Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN |Fimmtudagur 13. desember 1973. Taka verður tillit til mis- munandi stöðu atvinnuvega við efnahagsráðstafanir Magnús Kjartansson gerði sérstöðu iðnaðarins að umtalsefni á alþingi 4 alþingi i fyrradag svaraöi iönaöarráðherra fyrirspurn um stöðu út- f lutningsiðnaöarins. I blaðinu í gær var greint frá þeim ráöstöfunum sem ætlunin er aö gripa til þegar i staö vegna vanda- mála útf lutningsiönaöar- ins# en fyrr í ræöu sinni ræddi Magnús Kjartans- son almennt um stöðu atvinnugreinarinnar, og þá sérstaklega með tilliti til sjávarútvegsins. Magnús komst þannig að orði: Þegar sýnt var að þær gengis- hækkanir sem komið hafa til framkvæmda i ár yrðu iðnaðinum og þá einkum útflutningsiðnað- inum þungar i skauti fól iðnaðar- ráðuneytið hagrannsóknardeild Framkvæmdastofnunarinnar ásamt starfsmanni iðnþróunar- nefndar að gera úttekt á stöðu út- flutningsiönaðarins. Alitsgerðin var i tveimur skýrslum. Samkvæmt þessum skýrslum er staða útflutnings- iðnaðarins mjög misjöfn. i sumum greinum góð eða sæmileg öörum slæm eða afleit. En áður en óg greini nánar frá þessum niðurstöðum vil Og i fáum orðum minna á nokkur þær þjóð- hagslegu orsakir, sem valda j)eim vandkvæðum, sem iðnaðurinn horfist nú i augu við. Brostnar forsendur gengislækkunar Þegar gengi islensku krón- unnar var lækkað fyrir ári var sú ákvörðun rökstudd með slæmri afkomu sjávarútvegsins bæði að þvi er varðar minnkandi þorsk- afla og óhagstæðar verðlags- horfur á erlendum mörkuðum. En þær forsendur sem raðað var saman af svo miklum hagleik i árslok 1972 voru fljótar að hrynja. Verðlag á fiski erlendis fór ört hækkandi i upphafi þessa árs og hefur sú hækkun haldist út árið, þótt hún hafi eitthvað hægt á sér aö undanförnu. Þessar miklu verðhækkanir erlendis komu fram sem tekjuaukning i sjávar- útvegi, og hún jók siðan verulega heildareftirspurn og þenslu i hag- kerfinu. Sjávarútvegur er þess háttar atvinnugrein að sveiflur i honum, bæði i aflamagni og verð- lagi, eru jög miklar. Það er þvi undir góðri hagstjórn komið hversu vel tekst til að hafa tök á afleiðingunum af þessum sveiflum. Sveiflurnar sjálfar eru litt á valdi stjórnvalda, þar ræður náttúran að hluta, en erlend hag- þróun að hluta. Veröjöfnun Eitt þeirra tækja sem komið var á fót til að hafa áhrif á afleiö- ingarnar af sveiflum i sjávarút- vegi var Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins. Með markvissri beit- ingu hans var ætlunin að hafa gát á afleiðingum verðsveiflna og nota sjóðinn til að stjórna tekju- innstreyminu i hagkerfið frá sjávarútvegi: taka af kúfinn i góðærum, borga til baka ef búskelluryrði. Éghefi áður látið i ljós þá skoðun að ég álit þessa hugmynd hafa verið rétta og að auka þurfi verksvið sjóðsins og gera hann að tekjujöfnunarsjóði fyrir efnahagskerfið sem heild. Sjóðnum hefur ekki verið breitt i ár nema að óverulegu leyti, en i staðinn var genginu beitt, en gengisbreyting er almenn efna- hagsráðstöfun, sem hefur áhrif á allar hagstærðir. Sérstaða iönaðarins fslenskur iðnaður býr við allt önnur skilyrði en sjávarútvegur, og þvi getur almenn efnahagsráö- stöfun, sem tekur mið af stöðu eins atvinnuvegar — i þessu til- viki sjávarútvegsins — ,haft ófyrirsjáanlegar afleiöingar fyrir vegna gengishækkananna, og af hennar hálfu hefur verið lýst yfir þvi að hún væri reiðubúin að athuga það mál sérstaklega. Einstakar iðngreinar Niðurstaða skýrslunnar sem ég skilyrðin i dag erfið þótt nokkuð hafi ræst úr i haust. t ullar-, prjóna- og fataiðnaði er ástandið ekki jafn gott. Afkoman á ársgrundvelli miðað við rekstrarskilyrði i árslok 1973 er áætluð mun lakari en hún var að meðaltali á árinu 1972. Magnús Kjartansson, ráðherra iðnaðar- þíngsjá þjóðviljans annan atvinnuveg — iðnaðinn og efnahagskerfið i heild. Einmitt þetta hefur gerst og þvi á iðnaðurinn — einkum sá hluti hans sem stundar útflutning — i nokkrum erfiðleikum. Rikisstjórninni var það ljóst aö útflutningsiðnaðurinn gæti lent i timabundnum vandkvæðum gat um að framan er m.a. sú að skinnaiðnaðurinn standi sæmi- lega að vigi þrátt fyrir nokkurt tjón af gengishækununum. Itekstrarskilyrði á ársgrundvelli og miðað við verðlag i árslok 1973, eru áætluð heldur betri en þau voru að meðaltali á árinu 1972. Þrátt fyrir það virðast rekstrar- En hér kemur fleira til. Alvar- legir söluerfiöleikar erlendis hafa látið á sér kræla á þessu ári ekki sist hjá Alafossi, en þeir hafa gert smáfyrirtæki verkefnalaus — þ.e.a.s. prjónastofur viöa um land — og afkoma þeirra er þvi afleit. Athuga verður þetta mál sérstak- lega og leys það sem skjótast. 1 öörum útflutningsiðnaði s.s. útflutningi á málningu, veiðar- færum, pappaöskjum og leir- vörum er áætlað að rekstrarskil- yrði hafi versnað nokkuð á árinu 1973, en árið á undan voru þau mjög góð. Ekki liggur enn fyrir rekstrar- yfirlit lagmetisiönaðar, þannig að erfitt er að gera sér heildarmynd af iðngreininni. Þó er vist að lag- metisiðnaðurinn hefur orðið fyrir áföllum vegna gengishækkan- anna. —Siðan ræddi Magnús um þær ráðstafanir sem gera á nú og sagt var frá hér i blaðinu i gær. Stóraukning framlaga til félagsmála og framkvæmda Þjóðviljinn birtir nokkrar fróðlegar samanburðartölur Frumvarp til fjárlaga fyrir áriö 1974 kom til 2. umræðu á alþingi 1 gær- dag. Geir Gunnarsson, for- maður f járveitinganefnd- ar, mælti fyrir áliti full- trúa stjórnarf lokkanna í f járveitinganefnd. i áliti meirihlutans og ræöu Geirs var m.a. gerö grein fyrir aukningu fram- laga ríkissjóðstil einstakra útgjaldaliða. Verða hér birtar nokkrar töflur úr áliti meirihluta f járveitinganefndar: Fimmföldun til framkvæmda í heilbrigðismálum Þús. kr. 1970 ................. 57 625 1971 ................. 82 900 1972 ................ 151 578 1973 ................ 170 987 1974 ................ 306 170 Úr 0,6 í 40 til dagvistunarheimila og sumardvalarheimila (/} 3,-* *.S ví oo'? ooö >. CQ Verðmœtis- mat fast- eignafram reiknað 1 fyrradag var lagt fram á al- þingi stjórnarfrum varp um skráningu og mat fasteigna. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir að færa fasteignamat allt i nútima- legra horf og að þar verði byggt á vélrænni úrvinnslu gagna. Gerir frumvarpið ráð fyrir kerfi til þess að leiðrétta og viðhalda fast- eignaskrá eins og hún er á hverj- um tima. Skal samkvæmt frum- varpinu leggja aðaláherslu á haldgóða skráningu upplýsinga um fasteignir, en mat verðmæta komi i annarri röð. 1 frumvarpi þessu er nú ekki gert ráð fyrir allsherjaraðalmati á öllu landinu með nokkurra ára millibili og millimatskerfi þess i milli, heldur er gert ráð fyrir að hér sé um að ræða sifellda starf- semi. Þá felst i frumvarpinu að yfirfasteignamatsnefnd skuli skylt að framreikna verðmætis- mat fasteigna árlega eftir breyt- ingum verðlags á fasteignum. Geir (iunnarssoii. forin. fjárveit- inganefndar Nærri tiföldun til hafnar- framkvæmda Hafnarframkv. Þús. kr. 1970 ..................... 78 050 1971 ..................... 99 365 1972 ................... 161 800 1973 ................... 206 800 1974 ................... 838 000 1970 ..................... 17 000 1971 ..................... 17 000 '1972..................... 22 000 1973 ..................... 22 000 1 1974 ................... 53 300 1970 ........... 600 1971 ........... 600 1972 ............. 1 000 1973 ............. 1 150 Samkvæmt till. nefndar 1974 ............ 40 000 2- JSf <u A ctí 900 900 2 000 2 000 47 000 Fjárveitingar til iþróttasjóðs Fjárveitingar úr rikissjóði til i- þróttasjóðs hafa verið sem hér segir á undanförnum árum: Margföldun til flugvallagerðar Þús. kr. 1970 ................. 21 874 1971 ................. 31 000 1972 ................. 75 000 1973 ................. 75 000 Samkvæmt brtt. 1974 ................ 172 200 Framlög til námslána og námsstyrkja Sérstakur stuðningur úr rikis- sjóði við námsmenn, þ.e. náms- lán og framlög til jöfnunar náms- kostnaði, hafa numið neöan- greindum upphæðum á undan- förnum árum: Þús. kr. 1970 ................. 67 990 1971 ................. 105 625 1972 ................. 215 000 1973 ................. 373 600 Samkvæmt brtt. 1974 ................. 561 600 Til almanna- trygginga Framlög á fjárlögum til al- mannatrygginga hafa verið sem 1970 1971 Þús. kr. hér segir neðangreind ár: Þús. kr. 1970 9 las ino 1972 1971 2 953 100 1973 1972 5 522 200 Samkvæmt till. 1973 7 076 470 1974 44 000 1974 áætlað 9 700 000 SIGRÚN AUGLÝSIR: Danskan ungbarnafatnað. Handklæði, margar stærðir. Sængurfataefni, margar tegundir. Saumum eftir pöntun. Dömunáttfatnaður, barnanáttföt og herranáttföt. Munið nytsamar jólagjafir i Sigrúnu. Opið til kl. 10 föstudaga til jóla. SIGRÚN, Heimaveri, Álfheimum 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.