Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
hvað ég ætti að segja við yður
þegar þær kæmuð. Sú ræða var
reyndar aldrei skrituð. Og samt
er ég talinn sæmilega gúður
ræðumaður.
— Þér ættuð aö geyma hana til
réttarhaldanna, herra minn. Mér
ber að vara yður við —
— Ég veit það, undirforingi. En
það skiptir ekki miklu máli hvað
ég segi núna. Þér væruð ekki
hingað kominn, nema allt væri
pottþétt. Þér gangið ekki um og
takið fasta ambassadora til að
hækka i áliti, eða hvað? Hann
brosti illgirnislaust. Hann var allt
I einu orðinn heimspekilega
þenkjandi. Rödd hans hafði dýpk-
að, hann hafði stjörn á henni
núna, ástralski hreimurinn var
auöheyrður, en minna áberandi.
Hann gekk að hliðarborði, þar
sem stóð karafla og glös. — Má
bjóða yður sherry. Eða drekkið
þér ekki áfengi i vinnunni?
— Þar sem ég ólst upp, er
sherry ekki talið áfengi. Það er
notað til að bragðbæta meö búð-
ingi eða sultu.
— Þér hafið mikið til yðar
máls, undirforingi. Sherry er
handa prestum og gömlum kon-
um. Hann brosti aftur og brosið
var hlýlegra. Hann setti karöfl-
una frá sér án þess að taka úr
henni tappann og togaði i langan
klukkustreng við hliöina á arnin-
um. Þegar hann sneri sér við,
hafði brosið dofnað. — Ég hef vist
alizt upp i svipuðu umhverfi og
þér, undirforingi. Ég hefði betur
aldrei yfirgefið það. Hvernig
skyldi Tumbarumba vera nú
orðið?
Þaö var barið að dyrum og
brytinn opnaði. Quentin bað um
Skota, sneri sér siðan að Malone
um leið og dyrnar lokuðust að
nýju. Hann horfði lengi á lög-
reglumanninn, gekk siðan að
bakháum leðurstól og settist hægt
og dálitið þreytulega. Hann benti
Lausn á síðustu
krossgátu
I = H, 2 = A, 3 = F, 4 = M, 5 = E,
6 = Y, 7 = J, 8 = V, 9 = 1, 10 = K,
II = T , 12 = R, 13 = 0, 14 = N,
15= É, 16 = L, 17 = Æ, 18 = Ð, 19 = S,
20 = 0, 21 = P, 22 = U, 23 = D, 24 = 1,
25 = A, 26 = B, 27 = Ý, 28 = G, 29 = 0,
30=0.
Salon Gahlin
Þarna er náungi sem keypti af
okkur bil fyrir klukkutima og er
nú kominn aftur og vill láta kaup-
in ganga aftur. Hann fann hvergi
bilastæði.
á herbergið i kringum sig, og nú
fyrst sá Malone að þetta var litil
bókastofa. Bækur huldu þrjá
veggi: bækur i skinnbandi, stórar
myndabækur, skáldsögur i
skræpóttum pappabindum, lát-
lausar pappirskiljur með tor-
skildum titlum: Quentin eöa ein-
hver i húsinu hafði alhliða bóka-
smekk. A fjórða veggnum héngu
nokkrar iþróttamyndir: hross að
7
stökkva yfir hindranir, hnefa-
leikamaður i siðum nærbuxum
með rostungsskegg. A litlu skrif-
borði var ljósmynd i silfurramma
af konu með róleg augu; hún
stakk i stúf við iþróttamyndirnar;
var of mikil dama að sjá.
— Þetta er afdrepið mitt. Mað-
ur i utanrikisþjónustunni hefur
ekki mikinn tima aflögu og hann
þarf aö eiga sér afdrep, þar sem
hann getur lokað sig inni i svo
sem klukkutima á hverjum degi
til þess að vera hann sjálfur.
Allan daginn og alla daga og allar
nætur lika, eða þvi sem næst, er
hann einhver annar. Herra
Astralia, ef svo mætti segja, eða
hvert það land annað sem hann er
fulltrúi fyrir. Það er nauðsyn að
taka sér stund á hverjum degi til
að aðgæta sjálfan sig, athuga
hvort eitthvað er eftir af upp-
runalega manninum. Hann and-
varpaði og leit upp til Malone sem
stóð enn eins og illa gerður hlutur
i miðju herberginu. — Ég hef ver-
ið að reyna það i tuttugu og f jögur
ár aö losna við upprunalega
manninn. Hann John Corliss.
Hvernig höfðuð þið upp á honum?
Malone sagði honum frá stjórn-
málasérfræðingnum. — Ég veit
ekki hvaðan þeir fengu ábending-
una. Ef til vill hefur einhver gam-
all kunningi þekkt yður aftur.
Quentin kinkaði kolli. — Þetta
hefur verið löng bið. Einhvern
veginn vissi ég alltaf að að þessu
kæmi. Ég hef breytzt i útliti. Ég
varð gráhærður i striðinu, svo lét
ég mér vaxa þetta yfirskegg. En
það er eins og maður breytist
aldrei, maður sér sjálfan sig inn-
an frá —
Brytinn kom með vinföngin. —
Frúin spyr hvort þér verðið lengi
herra minn?
— Ekki lengi, Jósef. Quentin
beiö þar til brytinn var farinn út
úr herberginu. Hann hellti i glas
handa sér og Malone, sterkri
blöndu: hann virtist telja vist að
Malone veitti ekki af hressingu
fremur en honum. Malone varð
feginn drykknum. — Þegar þetta
verður gert uppskátt, þá verður
það fyrst og fremst Jósef sem
hneykslast á mér. Brytar eru
miklir snobbar, og ungverskur
bryti er verstur af öllum.
— Ég var einmitt að brjóta
heilann um málhreiminn. Og lika
hreiminn hjá einkaritara yðar.
Malone lyfti glasinu, en lét bað
siðan siga. — Afsakið. Ég ætlaði
að fara að drekka yður til.
Quentin brosti eilitið. — Þakk
fyrir. Ég er feginn að þeir sendu
mann með dálitla háttvisi. Hann
lyfti glasi sinu og þeir drukku
báðir þegjandi. — Já, einkaritar-
inn minn. Hún er hollenzk . Holl-
enzkur innflytjandi til Astraliu.
Hún var þar i sjö eða átta ár.
Jósef hefur aldrei komið þangað,
og ég hygg að hann sé feginn þvi,
Ég tók hann að erfðum frá for-
vera minum hér. Ég held að hann
eigi enn von á þvi að verða beðinn
um að framreiða steikta maura
og galdrastöppu. Hann dreypti á
glasi sinu, en setti glasið siðan frá
sér og leit upp til Malones. — Ég
tala og tala, undirforingi. Reyni
að tefja timann eða hvað það er
kallað. Hvað gerist næst?
Malone sagði honum það. — Við
viljum helzt að þetta gangi sem
hljóðlegast fyrir sig. Ef yður
sýnist svo get ég fengið framsals-
heimild frá dómstóli hér —
Quentin blakaði hendinni. —
Það er óþarfi. Ég kem mótþróa-
laust eins og það heitir.
— Gætuð þér verið íerðbúinn á
morgun?
Quentin varð undrandi á svip-
inn. — Hvað þá? Undirforingi,
iesið þér ekki blöðin? Ég er i
miðri ráðstefnu, mikilvægri ráð-
stefnu —
— Eg veit það. Malone dreypta
á glasinu og með hverju andar-
taki fannst honum hlutverkið
hvimleiðara. Hann stóð enn i
miðju herberginu og honum leið
eins og það væri hann sjálfur sem
verið væri að taka fastan. — En
ég er hræddur um að ég hai'i ekki
sérlega írjálsar hendur. Þeir
vilja fá yður til Sydney undir eins.
— Hverjir vilja það? Lögregl-
an? Eða er það Flannery?
Malone hikaði og kinkaði siðan
kolli. Quentin hnussaði reiðilega
og hélt áfram: — Þessi illgjarni,
gamli þrjótur. Þér vitið hvers
vegna hann er að þessu, er ekki
svo?
— Það hefur verið útskýrt fyrir
mér.
— Hann hefur áreiðanlega ekki
gert það sjálfur. Quentin reis á
fætur og fór að stika um i her-
berginu, reiður og i sýnilegu upp-
námi. Ormolu-klukkan sló hálf.og
frammi i húsinu heyröist ómur af
öðrum slætti. Quentin stanzaði,
leit á klukkuna,yppti siðan öxlum
eins og timinn skipti engu máli
lengur. En þegar hann tók al'tur
til máls var röddin enn hrjúf og
óþjál. Þetta var rödd hans irá þvi
fyrir tuttugu árum, hugsaði
Malone; upprunalegi maðurinn
leyndist i tungunni. — Hann
myndi aldrei afhjúpa sjáll'an sig
fyrir ókunnugum manni. Þér eruð
ekki kunningi hans, er það?
— Langt i frá. Malone dreypti
aftur á glasinu, skolaöi burt ó-
bragði sem setið hafði i munn-
inum alla leið frá Sydney.
Quentin sneri sér við og horiði
beint á Malone. —Undirforingi ég
get ekki farið héðan næstu fjóra
eða fimm dagana. Þessi ráö-
stefna, þér vitið hvert verkefni
hennar er, að reyna að koma á
vopnahléi i Viet Nam, — það er
mikilvægara en ég eöa
Flannenery. Hann hikaði og bætti
við hrjúfri röddu: — Eða fyrri
konanminsálaða.
Malone setti glasið frá sér á
næsta borð. Það var timi til kom-
inn að hann sýndi einhverja festu,
legði af stað heimleiðis. — Ég skil
þetta allt saman. En ég ákveð
þetta ekki —
— Hver gerir það?
Malone hikaði. — Lögreglu-
stjórinn, býst ég við.
— Náið sambandi við hann,
hringið til hans. Segið honum að
ég lofi að koma meðn, en ég verði
að vera hér kyrr þangað til ráð-
stefnunni lýkur.
— Hvernig vitið þér, að henni
verði lokið eftir fjóra eöa iimm
daga?
Quentin bandaði frá sér hend-
inni eins,og hann væri ekkisérlega
vongóður. — Ef svo verður ekki,
tja, þá á Viet Nam ekki öllu meiri
framtið fýrir sér en ég. Við verð-
um bæði komin að leiðarlokum.
— Af hverju er svo nauðsyn-
legt,aö þér verðið hér?
Quentin var þolinmóður. — Ég
er aðalfulltrúi Ástraliu á ráö-
stefnunni. 1 rauninni ætti það að
vera utanrikisráðherrann okkar,
en hann er ennþá sjúkur i
Canberra. Enginn af hinum ráð-
herrunum veit eins mikið um Suð-
austurasiumálin og ég — sumir
þeirra vita hreint ekkert um þau.
Og þvi var mér falið þetta. Það
vottaði fyrir eftirsjá i rödd hans:
Malone vissi ekki hvort hann sá
eftir þvi að hafa tekið starfið að
sér eða bví að þurfa að fara úr
þvi. Hann horfði enn á Quentin, og
þaö var eins og það væri langur
timi liðinn siðan hann hefði talað
við vejnulegan mann: — Hve
mikið vitið þér um heimspólitik-
ina?
— Ekki mikið, viðurkenndi
Malone. — Vandamál lög-
reglunnar eru yfirleitt á heima-
vigstöðvunum. Það er erfitt að
finna rétt sjónarhorn. Eða tima
Miðvikudagur 13. júni
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.) 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.45. Morgunleikfiini kl.
7.50. Morgunstund
barnanna kl. 8.45: Kristin
Sveinbjörnsdóttir heldur
áfram lestri sögunnar
„Kata og Pétur” eftir
Thomas Michael (6).
Tilk. kl. 9.30. Létt lög
ámilliliða. Kirkjutónlistkl.
10.25: Karl Richter leikur
sálmaforleik eftir Bach. /
Vera Soukupová syngur úr
„Bibliuljóðum" op. 99 eftir
Dvorák. Fréttir kl. 11.00.
Morguntónleikar: Leontyne
Price, Giuseppe Taddei,
Giuseppe di Stefano, Al-
fredo Mariotti o.fl. syngja
atriði úr óperunni „Tosca”
eftir Puccini. Herbert von
Karajan stj. / Yehudi
Menuhin og hljómsveitin
Philharmonia leika þætti úr
ballettinum „Þyrnirósu”
eftir Tsjaíkovský: Efrem
Kurtz stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagau: „t trölla-
liöndum” eftir Kjörn
Bjarinan. Höfundur les (2).
15.00 Miðdegistónlcikar: ls-
lcnzk tónlist.a. Andante og
rondo fyrir horn og
strengjasveit eftir Herbert
H. Agústsson. Viðar Al-
freðsson og Sinfóniuhljóm-
sveit Islands flytja: Páll P.
Pálsson stj. b. Barokk-svita
fyrir pianó eftir Gunnar
Reyni Sveinsson. Ölafur
Vignir Albertsson leikur.
c. Lög eftir Pétur Sigurðs-
son. Svala Nielsen og Frið-
björn G. Jónsson, syngja.
Guðrún Kristinsdóttir leikur
á pianó. d. Tónverk fyrir
blásturshljóðfæri eftir Pál
P. Pálsson. Félagar i
Sinfóniuhljómsveit Islands
og Lúðrasveit Reykjavikur
leika, höf stj.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
16.25 Popphornið.
17.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 A döfinni. Umsjón Krist-
ján Bersi Ólafsson.
20.00 Kainmertónlist.
Strengjakvartett nr. 2 i d-
moll eftir Smetana.
Smetana-kvartettinn leikur.
20.20 Suniarvaka a. Auðnin
livilir eins og móða. Agústa
Björnsdóttir flytur frásögu-
þátt eftir Valtý Guðmunds-
son á Sandi. b. Ilelgakviöa.
Sveinbjörn Beinteinsson les
úr Eddukvæðum. c. Svip-
niyndir úr lifi ömniu niinn-
ar. Halldór Pétursson segir
frá. d. Kórsöngur. Karla-
kórinn Fóstbræður syngur
islenzk lög Ragnar Björns-
son og Jón Þóarinsson
stjórna. Carl Billich leikur á
pianó.
21.30 (Jtvarpssagan:
„Jónifrúiii og latarinn” eft-
ir D.ll. Lawrence. Þýðand-
inn, Anna Björg Halldórs-
dóttir, byrjar lesturinn.
22.00 Fréttir.
Veðurfregnir. Eyjapistill.
22.30 Núliinatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir
23.15 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Mannslikaniinn.8. þáll-
ur. Frjóvgun og la:ðingi>ýð-
andi og þulur Jón (). Ed-
wald.
20.45 Þotufólkið. Ungfrú sól-
kerfi. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
21.10 Kona er nelnd Sigriður
Einarsdóttir, Skarði á
Landi. Guðlaugur Tryggvi
Karlsson ræðir við hana.
21.40 Alltaf niá fá annað skip.
Leikriteftir Israel Horovitz.
Leiksljóri Barry Davis.
Aðalhlutverk John Shrapn-
ell og Maureen Lipman.
Ungur námsmaður helur
orðið manni að bana i um-
í'erðarslysi. Hann situr og
hlustar á útvarpsfréttir um
slysið, þcgar ung stúlka
kemur askvaðandi inn i her-
bergið og sakar hann um að
hafa myrt elskhuga sinn.
22.40 Dagskrárlok.
INDVERSK UNDKAVERÖLD
Nýkomið: margar gerðir af fallegum
útsaumuðum mussum úr indverskri
bómull. Batik — efni I sumarkjóla. Nýtt
úrval skrautmuna til tækifærisgjafa.
Einnig reykelsi og reykelsisker í miklu
úrvali.
JASMÍN
Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)
unn
OTÍn.
FÉLAG \mim HLJÓMLISIAIÍMA^A
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri
Vinsamlcgast hringið í ^0^55 milli kl. 14-17