Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 18. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 fyrirfram i veg fyrir þaó. Og þótt hún hefði gert það, heíði Lindy samt sem áður sigreð. já, hún hefði staðið enn betur að vigi. Ekkert er eins ömurlegt og þokkalaust og kona sem spang- ólar um það að að hún gætiverið alveg eins indæl og aðlaðandi, ef ekki þetta og ekki ni'.t. Það skiptir ekki máli hvað þetta tg ’útt er, það hlýtur óhjákvær .' ga að hitta á veikan blett \:a eigin- manninum — sjálfsvi. >angu hans. Allt þetta vissi Lindv, hin ógifta og óreynd, og hún noffærði sér það af klókindum og snilli, rétt eins og listamaður sem vinn- ur i framandi efni sem hann hefur lært tökin á. Lágt urr i nánd við Rósamundu varð til þess aö hún þaut næstum upp úr stólnum. Það var eins og hefndarandi hefðilesiðógeðfelldar hugsanir hennar og væri nú reiðu- búinn að láta til skarar skriöa. Og jafnvel þegar hún hafði komist að raun um að ákærandi hennar var ekki annar en ofurlitill og ósköp tortrygginn pekinghundur, var hún ekki alveg viss um að fyrsta hugboð hennar væri órökstutt. Hamingjan vissi hvilika æva- forna og löngu gleymda visku þessi útstæðu og óræðu augu spegluðu i djúpum sinum? Skyldi hundurinn i alvöru hafa skynjað eða fundið lyktina af óvini húsmóður hans? Rósamunda brosti i flýti og teygði út handlegginn. — Hvutti greyið, sagði hún hræsnisfull og reyndi klappa fjandsamlega, litla búknum. En hún komst ekki upp með skinhelgina. Hundurinn hörfaði nokkur skref og fór að gelta skerandi og reiðilega og flatt, ófritt fésið umturnaðist i eins konar reiði. — Sjanghó, kjáninn þinn. Þeg- iöu nú, sagði Lindy ljúfmannlega án minnsta árangurs. — Það er aðeins vegna þess að hann þekkir þig ekki, útskýrði hún og reyndi aö yfirgnæfa hávaðann. — Hann er i rauninni ágætur varðhudnur, þótt litill sé. Pekinghundar eru það. Þótt siðustu orðin væru aðeins einföld staðhæfing, fannst Rósa- mundu sem Lindy segöi þau á furðulega sjálfumglaðan hátt, rétt eins og hún hefði i eigin persónu haft umsjá með þrjú þús- und ára eldi sem var undanfari Sjanghós og reiði hans. Rósamunda fann að gremja hennar var að ná yfirhöndinni — þótt smámunir hefðu valdið henni. — Ég er nú hrifnari af köttum, sagði hún hvössum rómi og undraðist sjálf hve ósvifnisleg rödd hennar var. En Lindy brosti hin rólegasta. — Það efast ég ekki um, sagði hún kæruleysilega. — Það hefði ég eiginlega getað giskað á strax og ég sá þig. Hún sagði þetta hriðuleysis- lega, en Rósamunda fann að i orðunum fólst hvass broddur — þótt hún gæti ekki áttað sig á hvers eðlis hann var. — En áður en henni tókst að sjóða saman svar eða gera upp við sig hvort þaö borgaði sig að svara, voru þær aftur truflaðar. I þetta sinn var það herra Dawson úr næsta garði. Hann stóð með garðklipp- urnar i hendinni og horfði á milli stóru, rjómalitu rósanna með Brúðkaup Þann 13.10.voru gefin saman i hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni Jónina Margrét Þórðardóttir . og Ófeigur S. Sigurðsson. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Akurgerði 15. (Stúdió Guðmundar) CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ © aðdáun sem virtist beinast nokk- uð jafnt að litla, geltandi rakkan- um. brúnum fótleggjum Lindýar i snotru, röndóttu stuttbuxunum og háu, döggvuðu glösunum á bakkanum. Það lýsti út úr svip hans að hann hafði mikinn hug á þvi að komast i klikuna. — Góðan daginn, kallaði hann yfir grind- verkið. — Þetta er meiri blessuð bliðan. Þetta er allra skemmti- legasti hundur. — Skelfilegur hávaðaseggur að minu viti. Lindy hló og sneri sér að nýja gestinum i vissu þess að henni yrði andmælt. — Ég vona að þér hafið ekkert á móti hon- um? — Nei, nei, mikil ósköp, mikil ósköp. Herra Dawson hallaði sér enn lengra fram á grindverkið. — Ég er mjög hrifinn af hundum. Við áttum hund — árum saman. Hann var næstum sextán ára þeg- ar hann dó, greyskinnið. En kon- unni minni fannst ástæðulaust að byrja upp á nýtt með nýjan hvolp, þegar börnin eru bæði uppkomin og flutt að heiman. — Það var synd og skömm! sagði Lindy með miklu meiri hluttekningu en Rósamunda fannst þörf á. Henni var ekki ljóst hvort samúðin beindist að enda- lokum gamla hundsins eða þeirri mæðu að eiga eiginkonu sem vildi ekki fá nýjan hvolp eöa þvi að 31. júli sl. voru gefin saman i hjónaband af séra Areliusi Niels- syni Guðrún Sigriöur Björnsdóttir og Kristján B. Laxdal. Heimili þeirra verður að Viðisvegi 7, Vestmannaeyjum. Ljósmyndastofa tsafjarðar Mánagötu 2. — Simi 3776. horfa upp á börnin sin verða fullorðin og fara að heiman. — Komið vfir til okkar, hélt Lindy áfram. — Við erum að drekka iskaffi — og ég er viss um að yður veitir ekki af þvi eftir alla vinn- una I garðinum. Tilboðið freistaði herra Dawsons bersýnilega. Hann lagði klippurnar frá sér og klifraði i skyndi yfir girðinguna og á furðu- lega stuttum tima, fannst Rósa- mundu. hefði Lindy tekist að bjóða hann innilega velkominn, töfra fram þriðja stólinn — bersýnilega án þess aö þurfa að fara inn og sækja hann — og setja þrjú fersk, döggvuð glös af iskaffi fyrir framan þau með nýjum birgðum af þeyttum rjóma. Hún átti svei mér birgðir i búrinu! hugsaði Rósamunda með ósjálf- ráðri aðdáun. Það er furðulegt að nokkurskyldi geta á svo auðveld- an hátt töfrað fram hrúgur af ósköp venjulegum mánudags- morgni. Herra Dawson ljómaði af gleði og naut þess aðláta stjana við sig. Hann hallaði sér aftur á bak i stólnum og dreypti á kaffinu, sólbrunnið, hárlitið höfuð hans með hlýlega andlitssvipinn glóði af hita og ánægju, meðan sólin nálgaðist hádegisstað, og Lindy horfði á hann full áhuga og fékk hann lipurlega til að segja ævi- sögu sina, undirstrikaði allt það sem var honum til einhvers sóma, og gerði litið úr hinu. Enn á ný gat Rósamunda ekki að sér gert að finna til aðdáunar. Hún hafði alltaf álitið sjálfa sig góðan áheyranda, hafði álitið sig samúðarfulla og uppörvandi, þegar fólk létti á hjarta sinu við hana. En þegar hún virti Lindy fyrir sér, varð hún að viðurkenna aö þarna hafði hún fundið ofjarl sinn á þessu sviði. Þessi tiu ár sem hún hafði búið i nábýli við Dawsonhjónin, hitt þau næstum daglega og spjallað við þau, hafði hún aldrei fengið að vita brot af þvi sem Lindy tileinkaði sér nú'á einni morgunstund. Hún hafði aldrei vitað að herra Dawson hafði alltaf langað til að eignast dóttur auk sonanna tveggja sem hann átti, að hann hafði i æsku dreymt um að verða bóndi eða garðyrkjumaður, en hann hefði oröið við óskum foreldra sinna að velja „eitthvað öruggt” og hann iðraðist þess stundum enn þann dag I dag að hafa látið undan. —- Sérstaklega i svona veðri, sagði hann og naut hádegisylsins. — Þegar ég fer að hugsa um að nú er heyið nýslegið á engjunum og lævirkjarnir syngja undir bláum himni og limgerðin eru hvit af — já — öllu þessu hvita... — En nú gætuð þér hæglega flust upp i sveit, ef yður langar til, sagði Rósamunda hlýlega. — Nú eruð þér kominn á eftirlaun, á ég við... Lindy var klókari, Lindy þagði. Og um leið skildi Rósamunda að hún hefði aldrei átt að segja þetta, þvi að meö þessu eyðilagði hún litla drauminn hans Dawsons. — Æjá,... Herra Dawson rétti úr sér i stólnum svo að stellingin varð ekki eins notaleg, meðan hann ieitaði að úrræði til að forða sér frá þessari ógnandi tillögu, til að vernda drauminn sinn fyrir þessum hugsanlega veruleika. — Tja, á minum aldri... og svo eru það allir vinir okkar, við yrðum að skilja við alla kunningjana ha? Það mundi konunni minni leið- ast. Og ekki má gleyma kvenfélaginu. Konan min er mjög áhugasöm i kvenfélaginu. Vitið þið, að þær ætla að leika leikrit i haust? Blævæng lafði Winder- mere. Og konan min á að leika laföi Windermere. Það er aðal- hlutverkiö, titilhlutverkiö i leikn- um. Hreyknin var augljós. Lindy leit snöggt upp. — Að hugsa sér, sagði hún. — Ég hefði haldið að hlutverkið hentaði yngri konu. En auðvitað er ég viss um að frú Dawson sómir sér með prýði i þvi, bætti hún við eins og afsakandi. — Má ekki bjóða yður meira kaffi? Herra Dawson var að þvi kom- inn að svara þegar örlitil hreyfing i næsta garði, sem önnur eyru gátu tæplega greint, varð til þess að hann reis snöggt upp i stólnum. — Konan min er komin heim, sagði hann og stóö upp i skyndi. — Ég þarf að fara. Skyldan kallar — ég þarf að fara heim og létta und- ir með kenni. Kærar þakkir fyrir þetta notalega boð, ungfrú... hm? BRIDGE Oþörf kœnska Franski bridgemeistarinn Michel Guerquin vann eftirfar- andi slemmusögn á bridgemóti. Hann beitti kænskubragði til þess að krækja sér i tólfta slaginn, en þegar hann fór aö kanna spiliö að þvi loknu. komst hann aö !raun um að hann hefði 'getaö sparað sér kænskuna. Hún var ekki eina hjálpræðið, þar sem hægt var að vinna sögnina, hvernig svo sem vörninni var háttað. S. K D 9 8 3 II. 4 T. D 10 9 6 5 L. A G S. — S. G 10 6 5 4 2 II. K G 7 5 2 H. D 3 T. G 8 4 T. K L. 10 9 7 3 2 L. K 8 6 4 S. A 7 H. A 10 9 8 6 T. A 7 3 2 L. D 5 Sagnir (Suður gefur): Suður Vestur Norður 1 II. pass 1 S. 2 T. pass 4 L. 4 T. pass 0 T. Austur pass pass pass Vestur lét út laufatiu i fyrsta slag. Hvernig skyldi sagnhafi hafa spilað lil þess að vinna hálf- slemmusögnina i tigli og hvernig hefði hann kannski öllu heldur átt að spila til þess að vera öruggur um að vinna sögnina, hvernig svo sem andstæðingarnir hefðu reynt að verjast, eða með öðrum orð- um: Hvert var kænskubragðiö og hvers vegna var það óþarft? Svar: Þetta spil er ágætt dæmi um að iðulega kemur það fyrir i bridge að einfaldasta leiðin til vinnings er að beita kænsku- bragði, en þegar það hefur heppn- ast og spilinu er lokið, er rétt að athuga hvort ekki hefði verið til öruggari leið til að vinna sögnina. Guerquin ályktaði að litlar lik- ur væru á þvi að sviningin i laufi gæti heppnast. Hann tók þvi á ás- inn i blindum og lét út tigul- fimmu. Austur hafði orðið að láta af hendi kónginn, einspil sitt i tigli, og Suður tók á ásinn og svinaði fram hjá gosa Vesturs til að ná báðum trompunum sem eft- ir voru úti. Hann tók þvi næst á spaöaásinn i þeirri von að spaðarnir skiptust 4 á mót tveimur, en Vestur kast- aði af sér laufi. Sagnhafa kom þá til hugar að reyna að setja and- stæðingana i kastþröng milli spaða og laufs, þegar hann hefði trompað tvö hjörtu. En tengslin milli spila hans og blinds voru of veik til þess, svo að Guerquin á- kvað eftir kannski fullstutta um- hugsun að besta leiðin til vinnings væri að leggja gildru fyrir and- stæðingana. Hann trompaði hjarta til að fjarlægja siðasta hjarta Austurs og kom siöan Austri inn á laufa- kónginn, eins og það vekti fyrir honum að neyða Austur til að spila út i trompur. og afkast — þótt hann væri i raun þannig staddur að hann gat ekkert hagn- ast á þvi, mætti i rauninni ekki missa neitt spil i afkast. En kænskubragöið heppnaðist, eins og við var að búast. Austur sem vildi forðast gildruna, gekk i hana og lét út spaðagosann. Guerquin gat þess vegna friað spaðaáttuna með þvi að láta út spaðaniu sem Austur neyddist til að láta tiuna á, trompa siðan slaginn heima með siðasta trompi sinu. Að spilinu loknu sá Guerquin að herbragðið hafði verið óþarft. Með öruggri spilamennsku hefði þetta verið vinningsleiöin: Þegar teknir hafa verið þrir trompslag- ir, tekur Suður á hjartaásinn, trompar hjarta, tekur á spaða- drottningu, siðan spaðaniu sem Austur drepur, en trompað er heima. Siðan er hjarta enn trompað með siðasta trompi blinds og þá stendur Austur uppi varnarlaus, þvi að hann verður að halda eftir spaðatiu og sexu og laufakóngi. Sagnhafi lætur laufagosa frá blindum til þess að koma Austri inn og Austur neyðist þá til að spila upp i gaffalinn i spaða (kóng og áttu). Vandinn i spilinu er að gera sér ljóst að spila verður spaðaniunni (sem drepin er, en slagurinn trompaður) til þess að eftir verði gaffallinn kóngur og átta i spaða, þegar Austri hefur verið gefinn slagur á laufakónginn. Sígilt varnarspil Það hefur löngum verið talið mun erfiðara að halda uppi réttu varnarspili i bridge en að vera i sporum sagnhafans. Reyndar er um svipaða spilatækni að ræða, hvort sem sótt er á eða varist, en gott varnarspil er undir þvi komið að varnarspilararnir nauðaþekki hvernig sagnhafi getur notað sér spil blinds. Gjöfin sem hér fer á eftir var spiluð af italska meistaranum Da Novi, sem vann hálfslemmusögn- ina i grandi, en sýndi andstæðing- unum strax að loknu spilinu hvernig þeir hefðu getað l'ellt sógnina. S. D G 10 II. G 10 4 T. K I) 7 L. A D 6 5 S. 7 3 2 S. A 6 5 4 II. 6 3 II. D 9 8 5 2 T. G 10 9 3 T. 5 4 L. G 10 9 2 L. 4 3 S. K 9 8 II. A K 7 T. A 862 L. K 8 7 Sagnir: Suður gefur, hvorugir á hættunni. Suður Vestur Norður Auslur 1. Gr. pass 2 L. pass 2. Gr. pass 6 Gr. pass (Grandopnunin er kröfusögn eins og I „Vinarkerfinu” og með tveim laufum er tekið undir með kröfusögninni og jafnframt beöið um að nefndur sé fjórlitur i hálit- um eða fimmlitur i láglitum, eða svarað i grandi ef hvorugu er til að dreifa hjá Suðri). Vestur lét út tigulgosa sem tek- inn er á drottninguna hjá blindum og siðan kemur spaðadrottning frá blindum. Hvað ætti Austur að gera og hvernig getur hann gert sér von um að fella þessa hálf- slemmusögn i grandi? Ef Vestur hefði látið út laufa- gosann, hefði þá einnig verið hægt að haga vörninni þannig að engin von væri til að vinna slemmu- sögnina? Stutt athugasemd um sagnirnar Grandopnunin var alveg hár- rétt, en tveggja laufa svarið er eiginlega út i hött og stökkið upp i 6 grönd heldur glannalegt. Þar sem Norður og Suður eiga engan langan lit, virðist slemma i grandi óálitleg þrátt fyrir sterk spil og reyndar voru þaö tiurnar tvær sem réðu úrslitum um að Norður vildi reyna slemmu. FÍLAG ÍSLEiZKRA HLJÓMLISTARMAiA utvegar jyður hljóðfteralcikara Og hljómsvéitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.