Þjóðviljinn - 07.10.1973, Page 16
DIQÐVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. f' . :T —<
Kvöldsimi hlaðamanna er 17504
Sunnudagur 7. október 1973. eftir klukkan 20:00. V..., .... J
Vikuna 5.-11. okt. verður kvöld-,
nætur- og helgarþjónusta apóteka
i Háaleitis- og Vesturbæjar-
apóteki.
Samyinnuskólinn fellur inn
Sr. Guðmundur Sveinsson, skóla-
stjóri Sainvinnuskólans. flytur
ræðu sina við setningu frani-
haldsdeildarinnar.
AÞENU 4/10 — Alexandros
Panagúlis, sem á sinum tima var
dæmdur til dauða fyrir banatil-
ræði við Papadópúlos núverandi
forseta Grikklandi, en látinn laus
i samræmi við hina almennu
náðun þar i landi nýveriö, hefur
ákært forseta herréttarins, sem
dæmdi hann, fyrir fölsun. Eftir að
dauðadómnum var breytt, hafði
Panagúlis verið dæmdur til
borgararéttindamissis i fimmtán
ár, en dómsforsetinn falsaði
réttargögnin þannig, aö sögn
Panagúlis, að svo hét aö hann
missti téð réttindi ævilangt.
Karlakór
í sigurför
Austurriskir tón-
listargagnrýnendur
hrósa mjög söng Karla-
kórs Reykjavikur, segir
i fréttaskeyti frá Vinar-
borg. Er kórnum ekki
iikt við neitt minna en
hinn nafntogaða Don-
Kósakkakór eftir söng i
útvarp og á söng-
skemmtunum i Prag og
Vinarborg.
Kórinn er þessa dagana að
syngja i Graz og i Salzburg. Sér-
staklega er hrósað flutningi kórs-
ins á rimnalögum i útsetningu
Páls P. Pálssonar söngstjóra.
Guömundur Jónsson óperusöngv-
ari fær einnig mikið hrós fyrir
söng sinn. A laugard. iýkur söng-
ferð Karlakórs Reykjavikur i
Austurriki, og hefur borgarstjór-
inn i Graz þá boð fyrir kórmenn.
Að svo búnu heldur kórinn til
Júgóslaviu og heldur konserta i
Zagreb, Belgrad og Dubrovnik.
Mishermt hefur verið i fréttum
að Karlakórinn hafi ekki sungið i
Vin fyrr en nú. Arið 1937 söng
kórinn þar einnig, undir stjórn
Sigurðar Þórðarsonar.
í fræðslulögin
Framhaldsdeild skólans sett
Framhaldsdeild Sam-
vinnuskólans var sett eftir
hádegi sl. föstudag í hús-
næöi því, er deildin hefur
fengið til umráða á Suður-
landsbraut 32. Voru þar
viðstaddir kennarar og
nemendur deildarinnar,
nokkrir forráðamenn Sam-
bands íslenskra samvinnu-
félaga og fleiri gestir.
Sr. Guðmundur Sveinsson,
skólastjóri Sam vinnuskólans,
setti skólann með ræðu. Gat hann
þess i upphafi máls sins að Sam-
vinnuskólinn, sem samvinnusam-
tökin hafa nú starfrækt i meira en
hálfa öld, eða siöan 1918, væri nú
á timamótum. Það var árið 1969,
sem forráðamenn skólans ákváðu
að efna til ráðstefnu um
verslunarfræöslu i landinu i sam-
vinnu við forráðamenn
Verslunarskóla lslands. A þessari
ráðstefnu, sem haldin var i sept-
ember 1969, var gerð ýtarleg
grein fyrir þróun verslunar-
fræðslu i nágrannalöndunum,
Noröurlöndum, Bretlandi,
Þýskalandi og Bandarikjunum.
Jafnframt voru lagðar fram
tillögur að hugsanlegri æskilegri
skipan þessarar fræðslu hér-
þess að gera tillögur til ráðu-
neytisins um framtiðarskipan
verslunarmenntunar i landinu. t
nefndina voru skipaöir Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri, for-
maður, deildarstjórarnir Andri
tsaksson og Indriði Þ.
Þorláksson, skólastjórarnir sr.
Guðmundur Sveinsson og dr. Jón
Gislason, Hjörtur Hjartarson,
forstjóri, Gisli V. Einarsson,
viðskiptafræðingur, Eysteinn
Jónsson, varaformaður Sam-
bandsins og ölvir Karlsson, odd-
viti.
