Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
af erlendum vettvangi
Isacson, Guillou, og Bratt, blaöamennirnir þrir, sem sænska ákæruvaldiö ofsækir fyrir aö koma upp um
starfsemi, sem striöir gegn sænskum lögum.
IB OG LÝÐKÆÐIÐ
Það er viðar en i Chile, sem
menn um þessar mundir sjá
ástæðu til þess að efast um gildi
borgaralegs lýðræðis, og raunar
varla vonum fyrr. Meira að
segja i Sviþjóð, sem til þessa
hefur verið talið mesta fyrir-
myndarriki borgaralegs
lýðræðis- og velferðarrikis,
rennur mönnum nú kalt vatn
milli skinns og hörunds er þeir
gera sér ljóst, á hve veikum
grunni hvilir það hversdags-
öryggi, sem þetta kerfi veitir
þeim.
Það er IB-málið svonefnda,
sem vakið hefur hinum áður svo
áberandi sjálfs ^öruggu og
jafnvel nokkuð sjálfánægðu
Svium þennan ugg. Forsaga
þess máls hefur þegar verið
rakin hér-i blaðinu, en hún var sú
að timaritið FIB/Kulturfront
ljóstraði upp um starfsemi há-
leynilegrar njósnastofnunar,
sem nefnd var Informations-
byrðn (IB) og hafði rekið
viðtækar njósnir viða um heim,
þar á meðal i Arabalöndum og
Vietnam, i félagi við leyni-
þjónustu Israels, Bandarikj -
anna og Nató-rikja yfirleitt. IB
starfar með vitneskju og ábyrgð
sænsku stjórnarinnar og er
nátengd hernurn. Tilvera
slíkrar njósnastofnunar er
ósamrýmanleg sænskum lögum
og stöðu Sviþjóðar sem hlut-
lauss rikis. Maður skyldi þvi
ætla, að sænska ákæruvaldið
hefði beint geiri sinum aö þeim,
sem ábyrgir eru fyrir téðri
stofnun, en þess i stað réðist
rikissaksóknarinn, Carl Axel
Robert, af offorsi á FIB og lét
handtaka fimm starfsmenn
þess. Að minnsta kosti þrir
þeirra eru enn i haldi og liggja
undir ákæru fyrir að hafa birt
upplýsingar, sem hafi „skaðaö”
varnir landsins og „öryggi
rikisins”.
Hlutleysisgriman
notuð til njósna
Það er vist ekki ofsögum sagt
að afjúpanir FIB/Kulturfront
hafi komið sem þruma úr heið-
skiru lofti yfir allan þorra
sænsku þjóðarinnar, þar á
meðal marga stjórnmálamenn.
Eins og komist var að orðið i
einni greininni i Dagens
Nyheter, þá hefur Svium tekist
með velvöldum umbúðum að
koma sjálfum sér á heims-
markaðinn sem fyrirmyndar
lýðræðisriki. Þeirri goðsögu
trúðu Sviar auðvitað ekki siður
en aðrir. En nú fengu þeir það
allt i einu framan i sig að á
bakvið þá hefðu þjóðkjörnir
leiðtogar þeirra notað hlut-
leysisgrimu Sviþjóðar til njósna
fyrir CIA, og israelsku leyni-
þjónustuna, þar sem þessi fyrir-
tæki höfðu slæma aðstööu til að
koma sinum mönnum að, svo
sem i Egyptalandi og Norður-
Vietnam. Þar við bættist að IB
hafði brotist inn i arabisk sendi-
ráð i Stokkhólmi i njósnaskyni
og njósnað af mikilli elju um hin
og þessi vinstri samtök i Sviþjóð
sjálfri, þar á meðal um aðila
innan flokks sósialdemókrata.
Og þær njósnir fóru fram með
vitund og vilja Olofs Palme
forsætisráðherra Sviþjóðar
og leiðtoga flokks sósialdemó-
krata!
Meðal þeirra, sem brugðið
hefur nokkuð við þessar
uppljóstranir eru þó nokkrir
sænskir þingmenn. Þeir hafa
vakið máls á þeirri kröfu, að
herinn verði settur undir eftirlit
þjóðkjörinna aðila. Þá hefur
varnarmálanefnd þingsins hafið
einhverskonar rannsókn á
starfsemi IB.
Greiðamenn
lýrðræðisins undir
lás og slá
Almennt er litið á þessi
viðbrögð sem sjálfsögð, og ætti
þar með að liggja ljóst fyrir að
FIB hefði gert sænska
lýöræðinu stórgreiða. Með
uppljóstrunum sinum hefur
blaðið stóraukið möguleika
þjóðkjörinna fulltrúa til að
fylgjast með stofnunum af þvi
tagi, sem IB er. Hversvegna,
spyr hið frjálslynda blað
Dagens Nyheter, sem talið
hefur verið standa til hægri við
sósialdemókrata, fá FIB-blaða-
mennirnir þá ekki Norðstjörnu-
orðuna jafnframt þvi sem lög-
reglan gerir húsrannsókn hjá
njósnurum IB?
Ekki fylgir sögunni hvort
umræddir spiónar hafi fengið
Norðstjörnuorðuna, en hitt er
ljóst að það voru blaðamenn
FIB, sem urðu að sæta þjösna-
legri húsrannsókn og voru jafn-
framt settir undir lás og slá.
Fulltrúi sænska rikisvaldsins,
það er að segja yfirákærandihn,
leit þeim augum á silfrið að
lögbrot njósnara sænska
rikisins hefðu ekki verið nein
lögbrot, þar eð þau hefðu ýmist
veriðfyrirskipuð aðofan, eða þá
að þau væru „ósönnuð”. Rlkis-
stjórnin tók lika dauflega undir
kröfurnar i þinginu, enda ljóst
að hún gæti átt von á gagnrýni
ef eitthvað yrði farið að róta i
málinu. Hinsvegar brá Palme
við hart og spyrnti út úr stjórn-
inni svo litið bar á nokkrum ráð-
herrum, sem voru flæktir i
málið.
Álitshnekkir
hersins
Þar eð rikisvaldið sakfellir
blaðamennina fyrir að hafa
njósnað um njósnara rikisins,
segja sænsk blöð að lita verði
svo á að rikisvaldið telji njósnir
ekki afbrot, þótt svo að þær séu
þvert gegn landslögum, heldur
sé afbrot að njósna um
njósnara. í þessu sambandi
hefur Robert yfirákærandi sætt
haröri gagnrýni.
Vitað er að hann hefur reynt
aö veiða upplysingar og
játningar upp úr hinum hand-
teknu blaðamönnum undir þvi
yfirskini, að hann væri að afla
sannanna gegn IB, en notað
upplýsingarnar og játningarnar
siðan sem rök fyrir ákærunni
gegn blaðamönnunum. Hann
hefur þá, segja sænsku blöðin,
gert einmitt það sem sænska
rikisvaldið sakfellir blaða-
mennina fyrir — njósnað um
njósnara.
Höuðákæruna gegn blaða-
mönnunum, um að uppljóstr-
anir þeirra hafi „skaðað”
varnir landsins, taka fáir alvar
lega. Blaðamennirnir hafa engu
ljóstrað upp um hervarnir Svia
sjálfra, svo að ekki verður séð
annað en að þeir séu jafnöruggir
á þvi sviði og áður. Hins vegar
liggur i augum uppi að
uppljóstranirnar hafa dregið
mjög úr virðingu hersins, þar eð
IB er i nánum tengslum við
hann. En, segja menn, ef
virðing hersins hefur beðið
hnekki við að uppvist hefur
orðið, að IB hefur framið
verknaði, sem annaðhvort eru
ólöglegir eða ekki hafa stuðning
þjóðai^á herinn við engan um að
sakast nema sjálfan sig. Og þá
er vel að hann biður „skaða”,
þvi aö þannig her vill sænska
þjóöin ekki hafa.
Carl Axel Kobert, yfirsak-
sóknari, sem stjórnar aöför
sænska rikisvaldsins að blaða-
mönnum FIB.
Palme — svarar tvfrætt eða alls
engu.
Ef ,,hættuástand”
skapast...
Framkoma yfirvaldanna og
stjórnarinnar sjálfrar i þessu
máli hefur i heild orðiö þessum
aðilum til litillar virðingar.
Stjórnin hefur i vaxandi mæli
höfðað til ihaldsfólks sér til
stuönings i málinu og jafnvel
gripið til þess að veifa gömlum
kaldastriðsgrýlum, sem annars
hafa fyrir löngu verið teknar úr
brúki nema hjá einstaka for-
pokuðum fyrirbærum eins og
Portúgalestjórn og „sjálf-
stæðis”flokknum. ‘ á Islandi.
Stjórnin hefur leitast við að
beina athygli almennings frá
meginmálinu, sem eru auðvitaö
ólöglegar njósnir IB og þjösna-
aðgerðir ákæruvaldsins gegn
blaðamönnunum, að auka-
atriðum sem eru siður viðkvæm
fyrir stjórnina.
Svo sem fyrr er að vikið hefur
málið opnað augu sænsks
almennings fyrir þvi, að réttar-
öryggi hins almenna borgara i
sænska velferðarrlkinu er miklu
minna en gengið hefur verið
útfrá. A það hefur verið bent að
þvi fari fjarri að frelsi og
réttindi einstaklingsins séu
nægilega tryggð i lögum og
stjórnarskrá. Þessvegna væri
hægt að breyta Sviþjóð á einni
nóttu i einræðisriki embættis-
manna, lögreglu og hers, ef
„hættuástand” skapaðist að
dómi þessara aöila — hvort
heldur sem það „hættuástand”
væri af völdum erlendra aðila
eða innlendra.
1 sambandi við málið hafa
lika ýmsir orðið til að rifja upp
viss skuggaleg atvik úr forsögu
sænska hersins, sem að erfða-
venju hefur verið bólvirki
argasta afturhaldsins i landinu
og fjandsamlegur hverskonar
lýðræði, sem sjá má af þvi. að
þorri sænskra herforingja er
flokksbundinn i Hóflega sam-
einingarflokknum (Moderata
samlingspartiet), ihaldsflokki
Svia. 1 framhaldi af þvi og
atburðunum i Chile hefur
vaknað sú spurning, hvort yfir-
leitt sé mögulegt fyrir lýðræðis-
lega kjörnar stofnanir að hafa
svo dugi eftirlit með stofnunum
á borð við lögreglu og her, sem
jafnan hafa tilhneigingu til að
hallast á sveif með afturhalds-
sömustu og ólýðræðislegustu
öflum þjóðfélagsins. 1 grein i þvi
merka italska blaði L’Espresso
heldur Roger Garaudy þvi
fram, að dæmið frá Chile sýni,
að engum her sé treystandi til
þess að reynast lýðræðinu
tryggur.
Palme likt
við Nixon
Eins og nærri má geta hefur
gagnrýnin i sambandi við IB-
málið ekki hvað sist beinst að
Palme og orðið mjög til að
draga úr virðingu hans, einkum
meðal vinstrisinnaðri og frjáls-
lyndari manna. Spurningum
varðandi málið hefur hann
stundum svarað af hroka, sem
illa þykir sæma leiðtoga
lýðræðisrikis, en stundum
tvirætt og stundum alls ekki. I
siðasta tilfellinu hefur jafnan
verið um að ræða óþægilegustu
spurningarnar — og þær sem al-
menningi leikur mestur hugur á
að fá svör við. Hann hefur gripið
til þess forna neyðarúrræðis að
stimpla þá Bratt og Guillou,
blaðamennina við FIB, sem
kommúnista sem láti stjórnast
af „hatri á lýðræðinu”. En svo-
leiðis klisjur duga skammt sem
svör við spurningum al-
mennings um hlutdeild Palme
sjálfs og stjórnarinnar i IB-
hneykslinu. Palme segir að
lögregla og her verði að standa
undir „lýðræðislegu eftirliti”,
en foröast að svara þegar hann
er beðinn að útskýra hvað hann
eigi við með þesskonar eftirliti.
Aður hafði einkum verið
kreppt að Palme frá flokkunum
til hægri við kratana en vel kann
svo að fara að IB-málið veröi nú
til að grafa undan honum
vinstra megin. Vinstra megin i
sænskum stjórnmálum fjölgar
þeim röddum, sem heimta
sósialisma „að neðan”, það er
að segja sósialískt fyrirkomulag
sem verkamenn skipuleggi og
stjórni sjálfir, i stað sósial
iseringar ^ „að ofan”, sem
skipulögð sé og mörkuð af
broddum úr flokki eða verka-
lýðssamtökum, sem segjast
með mismunandi miklum sann-
indum tala i nafni „alþýð-
unnar”. IB-málið kemur trú-
lega til með að draga verulega
úr trausti hins pólitiskt með-
vitaðri hluta verkalýðsins á
kratabroddunum I stjðrnar-
flokknum og verkalýðs-
samtökunum. Hroki, tviræðni
og þagnir Palme i sambandi við
IB-málið hafa þegar gert að
verkum, að greinahöfundar
blaðanna eru byrjaðir að likja
honum við Nixon. Og verður þá
vist ekki miklu lengra jafnað til
neikvæðrar hliðar.
Iivað um önnur
„lýðræðisriki”?
Fyrst lýðræðið i fyrirmyndar
rikinu Sviþjóð hefur ekki reynst
standa fastari fótum en þetta,
verður að lita svo á að öðrum
borgaralegum lýðræðisrikjum
væri hollt að taka þau mál, sem
nú eru efst á baugi i Sviþjóð, til
athugunar hjá sér einnig. Hér á
landi hefur það til dæmis lengi
verið almannamál, að litið fari
fyrir réttaröryggi hins almenna
borgara, þegar stofnanir dóms-
valdsins og lögreglan væru
annarsvegar. Eitt af þvi sem
blaöamenn FIB Ijóstruðu upp
um er að öryggisþjónustur allra
Nató-rikja vinna i nánu samráði
við CIA. Það er erfitt að imynda
sér að jafn vandvirk og sam-
viskusöm stofnun og bandariska
leyniþjónustan hafi trassað að
koma sér upp njósnaneti hér-
lendis, ef tsiand er Bandarikj-
unum eins hernaðarlega mikil-
vægt og Bandarikjastjórn lætur
i veðri vaka.- Sé það njósnanet
til, eiga þá einhverjir islenskir
aöilar hlutdeild i þvi, og þá
hverjir? Og hvað myndi tilvera
og starfsemi bandarisks njósna-
hrings hérlendis, starfandi þá
væntanlega með aðstoð inn-
lendra aðila, sem hollir teldust
„vestrænni samvinnu”, þýða
fyrir mannréttindin, sem okkur
er sagt að „lýðræðið” tryggi
okkur?
dþ.
Félagsstarf
eldri borgara
Mánudaginn 19. nóv. verður
opið hús að Hallveigarstöðum
frá kl. 1.30 e.h. Venjulegir
dagskráriiðir. Fyrirhugaðri
skoðunarferð er frestað.
Þriðjudaginn 20. nóv. hefst
handavinna kl. 1.30 e.h.
Kvenfélag
Ha llgrimskirkju
Basar félagsins verður hald-
inn laugard. 24. nóv. n.k. Mun-
um veröur veitt móttaka i fé-
lagsheimili kirkjunnar
fimmtud. 22. og föstud. 23.
nóv. milli kl. 3 og 6 siðdegis.
Upplýsingar veitir Þóra Ein-
arsdóttir i sima 15969.
Rauðsokkar
Fundur verður haldinn i
Prentaraheimilinu að Hverf-
isgötu 21 þriðjudaginn 20. nóv.
kl. 20.30. Allir áhugamenn vel-
komnir. — Miðstöð.
Óháöi söfnuðurinn
Kvenfélag og bræðrafélag Ó-
háöa safnaðarins. Munið fé-
lagsvistina n.k. sunnudags-
kvöld kl. 8.30 i Kirkjubæ. Góð
verðlaun. Veislukaffi.
Jólakort FEF
FÉLAG einstæðra foreldra
gefur að venju út jólakort til
styrktar húsbyggingarsjóði
sinum. Nýjar gerðir i ár eru
tvær, meö teikningum eftir
ellefu ára börn i Alftamýrar-
skóla og unnin i Kassagerð
Reykjavikur. Þá v'erða og á
boðstólum smávægilegar
birgðir frá i fyrra, en þá var
prentað mjög stórt upplag til
að spara prentunarkostnað i
ár, vegna vaxandi útgjalda
FEF við byggingarundirbún-
inginn. Kortin eru m.a. seld á
skrifstofu félagsins i Traðar-
kotssundi 6 og i Bókabúð Lár-
usar Blöndal i Vesturveri.