Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. nóvember 1978.
UOÐVIUINN
MáLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
„ÞÁ GÆTI ÞESS VERIÐ SKAMMT AÐ BÍÐA
AÐ ÚTI VÆRI UM ÍSLAND”
„Það er ekki fyrr en með arftökum
Bjarna Benediktssonar, að það er talið til
hugsjóna, að Islendingar skuli hernumdir
um aldur og ævi, og þær landráða-
kenningar birtast i Morgunblaðinu, að
bandariski herinn eigi að halda stöðvum
sinum með ofbeldi, ef Alþingi ákveði
brottför hans.”
Á þessa leið komst Magnús
Kjartansson, ráðherra að orði i grein, sem
hann skrifaði i Þjóðviljann þann 17. júni
s.l.
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun-
blaðsins.vitnar i þessi ummæli Magnúsar
Kjartanssonar i blaði sinu á föstudag og
segir að þarna fari Magnús ,,ósköp
einfaldlega með lygar”, og óskar ritstjóri
Morgunblaðsins ábendingar um það,
hvenær þessu hafi verið haldið fram i
Morgunblaðinu.
Eins og rakið var i Þjóðviljanum i gær,
er hér þvi miður hvorki um hugarfóstur né
lygar eins eða neins að ræða, og má það
furðu gegna, ef ritstjóri Morgunblaðsins
hefur verið búinn að gleyma skrifum blaðs
sins þann 25. ágúst 1970 um þetta efni, en
þau voru vissulega flestum blaða-
lesendum ógleymanleg.
Þann dag stóðu i Morgunblaðinu þessi
orð:
,,Sú væri einmitt hin mesta hætta, sem
að íslandi gæti steðjað að skammsýn
Bandarikjastjórn (þeir geta verið
óheppnir með stjórn eins og aðrir) teldi
samkvæmt samningum skylt, að láta
undan óviturlegum óskum islenskra
stjórnvalda um heimkvaðningu varnar-
liðsins. Þá gæti þess verið skammt að
biða, að úti væri um ísland.”
Ritstjórar Morgunblaðsins ættu að gera
meira af þvi að fletta upp i eigin blaði,
áður en þeir bera öðrum lygar á brýn.
Þessi einkar athyglisverða og
hreinskilna áskorun til Bandarikja-
stjórnar um að virða að vettugi rétt
íslendinga til að skipa sjálfir eigin málum
var að visu ekki skrifuð af Morgunblaðs-
ritstjórunum sjálfum, heldur af manni,
sem um áratuga skeið hefur verið
sérstakur erindreki Sjálfstæðisflokksins i
islenskri utanrikisþjónustu, — Kristjáni
Albertssyni, manni sem hefur skrifað
meira um islensk utanrikismál i Morgun-
blaðið en flestir aðrir.
Ritstjórar Morgunblaðsins hafa áður
verið krafðir sagna um það, hvort þeir
vilji afneita skoðunum sins andlega læri-
föður, hvað þetta varðar, og enn skal beðið
um svar við þeirri spurningu.
Hingað til hafa ritstjórar Morgun-
blaðsins ekki séð ástæðu til að gera neina
athugasemd við þær skoðanir, sem hér
voru raktar og blaðið neytti útbreiðslu
sinnar til að koma á framfæri við sem
flesta landsmenn.
Og það er lika á allra vitorði, að
flokksmenn i Sjálfstæðisflokknum fá ekki
rúm i Morgunblaðinu til að boða einka-
skoðanir á islenskum utanrikismálum,
nema þær skoðanir séu mjög i námunda
við linu blaðsins og forystu flokksins. Um
þetta höfum við mjög nýlegt og sláandi
alkunnugt dæmi frá siðustu mánuðum, er
Morgunblaðið þverneitaði að birta grein
eftir gamalgróinn sjálfstæðismann, sem
vildi hvetja íslendinga til að standa á rétti
sinum i landhelgisdeilunni við Breta.
Sjálfstæðismaður sem hvetur erlent
stórveldi til að taka ráðin af islenskum
stjórnvöldum, ef svo býður við að horfa,er
ávallt velkominn með boðskap sinn á siður
Morgunblaðsins. En sjálfstæðismaður
sem vill hvetja þjóð sina til að standa á
rétti sinum gegn erlendu stórveldi, er
útlægur ger úr Morgunblaðshöllinni, og
fær ekkert að birta á siðum blaðsins,
jafnvel þó greiðsla sé I boði, svo sem fyrir
auglýsingu.
Svo óhugnanlegt sem það er, þá er lika
heldur erfitt að fá aðra niðurstöðu út úr
ofsafengnum skrifum Morgunblaðsins
siðustu daga um herstöðvamálið heldur en
þá, að það sem skilji á milli ritstjóra
Morgunblaðsins og hins gamla læriföður
þeirra, sé litið annað en það, að Kristján
Albertsson er hreinskilnari.
Ritstjóri Morgunblaðsins segir einnig i
grein sinni um „varnir íslands” á
föstudag, að það hafi verið rangt, sem
Magnús Kjartansson, sagði i siðustu
útvarpsumræðum frá alþingi, að öldunga-
deild Bandarikjaþings hafi nýlega sam-
þykkt að fækka skyldi i herjum Banda-
rikjanna erlendis um 110.000 manns á
næstu tveimur árum. Ritstjóri Morgun-
blaðsins segir, að þessi samþykkt hafi að
visu verið gerð, en bara afturkölluð sama
dag. Þjóðviljinn getur upplýst ritstjóra
Morgunblaðsins og aðra um það, að
tillaga um slika fækkun var samþykkt af
öldungadeild Bandarikjanna i lok
sepembermánaðar s.l. með 48 atkvæðum
gegn 36, og hefur ekki verið afturkölluð. —
Svona „óheppnir” eru nú Bandarikja-
menn, hvað meirihluta i öldungadeildinni
snertir.
Hins vegar hefði aðeins þurft 4
öldungardeildarmenn i viðbót til að sam-
þykkt yrði tillaga um fækkun er næmi 40%
i herliði Bandarikjanna erlendis, eða um
190.000 manns, en slikt hefði þýtt „stærsta
ósigur fyrir Nixon i allri hans forsetatið”,
eins og blaðið Washington Post komst að
orði.
En kannski hefðu nú fleiri öldunga-
deildarmenn orðið til að leggja Nixon lið i
raunum hans, ef þeir hefðu átt þess kost
að lesa Morgunblaðið, og kynnast rökum
þess fyrir þvi að ekki megi „veikja
NATO”.!!
Að minnsta kosti þarf enginn að efast
um hvoru megin ritstjórar Morgun-
blaðsins hefðu greitt atkvæði, ef þeir hefðu
átt þess kost.
Þar hefði hinn æruprýddi Nixon átt sina
þörfustu þjóna sem þeir eru.
Helgi Seljan um jarðlagafrumvarpið:
Hvers vegna sérstakar
reglur u tn óðalsjarðir?
Athuga ber skipan byggðaráðanna
Frumvarp til jaröalaga var á
dagskrá efri dcildar alþingis i
vikunnrog tók þá Helgi Seljan til
máls. 11aim ræddi rinkum tvö
atriöi jarðalagafrumvarpsins, i
fvrsta lagi skipan byggöaráöanna
og siöan kafla lagafrumvarpsins
um óðalsjarðir.
Helgi sagöi:
Hér er á ferö mikill lagabálkur
og án efa er hann um margt mjög
til bóta frá eldri lögum sem þessu
viðkoma. Ég vil strax taka það
fram, aö ég tel, að hér um hafi
fjallað þeir menn, sem ég treysti
mæta vel til þeirra verka gagn-
vart islenskum landbúnaði að
fjalla um þessi mál, sem eru að
mörgu leyti viðkvæm fyrir
bændastéttina. Sjálfur er ég ekki
nógu vel að mér i ýmsum þeim
greinum, sem þarna er á minnst
til þess að ég geti við þessa
umræðu farið náið út i þau atriði,
en ég get verið stuttorður, vegna
þess lika, að ég fæ tækifæri til
þessað fjalla um þetta i landbún-
aðarnefnd.
Nú,það hefur blandast mjög inn
i umræður um þessi jarðalög nú
þau jarðakaup, sem hafa verið
mjög á dagskrá að undanförnu og
það hlýtur auðvitað að vera svo,
að þeir atburðir, sem mest hafa
verið ræddir undanfarið, bland-
ist nokkuð hér inn i.
Ég vil taka það fram út af þvi
máli, að það er sannarlega
nauðsynlegt, að bændur fái sitt
réttláta verð fyrir sinar jarðir, en
þvi miður hefur það nú verið svo,
að það hefur verið miklu algeng-
ara, að þeir hafi ekki fengið sann-
virði fyrir jarðir sinar.
Og allt of mörg dæmi hafa verið
um það, að bændur hafi hreinlega
orðið að skilja jarðir sinar eftir i
eyði, án allra möguleika til þess
að hafa af þeim afrakstur,
hvað þá sanngjarnt verð íyrir oft
áratuga strit. bað er alveg rétt,
að þessir aðilar vilja oft gleymast
i öllu talinu um hina, sem vegna
alls konar hlunninda, eða t.d.
nálægðar við þéttbýli, hafa grætt
ómældar lulgur án allrar verð-
skuldunar.
En það er lika rétt að taka það
fram, að slik auðsöfnun er óveru-
leg hjá bændastéttinni eða hefur
verið svo. Það hafa aðrir aðilar
verið stórtækari. Fasteigna-
braskarar höfuðborgar -
svæðisins eiga þar skráð og
óskráð met i illafengnumauði. Eg
vil hins vegar taka það fram, að
það hlýtur að vera sjálfsagt
einnig hér. að stemma stigu við
óeðlilegri eignamyndun, og þvi
get ég stutt að sjálfsögðu tillögu
Itagnars Arnalds, um hömlur við
þvi, að jarðeignir geti farið upp úr
öllu valdi. Enda tel ég að sá til-
löguflutningur hans sé mjög i
samræmi við einmitt þann til-
löguflutning hans á Alþingi i
fyrra, sem náði þvi miður ekki
fram að ganga, þar sem hann
lagði til lagasetningu einnig sem
legði hömlur á óeðlilega hækkun
fasteigna, yfirleitt.
Byggðarráð
Ég vildi aðeins varpa hér fram i
sambandi við byggðarráðin, sem
hér er lagt til að sé-stofnuð. Ég
get út af fyrir mig fagnað þvi að
ilsr1 #§
JL mt
þingsjá þjóðviljans
þau séu stofnuð. Valddreifing út á
landsbyggðina hlýtur að vera
okkur öllum, sem þar búa,
fagnaðarefni i hverju svo sem
hún er fólgin. En þegar um mikið
valdssvæði er að-ræða, eins og
mér skilst að þessum byggðar-
ráðum sé ætlað, þá hlýtur að vera
mikil spurning um það, bæði hvað
margir skulu sitja i þessum
byggðarráðum, hverjir skuli til-
nefna þá, og hve langur starfstimi
þeirra skuli vera. Það væri t.d.
mjög til álita, þó það kynni að
þykja þyngra i vöfum, að hafa
þarna ekki 3 menn, heldur 5
menn. Það kæmi að fleiri sjónar-
miðum, án efa.og eins er ég mjög
efins um það, að rétt sé að sýslu-
nefndir þær ti'inefni þarna
menn.þó að ég sé ekki reiðubúinn
á þessari stund til þess að nefna
þar til aðra aðila. Ég tel þvi t.d.
fullkomlega eðlilegt, að búnaðar-
samböndin tilnefndu bara báða
tvo mennina, alveg eins og sýslu-
nefndirnar út af fyrir sig, vegna
þess að sýslunefndirnar eru i
mörgum tilfellum hrörnandi
fyrirbæri, meira að segja ýmsir
sýslunefndarmenn telja það
sjálfir, að þær séu orðnar til litils
gagns, og hafi litið hlutverk i
þjóðfélaginu. Þarna koma einnig
inn i möguleikar á þvi, að lands-
hlutasamtökin t.d. ættu þarna,
landshlutasamtök sveitarfélaga
ættu þarna i staðinn, að nefna til
fulltrúa. Það kæmi einnig vel til
álita, þó vegna þess að þetta er
miðað við sýslur, þá sé það
kannski eðlilegt meðan þessar
sýslunefndir eru, að þær tilnefni
fulltrúa. Engu að siður verð ég að
Framhald á bls. 14.