Hætta á blindgötu
Sr. Guðmundur sagði að veru-
legur skriður heföi komist á störf
nefndarinnar sl. vor, og gatan
hefði hvergi nærri verið eins greið
og æskilegt hefði verið i þá átt að
opna brautskráöum nemendum
Samvinnuskólans leið til fram-
haldsmenntunar á vegum sam-
vinnusamtakanna. Að sjálfsögðu
hefði ekki komiö til greina að
bjóða nemendum framhald, sem
á einn eða annan hátt endaði i
blindgötu. Varla hefði verið um
annað að ræða en framhalds-
námsbraut er opnaði leiðir til
háskólastigs eða gerði mögulegt
að þræða framhaldsskólastigö á
enda.
háskólanum norska i Agder. — Þá
ber þess enn að geta að þeir
skólar i Danmörku sem starfa á
likum grundvelli og Samvinnu-
skólinn og gera i verulegum
atriðum hliðstæðar námskröfur
— svokallaðir æðri verslunar-
skólar, hafa tryggt nemendum
sinum takmarkaðan aðgang að
háskólanámi, það er að segja
brautskráðir nemendur eiga rétt
á að innritast i hagfræði- og laga-
deildir dönsku háskólanna.”
Framtíðarrekstur
skólans tryggður
Nefnd menntamálaráðu-
neytisins hefur nú skilað tillögum
sinum i formi frumvarps. Skóla-
stjóri kvaðst ekki vilja greina frá
einstökum atriðum frum-
varpsins, þar eð það hefði ekki
enn veriö lagt fyrir Alþingi. Þó
mætti taka fram, að i frum-
varpinu fælist að framtiðar-
rekstur Samvinnuskólans að
Bifröst sýndist tryggður og
skólinn felldur eðlilega inn i
annað námsstig fræðslulaganna,
framhaldsskólastigið með eðli-
legum áföngum að stúdentsprófi
þeirra nemenda sem þess óska,
en skemmri námsbrautum til
handa þeim er ekki kjósa að eyða
svo mörgum árum til undir-
búnings lifsstarfi i fyrsta áfanga.
Akvörðunin um stofnun fram-
haldsdeildarinnar var kynnt i
júlimánuði siðastliðnum og öllum
þeim er lokið höföu burtfarar-
prófi úr Samvinnusk. gefinn
Kyrstu nemendur framhaldsdeildarinnar ásamt skólastjóra.
lendis. Sú varö niðurstaöa ráð-
stefnunnar að skipuð skyldi nefnd
fulltrúa frá Verslunarráði
tslands, Verslunarskóla tslands
og skólanefnd Verslunarskóla
tslands. Nefndin safnaði gögnum
viða að og markaði stefnu sem
eining var um i meginatr. Var
siðan leitaö til menntamálaráöu-
neytisins, sem frá 1. janúar 1970
hefur fariö meö málefni
verslunarskólanna, og þess óskað
að þáverandi menntamálaráð-
herra Gylfi Þ. Gislason skipaði
nefnd, sem tæki viö störfum og
verkefnum hinnar sjálfskipuðu
nefndar verslunaraðilanna.
Þáverandi menntamálaráöherra
varð við þeim tilmælum, og 29.
april 1971 var nefnd skipuö til
„Þaö hlýtur að koma fram hér
sem satt er,” sagði skólastjóri,
,,að einmitt sú hætta sem við
blasti að framhaldsnám á vegum
Samvinnuskólans yröi án
nokkurra tengsla við hið almenna
skólakerfi og kæmi ekki til álita
sem leið til háskólanáms, tor-
veldaði og tafði. — Svo hlaut aö
vera þegar á hitt er litið að Sam-
vinnuskólinn hefur þegar fengið,
með takmörkunum þó, viður-
kenningu Verslunarháskólans i
Kaupmannahöfn, en þar geta
tveir-þrir nemendur brautskráöir
frá skólanum hlotið inngöngu ár
hvert. Hliðstæð viöurkenning
hefur og fengist hjá héraðs-
kostur á að láta innritast i
deildina. Hafa tiu nemendur látið
innritast til fulls náms, auk
tveggja sem stunda munu þar
nám sem óreglulegir nemendur.
