Þjóðviljinn - 18.11.1973, Page 1

Þjóðviljinn - 18.11.1973, Page 1
mOÐVIUINN Sunnudagur 18. nóvember 1973—38. árg. 266. tbl. OPIÐ OLL KVÖLO TIL KL. 7, NEMA LAUGAROAGA TIL KL- 2. SUNNUOAGA MILLt KL. 1 OG 3 SiMI 40102 Engar segulbands- upptökur hér. — sögðu starfsmenn bandaríska sendiráðsins þegar blaða- mannaf undurinn með Porter, aðstoðarráðherra og samningamanni hófst. Féttamaður Þjóðviljans hafði nefnilega viljað notfæra sér þessa tækni sem þeir í Hvíta húsinu eru slíkir snillingar i sem menn vita. En eins og þar vestra áttu að nægja þau upptökutæki sem eru falin i veggjum og húsgögnum. Vonandi hefur ekki gleymst að setja þau í gang eins og stundum kvað koma fyrir í Hvíta húsinu. Aöstoðarutanrikisráðherra Nixons hafði i rauninni ekkert að segja annað en það að hann kynni vel við sig i Reykjavik. Og það er ekkert furðulegt, þvi hér þarf hann þó ekki að óttast um iíf sitt að kvöldlagi eins og hvarvetna i bandariskum borgum. Um samninga viðræðurnar mátti hann ekkert segja, og var mörgum spurningum um þau efni eytt til einskis, en Porter varð að giaðari, þvi þá þurfti hann ekki að svara cins mörgum spurningum um innaniandspólitikina i Banda- rikjunum og um utanrikisstefnu stjórnar sinnar aimennt. Stjórn- málakreppu Nixons i kjölfar Watergatehneykslisins viidi hann alls ekki ræða, þvi þar var komið inn á tilverurétt hans sjáifs. hj- Nónari frásögn á siðu 4 Björn Jónsson, félagsmálaráðherra, upplýsir á alþingi: Kaupmáttur tímakaupstaxta verkamanna hækkað um 27 % frá 1971 um haustið til 1. sept. sl. skv. framfærslutölu. Lög um vinnutíma styttingu hafa að jöfnu stytt vinnutíma á viku og fjölgað yfirvinnutímum Björn Jónsson félags- málaráðherra svaraði í vikunni fyrirspurn á al- þingi um styttingu vinnu- 3700 hænur eru arðbærar og 7000 ær! Eins og Þjóðviljinn hef ur áður skýrt f rá þarf hvorki meira né minna en 350 kýr, eða 7000 kindur til að standa undir rekstri bújarðar sem keypt er fyrir 30 miljónir. En eftir útreikningum færustu manna, þarf þóekki „nema" 3700 hænur til þess hins sama. Eins og kunnugt er þá fengum við útreikninga á bú- stærð 30 miljón króna bús þegarhvað mest gekk á vegna Votmúlakaupanna fyrirhuguðu hjá Selfosshreppi. Pcgar sjónvarpið sýndi á dögunum stutt viðtal við eiganda Votmúlans og skýrði frá búrekstri hans á jörðinni, en þar rekur hann hænsnabú, datt okkur i hug að kanna hversu margar hænur þyrfti að reka á slikri bújörð til þess að arövænlegt mætti teljast. Sérfræðingur i land- búnaðarmálum reiknaði þetta út fyrir okkur, en segir að reikningur hans sé ef til vill ekki fyllilega áreiðanlegur þar sem verðmyndun þeirra afurða sem hænsnafuglar gefa af sér er háð markaðssveiflum i mun rikari mæli en annarra landbúnaðarafurða. Visitöluhænsnabú miðað við greiðslur fjármagnskostnaðar eins og hann var 1971 er þvi tæpar 400 hænur, eða 350 — 370 fuglar. Þessi útreikningur er kannski ekki fyllilega sanngjarn þar sem Votmúla- bóndi keypti jörðina fyrir 1,8 miljónir, en ekki 30 miljónir sem við er miðað i 3700 hænsnabúinu. —úþ tíma og fleira . i svari ráö- herrans komu fram margskonar fróðlegar upplýsingar. Þjóövil jinn telur ástæðu til aö vekja at- hygli á þeim helstu hér á eftir: Vinnutímastytting Lög um styttingu vinnutima sem sett voru á árinu 1971 höfðu einhver áhrif á vinnutima alls verkafólks, afgreiðslufólks og nær allra iðnaðarmanna eða samtals yfir 60% allra launa- manna, þar af voru 53% sem höfðu fulla 44 stunda