Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
D [3 ’J C \I D | : frá Jónasi Árnasyni til
DrVLI l\V/l\l 1 meistara Þórbergs
New York
9. desember,
sunnudagur.
Sæll og blessaður, Þórbergur.
Hér kemur meira um hunda.
Eins og þú manst, þá varð
fyrir nokkru mikiö uppistand
út af þvi að breskur maður
frá Kaliforniu vildi endilega
gefa lsl. peninga til að
byggja spitala handa hundum.
Halldór E. neitaði að veita
gjöfinni viðtöku á þeirri for-
sendu að með þvi að ýta undir
framkvæmdir i spitalamálum
þessarar sérstöku dýra-
tegundar mundi hann gerast
sekur um óviðurkvæmilega
hlutdrægni gagnvart öðrum
dýrum sem ættu þó ekki siður
allt gott skilið af honum sem
landbúnaðarráðherra, þ.e.a.s.
kindum, kúm og hrossum.
Heilbrigðisþjónustan varð-
andi þau ágætu dýr yrði að
batna til stórra muna áður en
talist gæti timabært að byggja
sérstakan spitala handa
hundum. Fyrir bragðið fékk
Halldór yfir sig vonda dembu
frá hundavinum og var
nokkrum sinnum nefndur ill-
menni i lesendabréfum
Morgunblaðsins.
Þó hafði Halldór þarna
mikið til sins máls. Að
minnsta kosti held ég að allir
sanngjarnir menn, sem eitt-
hvað fylgjast með aðbúnaði og
liðan islenskra hunda annars-
vegar og svo hinsvegar til að
mynda islenskra útigangs-
hrossa i vetrarhörkum, þeir
hljóti að vera sammála um að
útigangshrossin hafi miklu
meiri þörf fyrir þaö en hund-
arnir að komast á spitala. Þó
væri þess kannski þörfin mest
að koma sjálfum eigendum
þeirra hrossa á spitata — eða
að minnsta kosti i rannsókn
hjá sálkönnuðum. Stöðu
sinnar vegna ættu reyndar
prestar að duga til að kippa
málinu i lag, ef þeir væru bara
nógu harðir og ákveðnir og
sýndu mönnum fram á það,
sem liggur aö visu i augum
uppi, að ef á annað borð má
gera ráð fyrir að einhverjir
Islendingar fari til helvitis, þá
hljóta þeir að fara þangað
fyrst og fremst fyrir illa
meðferð á hrossum.
Birgir tsleifur Gunnarsson
flæktist einnig i þetta spitala-
mál, og fórst honum eins og
Haildóri E. að hann bandaði
frá sér og baðst undan þeirri
ábyrgð aö taka við pening-
unum frá hinum gjafmilda
Kaliforniubreta.
Jónas Arnason
Birgi var vorkunn ekki siður
en Halldóri. Það hefði óneitan-
lega verið kostulegt uppátæki
hjá Reykjavikurborg að eiga
þátt i að byggja spitala yfir
dýrategund, sem hún hefur
lýst óalandi og óferjandi innan
sins umdæmis. Reykviskt rétt-
læti — eins og það hefur verið
uppástimplað með samþykki
allra flokka — gæti að sjálf-
sögðu ekki leyft nema eina
tegund bygginga i þessu sam-
bandi, og það væri hundatukt-
hús.
Ég er ekki viss um að þetta
sé gott réttlæti. Enda hafa
yfirvöld Reykjavikur farið sér
hægt i að framfylgja þvi, og lof
sé þeim fyrir það. Hundar
sjást alltaf öðru hverju á
• götum Reykjavikur án þess
Bjarki Eliasson sé sendur á
vettvang með sitt lið að láta þá
kenna á réttlætinu. (Bjarki
hefur reyndar verið þeim mun
driftugri gagnvart öðrum
aðilum sem með marsér-
ingum á götum borgarinnar
hafa ofboðið réttlætiskennd
yfirvaldanna — en það er
önnur saga). Þó eru þeir
hundar eflaust ennþá fleiri
sem verða að dúsa innanhúss
allan ársins hring, vegna þess
að eigendur þeirra eru svo
hræddir við Bjarka og hans
menn. Og hlýtur það að vera
ömurlegt lif, bæði fyrir
laumuhunda sjálfs og eig-
endur þeirra.