Kennarar verða jafnmargir
hinum föstu nemendum, eða tiu
talsins.
Skólastjóri lauk miklu lofsorði
á Sigurð Markússon, fram-
kvæmdastjóra skipulagsdeildar
SIS og fræðsludeilda þess. Kvað
hann Sigurð hafa átt hugmyndina
að framhaldsdeildinni og tryggt
samþykki stjórnar og fram-
kvæmdastjórnar Sambandsins
•fyrir áframhaldandi eflingu Sam-
vinnuskólans.
Ráðstefna ungra sósíalista
hófst í gær
t gær hófst á Akurcyri ráð-
stefna ungra sósialista. Ráð-
stefnuna setti Tryggvi Þór
Aðalsteinsson fyrir hönd Æsku-
lýðsnefndar Alþúðubandalagsins.
Sfðan voru fluttar framsöguræöur
um þrjá helstu málaflokka
þingsins. Óttar Proppe ræddi um
starfshætti flokksins, Ilelgi Guö-
mundsson um sósiallskan flokk
og verkalýðahreyfinguna og
Þröstur ólafsson fjallaðium þát*-
töku Alþýðubandalagsins I vinstri
stjórninni.
Siðdegis starfaði ráðstefnan i
þrem starfshópum um fyrrnefnda
málaflokka, en kl. 5 hófst fundur
með Alþýðubandalaginu á Akur-
eyri. Þar flutti Einar Kristjáns-
son baráttaræðu um herstöðva-
málið, en Ragnar Arnalds for-
maður Alþýðubandalagsins
svaraði fyrirspurnum um stjórn-
málaástandið.
t dag fjallar ráðstefnan um
drög að ályktun og álit starfs-
hópa. Gert er ráð fyrir að ráö-
stefnunni ljúki siðdegis.
Ráðstefnuna sækja um 70 manns.
ALÞYÐU B AN DALAGIÐ
H-lista fundur í Kópavogi.
H-listinn heldur bæjarmálafund i Þinghóli á mánudagskvöld klukkan
20:30. Fjölmennið.
Alþýðubandalagiö i Hafnarfirði
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði heldur félagsfund i Góðtemplarahús-
inu uppi næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20:30.
Gils Guðmundsson, alþingismaður, ræðir um viðhorfin i herstöðvar-
málinu.
Kosning fulltrúa á flokksráðsfund.
Félagar, fjölmennið!
Stjórnin.
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmisfundur verður i Snorrabúð, Borgarnesi, laugardaginn 13.
október, kl. 2e.h. Jónas Arnason alþingismaður kemur á fundinn.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Sigurmundur Jónsson.
Heldur
áfram
námi í
Samvinnu-
skólanum
eftir meira
en þrjátíu
ára hlé
Flestir þeirra nemenda,
sem innritast hafa I fram-
haldsdeildir Samvinnuskól-
ans, hafa fremur nýlega lokið
burtfararprófi úr öðrum bekk
skólans, að einum undantekn-
um, Sigurmundi Jónssyni,
sem útskrifaðist árið 1940 og
er sá eini af nemendum fram-
haldsdeildarinnar, sem stund-
aði nám i skólanum meöan
hann var i Reykjavik.
Viö náðum sem snöggvast
tali af Sigurmundi, sem frá
þvi aö hann lauk námi hefur
aðallega starfaö viö bókhald
og endurskoðun, einkum hjá
rlkisfyrirtækjum, sem svo
Flugmálastjórn og Skattstof-
unni. Hann er fæddur I Hafn-
arfiröi 1922, en hefur lengst af
átt heima i Reykjavik.
— Astæðan til þess að ég
réöist i þetta er fyrst og fremst
sú, að mig langaði til þess að
endurnýja kunnáttu mina,
sagði Sigurmundur — t öðru
lagi er alltaf eitthvað nýtt að
koma til sögunnar, þegar tölv-
an er komin er maður kominn
langt aftur úr áður en varir, ef
maður gætir þess ekki að
fylgjast með. Þetta verður
sem sagt hvort tveggja i senn
hjá mér upprifjun og fram-
hald og ég held aö það fari
ágætlega saman Mér segir
prýðilega hugur um námið i
vetur, en hinsvegar er ég
alveg óráðinn i þvi hve lengi
ég held áfram á námsbraut-
inni að þessu sinni. Eg sé til
með það.