Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 5
argus
Sunnudagur 18. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Tartalettur
með ostamauki
Dómnefnd Ljóma smáréttasamkeppninnar hefur
nú valið fimm Ijómandi smárétti til úrslita í
keppninni. Þessir fimm réttir eru birtir hér á
síðunni ásamt dulnefni höfunda þeirra. Endan-
legt val dómnefndar verður tilkynnt í smárétta-
hófi að Þingholti, sunnudaginn 18. nóvember n.k.
Verðlaun Ljóma smáréttakeppninnar, samtals 80
þúsund krónur, verða afhent í hófinu.
25 gr. LJÓMA.
2 meðalstórir laukar.
2 hvítlauksgeirar eða hvít-
lauksduft.
Ca. 125 gr. sveppir, niður-
sneiddir.
4 litlir tómatar.
Ca. 150 gr. spæipylsa.
300 gr. rifinn brauðostur.
2 tsk oregano.
1 tsk þurrkuð steinselja eða
1 msk. ný, söxuð.
% tsk. basilikum.
Salt, pipar og dálítið af
sveppasafa.
Ca. 10 tartalettur.
Ofninn hitaður í 200°C.
Ljóminn bræddur á pönnu.
Laukur og hvítlaukur sax-
aður smátt og steiktur í
Ljómanum þar til meyr.
Tómatarnir skornir í bita
og þeim síðan bætt út í
pönnuna ásamt sveppunum.
Þetta er svo steikt með
lauknum síðustu 1—2 mín.
Pannan tekin af hitanum og
öllu nema tartalettunum
blandað saman við maukið
á pönnunni.
Tartalettunum raðað á
bökunarplötu og ostamauk-
inu skipt milli þeirra. Ál-
pappír settur yfir tartalett-
urnar. Bakað í ca. 20 mín.
eða þar til kraumar í mauk-
inu. Borið fram strax.
Þennan rétt má útbúa
fyrirfram, en baka svo áð-
ur en borið er fram.
ILWA
Rækju
pönnukökur
1) Eldfast fat er smurt
með LJÓMA.
2) Bakaðar pönnukökur
heldur þykkri en venju-
lega. I pönnukökurnar
skal nota 1 egg, 3—4
matskeiðar hveiti, 1/2 dl.
vatn og mjólk og biti
af bræddum LJÓMA,
þeytt saman og bakað.
3) Rækjujafningur í pönnu-
kökurnar:
1/2-1 laukur
1/2-I epli.
150 gr. rækjur.
1 matskeið hveiti.
1 dl. mjólk.
1 dl. rjómi.
Karrý.
Laukur og epli skorið í
smáa bita og bnjnað í
LJÓMA. Þá hveiti, mjólk og
rjómi hrist saman og karrý
sett í eftir smekk.
Jafningurinn soðinn í 1 mín.
og síðan rækjurnar settar í,
en þær mega ekki sjóða.
Jafningurinn settur á
pönnukökurnar og þeim
vafið um. Skornar sundur
í miðju og raðað í eldfasta
fatið. Rifnum osti og bitum
af Ljóma er stráð á. Sett
í 200° heitan ofn. Þegar
Ljóminn er bráðinn og ost-
urinn fengið fallegan gul-
brúnan lit er rétturinn til.
Ljómandi gott með grænu
salati, ristuðu brauði og
hvítvínsglasi.
..KÖTTURINN KLÖI“
Krabbaskál
(ætlað fyrir fjóra)
1 dl. hrísgrjón.
2 dl. vatn.
Salt.
i/2 msk. LJÓMA.
1 dós krabbi.
100 gr. sveppir (ferskir).
1—11/2 dl. rjómi.
Ca. 1 tsk. karrý.
Rifinn ostur.
Sjóða hrísgrjón ca. 18
mín. í söltu vatni.
Sveppirnir hreinsaðir og
sneiddir og kraumaðir í
Ljómanum.
Blandað saman hrísgrjón-
um, krabbanum og svepp-
unum, í eldfasta skál.
Strá yfir karrý og síðan
rifnum osti, rjómanum hellt
yfir.
Bakað við 275°C í ca. 10
mín.
„BITTE“
Fylltir piparávextir
meö kræklingi
og sveppum
3 msk. LJÓMA.
2 msk. hveiti.
2 dl. kræklingasoð.
11/2 dl. rjómi.
Salt, pipar, örlítið oregano.
2 eggjarauður.
2 msk. rifinn ostur.
eða 1 msk. smurostur,
rækju- eða sveppabragð.
Fylling:
14 dós kræklingur.
100—150 gr. nýir sveppir
eða niðursoðnir.
11/2 msk. Ljóma og hveitið
bakað upp með vökvanum,
bragðbætt með salti, pipar
og oregano. Afgangurinn af
Ljómanum, eggjarauður og
ostur látið út í að lokum.
Eldfast mót er smurt með
Ljóma, piparávöxtur skor-
inn til helminga, kjarninn
tekinn úr, fy-llingin látin í,
sett í mótið, sósunni hellt
yfir, osti stráð yfir. Bakað
við meðalhita í ca. 30 mín.
TÖBIAS
Humarréttur
2 laukar, litlir.
250 gr. sveppir.
30 gr. LJÓMA.
500 gr. humar.
21/2 dl. rjómi.
Salt.
Pipar.
Sherry.
Laukur og sveppir er sax-
að frekar smátt og soðið í
Ljómanum. Humarinn skor-
inn í bita og látinn í. Látið
sjóða nokkrar mínútur.
Rjómanum bætt í og bragð-
bætt með salti, pipar og
Sherry. Látið krauma þang-
að til humarinn er soðinn ca.
í 5 mín. Borið fram með
hrísgrjónum.
S. J.
,Alveg ljómandi“.
□
smjörlíki hf.
ÞVERHOLTI 19, SlMI 26300
REYKJAVlK.