Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.06.1973, Blaðsíða 5
Miövikudagur 13. júni 1973. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5 Nýi togara flotinn og framtíðin fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ Það fjölgar óðum i skuttogara- flota okkar Islendinga. Ný skip koma frá skipasmiðastöðvum fjögurra landa, frá Noregi, Pól- landi, Spáni og Japan. Þetta eru togarar frá 400 - 500 tonna stærð upp i 1000 tonn, samkvæmt þeim mælingarreglum sem nú gilda. Þá er verið að smiða nýjan skut- togara i Stálvik af minni geröinni fyrir Siglfirðinga eftir norskri teikningu. Þar með erskuttogara- smiði hafin hér á landi. Þetta er mikið átak og ekki gert fyrr en á slðustu stundu, þegar ekki varð lengur undan þvi komizt að endurnýja togaraflota okkar. Þegar þannig er i pottinn búið er alltaf hætta á einhverjum mis- tökum i byrjun og þvi miður þá hafa þau lika verið gerð hér i nokkrum mæli. Ég held að hinir nýju skuttogarar séu yfirleitt góð sjóskip sem eru fær um að taka á sig vond veður á opnu hafi, enda verður svo að vera. Þegar ég tala um mistök, sem hafi átt sér stað við smiði skipanna i byrjun, á ég við misjafnlega góðan búnað þeirra til veiða. Skip, sem ekki eru búin grandara-spilum, eru t.d. ekki fullkomin veiðiskip, ef nota þarf flotvörpu, en veiðar með henni hafa aukizt mikið hin siðari ár, eftir að farið var að veiöa ýmsa fiskistofna með vörpu upp i sjó, eins og t.d. karfa. Ég held að allir séu nú sammála um, að þessi. búnaður verði að vera i hinum nýju skuttogurum okkar þótt menn gerðu sérekki ljósa þörfina á þvi i byrjun, eins og þvi miður dæmin sanna. tJr þessu verður þvi að bæta eins og sjálfsagt er. En þegar búnaður skipanna frá hinum ýmsu löndum er athugaður og samanburður gerður þá kemur ótvirætt i ljós að norsksmiðuðu skuttogararnir eru með langfullkomnasta búnaðinn. I þeim er eftirtalinn búnaður sem ekki er i hinum skuttogurunum. t fyrsta lagi stöðugleikageymar, sem gera það að ver'kum að skipin velta minna i vondu sjólagi, svo að vinna verður auðveldari og vinnuafköst betri. t ööru lagi flotvörpurúlla þar sem varpan biður tilbúinnotkunarsvo að varla tekur svipstundu að skipta frá veiðum með botnvörpu yfir i veiðar með flotvörpu. t þriðja lagi eru vatnsvélar i skipunum sem vinna nægjanlegt vatn úr sjó til allrar notkunar um borð, þ.á.m. til isframleiðslu. 1 fjórða lagi er snigill og þrýstiloftsbúnaður sem flytur Isinn frá isgeymslunni þangað sem hann er notaður gegnum slöngu, svo að ekki þarf nema þrýsta á hnapp til að opna fyrir isrennslið. Eins og fram kemur af þessari upptalningu minni stuðlar allur þessi búnaður að þvi, að gera veiðiafköst meiri, jafnhliða þvi að vinnan um borð verður léttari. Norðmenn, sem eru ein af allra yngstu togveiðiþjóðunum, standa nú i fremstu röö með vinnuhagræðingu um borð i sin- um skuttogurum og hafa þar um algjöra forustu. Ég hef bent á þessa staðreynd i fjölda greina á Framhald á bls. 15. Með skuttognrum koma ný og bætt vinnubrögð Með skuttogurunum koma ný og bætt vinnubrögð hvað viðvikur allri meðferð á fiski. Fyrstu skut- togararnir sem komu til Isafjarð- ar frá Noregi voru innréttaðir fyrir isvarinn fisk i kössum, eins og japönsku skipin að stórum hluta. Sú reynsla, sem siðan er fengin, ryður brautina um að fiskikassar verði almennt teknir i notkun um borð i islenzkum skipum þar sem hægt er að koma þeim við og eins við fiskiðjuverin i landi. Hér er það hagkvæmnisjónarmið sem knýr á um breytta tilhögun. tsvarinn fiskur úr kössum þýðir verðmeiri fiski fyrir sjómenn og útgerðar- menn og_ betra vinnsluhráefni fyrir fiskvinnslufyrirtækin i landi. Nýtingin á kassafiskinum er syo góð að fiskur isvarinn úr stium kemst þar ( engan samjöfnuð. Það er þessi góða reynsla sem nú knýr á um að fiskikassar verði teknir i notkun eins fljótt og möguleikar frekast leyfa. Nýjasti skuttogari okkar íslendinga, Júni, eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar.systurskip Bjarna Benedikts- sonar, sem kom til Hafnarf jarðar á sjómannadaginn, sótti nokkur þúsund fiskikassa til Noregs á heimleið og kom með hingað til notkunar. Þetta er hin eðlilega þróun i fiskveiöi og fiskvinnslu- málum og er gleðilegt til þess að vita, aö við tslendingar skulum nú vera orðnir þátttakendur i henni. Landhelgin er framtíð Islendinga Oll okkar skipakaup og bygging nýrra og fullkomnari fiskiðjuvera er bundið þvi i nánustu framtið, að okkur takist að varðveita og verja fiskimið okkar á landgrunninu. Að við fáum frið til að hagnýta á skynsamlegan hátt fiskistofna þá sem tilheyra islenzkum miðum. Um þetta sjónarmiö veröur öll islenzka þjóðin að standa sameinuð i órjúfandi fylkingu, þvi þetta er barátta um hennar lif. Málin standa þannig i dag, að margir af fiskistofnum Norður- Atlanzhafsins eru ýmist fullnýttir eða ofnýttir og munar þar mest um fiskveiðar framandi stórþjóða, sem sækja á mið okkar og annarra strandþjóða. Fáum við 50 milna landhelgina fyrir okkur eina á framtið okkar sem fiskveiða- og fiskvinnsluþjóðar að vera tryggð um langa framtið. Matvælaframleiðsla er i dag og verður um alla framtið tryggasta framleiðslugreinin og þar eru framtlöarmöguleikar okkar Is- lendinga. Einn af nýju skuttogurunum —Guðbjartur tS 16. Msparar MQRG MðRG ÞÚSIIND KRÚNUR GO 0 HO S GARÐASTRÆTI 11 lClLlLlllr^F S/Mf 200 80 Hátalara-box sem hægt er að fullgera heima. í einum kassa færð þú hátalara og tóndeilir, teikningar og fullkomnar upplýsingar hvernig samsetning á að vera. Hægt er að smíða t. d.: 40-70 watta hátalara-box, 4-8 ohm, 28-35.000 HZ, 40 lítra, eða 50-70 watta hátalara-box, 8 ohm, 20-20.000 HZ, 80 lítra. Hringið eða skrifið og leitið nánari upplýsinga. Svo er verzlunin auðvitað opin og þar getur að líta meðal annars stereo-hljómtæki og útvörp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1973)
https://timarit.is/issue/220780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1973)

Aðgerðir: