Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 6
B siOA — ÞJÓÐVIL.IINN Miðvikudagur 13. júni 1973. UODVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Ugefandi: (Jlgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 Hnur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. HERINN Á AÐ FARA Allir þjóðhollir íslendingar fagna nú þeim áfanga, að hafizt hefur verið handa um framkvæmd ákvæðis stjórnarsáttmál- ans varðandi brottför Bandarikjahers af Keflavikurflugvelli. I gær afhenti Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, sendiherra Bandarikjanna á íslandi erindi þess efnis, að Islendingar óskuðu nú endurskoðunar á „varnar- samningnum” frá 1951. í bréfi rikisstjórn- ar Islands til rikisstjórnar Bandarikjanna er tekið fram, að orðsending sama efnis verði send ráði Atlanzhafsbandalagsins fyrir lok þessa mánaðar. Með bréfinu, sem sent verður NATO fyrir lok þessa mánaðar hefst 6 mánaða timabilið, sem samkvæmt samningnum frá 1951 er ætlað til gagnkvæmrar athug- unar beggja aðila, — en leiði slik athugun ekki til samkomulags er einhliða uppsögn heimil, og þá með 12 mánaða fyrirvara. Það skal undirstrikað hér, að i stjórnar- sáttmálanum er afdráttarlaust tekið fram, að tilgangur endurskoðunar her- stöðvasamningsins sé sá og sá einn, að bandariski herinn hverfi frá íslandi. Um þetta segir i stjórnarsáttmálanum orðrétt: „Varnarsamningurinn við Bandarikin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi i áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu”. í þessu skyni og engu öðru hefur nú ver- ið hafizt handa um framkvæmd þessa mikilvæga ákvæðis. Hér er þvi ekki um neina almenna endurskoðun að ræða, sem alveg eins geti leitt til áframhaldandi dvalar hersins, heldur er tekið fram i bréfi rikisstjórnar íslands, að óskað sé endur- skoðunar samkvæmt 7. grein samningsins frá 1951, en þvi aðeins fáum við rétt til ein- hliða uppsagnar, samkvæmt bókstaf samningsins, að slik endurskoðun hafi farið fram. Nú má vel vera, að Bandarikjamenn reynist tilbúnir að fara héðan með her sinn, að ósk islenzku rikisstjórnarinnar, án þess að til uppsagnar þurfi að koma, og er þá vel. Þetta mun koma i ljós i þeim samningaviðræðum um málið, sem fram- undan eru. Reynist þeir hins vegar ekki til þess fáanlegir öðlumst við að 6 mánuðum liðnum rétt til einhliða uppsagnar, og stefna rikisstjórnarinnar er að notfæra sér þann rétt, ef á þarf að halda, svo að herinn verði farinn fyrir lok kjörtimabilsins. Ákvæðið um brottför hersins af Kefla- vikurflugvelli var á sinum tima sett i samning stjórnarflokkanna i samræmi við yfirlýsta stefnu þeirra allra fyrir siðustu alþingiskosningar. Alþýðubandalagið tekur þátt i rikis- stjórninni á þeirri forsendu m.a., að hér sé um eitt veigamesta ákvæði stjórnarsátt- málans að ræða. Alþýðubandalagið hefði kosið, að jafnframt fylgdi útsögn úr At- lanzhafsbandalaginu, en þar hafa sam- starfsflokkarnir haft aðra afstöðu sem kunnugt er. Ákvörðunin um að hefja nú undirbúning að brottför hersins er tekin óháð land- helgisdeilunni, að öðru leyti en þvi, að landhelgisdeilan hefur tafið nokkuð fram- kvæmdir i herstöðvamálinu. Það gæti hins vegar orðið ærið mörgum, sem eitt sinn töldu Atlanzhafsbandalagið og stórveldi þess okkar helzta skjól, að einmitt nú þegar utanrikisráðherra okkar tilkynnir á fundi starfsbræðra sinna frá öðrum NATO-rikjum um endurskoðun eða uppsögn herstöðvasamningsins, — þá ger- ist þetta við þær aðstæður, að eitt helzta stórveldi NATO heldur uppi sjóhernaði gegn okkur íslendingum, i stað þess að veita okkur þá vernd gegn árás, sem lofað var, er ísland gerðizt aðili að þessu bandalagi. Nýja Mjólkárvirkjun tekur til starfa 1975 A undunförnum 2 árum hafa slaöiö yfir vatnsmiölunarfram- kvæmilir l'yrir Mjólkárvirkjun á Vestfjöröu m. Þar cr um aö ra-öa stíflugcröir og úttaksmannvirki viö l.anga- vatn og llólmavatn, en þau eru uppi á hálcndinu fyrir ofan virkj- unina i um 500 rnetra hæö yfir sjó. Aöstaða til framkvæmda cr þarna erfið, þvi aö aöeins er hægt aövinna þar um hásumariö. þeg- ar snjóa hefur leysl úr fjöllum. Verki þessu er lokið, en l'yrir- tækið Vesturverk h.f. i Bolungar- vík annaðist framkvæmdir. Núverandi Mjólkárvirkjun er 2.400 kW, staðsett við sjávarmál, og nýtir hún 210 m. fallhæð. 1 framhaldi al' þessu hefur verið undirbúin ný virkjun, sambyggð núverandi stöðvarhúsi, og verður hún 5700 kW. Þessi nýja virkjun nýtir fallhæð frá Langavatni með 3800 m. langri þrýstivatnspipu úr stáli, en jafnframt verður þá vatnsmiðlun aukin frá nærliggjandi Tanga- vatni. Hér er um virkjun að ræða með yfir tvöfalt meiri fallhæð en áður hefur verið hagnýtt hér á landi, enda verður kostnaður þrýstivatnspípunnar all-stór hluti af heildarkostnaði. Tilboð hafa nú borizt i alla þætti virkjunarinnar, þ.e. i þrýsti- vatnspipu, byggingarmannvirki og vélbúnað. Samið hefur verið um kaup þrýstivatnspipu og l'ramkvæmd byggingarmann- virkja, en nú stendur yfir könnun tilboöa i vélbúnað. Tilboð i þrýstivatnspipu bárust lrá 5 aðilum. Það hæsta var 102 M. kr. en hið lægsta 52 M. kr., en það var frá lyrirtækinu Mannes- mann i V.-Þýzkalandi. Samið var við Mannesmann og er hafin smiði pipanna. Tilboð i bygging- armannvirkin bárust frá 2 inn- lendum aðilum. Lægra tilboðið var frá tstak h.f. að upphæð 142 M. kr. Var samið við það fyrir- tæki, og er það nú að hefja fram- kvæmdir. 1 vélbúnaðinn bárust tilboð frá 7 erlendum aðilum. Tilboð þessi voru i 3 þáttum, en hjá þeim, sem buðu i þá alla voru upphæðirnar frá 68 M. kr. upp i 74 M. kr. Með skiptingu þessara þátta á bjóð- endur má vænta þess, að heildar- upphæðin verði nálægt 55 M. kr. Samtals verða þvi tilboðin i þrýstivatnspipu, byggingar- mannvirki og vélahluta um 249 M. kr., en áætlunarupphæð, miðuð við núverandi gengi erlends Góður viður- gernmgur T Engin sérdeilis incrkileg tiðindi er að fá af landhelgisgæzlustörf- um um helgina. Þó bar það til tlð- inda að eftirlitsskipið brczka, Miranda, kom til Akureyrar ineð veikan sjóliða af einhvcrju brezku herskipanna við landiö. Var manninum skotið á land þar nyrðra og fluttur á sjúkrahús, til lagfæringar. Telja má slíkt góðan viðurgerning við fjanda sinn. Dönsku varðskipin, sem hafa það hlutverk að verja fiskiland- helgi Færevja, fóru i fri um hvita- sunnuna og fjölgaði þá mjög land- helgisbrjótum þar, og segir i sumum erlendu fréttaskeytunum, að togarar hafi komið af tslands- miðum til lögbrots við Færeyjar þessa helgi. Landhelgisgæzlan taldi sig ekki geta staðfest að samsvarandi fækkun landhelgisbrjóta hér við land hefði orðið við fjölgun slikra i landhelgi Færeyinga. —úþ gjaldeyris, var um 213 M. kr., og eru þvi tilboðin um 17% hærri en áætlun. Utan þessa kostnaðar er siðan flutningskostnaður búnaðar frá erlendri höfn, uppsetning véla, sem Rafmagnsveiturnar fram- kvæma, hönnun og eftirlit mann- virkja og dvalaraðstaða fyrir starfsfólk, sem að virkjuninni starfar. Aætlað er, að þessi nýja virkjun geti tekið til starfa vorið 1975. Stöðvarhús Mjólkárvirkjunar eins og þaö litur nú út. Tónlistarhátíð í næstu viku Tónskáldafélagið efnir lil alþjóðlegrar tónlistarhátiðar í sambandi við aðalfund Alþjóðasamtaka um nútimatónlist Alþjóðleg tónlistarhátiö veröur i Reykjavík dagana 18. til 25. júni. Er hún skipulögö af Tónskáldafé- lagi íslands og er haldin á vcguin þess og Alþjóðasamtaka um nú- timatónlist, en þau halda aðal- fund sinn hér um þær mundir. A hátlðinni vcrða flutt alls 16 dag- skráratriöi. Flutt verður tónlist eftir 5 is- lenzk tónskáld, Sinfóniuhljóm- sveitin mun leika og nokkrir aðrir islenzkir flytjendur koma fram. A hátiðina koma nokkrir erlendir einleikarar og flokkar hljóðfæra- leikara. Má búast við góðri skemmtun, en auk þess fæst þarna gott yfirlit yfir nútima-tón- list, sökum þess að öll tónverkin sem flutt verða eru ný af nálinni. Það þykir hvarvetna mark- verður viðburður i Iistalifi þar sem Alþjóðasamtök um nútima- tónlist halda aðalfund og deild þess gengst fyrir listahátið. Að þessu sinni var ætlunin að deild- irnar á Norðurlöndum gengjust sameiginlega fyrir hátiðinni, þar sem hún er geysimikiö fyrirtæki. En norrænn samstöðuandi brást, og var fæti brugðið fyrir það að styrkur fengist úr hinum digra Norræna menningarmálasjóði. Tónskáldafélagið islenzka sem er deild úr Alþjóðasamtökunum féllst ekki hugur við það, en bauð samtökunum eigi að siður að halda aðalfund sinn hér, án þess þó að ábyrgjast tónleikahald í stil við það sem venja er til. Hins veg- ar hefur komið á daginn að deildir viða um heim hafa sýnt málefn- inu og aðstöðu tslands mikinn skilning; heilir flokkar tónlistar- manna eru sendir hingað íslend- ingum að kostnaðarlausu, en þá oftast með styrk frá mennta- málaráðuneytum viðkomandi landa. Tónskáldafélagið fær 100 þús- und krónur frá riki og borg til há- tiðarinnar, en auk þess vinsam- lega fyrirgreiðslu aðila eins og Myndlistarhúss á Miklatúni, Nor- ræna hússins og Loftleiða. Al- þjóðasamtökin bregða nú út af venju sinni og veita fé til hinnar árlegu hátiðar. Meira verður sagt frá þessari tónlistarhátið siðar hér i blaðinu. Stjórn Tónskáldafélags Islands hefur borið hita og þunga dagsins við undirbúning að tónlistarhátið þessari, en formaður félagsins er Atli H. Sveinsson, ritari Þorkell Sigurbjörnssonog gjaldkeri Skúli Halldórsson. Vináttufélag Fréttatilkynning: Hinn 15. mai s.l. — á þjóð- hátiðardegi Austurrikis — var stofnað félag til eflingar vinsam- legum samskiptum milli tslands og Austurrikis, félagið Austria. t fyrstu stjórn þess eru Hans Ploder, formaður, Sigurður Blön- dal, Ólafur Björgvinsson, Emmi Krámmer og Pétur Urbancic, meðstjórnendur. Félagið er opið öllum áhugamönnum um stefnu- mál þess. Þeir, sem óska að ger- ast félagsmenn, geta látið skrá sig hjá einhverjum ofangreindra stjórnarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: