Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 9
Miövikudagur 13. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hér er veriö aö fylgjast meö lyftingasýningu. Sumum strákunum þótti litiö til kraftakarlanna koma.en e.t.v. er skýringin á því sú aö þeir hafi viljað hækka i áliti kvenpeningsins á staönum. (Myndir Gunnar Steinn) Þótt flestir mótsgesta væru unglingar, áttu allar kynslóöir slna fulltrúa á staönum og ekki alla jafn háa I loftinu. VEL HEPPNAÐ VOR í DAL Það var mál þeirra manna sem samanburð hafa að hátiðin í Þ jórsárdal hafi borið af öðrum sam- bærilegum fyrir rólegheita sakir. Auðvitað var fyllerí og vissulega var slegizt, en allt yfirbragð hátíðarinnar var með mun rólegri blæ en tíðkazt hefur um þessa helgi. Það sem því olli var vafalaust góð skipulagning og rétt viðhorf skipuleggj- enda til þeirra hluta sem hér voru á ferð. Undirritaður brá sér upp i Þjórsárdal á laugardagskvöld og dvaldi þar fram á sunnudags- eftirmiðdag. Þegar komið var upp eftir var hálf kuldalegt um að litast. Þó nokkur vindur var og sólarlaust. Svæðið sem mótið var haldið á er á bökkum Sandár neðst i Þjórsárdal. Ain afmarkaði móts- staðinn á tvo vegu, en á hina tvo var girðing. Það kom i ljós, að þessi staðsetning var mjög heppi- leg þvi hún lokaði svæðinu vel af og kom i veg fyrir of mikið ráp sem litið hefur upp á sig en aö dreifa sóðaskapnum og náttúru- spjöllunum sem alltaf fylgja svona hátiöum. En sumsé þegar undirritaður kom á staðinn var risin heljar- mikil tjaldborg og fjöldinn var um fimm þúsund. A tveimur danspöllum varu hljómsveitir að spila og stuttu siðar hóf Ömar Ragnarsson gamanmál sem virt- ust falla i kramið. Ekki var mikið sjáanlegt af útúrdrukknu fólki en það átti eftir að breytast. Þegar iiða tók á kvöldið fór fylleriið að aukast og yfirbragð sumra að verða skuggalegt. En ekki varð undirritaður var.viö mikil slagsmál. Eitt vandamál setti mikinn svip á mótið og þaö var veðrið. Hitastigið var ekki langt fyrir ofan frostmark og talsverður gustur. Enda fór það svo aö snemma fækkaði þeim sem voru úti við og fólk tindist inn i tjöld. Aldrei varð svæðið þó alveg mannlaust þvi segja mátti að það næöi saman að þeir úthaldsbeztu lognuðust út af og þeir sem dóo fyrstir röknuöu úr rotinu og röltu niður að á til að svala versta þorstanum. Um nóttina var heldur ömur- legt um að litast á svæðinu. Þeir fáu sem voru á stjái voru yfirleitt sauödrukknir og ekki bætti veðrið úr skák. Davíð og Golíat Blaðamaöur varö um nóttina vitni aö skemmtilegum slagsmál- um á öðrum danspallanna. Itur- vaxinn og kraftalegur ungur maöur gekk um og hvatti menn til að slást við sig. Lengi vel lagði enginn i kappann þar til snagg- aralegur strákur, öllu minni um- fangs en áskorandinn, vatt sér upp á pallinn og kvaðst reiöubú- inn að kljást viö kauöa. Þeir settu sig i stellingar og átökin hófust. Og viti menn, sá litli gerði sér litiö fyrir og snaraöi þeim kraftalega i gólfið og ekki bara einu sinni heldur þrivegis. Hlaut hann mikiö klapp frá áhorfendum sem voru nokkrir en sá sterki var heldur fúll yfir úrslitunum. Þegarmenn vöknuðu um morg- uninn var sami kuldinn, og fóru þá margir i knattleiki til að fá i sig hita. Einnig naut hestaleigan á staönum vinsælda og fóru margir i útreiðartúra. „Með léttasta móti". Aöur en blaðamaður fór heim hafði hann tal af lögreglumönn- unum á staðnum og spurði þá álits á skemmtuninni. Sigurður Jónsson frá Selfossi varð fyrir svörum og kvaðst hann hafa verið á allmörgum mótum af þessu tagi i Þórsmörk, á Laugarvatni og viöar og heföi hann ekki kynnzt rólegri samkomu. Hann sagði aö honum litist mjög vel á þetta og að þetta væri með léttasta móti. Umgengni væri góð og svæðiö hreint og þokkalegt. Selfosslögreglan fylgdist meö mótinu og voru um þrjátiu lög- reglumenn á staðnum þegar flest var. Sigurður sagði að nokkrir hefðu verið teknir úr umferð en þeir væru eiginlega óeðlilega fáir. Hann kvað lögregluna hafa tekið nokkuð mikið magn af vini af fólki en nefndi engar tölur. Hann vildi meina að þessi góði bragur væri þvi að þakka að öll aðstaða væri mun betri en hann hefði kynnzt áður. Þá skipti mikiu máli að veðrið var þurrt þvi fylle- riið er ólikt snyrtilegra á þurru grasi en i forarpolli. Ekki var hann sammála Visismanninum sem i gær kvartar og kveinar yfir sóðaskap þvi hann kvað þetta eitt bezta svæði sinnar tegundar sem hann hefði komið á og tók snyrti- mennskuna sem dæmi um gott ástand á mótinu. // Eins og búizt hafði verið við" I gær hafði blaðamaður tal af Pétri Einarssyni sem starfaði á mótsstað allan timann á vegum UMFt. Tónninn i honum var hinn bezti og sagði hann mótið hafa farið fram nákvæmlega eins og vonazt hefði verið til. Hann sagði að þegar svona mót væru skipu- lögð yrðu menn að gera sér grein fyrir þvi að svona erum við og miða skipulagninguna við það. Hann sagði að ástandið á mótinu hefði ekki verið verra en i kring- um ýmsa skemmtistaöi á laug- ardagskvöldum. Pétur lét mjög vel af þvi hve auðvelt var að fá fólk til leiks og starfa. Fólk hefði tekið iþrótta- keppnunum mjög vel og haft gaman af. I viöavangshlaupinu hljópt.d. einn þátttakandinn með regnhlif alla leið til að auka á stemninguna. Þá var á staðnum hópur stráka á mótorhjólum og hefði mótsstjórn fengið þá með i spilið meö þvi að skipuleggja mótorhjólakeppni og veita verð- laun. Tóku strákarnir mjög vel i það. Hann var heldur óhress yfir Framhald á bls. 15. Sumir tóku þaö til bragös til aö sieppa viö aö borga aögangseyri aö vaöa yfir Sandána. Þessi var fremur seinheppinn, þvi hann var gripinn og krafinn um 500 krónur um leiöog hann haföi ána aö baki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: