Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 16
/OWIUINN
Almennar upplýfeingar ura
læknaþjónustu borgarinnar'
erú-gefnar i simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, simj.
18888.
Nætur-, kvöld- og helgarþjón-
usta lyfjabúöanna vikuna 8.-14.
júni er i Ingólfs apóteki og
Laugarnesapóteki.
Slysavaröstofa Borgarspital-
ans er opin allan sólarhring-
inn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakt á heilsuverjj4arstööinni.
Simi 21230.
Miövikudagur 13. júni 1973.
Bjóst
Konstantín
líka til
valdaráns?
AÞENU/RÓM — Griska herfor-
ingjastjórnin hefur lýst þvi yfir,
aö Konstantfn kóngur sé nú öld-
ungis ekki saklaus lýöræöisdúfa,
þvi hann hafi sjálfur haft á prjón-
unum ráöageröir um stjórnlaga-
rof voriö 1967, en herforingjarnir
hafi bara veriö fyrri til ,,aö
bjarga grisku þjóöinni frá sjálfri
sér”. Hafa þeir þetta eftir
Konstantin þegar þeir hafa komiö
til hans aö tilkynna honum valda-
rán sitt: ,,Ég heföi framkvæmt
byltinguna nokkrum dögum
seinna, og ekki fyrr en ég heföi
haft tima til aö ráöfæra mig viö
Bandarikjamenn”.
Konstantin kóngur, sem nú
dvelst i útlegö á Italiu, bað NATO-
ráðiö fyrir helgina að rannsaka
kjör þeirra herforingja sem nú
sitja i haldi i Grikklandi, en félag-
ar þeirra sem leituöu hælis á
Italiu um daginn segja aö þeir séu
pyndaöir.
Konstantin segir aö núverandi
ástand mála i Grikklandi veiki
NATO, en ekki er vist að NATO-
ráðiö sé samþykkt þvi sjónar-
miöi. Kóngur kvaöst ekki una þvi
aö herforingjarsettu sjálfan hann
af; vitnaði hann skært um lýö-
ræöisást sina og kvaðst munu
ihuga þaö vandlega, hvort hann
myndi ekki útlagastjórn.
NATO-fundur
Einar Agústsson, utanrikisráö-
herra, fer i dag til Kaupmanna-
hafnar, en þar mun hann sitja
fund utanrikisráðherra NATO-
rikja, sem haldinn er 14. og 15.
júni.
Á fundinum mun utanrikisráb-
herra fjalla um innrás Breta i is-
lenzka fiskveiöilandhelgi.
Ef allt er úthaf og
engin landhelgi,
hvernig á þá að
TAKMARKA
OFVEIÐI?
KAUPMANNAHÖFN 12/6
— Samstaöa má heita um
það, að þorskur sé ofveidd-
ur á Norðvestur-Atlanzhafi
og nauðsynlegt sé að tak-
marka veiðar þar, en
miklum erfiðleikum er
bundið aö komast aö sam-
komulagi um hvernig þær
skuli takmarka.
Hingað til er þetta helzta
niöurstaðan af fundi Norð-
vestur-Atlanzhafi fiskveiði-
nefndarinnar sem nú
þingar i Kaupmannahöfn.
Danir hafa lýst þeirri
skoðun sinni að koma þurfi
þorskveiðum við Grænland
niöur i 85 þúsund tonn úr
110 þúsund tonnum, og
hefur veriö tekið undir það.
En strax og kemur að þvi,
hver eigi að draga við sig
veiðar, kemur annað hljóð i
strokkinn. Þarna virðast
þeir vera of margir sem
segja: Ekki ég.
Skyndisöfnun Þjóðviljans
l þessum júnímánuöi
þarf Þjóðviljinn að yfir-
vinna mikla fjárhags-
örðugleika og því hefur
Útgáfufélagið ráðizt í
skyndisöfnun til að
tryggja f járhagsgrund-
völlinn. Safna þarf 1,5
miljónum króna í júní.
En ef leysa á vanda
blaðsins til frambúðar,
þá verður það aðeins
gert með því að gera
Þjóðviljann að miklu út-
breiddara blaði. Þvi
stendur nú yfir mikil á-
skrifendasöfnun. Hún er
þegar mjög víða komin
vel á veg. Fjár- og
áskrifendasöfnunin hafa
verið tengdar þannig
saman að gegn fjár-
framlagi til blaðsins má
tilnefna tilraunaáskrift
til vina og kunningja,
sem síðan er boðin föst
áskrift.
Skrifstofa söfnunar-
innar er á Grettisgötu 3,
Simi 18081. — 19835.
Útgáfufélag Þ jóðvilj-
ans
„Viökvæm þjóöarleyndarmál” stendur á skikkju Nixons.
Tveir bandariskir rikisstarfsmenn af
þrem segja:
Nixon er
sa
seki!
WASIIINGTON 12/6 — Yfir tveir
þriöju allra bandariskra rikis-
starfsmanna, sem svaraö hafa
skoöanakönnun um Watergate-
máliö, telja að Nixon forseti hafi
vitaö um innbrotiö i höfuöstöövar
Ilemókrata áöur en þaö var
framiö. Sömuleiöis telja þeir aö
hann hafi tekið þátt i þvi aö þagga
málið niöur.
Skoðanakönnun þessi á vegum
timarits rikisstarfsmanna fór
fram um miðjan maf, en siðan
hefur heillastjarna Nixons dalað
enn. Má af þessu marka, hvað
forsetinn er nú litils virtur meðal
þeirra sem gerst þekkja til opin-
berra mála i Bandarikjunum.
Einn þeirra, sem staðinn var að
verki i Watergate i fyrra, James
McCord, ráðgerir að lögsækja
Nixon um skaðabætur að upphæð
l,5miljónir dollara, þarsem hann
hafi verið driff jöður á bak við inn-
brotið og hann sjálfur aðeins
ómerkilegt verkfæri sem hafi
veriö látinn taka á sig óþægindin.
McCord ætlar einnig að lögsækja
þá Ehrlichman, Haldeman og
Dean, fyrrverandi ráðunauta for-
setans, i sama máli.
New York Times hélt þvi fram
fyrir helgina að Ehrlichman hafi
fallizt á það, þegar hann var
helzti valdamaður i innranrikis-
málum, að ákærðir i Watergate-
innbrotinu fengju mútur fyrir að
þegja yfir þvi sem þeir vissu. Hafi
það verið Herbert Kalmbach,
fyrrverandi persónulegur lög-
fræðingur Nixons, sem hafi safn-
að inn mútufénu.
Sérlegur rannsóknardómari
yfirvaldanna i Watergate-málinu,
Archibald Cox, krafðist þess i sið-
ustu viku að öldugadeildarnefnd-
in héldi ekki yfirheyrslur sinar
frammi fyrir sjónvarpsmynda-
vélum. Kvað hann þetta nauðsyn-
legt til að gera ekki hugsanlega
kviödómendur i sakamálum, sem
siðar kynnu að koma upp vegna
Framhald á bls. 15.
Friðargerð
strandar
strandar hún á Thieu eða á
húsbœndum hans i Ameriku?
A laugardaginn fvrir hvita-
sunnu var allt tilbúiö I Paris aö
friöarsamningur um Vietnam
yröi undirritaöur, en þá kom babb
ibátinn: Skepnan reis gegn skap-
ara sinum, leppstjórn Bandarikj-
anna i Suöur-Vietnam taldi aö of
miklar tilsiakanir heföu veriö
geröar viö þjóöfrelsisfylkinguna
og neitaöi þvi aö styöja þessa
friöargerö. Er þetta ekki i fyrsta
skipti sem hlutirnir eru látnir
bera aö þannig, aö bandariskir
embættismenn heföu meiri friö-
arvilja en Vietnamar sjálfir. En
allt er þaö vatn á myllu Banda-
rikjastjórnar og þeirrar dauða-
stefnu sem Nixon forseti rekur i
Vietnam.
PARÍS 12/6 — Kissinger og Le
Duc Tho eru nú báðir staddir i
Paris og ræðast við daglega. Thi-
eu forseti i Saigon tekur ekki i
mál að viöurkenna þaö sam-
komulag sem sendimennirnir
tveir hafa lagt drög aö. Talið er
að mótbárur Thieus snúist um
þrjú atriði einkum: Stofnun þjóð-
arráðs nema það sé tengt kosn-
ingum til þings sem Thieustjórnin
geti stjórnað að vild og sinum sið
á yfirráöasvæði sinu. Hann vill
halda afram aö tala um noröur-
vietnamskar hersveitir i Suöur-
Vietnam og brottflutning þeirra.
Mörkin milli yfirráðasvæða Sai-
gonstjórnar og Þjóðfrelsisfylk-
ingar þykja ekki skilgreínd á
heppilegan hátt i drögunum.
Sænski utanrikisráðherrann
Wickman sagði i viðtali i dag, að
Þjóðfrelsisfylkingin sé reiðubúin
að auka hernaðaraðgerðir sinar I
Suður-Vietnam ef samningsgerö-
in milli Kissingers og Thos fer út
um þúfur. Wickman er nýkominn
heim frá Norður-Vietnam.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Akureyri
Fundur um iðnaðarmál i Alþýðuhúsinu fimmtudagskvöld, þann 14.
júni kl. 8.30 siðdegis.
Á fundinum ræðir Gunnar Guttormsson, hagræðingarráðunautu^ um
forsendur og vandamál islenzkrar iðnþróunar og svarar fyrirspurnum
fundarmanna.
Sýning i Laugardalshöll:
Ár í Tékkóslóvakíxi
AR 1 TÉKKÓSLÓVAKIU nefn-
ist tékkóslóvösk sýning, sem opn-
uö veröur i Laugardalshöllinni á
laugardaginn kemur, 16. júní, og
er annarsvegar vörusýning,
hins vega kynning á landi og
þjóöum Tékkóslóvakiu.
Fréttamenn áttu þess kost i gær
að hitta nokkra fulltrúa tékkó-
slóvösku sýningarinnar, sem ný-
komnir eru til landsins, fram-
kvæmdastjórann Vilém Havelka,
Antonin Surka tæknilegan fram-
kvæmdastjóra, Josef Luc arki-
tekt og Vlöstu Vorlovu, sem ann-
ast fréttaþjónustu og upplýsingar
á sýningunni. Kom fram ma. við
það tækifæri, að sýningin tekur
yfir 2000 fermetra i sýningarhöll-
inni i Laugardal og ætlunin er að
skapa andrúmsloft, sem gæti fært
íslendingum heim, amk. i hnot-
skurn, Miðevrópurikið Tékkó-
slóvakiu.
Markmiðið er að kynna Islend-
ingum lif ibúa Tékkóslóvakiu árið
um kring — sýna þá við vinnu, i
tómstundum, við hátiöahöld,
rannsóknir og nám, i iþróttum,
við visinda- og menningarstörf.'
Sýningunni er sömuleiöis ætlað að
kynna landið sjálft — háþróaðan
iðnað og landbúnað, náttúru
landsins og áhugaverða staði,
sögu þess og varðveizlu dýr-
mætra söguminja, þjóðfélagslega
umönnun alls vinnandi fólks,
menntakerfið og möguleika á
hressingar- og leyfisdvöl.
Til að ná fram sem gleggstri
mynd af Tékkóslóvaska alþýðu-
lýðveldinu og gera sýningargest-
um mögulegt að gera sér sem
raunverulegasta hugmynd um
land og lif ibúanna, hafa höfundar
sýningarinnar notað i sameiningu
dæmigerðar framleiðsluvörur
iandsins, ásamt ljósmyndum, lit-
skyggnum, kvikmyndum og rit-
uðum upplýsingum.
Sýningin skiptist i deildir og eru
helztu deildirnar: Tékkóslóvakia
— fallegt og áhugavert land, —
land með rikulega menningu, —
háþróað iðnaðarland, — land ný-
tizku landbúnaðar, — land þjóðfé-
lagsumönnunar á háu stigi, —
land fjölbreytilegra alþjóðasam-
skipta.
Megintilgangur okkar er að
auka gagnkvæm kynni og sam-
starf i verzlun, iðnaði, menn-
ingarmálum og visindum, sögöu
tékkóslóvösku fulltrúarnir i gær.
— Við viljum einnig bjóða vinum
okkar á Islandi að heimsækja
land okkar, i þeim tilgangi til að
kynnast enn betur Tékkóslóvakiu
og fólkinu sem þar býr.
Sýningin er einnig skipulögð til
að minnast aldarfjórðungs-af-
mælis sósialisks rikis og hagkerf-
is i Tékkóslóvakiu.
Opinber sendinefnd frá utan-
rikisráðuneyti Tékkóslóvakiu er
væntanleg til Reykjavikur til að
vera viðstödd opnun sýningarinn-
ar á laugardaginn.
Áfram mannfræði-
rannsóknir nyrðra
Upp úr miöjum þessuin mánuöi
munu hefjast viötækar mann-
fræöirannsóknir á Þingeyingum.
Er þetta framhald rannsókna er
geröar voru í fyrrasumar með
styrk frá Norræna menningar-
málasjóönum i samvinnu viö er-
lenda visindamenn.
Mannfræðistofnunin i Reykja-
vik hefur skipulagt rannsóknar-
starfið i góðri samvinnu við rann-
sóknarstofu Háskóla Islands i lif-
eðlisfræði og augnlæknana
Kristján Sveinsson og Loft
Magnússon, sem báðir munu
endurgjaldslaust rannsaka
einkum eldra fólk. Verður
rannsóknarmiðstöð komið upp
aftur i barnaskólanum á Húsavik.
Að þessu sinni verður starfslið
allt islenzkt að undantekinni einni
visindakonu frá Bandarikjunum.
Dr. Jens Pálsson hefur yfirum-
sjón með rannsóknunum eins og i
fyrra.
Islenzka mannfræðifélagið
hafði forgöngu um að stofna til
viðtækra mannfræðirannsókna i
Þingeyjarsýslum og Arnessýslu i
samvinnu við erlenda visinda-
menn, en markmið félagsins er
meðal annars að vinna að þvi að
rannsóknir verði framkvæmdar
um allt land undir stjórn
islenzkrar mannfræðistofnunar.
Mannfræðifélagið heldur aðal-
fund i dag 13. júni i 1. kennslu-
stofu Háskólans kl. 20.30- Venju-
leg aðalfundarstörf verða á
dagskrá.