Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIUINN Fimmtudagur 13. desember 1973. — 38. árg. 287. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA i KRON k Á Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar: Stórfelldir fjármunir til framkvæmda og félagsmála — gagnstœtt því sem var í stjórn- artíð viðreisnarinnar, þegar lögmál einkagróðans var látið ráða ferðinni t lok ræðu sinnar á alþingi i gær ræddi Geir Gunnarsson, formað- ur fjárveitinganefndar, almennt um stefnu núverandi rfkisstjórn- ar i rikisfjármálum, féiagsmál- um og framkvæmdum og bar saman við stefnu fyrrverandi rikisstjórnar. A viðreisnartimanum lagði Sjálfstæðisflokkurinn, sem öllu réð i stjórninni, sig fram um að láta hin frjálsu efnahagslögmál ráða, einkafjármagnið átti að stjórna þróuninni i landinu sem allra mest óheft. Þá var fram- kvæmdum rikisins haldið niðri á öllum sviðum. Afleiðingar þess- arar stefnu urðu þær að fjár- magnið dróst sifellt meira þangað Frekar sagt frá fjármálarœðu Geirs á bls. 10 Ný bók frá Thor Vilhjálmssyni Hvað er San Marino? sem fjármagn var fyrir. Úti á landi varö stöðnun og afturför, landlægt atvinnuleysi og fólkið hrökklaðist þangað sem fjár- magnið sogaðist. Svo rækilega blómstraði fjár- magnslögmál viðreisnarinnar að það fóru naumast spurnir af þvi að byggt væri ibúðarhúsnæði úti á landi á sama tima og það var gróðavegur að byggja ibúðir og selja hér i þéttbýlinu. Fjárveitingar til 'verklegra framkvæmda voru i lágmarki og átti það við alla þætti: Hafnar- mál, flugvallagerð, sjúkrahúsa- byggingar. Þetta hafði svo aftur þær afleiðingar að fólk úti á landi bjó við miklu lakari félagslega þjónustu en aðrir landsmenn. En nú fer með stjórnina i land- inu rikisstjórn, sem beitir sam- félagslegum aðgerðum i atvinnu- lifi og félagsmálum. Hún telur að ekki eigi að láta óheft lögmál einkagróðans ráða ferðinni. Nú- verandi stjórnarflokkar hafa það markmið að tryggja jafnrétti þegnanna i þjóðfélaginu um at- vinnu og þjónustu hvar sem þeir búa, en þeir ætla ekki einkafjár- magninu aö sjá um það þar sem það sjálft vill hreiðra um sig. Framhald á 14. siðu Hvað er San Marino? heitir ný bók eftir Thor Vilhjálmsson sem væntanleg er á markaðinn ein- hvern næstu daga. Efni bókarinn- ar er i þremur hlutum. 1 fyrsta lagi eru þættir af ferðum höfund- ar I Póllandi, á ttaliu, Sikiley og víðar. 1 öðru lagi eru listamanna- þættir. Þar er einkum fjallað um ýmsa myndlistarmenn s.s. Jó- hannes Kjarval, Ninu Tryggva- dóttur, Svavar Guðnason, Sverri Haraldsson, Þorvald Skúlason, Karl Kvaran og Steinþór Sigurðs- son. 1 þriöja lagi fjallar Thor um ýmsa höfuðsnillinga nútima kvik- myndagerðar, t.d. Fellini, Paso- lini, Bunuel, Antonioni, Marcel Marceau, Godard o.fl. Lika eru frásagnir af ýmsum þekktustu ljóðskáldum samtim- i ans, s.s. Pablo Neruda, Quasi- modo, Evtúsjenko o.fl., en Thor ' er meðal viðförlustu höfunda okk-1 ar og hefur kynnst, persónulega mörgum höfuöskáldum aldarinn- ar. Hann tekur fram að hann setji aðeins fram persónuleg viðhorf sin en ætli sér ekki að seilast inn á svið gagnrýnenda. Iðnaðarráðuneytið lét kanna viðskipti borgarinnar og Alþjóðabankans Bankinn setti engin skilyrði um 7% arðsemi Sem kunnugt er hafa forráða- menn Reykjavikurborgar lengi haldið þvi fram, að vegna ákvæð- is um 7% arðgjöf i samningum borgarinnar og Alþjóðabankans frá 1962 yrði aö miða bæði sölu- verð á heitu vatni til Reykvikinga svo og hitaveituframkvæmdir i nágrannabyggðum við þessa skil- mála. Nú hefur iönaöarráðuneytið látið framkvæma ýtarlega könn- un á þessari samningagerð og þá kemur i ljós aö engin slik bind- andi skiiyrði hafa verið sett af hálfu bankans, heldur er aðeins um að ræða einhliða yfirlýsingu Geirs Hallgrimssonar, þáverandi borgarstjóra, um að að slikri arö- semi sé stefnt. 1 bréfi, sem iðnaöarráðuneytið sendi borgarstjóra af þessu tilefni i fyrradagjSegir: 1 stuttu máli skal hér rakin niðurstaöa þessarar athugunar: a) Alþjóðabankinn setti Hitaveit- unni aðeins skilyrði um sann- gjarna arösemi allan lánstimann. Sanngjörn arðsemi er ekki skil- greind af hálfu Alþjóöabankans, og sanngjörn arösemi er skv. á- kvæðum framkvæmdarsamn- ingsins siöan háö mörgum mats- atriðum. Er ef til vill rétt að vekja sérstaklega athygli á þvi, aö við mat á sanngjarnri arðsemi af fastafjármunum ber aðeins að taka tillit til kostnaðar við eðli- lega og venjulega árlega stækkun eða útfærslu hita veitunnar. Hvergi I samningunum er að finna ákvæði um 7% arðsemi. Framhald á 14. siðu Flugfélögin reyndu að fá stúdenta i störf flugfreyjanna Verkfallsbrot undirbúin Ýmislegt bendir til þess að flugfélögin ætli að efna til verkf allsbrota ef til verkfalls kemur hjá flug- freyjum nk. laugardag. í gær kom erindreki Flugfélags tslands i skrifstofu Stúdentaráðs þar sem vinnumiðlun stúdenta hefur haft aðsetur. Var erindi hans að reyna að ráða háskóla- stúdenta i störf flugfreyjanna. Attu þeir að heita einhvers konar öryggisverðir til að uppfyíla hluta af þeim skyldum við farþega sem flugfreyjur annast. Mikið virtist liggja við,þvi að erindrekinn vildi ráða stúdenta strax i gærkvöldi, siðan átti að snöggmennta þá á námskeiöi i dag.og tilbúnir áttu þeir að vera i flugið á miðnætti á föstudagskvöld, en þá hefst verk- fall flugfreyja ef samningar hafa ekki náðst. Forystumenn stúdenta léðu ekki máls á þessari fyrirætlun um verkfallsbrot. Einnig hefur frést að Loftleiðir séu þegar byrjaðar að snögg- mennta eitthvaö af starfsfólki sinu úr ýmsum deildum til að fremja verkfallsbrot gagnvart flugfreyjum. Þegar Þjóöviljinn náði tali af formanni samninganefndar flug- freyja, Ernu Friöfinnsdóttur, i gær hafði nefndin þegar frétt af tilraunum Loftleiða til aö fá skrif- stofufólk sitt til starfa i flugvélun um, en hafði ekki enn heyrt um aðgerðir þeirra Flugfélags- manna. Sagði E rna, að þaö væri væg- ast sagt íuröulegt ef flugfélögin hygðust nú kenna fólki á einum degi það sem flugfreyjur þyrftu að sitja á 7 vikna námskeiði til að læra, þvi það væru einmitt ör- yggismál flugsins og sitthvaö við- vikjandi fluginu sjálfu, sem mest- ur timi færi i á námskeiöunum. Þær þyrftu ekki að læra að leggja á bakka fyrir farþegana, sagði hún og i sambandi við ör- yggismál væri ekki nóg að vita hvar neyðarútgangurinn væri. Hún sagði, að flugfreyjur myndu kæra til ASt og leita stuðnings sambandsins til varnar verkfallsbrotum af þessu tagi. Einnig myndu þær fara fram á stuðning flugmanna og leita eftir, hvort þeir gætu ekki neitað að fljúga með þennan hraðþjálfaða starfskraft innanborðs. Sáttafundur hófst kl. 9 i gær- kvöld og var ekki lokið er blaðið fór i prentun. _vh,eþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.