Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA„— ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. nóvemher 1973. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins Miujmvsm EINDAGINN 1. FEBRÚAR 1974 FYRIR LÁNSUMSÓKNIR VEGNA ÍBÚÐA í SMÍÐUM Húsnæðismálastofnunin vekur athygli aðila á neðangreindum atriðum: IEinstaklingar er hyggjast hefja byggingu ibúða eða festa • kaup á nýjum fbúðum (ibúðum i smiðum) á næsta ári, 1974, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á þvi ári, skulu senda lánsumsóknir sinar með tilgreindum veðstað og tilskildum gögnum og vottorðum til stofnunar- innar fyrir 1. febrúar 1974. 2Framkvæmdaaðilar i byggingariðnaðinum er hyggjast . sækja um framkvæmdalán til ibúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1974, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1974, enda hafi þeir ekki áður sótt um siikt lán til sömu ibúða. 3Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, er ■ hyggjast sækja um lán til byggingar leiguibúða á næsta ári i kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulags- bundnum stöðum, skv. 1. nr. 30/1970, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1974. 4Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiði . ibúða á næsta ári (leiguibúða eða söluibúða) i stað heilsu- spillandi húsnæðis, er lagt verður niður, skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. feb- rúar 1974, ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970, VI. kafli. 5Þeir sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnun- . inni, þurfa ekki að endurnýja þær. 6Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar . 1974, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánslof- orða á næsta ári. Reykjavik, 15. nóvember 1973. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 ELEKTRA NETASPIL FÆRAVINDUR IVI Hefi hafið framleiðslu á vökvadrifnum netaspilum og færavindum. Hringið. ELLIÐI NORÐDAHL GUÐJÓNSSON Pósthólf 124, Garðahreppi. Simar 4 27 96og4 28 33 r O.L. auglýsir: Jólafötin á drengina: Buxur og vesti, stakar buxur, skyrtur, peysur, slaufur, bindi, sokkar, úlpur. Allt nýjar glæsilegar vörur. Póstsendum. — Simi 20141. Ó. L.Laugavegi 71. Tlla við Watergate-spurningar Aheyrn hjá P orter Hér á eftir fer frásögn af því helsta sem fram kom hjá William Porter, bandarískum aöstoöar- utanríkisráöherra, á fundi með fréttamönnum á föstudaginn. Frásögnin heföi veriö mun ýtarlegri og nákvæmari, ef Porter hefði leyft blaöamönnum að nota segulbandstæki, en einhvern veginn var það svo, aö þessi sýnilegu tæki fóru í taugarnar á honum. Báru aðstoöarmenn hans þau boö frá honum að eng- ar upptökur væru leyfðar. Þaö er aö segja: Ekki leyföar þessum utanhúss- mönnum sem komu frá f jölmiðlum. Fyrstu spurninguna bar Styrm- ir (luiinarsson á Morgunhlaðinu upp, og laul hún að lækkun i herj- um i Evrópu og heimkvaðningu bándarisks herliðs i þvi sam- bandi. Okkar al'staða er ljós, sagði Rorter. Við erum lusir til gagn- kvæmrar l'ækkunar i herjum og takmörkunar vigbúnaðar á jain- vægisgrundvelli. Þetta ræðist þvi best á grundvelli Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins. En nú er Varsjárbanda- lagið með l'jölmennari heri og þvi verður að gæta lyllstu varkárni i samdrætti liðsbúnaðar. t Banda- rikjunum rikir sterk tillinning fyrir þvi, að samdrátturinn megi ekki vera einhliða með þvi að Vesturlönd veiki sjálf sig án þess að sambærilegt komi á móti. Þjóðviljinu vildi fá að vita, hvað þessi ,,okkar afstaða” merkir. Er það forsetinn og nán- ustu samstarfsmenn hans eða er hér um að ræða eindregið álit Bandarikjaþings? NATO-afstaðan fyrst og fremst, var svarið. En á þessu máli er bandariska stjórnin og meirihluti þingmanna. Arni Ounnarsson, Otvarpinu vildi fá að vita sitt af hverju um Porter sjálfan og fékk það. Kvaðst Porter meira að segja stundum hafa fengið að sitja fundi i Paris með sjálfum Kiss- inger, doktor Kissinger. — Við tökum viðræðurnar hérna alvar- lega, þar sem við metum mikils tengsl okkar við islensku þjóðina og væntum þess að sambönd okk- ar við tslendinga styrkist og fær- ist á fleiri svið. Jónas Kristjánsson á Visi spurði um viðræöurnar. Kom fram i svarinu aö Porter taldi Bandarikjamenn leitast við að lullnægja óskum þeim sem is- lenska stjórnin setur l'ram með hliðsjón af stöðu málsins al- mennt. Arni Gunnarsson spurði aftur út i viðræðurnar, og hið sama gerðu siðan Sigtry ggur Sig- tryggsson, Alþýðubalaðinu, Tóm- as Karlsson, Timanum og Páll Heiðar Jónsson sem var fulltrúi breska útvarpsins. Vék Porter sér undan að svara þeim herrum. Enn spurði Arni út i mál sem snerti viðræðurnar. og sagði Porter af þvi tilefni að hann ósk- aði ekki að ræða ástandið 1949-51 né það hvort Bandarikjastjórn hefði þá verið ánægð með það, hvernig hernaöarumsvil'um Bandarikjanna var þá háttað á tslandssvæðinu. Styrmir Ounnarsson spurði: Kemur fækkun i herjum i Mið- Evrópu íslendingum við? Svar: Ekk beinlinis. Hér erum við á allt öðru svæði, enda nýtur tsland sérstöðu innan NATO. Styrmir spurði þvi næst spurn- ingar um hervarnir i norðlægum löndum og samband þeirra við á- lit islensku stjórnarinnar á ör- yggismálum, og svaraöi Porter þvi útaf. tslenska stjórnin gæti sjálf ákvarðað um tengsl sin við aðrar þjóðir, það væri ekki hans að skapa þau tengsl. Jónas Kristjánsson vakti at- hygli á flöktandi almenningsáliti i Bandarikjunum um Atlantshafs- bandalagið og herstöðvar erlend- is. Ahrifamenn á þingi létu til sin heyra á öðrum nótum en þeim sem hin opinbera skoðun slægi. Gæti það ekki haft áhrif á stöðu Bandarikjanna gagnvart íslandi? Svar: Ekki væri ástæða til að gera mikið úr þessu. 1 lýðræðis- landi væri að sjálfsögðu umræða um slik mál með og móti, og fyrr eða siðar væri dæmt um slikt i kosningum. Ekki gætti neinna hughvarfa i almenningsálitinu i Bandarikjunum i þessum efnum. NATO hefði verið og væri horn- steinn bandariskrar utanrikis- stefnu. Þjóðviljinn: Þegar aðstoðarut- anrikisráðherrann er i slikum sendiferðum fyrir forseta sinn er- lendis, óttast hann það ekki að vakna einhvern morguninn for- setalaus? Nixon oltinn úr em- bætti! — Nei, það held ég ekki. Ég fylgist sæmilega vel með! Tómas Karlsson kom enn inn á viðræðurnar og vildi vita hvort tslendingar mundu taka upp störf Bandarikjamanna suður á Velli. Fékk hann það svar að farið hefði verið i gegnum slik umræðuefni sem önnur. — En væri þá ekki betra litið herlið, en ekkert? klifaði Tómas. — Sorry, get ekki svarað! Páll Ileiðar spurði enn árangurslaust um viðræður, og siðan Styrmir. Kvaðst Porter ekki geta sagt til um það, hvort desember-fundurinn verður sá siðasti i samningalotunni. Þá lét Styrmir i ljós ótta sinn við rússneska kafbáta sem hann kvað Norðmenn og Breta sjá i vaxandi mæli og það jafnvel af nýjum gerðum! Porter skelfdist ekki sýnilega við þessar upplýsingar og lét sér nægja að segja að Island hefði alltaf verið þýðingarmikið. Hann gæti ekki séð að mikilvægi þess hefði breyst verulega, hvorn veg- inn, sem væri. Þjóðviljinn: Hefur Watergate - hneykslið og þrálát vaxandi and- staða þingsins — sem og alls aimennings — við Nixon ekki veikt grundvöllinn undir samn- inganeíndum Bandarikjaforseta erlendis, svo sem þeirri er hér er um að ræða? — Nei. Eftir nokkra umhugsun kom svolitill ræðustúfur um frelsið i lýðræðisrikjum. Það rikti frjálst samspil hugmynda og hugrenn- inga sem vonandi héldist eins lengi og bandariskt lýðræði stæði. Páll Heiðarbað fulltrúa Banda- rikjastjórnar að segja eitthvað um það, hvort hún hefði beitt áhrifum sinum á Bretastjórn til lausnar á fiskveiðideilu hennar við fslendinga. Ekki tók ég svo eftir að Porter neitaði þessu beinlinis, heldur sagði hann að þarflaust væri að fjalla um það. Bandarikjamenn væru beggja vinir, og gleddust þeir yfir þvi, að deilan væri nú leyst. Nú voru liðnar þær 35 minútur sem bandariski ráðherrann hafði skammtað blaðamönnum, og gengu þeir út úr bandarisku menningarstofnuninni við Nesveg ekki stórum fróðari um stjórnmál vesturheimska risaveldisins. hj— Á snærum Nixons Hver er hann þessi William Porter sem var hiifuðið á fyrstu samninganefnd Bandarikja- stjórnar til islands til að ræða heimkvaðningu herliðsins? Em- bættístitill hans er aðstoðarútan- rikisráðherra pólitiskra málefna, og er þvi auðséð að hann tilheyrir þeim hópi manna sem náðarsól Nixons forseta hefur skinið á. Þetta bendir ekki aðcins til þess, að hann sé flokksmaður for- setans, repúblikani, heldur gæti þetta lika gefið visbendingu um starfsaðferðir hans og siðferðis- þreki. William J. Porter kvað hafa starfað i utanrikisþjónustunni um 40 ára skeið, og mætti þvi ætla aö hann þekkti starfsvettvang sinn vel, betur en ýmsir þeir sem Nixon forseti hefur lyft upp úr skuggalegri kaupsyslu til starfa að málefnum rikisins. En þetta breytir þvi ekki að forfrömun hans er bundin við Nixon og áhrifavald lians yfir repúblikönum. Að þvi skapi sem vegur forsetans minnkar vegna hneykslismála og valdniðslu, hlýtur Porter að verða óstyrkari i embættisfærslu sinni, hvað sem liður hæfni lians i starfi. Ef svo fer að Nixon hrökklast úr forseta- stóli án þcss að hafa getað tryggt sér eftirmann úr hópi flokks- bræðranna, má Porter fara að biðja fyrir sér. Bandariska stjórnkerfið er þannig að demó- krati er ekki lfklegur til að una við Nixons-mann i sæti aðstoðarráö- herra. Það kynni þvi að fara svo, að við fengjum annan gest í stað Porters á siðari samningafundi! Porter mun hafa komið við sögu i samningaviðræðunum um Vietnam i Paris. Þær viðræður einkenndust af þvi, að Banda- rikjamenn höfðu sprengjur i annarri hendinni, úrslitakosti i hinni. Það hefur komið I hlut manna eins og Porters að bera pappirsgögnin, en er hann fyrir það nokkru flekklausari en hinir sem iosuðu um öryggið á sprengjunum? hj-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.