Ég hef sem sé tilhneigingu
til að taka undir með þeim
sem vilja að aflétt verði
hundabanninu i Reykjavik. Ég
vil ekki viðurkenna að hundar
séu ósamboðnir höfuðstað
Islands. Þvert á móti held ég
að bæjarbragurinn mundi
verða þeim mun viðkunnan-
legri sem fleiri exemplör af
þessari dýrategund sæjust
spásséra innanum hina
ibúana.
Það heyrist sagt á móti
hundum að þeir kunni ekki
mannasiði. Til að mynda geri
þeir það á viðavangi sem
mannfólkið geri i klósett. Svo
sé lika vond lykt af þeim. En
ætli hundaskitur sé nokkuð
verri skitur en margur sá
skitur sem mannfólkið skilur
eftir sig á viðavangi? Og hvað
lyktinni viðvikur, þá verð ég
að segja það alveg eins og er,
að upp i nefið á mér hefur
aldrei borist svo vond lykt af
hundi að hún stæðist nokkurn
samjöfnuð við lyktina af
ýmsum þeim sem koma i
Sundlaug Vesturbæjar — til
dæmis rétt fyrir stórhátiðir
eins og jólin. Sú lykt hefur
sannfært mig um það, að enn
eru þeir býsna margir sem
fylgja sömu reglu og
maðurinn sem sagði: ,,Ég fæ
mér bað einu sinni á ári, hvort
sem ég þarf þess með eða
ekki.”
I fáum orðum sagt: A
meöan hundar gera ekki
múður út af sóðaskap mann-
fólksins, þá sé ég enga ástæðu
til að mannfólkið geri múður
út af sóðaskap hunda.
Blessaður.
Jónas
Gunnar Eggertsson:
Mokum úr áöur en undan brennur
Lengi hefur það verið deiluefni
milli flokka og einstaklinga
hversu stóran hlut af aflafé þegn-
anna riki og sveitarfélag mættu
taka til sinna þarfa i formi tolla
og skatta. Ekki verður þó um það
deiltað þvi meir sem krafist er af
samfélaginu um forsjá og fram-
kvæmdir þvi meira fjármagn
þarf til að uppfylla slikar kröfur.
En hitt þykjast menn sjá og geta
fært að þvi gild rök að ekki sé
ævinlega viðhöfð sú hagsýni og
heiðarleiki i meðferð hinna sam-
eiginlegu sjóða, sem krefjast
verður af þeim sem til þess eru
kjörnir. Þessi gagnrýni almenn-
ings fer mjög vaxandi og mættu
stjórnmálamenn hafa það i huga
að hún er af öðrum toga en sá
skilmingaleikur sem atvinnupóli-
tikusar iðka i fjölmiðlum.
Sameining byggðarlaga á hinu
svokallaða Stór-Reykjavikur-
svæði, undir eina heildarstjórn,
er mál sem timabært er að ræða,
og meta kosti þess og galla. Ég
mun þó i þessu greinarkorni
aðeins ræða um Kópavog i þessu
sambandi.
Svartsengi við Grindavlk er citt
af þeim jarðhitasvæðum scm
kennd eru við háhita, og fellur
það þvi undir þá breytingu á
orkulögum, sem nú er til með-
ferðar á Alþingi, að rikið hafi uin-
ráða- og nýtingarrétt á háhita-
svxðum með þar til greindum
takmörkunum.
Á háhitasvæðum er jafn-
an mikið magn uppieystra
efna í vatninu, en á Svarts-
engi bætist það við að þar
er aðallega um sjó að ræða.
Yrði þvi að hafa varma-
skiptastöð við svæðið/ ef i
það yrði ráðist að leggja
hitveitu um byggðir Suður-
nesja frá Svartsengi.
Stærð Svartsengisveitu
yrði allt að tveir þriðju af
A árunum 1950 til 1960, þegar
byggðin óx sem örast hér á háls-
unum, var það almenn skoðun að
þessi nýja byggð hlyti að sam-
einast Reykjavik áður en langir
timar liðu. Þessi mál bar á góma i
kosningum oftar en einu sinni og
virtist sameining þá eiga
almennu fylgi að fagna. Ekkert
varð þó af framkvæmdum og er
sem þróunin hafi siðan gengið i
öfuga átt, að öðru leyti en þvi, að
við Kópavogsbúar kaupum
stöðugt fleiri og fleiri þjónustu-
greinar beint frá Reykjavík.
Kópavogsbúar eru flestir
komnir frá Reykjavik og hafa
dvalist þar árum saman þó sumir
séu lengra að komnir. Þeir eru
þar einnig daglegir gestir, þar
vinna þeir flestir, þar fá þeir sina
peninga og þangað renna þeir
aftur gegnum verslun og við-
skipti. Flestum Kópavogsbúum
hentar betur að reka erindi sin i
Reykjavík, enda mun erfitt að
benda á nokkurn kost, sem fylgi
aöskilnaði þessara byggðarlaga.
En þegar vaxið hefur upp
stærð Hitaveitu Reykja-
vikur.
Háhitasvæði hafa verið litt nýtt
til þessa, eina undantekningin er
svæðið við Námafjall i Mývatns-
sveit. Væntanleg virkjun við
Kröflu yrði einnig á háhitasvæði.
I nýlegri skýrslu Orkustofnunar
um hagnýtingu jarðhita segja
höfundarnir, þeir Kristján
Sæmundsson jarðfræðingur og
Valgarð Stefánsson eðlisfræðing-
ur, svo um Svartsengi og þá
möguleika sem svæðið sýnist
bjóða upp á:
Nú i vetur (’73-’74) er áætlað að
bora eina 1000 m rannsóknarholu
i Svartsengi til að afmarka
vinnslusvæðið og siðan 2000 m
vinnsluholu með gufubor til
reynslu. Þegar rannsóknum á
þeirri holu, svo og tilraunum með
varmaskiptistöð, er lokið, er ekk-
ért þvi til fyrirstöðu aö byrja
embættismannastétt á
einhverjum stað ásamt til-
heyrandi skriff innskubákni,
verða þeir stöðugt fleiri, sem
hagsmuna eiga að gæta i óbreyttu
og óeðlilegu ástandi. Stjórnmála-
menn, sem eiga litla framavon á
hinu stóra leiksviði þjóðmálanna,
halda fast i sina aðstöðu og
byggja háturnaða miðbæi, eins og
furstar miðalda, til að undirstrika
sérstöðu hinna smáu eininga.
Eins og áður segir fer þeim
þjónustugreinum stöðugt fjölg-
andi sem við Kópavogsbúar
kaupum i heildsölu eða smásölu
frá Reykjavík. Þannig fáum við
neysluvatn, hitaveitu, rafmagn,
sjúkraþjónustu, eldvarnir og
slökkvilið, svo að nokkuð sé nefnt.
Strætisvagnaferðir okkar hljóta
einnig innan tiðar að sameinast
leiðakerfi Reykjavíkur, ef við i
framtiðinni eigum að verða
þeirrar þjónustu aðnjótandi.
Fjölmargt fleira mætti nefna,
sem við njótum óbeint og sparar
okkur útgjöld og umsvif. Þannig
eru þau meginverkefni.sem aðrar
framkvæmdir meö varmaveitu
Suðurnesja. Aætlaðer, að þessum
tilraunum Ijúki á árinú 1974.
