Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. nóvember 1973. ÞJÖDVILJINN — SÍÐA 11
Refskinna Refs bónda
bækur
Kominer út bókin Refskinna II
eftir REF BÓNDA — Braga Jóns-
son frá Hoftúnum á Snæfellsnesi.
sem er löngu landskunnur fyrir
kveöskap sinn og bókina REF-
SKINNU I. sem Hörpuútgáfan
gaf út árið 1971, en sú bók er safn
frásagna af sérkennilegu og
skemmtilegu fólki. Þessi nvja bók
REFSKINNA II, er safn af sams
konar efni, sem ekki hefur birst á
prenti áður, t.d. Bjarna þáttur
Finnbogasonar, frá Búðum á
Snæfellsnesi. Þættir af slysförum
á Snæfellsnesi, Sagnir af Bene-
dikt i Krossholti, séra Jens
Hjaltalin, Benedikt Bakkman
o.fl.. Skopsögur og frásögur, Fjöl-
margir landsþekktir bragir og
skopkvæði, svo sem Skrópsbrag-
ur, Eg er mannvönd, Sigurvon,
Boðsbréf i afmælisveislu. Ljóða-
bréf Lúðviks R. Kemp, svo nokk-
uð sé nefnt.
Bókin er prentuð i Prentverki
Akraness hf. Bundin i Bókbindar-
anum hf. Káputeikningu gerði sr.
Jón M. Guðjónsson Útgefandi er
Hörpuútgáfan á Akranesi.
Bragi Jónsson frá lloftúnuin.
Vippi ærsla-
belgur
Vippi ærslabelgur er eftir Jón
H. Guðmundsson, fyrrv. ritstjóra
Vikunnar. Hörpuútgáfan gaf út i
fyrra bókina VIPPI VINUR
OKKAR, sem hlaut ágætar við-
tökur. Halldór Pétursson, list-
málari myndskreytti þessar bæk-
ur á einkar fjörlegan og skemmti-
legan hátt. Sögurnar um VIPPA
eru fyrir börn 6-10 ára.
Fólk
án
fata
Hilmar Jónsson bókavörður i
Keflavik hefur sent frá sér sina
sjöttu bók. Heitir sú P’ólk án fata,
og hefur undirtitilinn Veröld séð
frá Keflavik á árunum 1958-
1973.P’jallar höfundur i gaman-
sömum stil um ýmis deilumál i
Keflavikinni og á Suðurnesjum,
auk þess sem hann kemur viðar
við i frásögnum af einu og öðru
sem skeð hel'ur hingað og þangað
um landið.
Það er Bókmenntaklúbbur
Suðurnesja sem gefur bókina út,
en bókin er prentuö i Grágás i
Keílavik.
Kápumynd bókarinnar er eftir
málverki Áka Granz. Bókin er
myndskreytt og hal'a unnið að þvi
þeir Þorsteinn Eggertsson og
Magnús Gislason.
Hómers-
kviður
komnar
á ný
llionskviða og Odysseifskviða
eru komnar út á ný hjá
Menningarsjóði. Ilcr er um að
ræða ljósprentun á útgáfunni frá
1949.
Þýðingar Sveinbjarnar Egils-
sonar á kviðum Hómers eru hinn
mesti dýrgripur i islenskum bók-
menntum, en Sveinbjörn þýddi
beint úr grisku. Sveinbjörn Egils-
son hafði einstakt vald á islensku
máli, og þýðing bókmennta- og
kennslustarfs hans fyrir islenska
tungu er ómetanleg. Hann var
sem kunnugt er kennari Fjölnis-
manna og fleiri islenskra
menntamanna á 19. öld sem hófu
móöurmálið upp úr niðurlægingu
danskra áhrifa og lögðu grund-
völlinn að islensku nútimamáli.
Þeir Jón Gislason og Krist-
inn Ármannsson bjuggu þessa út-
gáfu til prentunar.
Sigurbjörn
heillar
Sigurbjörn sá er kenndur hefur
verið við Glaumbæ virðist vera
nokkuð heillandi viðfangsefni
þeirra sem fara með hina ýmsu
þætti dómsmála i landinu.
Það nýjasta er að skattrann-
sóknadeild rikisskattstofunnar
hefur kannað mál Sigurbjarnar.
Rannsóknadeildin hefur lokið
skattalegri rannsókn á veitinga-
rekstri Sigurbjarnar og hefur
sent saksóknara rikisins skýrslu
um þá rannsókn.
Jafnframt þvi er málið til á-
lagningarmeðferðar hjá embætti
rikisskattstjóra, og ætti þeim
þætti áð verða lokið um áramót.
—úþ
Konan hans i/erður
ekki þrey tt og önug
í ki/öld
MMY*
þó að þurfi að-^trauja eða pressa> Z
MeðKenwtíod strauvélinni vepðt*rþað ,
nefntieöa aNt annað verk — þvíldar- og-næðisstund
Það er setið við vélTfisrftíéö báðar hendur
frjálsar til að hagræða þyerftinum, sem rennur
eftir 61 cm breiðum )íölsi.
Snúningi hans og þrýstingi er stjórnað með fðl
Sjálft „straujárni|Sf* leggst sjálfkrafa hæfilega
þétt að efninu.
Verð kr. 13.735,00*«*
BUÉP ^ ,
Kenwood
HF.
Laugavegf 170-172. Sími 21240 og 11687.