Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. nóvember 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Landbúnaðurinn á enn ónýtta mikla möguleika Norður i Garði í Mývatnssveit býr Þor- grímur Starri Björg- vinsson og kona hans Jakobína Sigurðardóttir. Starri átti erindi hingað suður á dögunum, og notuðum við þá tækifærið og ræddum við hann um islenskan landbúnað, stöðu hans og framtíðar- möguleika. Höfuðeinkenniö á stöðu land- búnaðarins i islenskum þjóðar- búskap i dag er það að hann er aldrei tekinn með i reikninginn, sagöi Starri, og aldrei nefndur þegar rætt er um það hvaða atvinnugreinar geti staðið undir bættri afkomu þjóðarinnar og tekið við fólki sem kemur á vinnumarkaðinn, staðið undir eðlilegri framþróun og batnandi lifskjörum. Það er ekki einu sinni á tyllidögum þegar stjórnmála- menn eru að halda sér tii fyrir kjósendum og bændum sem þeir tala um landbúnað sem meiri- háttar atvinnugrein. En ef betur er að gáð þá liggja kannski stærstu möguleikarnir i landbúnaði og þeim landsgæðum sem landbúnaður byggist á, þvi island er þrátt fyrir allt afbragðs- gott landbúnaðarland og er litt numið hvað ræktun snertir, miðað við þá möguleika sem eru fyrir hendi. Það er ónytjuð óhemju orka i jarðhitanum sem býður geysilega möguleika á sviði landbúnaðar. En þrátt fyrir þetta, stendur landbúnaður undir miklum hluta þjóðarframleiðslunnar, hvað sem hver segir. Það er ekki endilega besti mælikvarðinn á atvinnuveg hver er drýgsti þátturinn i út- flutningi, það er ekki sfður hvað það er sem sparar innflutning. Landbúnaðurinn veitir lika geysi- lega atvinnu. Það eru heilu þorpin og bæirnir sem ólifvænlegt væri i ef þeir byggðu ekki afkomu sina á landbúnaði. Akureyri er ákaflega glöggt dæmi um þetta. Afkoma Akureyringa stendur og fellur með þvi hvort rekinn er land- búnaður á tslandi eða ekki, en þar er geysimikill iðnaður i sambandi við landbúnaðinn. Ég hef að visu engar tölur handbærar, en mér dettur i hug að það sé jafnvel fleira fólk i kaupstöðum og þorpum sem hefur framfæri sitt af landbúnaði en það fólk sem er að bjástra i sveitunum. Þessar fáu, lúnu hendur sem i sveitunum vinna framleiða mikið og vinna einnig geysimikið. Annars er það,að svara þvi hver staða landbúnaðarins i dag er, flóknara mál og meira en svo, að það verði gert i stuttu máli. Það stendur samt sem áður óhaggað, þrátt fyrir allt, að undir atvinnu- lifi okkar standa tveir atvinnuvegir, landbúnaður og fiskiveiðar. Þessir tveir atvinnu- vegir standa svo að langmestu leyti undir þvi sem kallast iðnaður. Og sá iðnaður sem upp kynni að risa til viðbótar þvi sem fyrir er ætti aö risa upp i sambandi við þessa atvinnuvegi. Það eru óþrjótandi verkefni að fullvinna það hráefni sem þessir tveir atvinnuvegir gefa af sér. Þess vegna kemur manni það á óvart að talað er um að iðnaður og iðnaður einn i tengslum við stóriðju sé þess umkominn að taka við auknu vinnuafli, og ennþá best ef sú stóriðja væri útlend að einhverjum hluta, og þá að hún geti verið nógu baneitruð, til þess að eitra sjó, andrúmsloft og land og vatn. Sem sveitamaður skil ég ekki svona hugsjónir. Mér eru þær alveg lokuð bók. —Undanfariö hefur þróunin oröiö sú aö um fækkun hefur veriö aö ræöa i iandbúnaöi og einnig hefur búum fækkaö undanfarin ár. Finnst þér ástæöa til aö reynt veröi aö snúa þessari þróun viö? —Já, það er full ástæöa til að fara aö hugleiöa það hvernig hægt sé að snúa þessu við. Við erum matvælaframleiðsluþjóö, og það er ekki til að hryggjast yfir, þvi engin framleiðsla er til, sem er jafn örugg til að hafa góða afkomu við, þvi matvara er þó vara sem vantar og mun halda áfram að vanta. Og þaö er mikil skammsýni að halda, að á Islandi sé ekki hægt að framleiða land- búnaðarvörur til útflutnings, og það i stórum stil. Það er hlægilegt að hlusta á allt þetta bölvað röfl, sem hefur verið uppi haft um það, að það sé hreint og beint stórháski á ferðum ef landbúnaðurinn framleiðir meira en það sem þjóðin torgar. Það á að vera stefnan aö við fram- leiðum sem allra mest af land- búnaðarafurðum. Alveg upp á lif og blóð. Þær eiga að vera sem bestar og sem best unnar, og ekki bara aö framleiða þær, heldur þurfum við lika að vinna þær. iðnaðarlega séð. Það er eitthvað bágborið ef slik framleiðsla er ekki eitthvað sem borgar sig fyrir þjóðarheildina. —Hvaö sýnist þér aö gera beri til þess aö snúa þessari þróun, scm þú kallar öfugþróun, viö? —Það er náttúrulega fjöldamargt hægt að gera. Það verður fyrst að átta sig á þvi að meðalbóndinn, en þar með eru flestir i bændastétt,jafnvel neöar, þó ekki sé hægt aö neita þvi að einstaka bændur hafa ágætis afkomu, er alveg tvimælalaust langtekjuiægsti aðilinn i landinu. Það þolir engan samjöfnuð. Þó að munurinn sé geysimikill milli meðaltekna hjá fólki i Reykjavik annars vegar og fólki i þorpum og bæjum úti á landi hins vegar, þá fyrstyrði nú svo, aö gengi fram af fólki ef bændur yrðu teknir inn i slikt dæmi. Úr þessu þarf að bæta, og það er hægt á svo margvislegan hátt. Það má kannski segja að hið opinbera geti stuðlað aö þvi að frumkvæði komi frá bændunum sjálfum að þvi leyti er viðkemur bættu búskaparlagi, það eru ekki aðrir sem ættu að hafa gleggri yfirsýn yfir það á hvern hátt það ætti að vera. En þá verður þjóð- félagið lika um leið aö vera reiðu- búið að koma'þar til liðs. Það er ekki hægt að neita þvi að landbúnaðurinn er rekinn sem einyrkjabúskapur og hefur verið til fjölda ára, en hefur i mjög rikum mæli tileinkað sér það sem heyrir til stórbúskapar, það er aö segja vélvæðinguna. Það má segja að vélvæðingin sé sjálf- helda, þannig að einyrkinn getur ekki verið án vélvæðingarinnar en þó er vélvæðingin að drepa einyrkjann. Og þetta er kannski höfuðvandinn út frá hagkvæmni i rekstri. —Þú minntist áðan á aö nýting jarövarmans gæti komiö land- búnaöinum til góöa. Hvaö viltu nefna til i þvi sambandi? —Það hefur nú verið furðu hljótt um það hvernig eigi að nýta jarðvarmann. Honum er jú dálitið misskipt yfir landið, sumstaðar eru hrein ógrynni af þessu, en annarsstaðar finnst þetta varla. Það er enginn vafi á þvi, að gróðurhúsarækt getur oröið geysimikill þáttur i landbúnaöi, en þar erum við enn að fikta við þetta, þó að langt sé siðan byrjað var að visu. Nú, þar sem þannig hagar til mætti nýta jarðvarmann i stórum stil i sambandi við fóöuröflunina. Þar getum viö bent á heyköggla- verksmiðjurnar. Þó þaö hafi ekki verið reynt i sambandi viö þær þykir mér trúlegt aö jarðvarmann mætti nota þar. Annars er það sérmál með hey- kögglaverksmiðjurnar, og þaö ekkertsmámál. Þær gætu leyst af hólmi aö miklu leyti þennan óhemju innflutning á kjarnfóöri, en þaö sýnir okkur hvaö landið er gott til búskapar að viö þurfum ekki einu sinni kjarnfóður ef viö bara nýtum grasið á sérstakan hátt. En mér þykir liklegt að það sé farið alveg öfugt að i sambandi viö þær eins og stefnt er aö núna. Þaö á að fara að reisa heyköggla- verksmiðjur hingað og þangaö á landinu sem venjulega eru of smáar til þess að geta staðið undir sinum rekstri i stað þess að hafa þær nógu stórar en skipu- leggja betur flutningsspursmálið. Jarðvarmann má efalaust nýta á ótrúlega margvislegan hátt. —Eins og nú er háttaö er þaö stcfnan aö bændur eigi sjálfir þær jaröir sem þeir búa á. Finnst þér þaö hijóti aö vera nauösynlegt aö svo sé? —Raunveruleg eign á landinu sem búið er á er ekki aöalatriðið frá minum sjónarhóli, en óskoruð yfirráð, það er það sem skiptir máli. Það er hrein fjarstæða og búið að standa landbúnaði fyrir þrifum frá ómunatið þegar þjóðin er að kaupa tsland upp kynslóð fram af kynslóð, og afrakstur jarðarinnar fer i að borga einhverjum sem þóttist eiga þetta land. Það sem á landinu stendur, fasteignir og framkvæmdir, getur einstaklingurinn átt og verður að fá sitt fyrir ef hann hættir að nota það, en það er frumskilyröi að bóndinn hafi óskoruö yfirráð yfir þvi landi sem hann býr á. Ég vil eindregiö aö það sé komið i veg fyrir það að sjálf jörðin gangi kaupum og sölum. Það æskilega er náttúrulega að börn taki við af foreldrum við að búa á jörðunum, en þaö er að verða borin von hjá mörgum. Það er nú mál sem er dálitiö hættulegt að koma inn á hér hvernig skóla- kerfið, að ég tali nú ekki um þessi grunnskólaóskapnaður, kemur til með aö eyðileggja þá von manna. Þar miðast allt við að ung- lingarnir alist ekki upp við land- búnaðarstörfin, séu þar eins og hálfgerðir gestir svolitinn tima úr sumrinu, og svo tekur skóla- bekkurinn við, og þegar ung- lingurinn er kominn fullmótaöur út úr þessari skólaverksmiðju er hann orðinn fráhverfur þessum atvinnuvegi, sem þó veitti honum framfæri i upphafi. Það er ekki þar meö sagt aö ég vilji að menn njóti ekki menntunar sem svo er kölluð og upplýsingar, en slikt á að vera til að auka manngildi einstaklings ins, en ekki ‘ til þess að ein- staklingurinn hafi beina peninga upp úr þvi. Vel lærður bóndi er vitaskuld betri bóndi en sá sem ekkert kann, en við komumst ekki fram hjá þvi, að hann verður Rætt viö Þorgrím Starra Björgvinsson bónda í Garöi í Mývatnssveit Aldrei rætt um land- búnaðinn þegar talað er um hvaða atvinnu- vegir geti staðið undirj bættri afkomu lands- manna. ■ ísland er þrátt fyrir allt | afbragðsgott land- búnaðarland. ■ Fleira fólk i bæjum ogl þorpum hefur afkomuj sina af landbúnaði en þeir sem eru að bjástraj við landbúnað i sveit-| um. ■ Best þykir sú stóriðjal sem eitrar vatn loft og| sjó. ■ Við erum matvæla-| framleiðsluþjóð og þaðj er ekki til að hryggjastj yfir ■ Við eigum að framleiða| sem allra mest af land- búnaðarvörum; alvegj upp á lif og blóð. ■ Nýta ber jarðvarmann| betur i þágu land- búnaðarins. ■ Eignarhald á bújörðuml er ekki aðalatriðið, enl óskoruð yfirráð, þaðj er það sem skiptirj máli. ■ Bændur eiga algjörlegal samleið með verka-| manninum og launþeg- anum. ■ Alþýðubandalagið verður að takast á við landbúnaðarmálin, feimnislaust. bara aldrei góður bóndi nema hann vaxi upp við landbúnaðar- störfin sem allra mest og slitni aldrei úr sambandi við þau störf og það lif sem þar er lifað Við megum aldrei slita ungt fólk úr sambandi viö atvinnulifiö og atvinnuvegina, við verðum að sjá þvi fyrir menntun án þess að það þurfi að gerast. Við þurfum kannski austur til Kina til þess aö finna fordæmi fyrir þessu. —Eru bændur atvinnu- rekendur? —Þeir eru svo sem atvinnu- rekendur i sjálfu sér. Þeir hafa mikinn rekstur með höndum, og þetta er orðin mikil umsetning i krónum oft á tiðum. En þaö er töluvert mikill skils- munur á atvinnurekenda sem hefur fjölda fólks i vinnu og græðir á vinnu þess fólks, eöa þeim sem hefur með höndum atvinnurekstur sem enginn vinnur við nema hann sjálfur. Þannig er það með bændur, og þegar á allt er litið eiga bændur algjörlega samleið með verka- manninum og launþeganum, en ekki með þeim sem hefur meö stórfelldan atvinnurekstur að gera og möguleika á að græöa á vinnu annarra, en það hafa bændur ekki. Að lokum sagði Starri: —Það er nú svo, að ég held að vandamál þjóðfélagsins i heild veröi engan veginn leyst nema með sósialisma. Það er min skoðun og hefur verið siðan ég fór yfir höfuð að mynda mér nokkrar skoðanir um almenn málefni. Alþýðubandalagið er jú eini flokkurinn sem hefur möguleika á að hafa forystu i þvi hlutverki. 1 beinu samhengi við það er, að eigi að gera einhverja skyn- samlega hluti frá hendi þjóð- félagsins varðandi islenskan landbúnað i dag þá eru engin tvi- mæli á þvi, að Alþýðubandalagiö er eini flokkurinn sem hefur möguleika á þvi að gera þar skynsamlega hluti. Það er ég lika sannfærður um. En hitt verður að játast aö Alþýöubandalagið hefur I litið framhjá þessu, að minnsta kosti hefur það litið aðhafst i þessu, en þaö er oröið að minni hyggju alveg brýnt verkefni fyrir þann stjórnmálaflokk, og honum er það beinlinis skyit út frá þvi hlutverki sem hann verður óhjákvæmilega að gegna i islenskum stjórnmálum i fram- tiðinni að takast á við þetta og alveg feimnislaust, og það rýrir á engan hátt gildi hans sem verka- lýösflokks. Gömlu flokkarnir sem látið hafa landbúnaðarmálin þróast eftireins konar happa- og glappa- reglu, skipulagsiaust, án þess að hugsa nokkuð um það hvaða afleiðingar það hefur, eru hreint ekkert liklegir til að fara aö bæta úr þvi sem þeir eru búnir að koma i öngþveiti. Að ætlast til þess er eins og að fara i geitarhús að leita ullar. Og það verður ekki Framsóknarflokkurinn sem þar getur neinu um ráðiö, hann hefur alltaf stungið höfðinu i sandinn varðandi þróunina i landbúnaðar- málunum. Okkur stærstu möguleikar varðandi framtið þessa lands og þessarar þjóðar liggja i gæðum landsins sem landbúnaðarlands. Það er ég hjartanlega sannfæröur um. Þó að við eigum óhemju orku, sem alltaf verður dýrmætari með hverju árinu sem liður, orku fall- vatna og orku jarðhitans sem gætu lyft mörgum Grettistökum, þá eigum við óhemju möguleika i landbúnaði á sviði matvælafram- leiðslu og annarra dýrmætra efna, en matvæli munu þó vera dýrmætust af öllu i heiminum i dag og eftirsóknarverðust. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.