Þjóðviljinn - 14.10.1973, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Qupperneq 7
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJóDVILJINN — SIÐA 7 Yfirlitsmynd af ólafsfjarðarkaupstaö. Myndin er tekin til vesturs. Vestast sést nýtt fbúðahverfi þar sem aðalicga er byggt i seinni sfö Myndirnar tók Óskar Gíslason fyrir Þjóöviljann Höfnin Mikil atvinna Togarinn Félagslíf Þaö er viðar tjörn i miðbænum en I Reykjavik. Þessi mynd er tekin við tjörnina á ólafsfirði, cn þar um liggur aðalgata bæjarins, búin varan- Björn Þór Ölafsson, kennari á Ölafsfirði, er fréttaritari Þjóðviljans í þeim bæ. Hann var hér á ferð á dögunum og sagði okkur ýmistíðindi að norð- an sem við birtum hér á síðunum. Ennfremur birt- um við hér myndir Öskars Gíslasonar frá Ólafsfirði með myndatextum þar sem Björn Þór hefur lagt okkur til efnið. A vegum bæjarins hafa sára- litlar sem ertgar framkvæmdir verið i sumar. Unnið hefur verið að endurnýjun á hitaveitukerfi bæjarins og nú er byrjað að bora fyrir heitu vatni þvi bærinn fer stækkandi og neyslan eykst. Þá er verið að byggja nýja álmu við gagnfræðaskólann. Aðrar fram- kvæmdir eru ekki teljandi á veg- um bæjarins sjálfs. Er minna um framkvæmdir á vegum bæjarfé- lagsins nú en löngum áður. 1 sumar átti að bæta við viðleguplássi i höfninni og fé hef- ur fengist til þess. Hins vegar er ekkert farið að vinna viö það enn, hvað sem veldur. Atvinna hefur verið mjög góð siðan við fengum togskipiö Ólaf bekk. Er greinilegt að togarinn og afli hans hefur valdið hreinni byltingu i atvinnulifinu. Nú fellur ekki úr dagur i frystihúsinu. Bæj- arstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins á Ólafsfirði mætti hins vegar teljast langt leiddur ef ha'.in viðurkenndi að rikisvaldið heiði meðfyrirgrciðslusinni ráðið úrsiitum um tiikomu togarans. Bærmn á 1/3 i togaranum, hraðfrystihús Magnúsar Gamali- elssonar 1/3 og Hraðfrystihús Ólafsfjarðar á 1/3, en bærinn á aftur meirihluta i þvi siðast- nefnda. Bæjarfélagið er þvi i rauninni aðalatvinnurekandinn á staðnum og meirihlutinn i bæjar- stjórn neyddist til þess að fylgja þeirri stefnu eftir að einstakling- ar höfðu lagt niður skottið og allt atvinnulif var i kalda koli. Um tima var ástandið svo bág- borið — i þrjú til fjögur ár — að legu slitlagi. fólk var atvinnulaust i stórum stil fimm til sjö mánuöi á ári og það var vegna þess beinlinis að út- gerðarmenn voru að losa sig við skip sin og selja þau i burtu. Smáútgerð er nú töluverð á Olafsfirði og hefur heldur aukist. Menn gera þá gjarna að afla sin- um sjálfir. Einnig er talsvert um trilluútgerð og uppistaða vinnslu- fisks Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar var löngum trilluaflinn. Auk þess fólks sem stafar við sjávarútveginn er vert að geta byggingamannanna. Þeir hafa mikið að gera, enda mikið byggt á Ólafsfirði um þessar mundir. Samgöngur erujafnan erfiðar. Múlavegurinn er aðalsamband okkar við umheiminn að vetrin- um, Lágheiðinni er ekki haldið opinni eftir að tekur að snjóa. Okkur finnst að ekki sé nógu mikið gert af þvi að halda Múla- veginum opnum yfir veturinn og við teljum að eðlilegra væri að moksturinn væri á okkar vegum á Ólafsfirði. Ólafsf jörður er 5 km langur fjörður, sem skerst til suðvesturs úr utanverðum Eyjafirði milli Hvann- dalabjargs og ólafsfjarðarmúla. Við botn fjarðarins stendur ólafsfjarðarkaupstaður með liðlega eitt þúsund ibúa. Sjávarútvegurinn er grundvöllur atvinnulifsins. Nokkru fyrir aldamót myndaðist byggð þar sem kaupstaðurinn er nú, og árið 1905 var Ólafsfjörður löggiltur sem verslunarstaður, en hlaut kaupstað- arréttindi árið 1944. Bærinn er hitaður upp með jarðhita og þar pr stór sundlaug sem nýtur jarð- hitavatnsins. Aðalleiðir á landi frá ólafsfirði eru tvær. önnur fram ólafsfjörð inn á Lágheiði um Fljót til Skaga- fjarðar. Þar er aðeins sumarvegur. Hin er um Ólafsfjarðarmúla. Þeirri leið er yfirleitt haldið op- inni að vetrum. í ólafsfirði er læknissetur, sjúkraskýli, skyldu- námsskólar og iðnskóli. Bæjarstjóri er Ásgrimur Hartmannsson. Félagslif á Ólafsfirði hefur ver- ið heidur dauft siðustu árin og á það við alla félagsstarfsemi allra aðila. Við kennum ýmsu um, en þó fyrst og fremst sjónvarpinu.og æ færri fást til þess að starfa að félagsmálum. Jafnvel iþróttalifið er að dofna þó menn bregði sér af og til á skiði yfir veturinn. En það er ekki bara sjónvarpinu að kenna að menn eru daufari i fé- lagsstarfsemi. Hér er einnig sama vandamál og alls staðar annars staðar, sem fylgir i kjölfar vaxandi atvinnu. Þegar menn þræla svona myrkranna á milli verða þeir lika daufari i pólitik- inni. Þvi miður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.