A styrjaldarárunum var hann með i norsku útlaga- stjórninni og starfaði ýmist i Englandi eða USA. A þessum ár- um komst hann i kynni við for- ystumenn heilbrigðismála þeirra rikja og undirbjó ásamt þeim stofnun Alþjóðaheilbrigöismála- stofnunarinnar, WHO. Hann sat i nefnd þeirri er samdi drög að stofnskrá WHO og sat þing stofn- unarinnar frá byrjun. Hann var forseti 2. þings WHO 1949 og formaður framkvæmda- r.efndar WHO 1966—1967. t Noregi hefur hann sifellt veriö áberandi og mótandi. Hefur hann ritað margar bækur um heil- brigðismál bæði um stjórn og fyrirkomulag þeirra mála. Það er einmitt um það sem hann mun fjalla i fyrri fyrirlestri sinum, hvernig samræma megi skoðanir starfsliðs sjúkrahúsanna og þeirra sem með fjármál og stjórnun fara, og hvernig nýta megi vitneskju allra aðila þar sem bezt, til aö koma i veg fyrir glundroða og óheppilegar fram- kvæmdir, og eins til þess að sem bezt megi velja viðfangsefni hvers tima. Evang hefur mikinn áhuga á stjórnmálum i dag og verndun umhverfisins. Var hann mjög ákveðinn and- stæðingur aðildar að Efnahags- bandalaginu og þótti úrslitin i Noregi glæsileg. Vildi hann vekja athygli á úrslitunum og benda á að það hefðu einungis verið 55 sveitarfélög af 444 i öllum Noregi sem hefðu viljað styðja aðild. Það væri þvi ekki nóg að taka það fram hvernig úrslitin hefðu verið i heild sem var um það bil 53% nei og 47% já. Þótti honum einnig sem ráða- menn valdaflokkanna fyrir þær kosningar hefðu komið illa fram með þvi að vilja ekki taka nægi- legt tillit til kosninga-vilja fólks- ins loks þegar þjóðin hafði tekið á sig rögg og farið að hugsa. Þótti Evang mjög gaman að þvi að ferðast um landið meðan á kosn- ingaundirbúningi stóð, og sjá hversu áhugasamt og opið fólk var, og þyrst i fróðleik. Um umhverfismál var Evang bjartsýnn og taldi hann að ekki gætu liðið mörg ár þangað til væri búið að koma á alþjóðareglum um umhverlisvernd, hvort sem það yrði á vegum Sameinuöu þjóðanna eða einhverra annarra. Mengunarvandamálið væri kom- ið á það stig að nauðsyn væri að hefjast handa. 1960 hefðu gengið i gildi lög um takmörkun úrgangs- efna i trjáiðnaði i Noregi, og 1971 lög um takmörkun úrgangsefna frá efnaiðnaði þar, og væri það spor i rétta átt. Það var athyglisvert að Evang, sem er norskur og þekkir þess vegna vel til fallorku, sagði óspurður, að vafasamt væri að nýta fallorku til stóriðnaðar og efnaiðnaðar m.a. vegna mengun- ar. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið telur það mikinn feng að fá dr. Karl Evang i heimsókn og mun kappkosta að framhald verði á heimsóknum um af þessu tagi. SeNDIBÍLASTÖÐIN Hf BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA FRAMLEIÐSLUSAMVINNUFÉLAG RAFVIRKJA, SAMYIRKI, Barmahlíð 4, annast allar almennar raflagnir og viðgerðir. Upplýsingar i sima 15460 milli kl. 17 og 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: