Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. júnl 1973. Þessar mvndireru teknarf fyrra riftli unghrossahlaupsins og þær sýna þá spennú sem stundum er viö rásmarkiö. Maöurinn á hvitu peysunni er Siguröur Hallbjörnsson fyrrum glimumaöur og þekktur hestamaöur. Hann er aö rcyna aö stilla Lóm, (i vetra hest, sem varö annar f unghrossakeppninni. Knapi er Aöalsteinn Aöalsteinsson, en eigandi hestsins er Ebba Arnþórsdóttir. Maöurinn f fslen/.ku pcysunni er Skúli Steinsson frá Eyrarbakka, einnig þekktur hestamaöur. Hann heldur I fyrir Stein Einarsson, sem situr Garp, 6 vetra hest. (Ljósm. sj). Gamli maðurinn Maöur dagsins i Hvíta- sunnukappreiöum Fáks var Þorgeir Jónsson, bóndi í Gufunesi. Það er ekki nýtt aö Þorgeir setji svip sinn á Hvítasunnukappreiöarnar, en meira að segja hörðustu hestakarlar áttu varla orö til aö lýsa undrun sinni á frammistöðu Þorgeirs, sem verður sjötugur í desember, en lætur ekkert á sjá. Þorgeir á geysisterkan og skapmikinn hest sem heitir Óðinn og er8 vetra. Strax sem foli var Óðinn yfir- burðahestur, en hann var í öldudal i fyrra, en nú virð- ist samstilling hests og knapa vera betri. Öðinn er slikur skaphestur að Þor- geir verður að skella hon- um strax á skeið í keppni, en leyfilegt er að hestar stökkvi fyrstu 50 metrana. Óðinn er því yfirleitt seinn af stað,en þegar komið er út í mitt hlaup er hann í fremstu víglínu. Margir áttu von á að Randver færi með sigur af hólmi í skeiðinu, en sá knapi, sem bezt kann tökin á Randver, er um þessar mundir erlendis. Óðinn vann sem sagt 250 metra skeið á 25.4, en Randver var í öðru sæti. i unghrossahlaupinu sigr- aði Óðinn, 6 vetra, eigandi Hörður G. Albertsson. Knapi var Sigurbjörn Bárð- arson. Sigurbjörn, sem er 21 árs, er umtalaður sem góðurknapi, og í spjalli við blaðið upplýsti hann, að eigandi Óðins væri verð- andi tengdafaðir sinn og unnusta sín ætti hinn mikil- hæfa hest Hrímni, sem Sig- urbjörn sat í 350 metra stökku, en þar sigraði Hrímnir með yfirburðum. Sigurbjörn vann þannig tvenn fyrstu verðlaun, samtals 11 þúsund krónur. Óðinn hefur fengið 7 gull- verðlaun, en Hrimnir 20 gullverðlaun. Það hefur komið fyrir að Hrímnir haf i tapað á sjónarmun, en Óð- inn hefurekki tapað keppni til þessa. Sigurbjörn sagði að ef knapi sigraði í hlaupi fengi hann í sinn hlut einn þriðja af verðlaununum, ef hann sæti aðeins hest í keppni, en helming ef hann hefur einnig þjálfað hestinn og Þetta var jafnasta hlaupiö. Ljúfur sigrar hér i öörum riöli 800 metra stökksins. Ljúfur er litiö þekktur hestur, en Brúnn, sem er viö hliö hans, er aftur á móti landsþekktur hestur; hann á bezta tima f 800 metrum á hringvclli, 62,6, en tslandsmetiö á beinni braut er 62,2. Brúnn er heysjúkur og verður þvi ekki kominn i góöa þjálfun fyrr en liöa tekur a sumar. hugsað um hann. Þetta er hefð. 800 metra hlaupið var spennandi, en þar sigraði Stormur, eigandi Odd- ur Oddsson. 1. verðlaun voru 12 þúsund krónur. Margir hestamenn vilja að meiri rækt verði lögð við 800 metra hlaupið og líta Sigurbjörn Báröarson og hrossið - Þaö er búiö aö kalla „AFRAM”, og fór heim meö fyrstu verölaun I 250 m. hínn mikilhæfi hestur Óöinn (lengst til hægri) er lagöur af staö. Knapinn er Þorgeir I Gufunesi og hann skeiöi, 15, þúsund krónur. 1500 metra hlaupið horn- auga, þar sem svo stutt er síðan að hestar voru þjálf- aðir vel fyrir 800 metra hlaup. 1500 metra hlaupið var dramatískt, þar sem hinn þekkti Gráni, 12 vetra, stanzaði næstum við hesta- réttina, en þegar hann átt- aði sig á því að í þetta sinn ætti hann ekkert erindi þangað rauk hann af stað aftur með slíkum krafti að annað eins hefur varla sézt hér á kappreiðum. Hann komst þrátt fyrir þetta fyrstur í mark, rétt á undan Lýsing, sem er í eigu Bald- urs Oddssonar. Þarna voru há 1. verðlaun, 15 þúsund krónur. Kerruaksturinn varð eig- inlega ekkert annað en sýn- ingaratriði, þarsem keppni var engin í riðlunum tveimur. Sigurvegari varð Kommi, en knapi var Einar Karelsson. Rétttrúuðum til huggunar er skylt að geta þess að nafngiftin er ekki austrinu til dýrðar. í kerru- akstri mega hestarnir ekki stökkva og þvi þarf að þjálfa hestana mjög vel til að keppni í honum geti orð- ið skemmtileg. Fyrstu verðlaun voru 10 þúsund krónur. I góðhestakeppni sigraði Eyrar- Rauður í A f lokki,en í B flokki Sómi. Allmikið var veðjað og varð bezta útkoman sú að 100 krónur sexfölduðust. Veður var kalt eins og svo oft áður á hvítasunnu- keppni Fáks, en mótið fór vel fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: