Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 13. desember 1973. UOBVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on. Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. VÍÐTÆK KRAFA UM BROTTFÖR HERSINS Á fullveldisdaginn gerðist atburður i herstöðvamálinu sem vakti mikla athygli: 60 þjóðkunnir menn höfðu skrifað undir áskorun á rikisstjórnina um að her- stöðvasamningnum verði sagt upp strax og endurskoðunartiminn er útrunninn, þ.e. 25. des., og að bandariski herinn fari úr landinu á kjörtimabilinu. Undir þetta plagg, sem afhent var Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra, rituðu miðstjórnar- menn allra stjórnmálaflokkanna nema Sjálfstæðisflokksins. Undir það rituðu forustumenn i verkalýðsmálum og menningarmálum auk fjölda forustu- manna og yfirmanna stofnana i þjóð- félaginu. Þessi undirskriftalisti og pólitisk breidd hans vakti svo mikla athygli og svo mikinn ugg i herbúðum ihaldsins að mál- gögn þess hafa enn ekki treyst sér til þess að ráðast á undirskriftalistann svo sem jafnan hefur verið gert i ihaldsblöðunum af svipuðum tilefnum. En þó örlar á ihaldssálinni i fyrradag: þar kvakar annað aðalmálgagn ihaldsins. Þar er Helgi Sæmundsson auðvitað orðinn kommúnisti, að nú ekki sé talað um Halldór Kristjánsson, Harald Henrýsson og Jónas Kristjánsson og fyrrverandi rit- stjóra aðalmálgagns Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, Guðmund Danielsson! Ja, þvilikt er ekki ægivald kommúnistanna!! Þá fer nú að sneiðast um i herbúðum her- námssinna og ekki annað sýnna en Eykon standi senn einn uppi með klofinn skjöld. Sú mikla pólitiska breidd sem fram kom við undirskrift undir 60-manna ávarpið um brottför hersins sýnir að yfirgnæfandi er sá meirihluti þjóðarinnar sem krefst þess að landið verði hreinsað af her- stöðvum. óþjóðlegir hernámsdindlar Sjálfstæðisflokksins fá hér 'engu um þokað, enda þarf ekki mikinn manndóm til þess að standast margendurtekin frýjuorð þeirra — enda yrðu svik geymd, svik mundu ekki gleymast. HUGMYNDAFRÆÐILEG HJÁLEIGA ÍHALDSINS - FRJÁLS SKOÐ ANAMYNDUN ? Ekkert islenskt dagblað hefur flutt ýtar- legri upplýsingar um Chile, um Water- gate, um orkukreppuna, um handtöku blaðamanna FIB-Kulturfront og fjölda annarra innlendra sem erlendra atburða en Þjóðviljinn. Kæmi Þjóðviljinn ekki út vissu islenskir blaðalesendur sjálfsagt næsta fátt um þessa atburði. En það er einmitt slik upplýsingastarfsemi sem afturhaldið vill koma i veg fyrir. Af þeirri ástæðu var það samþykkt fyrir þremur áratugum eða svo að fréttastofa rikisútvarpsins skyldi segja „fréttir” upp úr málgögnum lýðræðisflokkanna! Þetta ákvæði var beinlinis sett i lög útvarpsins, en útvarpsstjóri var þéttur fyrir og þybb- aðist við, svo litið varð úr framkvæmd þó starfað væri mjög i anda þessara laga. Það er þetta ástand sem Morgunblaðið, svipa smáborgarasjónarmiðanna, vill endurreisa á íslandi. Þess vegna ræðst það að Olgu Guðrúnu Árnadóttur dag eftir dag á hinn svivirðilegasta og grófasta máta. Það er vegna þess að Morgunblaðið er á móti þvi að útvarpið sé óhlutdrægt; krafa ihaldsins er að rikisútvarpið sé hug- myndafræðileg hjáleiga Morgunblaðsins. Nú að undanförnu hefur verið reynt að sporna við þvi. Vonandi heldur svo fram sem horfir. Vonandi tekst að veita almenningi upplýsingar um mikilvæga atburði og ný viðhorf; vonandi lætur enginn liðsmaður frjálsrar skoðanamynd- unar deigan siga fyrir sefasýkishrópum afturhaldssamasta dagblaðs i veröldinni. ÞEIR EIGA AÐ BORGA KREPPUSKATTINN Morgunblaðið segir að þjóðin verði að taka á sig kjaraskerðingu og hefur það eftir Þjóðviljanum. Þjóðviljinn hefur sagt að heildarkjör þjóðarinnar geti rýrnað mjög stórlega vegna þeirra hækkana sem dynja yfir á oliu og hráefnum, en Þjóð- viljinn krefst þess að þessari skerðingu verði mætt með viðtækum efnahags- ráðstöfunum, sem skerði gróða afætu- hópanna i þjóðfélaginu, og tekinn verði upp traustur áætlunarbúskapur i efna- hagslifi landsins almennt; Þjóðviljinn krefst þess um leið að launamenn sem lægst hafa launin fái hærri laun, — en yfir- og afætustéttirnar verða að borga brúsann. Þær verða að gjalda kreppu- skattinn. Tillaga vinstri borgarfulltrúa um heilsugœslustöðvar Uppbygging og skipulagn- ing stöðvanna framundan Vart má á milli sjá, hvort núverandi fyrir- komulag á heimilis- læknisþjónustu i Reykjavik er verra fyrir læknana eða þá sam- lagsmenn, sem þjónust- unnar eiga að njóta. Þetta sagöi Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins er hún mælti fyrir sameiginlegri tillögu fulltrúa vinstri flokkanna i borgarstjórn um heilsugæslustöðvar, og kvaðst búast við, að flestir væru sam- mála um, að nýskipan á þjónust- unni væri orðin óumflýjanleg nauðsyn. Tillaga minnihlutans er svo- hljóðandi: „Vegna erfiðleika á að haida uppi fullnægjandi heimilislækna- þjónustu f borginni tclur borgar- stjórn óhjákvæmilegt að bæta starfsaðstööu heimilislækna meö þvi aö gefa þeim kost á aö starfa með aðstoðarfólki á heilsugæslu- stöövum. Þar sem gagngcr breyting á skipulagi læknisþjónustu utan sjúkrahúsa mun taka alllangan tima, skal fyrst um sinn miöa viö, aö hver stöö þjóni ákveönum fjölda samlagsmanna fremur en fastákveönu svæöi, og að sam- lagsmenn geli áfrain veriö skráö- ir hjá ákveönuin lækni, þótt haim taki viö störfuin á heilsugæslu- stöö. Borgarstjórn felur heilbrigöis- málaráöi aö kanna, hvaöa hús- næöi komi helst til greina fyrir heilsugæslustöövar. Viö val á húsnæði skal eftir þvi sem unnt er taka tillit til frambúöarskiptingu borgarinnar i lieilsugæsluhverfi. Vinna ber aö þvi aö koma hiö fyrsta upp deild fvrir þjónustu heimilislækna i tengslum viö heilsuverndarstööina og miða þá við, að hún verði aöalheilsugæslu- stöö horgarinnar. Kanna ber. hvort tiltækt væri að fá leigt hús- næði I Domus Medica i þessu skyui. Borgarstjórn felur stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur að gangast fyrir þvi, að teknar veröi upp viöræður viölækna um störf á heilsugæslustöövum i saniræmi viö 24. gr. laga um heilbrigðis- þjónustu”. Sagði Adda Bára, að rammi nú- verandi þjónustu væri samningur Læknafélags Reykjavikur og Sjúkrasamlags Reykjavikur og væri þannig i höfuðdráttum: 1) Almennir heimilislæknar, sem ekki stunda önnur störf, mega hafa allt að 1750 samlags- menn 16 ára og eldri auk barna þeirra. 2) sérfræðingar og læknar i námsstöðum allt að 500, 3) læknar i fullu starfi hjá riki eða borg allt að 100. Yfirhleðsla 1 sept. sl. störfuðu samkvæmt þessum samningi 24 almennir heimilislæknar og sé litið á fjölda samlagsmanna hjá hverjum lækni, sést að 18 læknar hafa meira en 1750 samlagsmenn eða allt upp i 2000 ásamt 870—1100 börnum hver (i samningnum er sá varnagli að fara megi fram úr tölunni 1750 ef of margir samlags- menn verði útundan. sé reglunni fylgt). Við þetta bætist að ýmsir þessara lækna þjóna einnig i Kópavogi og á Seltjarnarnesi og dæmi eru um að þaðan hafi þeir 300—400 sjúklinga. Með þessari yfirhleðslu á lækna hefst það að flestir Reykvikingar hafa þó heimilislækni. I septem- ber voru 55.068 Reykvikingar skráðir hjá lækni. en það er um \92% þeirra sem náð hafa 16 ára aldri. Þegar litið er á hið mikla landfræðilega flæmi. sem sjúkl- ingar þessara lækna dreifast á, og það haft i huga að flestir lækn- anna vinna með gamla laginu einir á stofu eða með mjög tak- markaðri aðstoð er ekki að undra þótt mörgum gangi illa að ná i lækninn sinn. Það verður einnig augljóst, að ekki getur læknirinn • varið ýkja löngum tima til að sinna hverjum og einum. Vandamálið er ekki nýtt, sagði Adda Bára og minnti á, að fyrir- rennarar núverandi borgar- stjórnar töldu þegar i september 1963timabært að láta endurskoða fyrirkomulag læknisþjónustu ut- an sjúkrahúsa og kusu nefnd til að gera heildaráætlun um fram- tiöarfyrirkomulag þessara mála. Tregðulögmálið Nefndin, sem skipuð var Jóni Sigurðssyni borgarlækni. Páli Sigurðssyni þáverandi trygginga- vfirlækni, Sveini Helgasyni stór- kaupmanni, Arinbirni Kolbeins- syni lækni og Brynjólfi Bjarna- syni fyrrverandi ráðherra og hafði tií aðstoðar Eggert Asgeirs- son deildarfulltrúa. lenti i ýmsum örðugleikum við þetta stóra verk- efni. en lauk verkinu myndarlega i april 1968 með tillögugerð i 24 liðum og stórfróðlegri greinar- gerð i myndarlegri bók uppá 78 siður. Var m.a. lagt til að skipa nefnd til framkvæmda á tillögun- um með fulltrúum frá SR, LR og borgarráði. Borgarstjórn skipaði nefndina, en annað gerðist ekki og árangur varð enginn. Siðan hefur tregðulögmálið eitt ráðið áfram i skipulagsmálum á þjónustu heimilislækna. Nú er hins vegar þróunin komin á það stig að breyting hlýtur að verða. Menntun lækna miðast öll við það að þeir vinni i samstarfi við hjúkrunarkonur, meinatækna og ritara og hafi aðstöðu til rann- sókna. Einkastofur lækna bjóða yfirleitt ekki upp á þessa starfs- aðstöðuj og nýir læknar leggja ekki út á braut heimilislæknis nema breyting komi til. Sjúkrahús og heilsugæslustöðv- ar eru þeir vinnustaðir, sem nýir læknar eðlilega kjósa sér. Ef Reykjavikurborg áttar sig ekki á þessari staðreynd stöðvast nýlið- un i sfétt heimilislækna i borginni gersamlega. Raunar má hún nú þegar heita stöðvuð. Ég býst við, sagði Adda Bára, að fulltrúar meirihlutans komi með þá athugasemd, að litið fái borgin að gert vegna þess að fé muni torsótt til rikisins til upp- byggingar heilsugæslustöðva i borginni. Ég vil hins vegar benda á að steinsteypa er ekki endilega alls staðar. upphafið'i þessu máli. Heilsugæslustöð er fyrst og fremst skipulagður hópur heil- brigðisstarfsmanna, og húsnæðis- vandamál starfshópa má leysa með ýmsum hætti. Gott tækifæri Ný lög um heilbrigðisþjónustu taka gildi um áramótin, og það gefur borginni gott tækifæri til þess að hefjast handa um skipu- lagningu heimilislæknaþjónust- unnar. Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.