vinnuviku fyrir, en aðrir skemmri vinnu- viku. Við setningu laganna um 40 stunda vinnuviku var gert ráö fyrir þvi að vinnutimabreytingin kæmi að hálfu fram i fækkun unn- inna stunda og að hálfu fram i aukinni yfirvinnu og var þá miðað við rikjandi atvinnuástand á þeim tima og reynslu frá fyrri vinnu- timabreytingum. Kjararannsóknarnefnd hefur gert úrtaksrannsókn á vinnutima verkamanna i Reykjavik á fyrsta ársfjórðungi 1971 og 1972. Niður- stöður benda til þess að i flestum atvinnugreinum hafi orðið nokkur stytting heildarvinnutima verka- manna á þessu timabili, en minni stytting hafi þó oröið hjá verslun- um i.Reykjavik en gert hafi verið ráð fyrir. Ekki liggja fyrir tölur um aðra hópa launamanna, en vist má telja að iðnaðarmenn hafi frekar notið styttingar vinnuvik- unnar i formi hærri launa en styttri vinnutima. Aukning kaupmáttar Frá 1. nóv. 1971, þ.e. fyrir gildistöku siöustu samninga til 1. sept. sl., hefur kaupmáttur tima- kaupstaxta verkamanna aukist um 27% miðað við visitölu lram- færslukostnaðar, en um 20% sé miðað við visitölu vöru og þjónustu, þ.e. a-liö framfærslu- visitölunnar. Miðað við að verka- maður hafi eingöngu unnið dag- vinnu og notið styttingar vinnu- viku að fullu i styttri vinnutima og þar með lengri fritima er kaupmáttur atvinnutekna alls nú 14% hærri en haustið 1971 miðað við visitölu framfærslukostnaöar. Sé miðað við visitölu vöru og þjónustu er um 7 1/2% aukningu kaupmáttar að ra?ða. Sé hins vegar miðað við óhreytta yfirvinnu eins og hún var að mcðaltali árið 1971 er kaupmáttaraukning 18% miðað við visitölu framfærslukostnaðar en 11% miöaö við visitölu vöru og þjónustu. Ef miðað er við að stytting Framhald á 14. siðu Konur duglegri að sækja leiksýningar i nýútkomnu hcfti af tima- ritinu Skirni gerir Þorbjörn Broddason grein fyrir niður- stöðum af könnun á aðsókn að leikhúsum, sem fram fór i Reykjavik cina viku f mars árið 1969. Þá sóttu 3150 manns niu sýningar — barnaleikrit, slgilt Islenskt verk (Mann og konu), Fiðlarann á þakinu, Friskir kalla hjá Leik- smiðjunni, Delcrium búbonis og Koppalogn, þýddan cnskan gamanleik, nýtt verk eftir Guðmund Stcinsson hjá Grimu, og Candidu eftir Bern- hard Shaw. Ýmsar athyglisverðar upp- lýsingar koma fram i greinar- gerð þessari. Leikhúsáhugi virðist rýrna allverulega með aldrinum hjá Reykvfkingum. Millistéttir (samkvæmt tekj- um og áliti) eru langsamlega duglegastar i leikhússókn, og konur sýnu duglcgri cn karl- menn — 57% lcikhúsgesta eru konur. Þá vitna margar tölur um ötula og jafna sókn mikils fjölda fólks i leikhús — um 42% leikhúsgesta ern i 2.-5. ferð sinni i leikhús á leikárinu, en um 20% til viðbótar f 6.-9. fcrð.. Reykvikingar virðast enn lita á leikhúsferð sem mikift tildragelsi, svo mikið er vist að um 75% leikhúsgesta tekur afstöðu gegn þvf, að mcnn komi i hversdagsdagsklæftum i leikhús. Viðkunnanlegt í Reykjavík En blessaðir, farið þið nú ekki að minnast á nein segulbönd! — sagði bandaríski ráðherrann Viðræðunefnd Bandarikjastjórnar sem hér átti 2ja daga fundi meft utanrikisráðherra um endurskoðun herstöftvarsamnings hélt heimleiðis á föstudag. 1 henni voru Porter aðstoðarutanrikisráðherra, Barringer deildarstjóri 1 hermálaráðuneyti og Andrews aðstoðar- deildarstjóri f Noröurlandadeild utanrikisráöuneytis. Fyrir brottförina kvaddi hinn tignasti þeirra fréttamenn á siún fund og kvaðst fús að svara spurningum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.