Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. júni 1973. PJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Halldór Sigurösson skrifar Um allan heim fylgjast menn af athygli með Watergate-hneyksl- inu sem er reyfara likast. Hingað til hefur það þó ekki teygt anga sina út fyrir landamæri Banda- rikjanna. En nú hefur það gerzt. Sá angi nær til Mið-Amerikurikis- ins Costa Rica, og snýst málið um það að óprúttnir viðskiptajöfrar hafa verið ásakaðir um tilraunir til ,,að kaupa Costa Rica”. A sama tima hafa tveir af nán- um samstarfsmönnum Nixons verið ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, þeir John Mitchell, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, og Maurice Stans, fyrrverandi við- skiptaráðherra. Báðir voru þeir i forystu fyrir endurkjörsnefnd forsetans. Aðalatriði ákærunnar er að þeir hafi reynt að stöðva rannsókn bandarisku kauphallar- nefndarinnar á framlagi Roberts L. Vescos til kosningasjóðs Nixons og siðan logið til um málið hvað eftir annað frammi fyrir rannsóknarréttinum. Vesco þessi settist að i Costa Rica fyrir hálfu ári. I siðustu skýrslu William Rogers, utanrikisráðherra, sem hann gaf þinginu um utanrikis- stefnu Bandarikjanna takmark- aðist kaflinn um Costa Rica við stuttan pistil um bandariska.að- stoð i baráttunni við marlariu og gin- og klaufaveiki. En á þessu ári hefur Costa Rica fengið efnahagslega aðstoð sem er svo mikil að hún slær allt út i tólf ára þróunarhjálp Bandarikj- anna innan Framfarabandalags- ins. Það ætti ekki aö reynast yfir- völdum landsins erfitt að sjá út, að þau öfl sem standa að baki þessarar aðstoðar eru verri en malaria og gin- og klaufaveiki til samans. Aðalhlutverkið leikur Robert L. Vesco, 37 ára repúblikani og fjár- málamaður frá New Jersey i Bandarikjunum. Hann er þekktur fyrir að nota „óvenjulegar” að- ferðir til að afla sér skjóttekins gróða. Honum skaut eins og eld- flaug upp á stjörnuhimin alþjóð- legra fjármála i ársbyrjun 1971 þegar hann sölsaði undir sig fjár- festingafyrirtækiö Investors Overseas Services (IOS) með mjög svo vafasömum aðferðum. Höfuðstöðvar risafyrirtækisins IOS voru i Genf. Það var stærsta fjárfestingafyrirtæki heims utan Bandarikjanna. Inn i fyrirtækið streymdu fjármunir frá spari- fjáreigendum, aðalega vestur- evrópskum, og námu þeir alls 1.5 miljörðum dollara. Fyrirtækið er nú etv. einum miljarði fátækara, að mestu leyti vegna svindls. Stofnandi IOS er Bernard Corn- feld, 45 ára Bandarikjamaður sem berst mikið á og hefur alltaf umhverfis sig heilan herskara af svokölluðum einkariturum. Hann var handtekinn fyrir nokkrum dögum af svissneskum yfirvöld- um og á yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi fyrir fjármálabrask. Hann kom til Sviss frá London, en þar hafði hann verið dæmdur fyrir nauðgunartilraun á ungri konu. Um leið og hann var handtekinn voru gefnar út handtökuskipanir á fimm núverandi og fyrrverandi forstjóra IOS. Meðal þeirra eru Robert Vesco og James Roosevelt sonur Franklins D. Roosevelts, fyrrverandi Bandarikjaforseta, og áður sendiherra Bandarikj- Watergate útflutningsvara Stórsvindlarinn Vesco er í óöa önn við „aö kaupa Costa Rica” Kort af Costa Rica. Landiö er um helmingur islands að stærð og hcfur l.Sniiljón ibúa. Verður landið „eign” stórtækasta fjármálasvindlara I sögu Bandarfkjanna áður en langt um liður? Bcrnard Cornfeld, stofnandi IOS, ásamt tveim „einkariturum” sinum. anna hjá Sþ. (Af aöstoðarmönn- um Vesco sem ekki hefur verið stefnt má nefna Donald Nixon, bróður forsetans, og Donald F. Nixon, bróðurson forsetans, en hann hefur siðan 1971 starfað sem aðstoðarmaður Vescos við stjórn- unarmál.) Þó bæði Bandarikin og Sviss — stórveldi fjármálasiðgæðisins — séu nú á hælum Vescos er ekkert sem bendir til þess, að hann þurfi aö mæta fyrir rétti á næstunni. Hann nýtur nefnilega verndar forseta lýðveldisins Costa Rica, José Figueres (gengur undir nafninu „Don Pepe”), en i áróðri Bandarikjamanna hefur hann i heilan mannsaldur verið notaður sem tákn fyrir hástig lýðræðis i heiminum. Um sama leyti og ákærurnar voru gefnar út lýsti Vesco þvi yf- ir, að hann hefði fengið rikisborg- ararétt i CostaRica. Aður hafði hann tekið á leigu iburðarmikið stórhýsi i höfuðborg landsins, San José. Einkaflugvél hans, 150 sæta Boeing 707, sömu gerðar og emb- ættisflugvél Bandarikjaforseta stendur á flugvellinum utan við San José. Auk Vescos hefur hálfri tylft af hæst settu samsæris- mönnum þeim sem störfuðu með honum verið veitt dvalarleyfi i Miö-Amerikurikinu. Vesco og fjórir tugir samstarfs- manna hans eru ákærðir fyrir „eitt stærsta fjármálasvindl” i sögu Bandarikjanna. Aðilinn sem ákærir er bandariska kauphallar- nefndin, The Securities and Exchange Commission (SEC). Málið snýst um það sem SEC kallar „kerfisbundinn þjófnað” frá IOS sem nemur 224 miljónum dollara (rúml. 20 miljörðum isl. króna.) 1 þvi markmiði að stöðva rann- José Figueres (Don Pepe) forseti Costa Kica (sá ineð kústinn); bissnismaður með tilhneigingu til stjórnmálaafskipta. sókn kauphallarnefndarinnar á þessu máli greiddi Vesco 250 þús- und dollara i kosningasjóð Nixons — og Mitchell og Stans endur- greiddu honum peningana þá fyrst er hneykslið var komið á forsiöur blaðanna. I kjölfar þessa hefur formaður SEC, G. Bradford Cook sem Nixon skipaði nýlega, orðið aö segja af sér og etv. verð- ur hann einnig ákærður. Um þessar mundir er Vesco i óöaönn að festa miljónirnar sinar i atvinnulifi Costa Rica. 224 miljónir samsvara hálfum öðrum fjárlögum i Costa Rica — og þær eru i dollurum. Hinn valdamikli Figueres forseti hefur eftir öllu að dæma hlotið sinn hlut óskertan. Að sögn SEC hefur costarikanska fyrirtækinu Sociedad Agricola y Industrial San Cristóbal verið veitt grunsamlegt „lán” að upp- hæð 2.150.000 dollarar úr einum af sjóðum Vescos. Fyrirtæki þetta er i eigu Frigueres-fjölskyldunn- ar. Sami Vescosjóður er sagður hafa dælt 60 miljónum dollara i Interameric. Capital sem er fjár- festingarfyritæki i Costa Rica. Þá er verið að rannsaka torkennilega yfirfærslu á miljónum dollara á bankareikning Don Pepes i New York. Don Pepe sagði nýlega i viðtali við Lundúnablaðið The Observer: „Eg er fjármálamað- ur með tilhneigingu til stjórn- málaafskipta”. Hann hefur skrif- að Nixon bréf og beöið hann að Framhald á bls. 15. Tyrkneski rithöfundurinn Yasar Kemal: Að berjast gegn kúgun meö því aö skrifa Tyrkneski rithöfundur- inn Yasar Kemal var fyrir skömmu staddur i Stokkhólmi, vegna s.]ón- varpsupptöku á einu verka hans. Dagens Ny- heter hafði þá viðtal við hann sem hér fer á eftir, nokkuð stytt i þýðingu: Frásagnargleði hans viröist ótakmörkuð, og allt i einu segir hann setningu sem skýrir ákafa hans: — Bezta leiðin til þess að berj- ast gegn kúguninni er að skrifa um hana. Og það hefur hann gert i bókum sinum, sem lýsa baráttu fólks til þess að verða frjálst, baráttunni fyrir mannsæmandi lifi. Hann segist ekki einungis lýsa löndum sinum, heldur öllum sem lifa viö svipuð kjör. Bækur hans hafa verið þýddar á 39 tungumál. — Eg er mjög háður siðum og hefð lands mins, segir hann, — og hann fór að semja skáldverk eftir að hafa fyrst safnað saman þjóð- legum kvæðum og söngvum. Það Yasar Kemal: Beztu sögur mlnar skrifa ég ekki er mikið til af þeim, og farand- söngvarar ferðast um og segja frá atburðum sem hafa gerzt á öðrum stöðum. A siðustu árum hafa þeir orðið róttækari, og kem- ur nú oft fratn i kvæðum þeirra beinn pólitiskur áróður. Kemal er sjálfur mjög ánægður með að far- andssöngvari nokkur hefur lært utanað eina af sögum hans, sem hann siðan túlkar fyrir fólkið bet- ur en höfundurinn, eða ekki siður a.m.k. 1 bókum sinum hefur Kemal m.a. lýst þvi hvernig dýrlingar verða til og ýmsar helgisögur; m.a. segir hann frá einum, sem var gerður að helgum manni þrjátiu sinnum. Og Kemal vill láta taka þetta alvarlega og segir aö svona fyrirbæri séu ekki bara til þarna i Tryklandi hjá frum- stæðu fólki, heldur alls staðar, t.d. hafi Sviar sinn Ingmar Berg- man. Ein bóka hans hefur selzt i 300.000 eintökum i Tyrklandi og verið mjög umtöluð og vinsæl, trúlega um of, þvi fasistasamtök ein söfnuðu eins miklu af henni og hægt var og lét brenna á báli með mikilli viðhöfn. Það er eins gott að gera sér grein fyrir þvi áður en lagt er út á rithöfundarbrautina i Tyrklandi að það er enginn dans á rósum. Allir tyrkneskir rithöfundar okk- ar aldar hafa verið i fangelsi og sumir liflátnir. Kemai er fangels- aður um það bil á 6 mánaða fresti. Nú i dag er mest þörfin að segja frá þvi, hvernig farið er með nátt- úruna. í næstu sögu sinni ætlar hann að lýsa þvi hvernig farið er með ána, og sýna fram á að það er samhliða kúguninni á mann- eskjunni. Kemal er mjög hrifinn af börn- um og leikur sér mikið við þau. Hann segir af þeim sögur: — Það eru svo góðar sögur, að ég vil ekki skrifa þær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: