Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Andlit listamannsins prentaö á föibleikan papplr. I dag opnar SÚM sýningu á verkum ungversks listamanns er heitir Gabor Attalai. Hann stundaði nám i Listaháskólan- um i Búdapest á árunum 1953-1958 og hefur siðan sýnt viða, jafnt i heimalandi sinu sem erlendis. Hann er einn af þeim listamönnum sem eru að reyna að brjótast undan ofur- valdi hinnar opinberu lista- stefnu i heimalandi sinu, og ,,er list hans gædd innra lifi, sem oft birtist i beinni likam- legri tjáningu — gjarna á mjög óvæntan hátt — eins og Ungversk neðan- jarðarlist í Gallerí að prenta sjálfan sig á föl- bleikan pappir”, segir i frétta- tilkynningu frá SÚM. „Verk hans, sem hér eru sýnd snúast um likama mannsins, sam- skipti manna umhverfi okkar. Gabor Attalai hefur gefið út listatimaritin TIME og FUT- URE og verið kynntur i fjölda timarita. Hann er einn af leið- andi listamönnum neðan- jarðarlistahreyfingarinnar i Austantjaldslöndunum”. ,,Það er okkur gleðiefni að geta komið upp þessari sýningu, sem ætti að gefa list- unnendum og l'orvitnis- seggjum nasasjón af sjón- SÚM menntun hans, þeim' sem hægt er að senda i pósti milli landa”. Héöan fer sýningin til Brasi- liu. • Það er eitt af markmiðum SÚM að kynna erlenda lista- menn. Félagið hefur haldið sýningu á verkum Hans Wern- er Kalkmanns, og á næsta ári er i bigerð sýning á verkum bandarisku listakonunnar Dorothy Iannone. Allar þessar sýningar njóta styrks frá Menntamálaráði Islands. Aðgangur er ókeypis, en sýningin verður opin 4-10 fram til 25. nóvember. LONDON (NTB-UFI) Jane Wheeler gerði það sem inargar ungar stúlkur hafa gert á uiidan lienni — hún fór lieiin til inöinniu. Það gerði hún fjóruni timuni eftir að giftingarathöfnin hafði átt sér stað. Nú eru liðnir þrir mánuðir frá þessuin atburði, og Jane, sein er lti ára, óskar cindreg- ið eftir skilnaði. Ilún sagði fyrir réUinum, að hún hefði staðið mann sinn, Faul Creed. að þvi að manga til viðeina stúlku sem var með- al brúðkaupsgestanna — þetta var mesti óhamingju- dagur lifs mius. ICiginmaðurinn ber af sér alla sök. „Þetta er hugar- burður, og ég veit ekki hvaö ég á að gera”, sagði liann. „Það má alltaf gera tilboð...” A meöan ein sýningin tekur við af annarri í sýningarsölum borgarinnar er Kristján Guðmundsson, listaverkasali, með fullt hús af verkum á Týs- götunni. Hann kvaðst horfinn frá uppboðshaldi og nú vildi hann bara fá fólk til að lita inn til sín og gera tilboð i þau verk sem ekki er fast verð á. Kristján getur talið upp aragrúa af þekktum nöfnum, og hann teflir jafnt fram stórum Kjarvalsverkum sem litlum myndum eftir Jón Engilberts Salon Gahlin Aðalhluthafinn í fyrirtækinu? Ætli það sé ekki Gjaldheimt- an. og Alfreð Flóka. öllum er vel- komið að kíkja inn upp úr hálf-fimm á daginn og reyna við tilboð, eða ganga beint til samninga þar sem verð liggur fyrir. Persónulega finnst mér Kristján alltaf vera ansi harð- ur á verðinu, en inn á milli, og við nánari athugun, eru þarna verk þar sem upphæðin og gæðin haldast i hendur. En Kristján veit hvað hann syng- ur, búinn að vera i þessu i 15 ár og hyggst þreyja þorrann á- fram. Hann berst hart fyrir verkum hinna eldri málara og er þá ekki spar á lofsyrðin. Hann nefnir gjarnan upphæð- ina hálfa miljón i sambandi við Kjarval, og maður sem ekki á fyrir salti i grautinn verður þá vitanlega klumsa, en þá hlær Kristján og segir að það megi nú gera tilboö, það sé aldrei að vita nema samn- ingar takist milli eiffanda og kaupanda. Og svo segir hann að það sé fullt af fólki sem get- ur snaraö út hálfri miljón ef út i það fer. Hvað er miljón? sagði vixlarinn Sigurður Berndsen fyrir nokkrum árum. Hvern- ig skyldi hann hafa orðað þetta i dag? Skákþrautin Lausnin á skákþrautinni hér á siðunni i gær var þessi: De7-f, Kg8 2. Dh7+, Kf8. 3. Dh8 mát. Þegar svartur lék Dbl til f5 áleit hann að hvitur yrði að fara i drottningaskipti og sá enga mát- hótun þar sem reitirnir f7 og g7 voru nægilega varðir. En hvitur var ekki sömu skoðunar, eins og endalokin sýna best. Myndirnar sýnast i fljótu bragði eins, en við nánari at- hugun ættu aö finnast sex ólík atriði á þeim, þótt i smáu sé. 15. SÍDAN UMSJÓN: SJ HEYRT OG SÉÐ Kraftaverka- skápur? Þegar Páll páfi V. dvaldi i Bogota i Kolombiu á dögunum fékk hann al'not af isskáp sem er i sjállu sér ekki i frásögur færandi. En nú hefur eigandi isskápsins boðið hann til sölu sem helgan grip. Einn áhuga- samur sagðisl vilja gefa gott verð lyrir isskápinn ef eigand- inn ábyrgðist að hann gæti gert kraítaverk! Hvíslað Og þessu hvisla þeir i Varsjá: Hvað gerist ef löndin i kringum Sahara taka upp kommúnisma? — Fyrst i stað gerist litið, siðan koma kvartanir um skort á sandi. OG STERK BEIN TIL AÐ ÞOLA ANNAÐ Maður á að vera reiðubúinn að taka gagnrýni og vita aö það þarf breitt brjóst til að þola góða daga. SKILJANLEGT Við fáum sjúss á undan, siðan vin með matnum og siðan ekki söguna meir. Gestirnir eru alltaf farnir lyrir 11. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SN JÓBÖRÐU M KASK HORNAFIRÐI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.