Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 13
Eileen Forbes sem drottningu Woodchurc Avenue númer tuttugu og tvö... Enn á ný var glasinu lyft og það sett fyrir framan veslings stúlkuna, sem gat nú ekki leiígur leynt örvilnun sinni. Rósamunda tók næstum andköf. Nú hafði Eileen aftur verið sett i gapastokkinn sem dragbitur samkvæmisins og auð- mýkt á allan hátt, þvi að engin efaðist um að hún stóðst á engan hátt samjöfnuð við systur sina, hvað fyndni og greind snerti. Rósamunda gaut augunum til Geoffreys til að athuga, hvort hann hefði lika tekið eftir þessu tillitsleysi Lindýar. En — ænei — hann leit bara vingjarnlega á systurnar tvær og þegar Lindy lauk tölu sinni meö þvi að klappa saman lófum, klappaði hann lika. Varþetta gert i góðum tilgangi, haföi hún bara verið að gera þetta að gamni sinu? Rósamunda gat ekki áttað sig á þvi. Eileenar vegna reyndi hún aftur að beina samræðunum að bókadeildinni. — Það hlýtur að vera áhuga- vert að hjálpa fólki að velja bækur, byrjaði hún og sneri sér að stúlkutetrinu, en Lindy varð fyrri til. — Það er alveg við hæfi Eileenar, sagði hún. — Góð og örugg atvinna með von um eftir- laun — Eileen er draumur starfs- ráðgjafans. Það er ég þvi miður ekki, ég er miklu fremur martröö hans. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei kunnað að meta öryggi og aðeins tilhugsunin um eftir- laun... Geoffrey hló að skelfingar- hreimnum i rödd hennar. — Hvað gerirðu þá? spurði hann. — Þegar þú sækir um starf, tryggirðu þér þá alltaf fyrir fram að engin eftirlaun séu i vændum og að tilvonandi húsbóndi þinn geti örugglega sagt þér upp fyrir- varalaust þegar honum sýnist? — Svona allt að þvi. 0, hvað þú skilur mig vel, Geoff! Lindy var i sjöunda himni. — En i rauninni er ég að gera dálitið sem er enn vit- lausara þessa stundina — ég er að reyna að bjarga mér sem tau- þrykkjari á frjálsum markaði. Og annað eins öryggisleysi er ekki til. Og4)að er eins og hvert annað lán að önnur okkar skuli þó að minnsta kosti hafa fasta og örugga vinnu, er það ekki? Hún leit viöurkenningaraugum á Eileen og þótt Rósamunda legði sig alla fram, gat hún með engu móti greint hvort augnaráðið byggi lika yfir fyrirlitningu og meðaumkun. Dæmdi hún Lindy rangt þrátt fyrir allt. Sömu efasemdirnar gerðu vart við sig siðar, þegar Lindy fann fram gitar úr kraðakinu og settist við opnu frönsku gluggana og byrjaði hljóðlega að hræra strengina. Stundarkorn leitaði hún i huga sinum og ákvað loks að syngja ,,Ó, ástin blið” og lék hljóðlega undir á gitarinn. — Syngið nú öll með, sagði hún eftir fyrsta erindið og Geoffrey varð fyrstur til að taka undir og rétt á eftir gerði Rósamunda hið sama. En Eileen þagði. Var húr\ móðguð eða fannst henni þetta bjánalegt, eða var skýringin ein- faldlega sú að hún gat ekki CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ © sungið? Ef það var skýringin, þá hlaut Lindy að vita það — og þá var þetta enn ein tilraunin til að gera litið úr henni. Lindy hafði fallega rödd. Hún hófst og hneig i rökkri sumar- næturinnar, skær og hrein eins og i næturgala — eða var það kannski ránfugl sem var að syngja? 4 Þetta kvöld varð upphafið og á þvi stigi var Rósamunda ekki ennþá orðin afbrýöisöm. Ekkert hefði getað komið þeirri hugmynd inn hjá henni að lita á Lindy sem tilvonandi keppinaut, og sú tóm- leika- og vonbrigðakennd sem gagntók hana þegar þau héldu heimleiðis löngu eftir miðnættið, stóð ekki i neinu sambandi við afbrýði. Hún stafaði af þvi að hún fór á mis við rabbið sem hún og Geoffrey höfðu hingað til alltaf átt saman á leið heim úr sam- kvæmi — þegar þau lágu i rúminu og hlógu að einhverri persónu eða atviki og skiptust á skoðunum um atburði kvöldsins, hvort heldur þeim hafði þótt gaman eða þeim hafði leiðst. En þetta kvöld komst Rósa- SATT BEST AÐ SEGJA Kjaftshögg Þar fékk Evrópa á kjaftinn. Hið viðfræga og áhrifamikla dagblað „Visir” frá íslandi greiddi Evrópu allri þvilikt rot- högg um daginn, með einum leiðara, að óhugsandi er að hún beri sitt barr eftir þetta. Hér var engum vettlingatökum beitt, heldur kaldri rökhyggju af fáheyrðri pólitiskri yfirsýn. „Evrópa er aumingi”, segir Visir. „Evrópa hefur nú samcinast i mestu niðurlægingu sinni á siöustu öldum”. „Evrópa aJdarinnar og Efnahagsbandalagið hafa opinberaö ræfildóm sinn”, með þvi að lýsa yfir stuðningi við Araba. Allir vita auðvitað, að það sem nú á sér stað i Evrópu heitir oliu- pólitik og á rætur að rekja til þess hve Evrópa er geysilega háð Arabalöndunum vegna oliunnar. Visir gengur hinsvegar fyrir rússneskri oliu, áhyggjulaus næstu árin einsog aðrir á tslandi. En nú hefur Evrópa semsagt fengiöVisiupp á móti sér. Það vil ég kalla kjaftshögg aldarinnar. munda að raun um að það er ekki gaman að skiptast á skoðunum nema skoðanirnar séu nokkurn veginn eins. t raun og veru kom enginn samanburður þarna viö sögu, það var aðeins sameiginleg gleði yfir þvi að lita svipuðum augum á allt. Mikið hefðu þau getað skemmt sér vel i kvöld yfir tilgerð Lindyar, ágengni hennar, duldri illgirninni i garö systur- innar, ef Geoffrey hefði séð hana i sama ljósi. En saklaus gleði hans yfir hinu skemmtilega kvöldi var eins og múr — þar var ekki nokkur sprunga sem hægt var að ræðast við i gegnum. Þannig fannst Rósamundu það að minnsta kosti. Það var ekkert samtal að skiptast á athuga- semdum á borð viö þetta: — Já, var þetta ekki skemmtilegt? eða — Já, hún hlýtur að hafa geysilegt lifsfjör, og: — Já, það veröur sannarlega kærkomin tilbreyting að fá svona manneskju i nágrennið i staðinn fyrir gömlu Sowerbyshjónin. I rauninni hafði verið miklu skemmtilgra að hafa Sowerbys- hjónin fyrir nágranna, hugsaði Rósamunda þrjósk. Sowerbys- hjónin, hvimleið og geðill, með eilfifar kvartanir, rex og pex og snyrtilegar raðir af veiklulegum blómum, sem herra Sowerby gróðursetti á hverju vori gegn vilja konu sinnar. Næstum á hverju einasta kvöldi höfðu þau getað upphafið skemmtilegtsam- tal: — Veistu hvað Sowerbys- hjónin voru núna að rifast um? — og glaðst yfir þvi með sjálfum sér að þau voru sjálf i svo ánægju- legu hjónabandi, gagnstætt hinum ömurlegu nágrönnum. Þegar Rósamunda lá andvaka fyrstu nóttina og horfði út um gluggann á minnkandi sumar- tunglið, stóð hún sig að þvi að sakna þess tima þegar Sowerby- hjónin bjuggu i nágreinninu. Sakna hávaðans i stigvélum Sowerbys gamla, sem hann gleymdi alltaf að þurrka af á mottunni, þegar hann kom inn úr garðinum, sakna fjolskyldu frú Sowerbys sem hann var alltaf ókurteis viö... En hvað það hafði verið skemmtilegt! Eins og löng, spennandi og viðburðarrik fram- haldssaga, sem hætti allt i einu og vék fyrir einni af þessum leiðin- legu hamingjusögum, þar sem hvergi vottaði fyrir sorgum né áhyggjum og pekinghundur með rauða slaufu var jafnvel ein af aðalpersónunum... Rósamunda gat séð kvikindið fyrir sér sem mikilvægt atriði i heilsiðu mynd- skreytingu i fanginu á leiðinlegri, tilgerðarlegri kvensu.... — Systirin er viðkunnanleg lika, sagði Geoffrey allt i einu — hún hafði haldið að hann væri löngu sofnaður. — En auðvitað er hún miklu kyrrlátari en Lindy. Og fáskiptari. En reglulega • indæl. — Já, þær eru báðar indælar, samsinnti Rósamunda eins og páfagaukur og var fégin þvi að Geoffrey sá ekki framani hana. Ég hata indælt fólk, hugsaði hún gremjulega. Ég er hrifnari af ónotalegu fólki. Ahugaverðu, ónotalegu, andstyggilegu fólki, sem hægt er að tala um — og hlæja að. Fólki, sem veitir mér aukið sjálfsálit, hefði hún getað bætt viö, en það hefði verið til- gangslaust að halda þessum ugg- vænlegu hugsunum áfram um miðja nótt, og þess vegna lokaði Rósamunda augunum til að þurfa ekki lengur að horfa út i bjarta nóttina, og sofnaði. Hún sá ekki Lindy aftur fyrr en á mánudagsmorgun. Það var lygn og sólbjartur morgunn, titr- andi af hitamistri, kjörinn til að þvo þvutt, skrifa bréf éða stoppa og staga úti i garði, eða einfald- lega leggjast út i góða veðrið og horfa upp i hlýjan, kyrran himininn á milli grænna grein- anna. Og það var einmitt það sem Lindy var að gera. Um leið og hún kom auga á Rósamundu hinum megin við grindverkið, þar sem hún var að festa upp þvottasnúr- urnar sinar, kallaði hún: — Rósie, þú ferð þó ekki að gera handarvik i svona veðri. Það gerir enginn. Það ætti að minnsta kosti að vera bannað. Komdu hingað undir eins og fáöu þér iskaffi. Rödd hennar var vingjarnleg og gestrisnin ósvikin. Henni fellur i rauninni vel við mig, hugsaði Rósamunda dálitið hissa — ein- hverra hluta vegna hafði hún haldið að fjandsamlegu tilfinn- ingarnar sem höfðu vaknað i henni á laugardagskvöldið, hefðu Föstudagur 16. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Föstudagur 16. nóvember 7.00 Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7,30,8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Olga Guðrún Árna- dóttir 'heldur áfram lestri sögunnar: „Börnin taka til sinna ráða” eftir dr. Gormander (2). Morgunleikfimikl. kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Spjallað við bændur kl. 10.05. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Close to you, Carpenters syngja og leika. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharminiusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 9 i d-moll eftir Anton Bruckner: Carl Schuricht stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi.Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Saga Eldeyjar-Hjalta’’ ef tir Guðmund G. Hagalin. Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Kammcrtónlist.Triest-trióið leikur Pianótrió i Es-dúr op. 100 eftir Franz Schubert. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku, 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson les (9). 17.30 Framburðarkennsla I dönsku. 17.40 Tónleikar. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. 18.55. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill. 19.20 Þingsjá Davið Oddsson sér um þáttin. 19.45 Heilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir talar um nýstárlegar mann- eldisaðferðir. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Háskólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen Einsöngvari: Jcnnifer Vyvyan frá Bretlandia. Les llluminations, tónverk fyrir sópran og strengjasveit eftir Benjamin Britten. b. Sinfónia nr. 4 i G-dúr eftir Gustav Mahler — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana 21.30 Útvarpssagan: ,,I) vcrgurinn” eftir PSr l.agcrkvist i þýðingu Mál- friðar Einarsdóttur. Hjörtur Pálsson les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill, 22.40 Draumvisur. Sveinn Magnússon og Sveinn Arna- son sjá um þáttinn. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 16. nóvember 20.00 Frcttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Oscar Petcrson.Upptaka frá tónleikum i Björgvin. Jazz-pianistinn Oscar Pet- erson leikur. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.05 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. U msjónarmaður Gunnar Eyþórsson. 21.40 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 16. þáttur. Peð i hróksvaldi II. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. Efni 15. þáttar: Gratz tekur breskan njósnara til fanga, en gengur erfiðlega að koma honum til að segja frá leyndarmálum sinum. Gratz dettur þá i hug að not- færa sér hrifningu fangans af Ninu. Hann leyfir Bret- anum að sleppa, gegn þvi, að hann fari til fundar við Ninu og segi henni allt, sem hann veit. Sjálfur liggur hann i leyni og fylgist með fundi þeirra. 22.35 Iiagskrárlok. ttltima FYRIR HEIMIUÐ: Gluggafjöld Gólfteppi Húsgagnaáklæði Veljið íslenzka gæðavöru KJÖRGARÐI Auglýsingasíminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.