Heita vatniö i Svartsengi hefur
mjög mikið af uppleystum efnum
eða um tvo þriðju hluta af seltu i
sjó. Á árinu 1973 var hafist handa
um vinnslutæknitilraunir i
Svartsengi. Er tilgangur þeirra
að velja bestu gerð varmaskipta
til að hita ferskt vatn og kanna
jafnframt hve langt niður sé hag-
kvæmt að nýta varmann með
slikum varmaskiptum.
I ráði er nú að nýta varmann i
Svartsengi til varmaveitu fyrir
þéttbýlið á Suðurnesjum. Er þá
gert ráð fyrir 31 MW varmaveitu
fyrir Keflavik, N jarðvikur,
Grindavik, Sandgerði og Gerðar,
en veitan gæti orðiö allt að 100
MW, ef einnig yrði ráðist i hita-
veitu fyrir Keflavikurflugvöll. Át-
huganir, sem gerðar voru 1972,
bæjarstjórnir eru að glima við,
ekki til umræðu i Kópavogi.
En við eigum eitt eftir og það er
dýrasta embættismannakerfi,
sem nokkurl bæjarfélag á landinu
hefur af að segja. Og við eigum
bæjarstjóra, sem hefur svo mikið
að gera að hann getur ekki séö af
nema ljórum stundum á mánuði
til að ræða við bæjarbúa i eigin
persónu.
Og Kópavogsbúar eiga vissu-
lega fleira skemmtilegt i poka-
horninu. Við eigum lögreglu sem
kostar yfir 20 miljónir á ári, en
verkelni hennar hafa menn átt
erfitt með að finna þó vel væri
leitað. Dansstaðir eða opin veit-
ingahús eru ekki til i Kópavogi.
Þar er engin höfn og þar af
leiðandi engar skipakomur. Þar
er ekkert uppland, sem tilheyrir
þessu lögsagnarumdæmi. Hér
koma engir ferðamenn og hér er
engin umferðarstjórn.
Á Akureyri eru öll þessi
viðfangsefni fyrir hendi i rikum
mæli og þó er lögreglukostnaður
sýndu, að varmaverð jarðhita-
veitu við byggðamörk er u.þ.b.
helmingi lægra en það mátti mest
verða, ef veitan átti að verða
samkeppnisfær við oliuhitun. Or-
uggt má teljast að þetta hlutfall
er mun hagkvæmara nú en fyrir
ári.
Ekki er útilokað að fá megi salt
lághitavatn i grennd við Keflavik
og Njarðvikur til hitaveitu. Hins-
vegar er ljóst, að taka mundi
miklu lengri tima að koma slikri
veitu á laggirnar en hitaveitu frá
Svartsengi. Engu að siður mætti
kanna þennan möguleika siðar og
vatnið, ef fengist, mætti nota til
að endurhita vatn frá Svarts-
engisveitunni.
Jarðhitasvæðið við Svartsengi
er um 5 km norðan Grindavikur.
Svæðiö var litið þekkt þar til 1971
að boraðar voru þar tvær holur á
vegum Grindavikurhrepps. Cr
holunum fékkst mikið magn af
200 gr. C. heitu vatni. Rann-
sóknum á svæðinu hefur verið
haldið áfram af krafti. Sumrin
1972 og 1973 voru gerðar þar
umfangsmiklar rafleiðnimæl-
ingar til að kanna stærð svæðis-
ins.
þar um það bil þremur miljónum
króna lægri en hér i Kópavogi.
Nú munu ýmsir segja sem svo,
að þetta komi okkur Kópavogs-
búum ekki við, þvi að rikið borgi
brúsann. Vist er það svo, og er
það nokkur huggun þeim, sem
halda að enginn borgi það sem
rikið borgar, en kvarta þó undan
sköttum rikisins ekki siður en
aðrir.
Ekki veit ég hvaða menn eða
málefni okkur Kópavogsbúum
verður boðið að kjósa um á
komandi vori. En þeim sem vildu
vinna heiðarlega að sameiningu
Kópavogs og Reykjavíkur mundi
ég greiða mitt atkvæði.
Kópavogsbúar hafa þegar
fengið nóg af þeirri skriffinnsku
og sýndarmennsku sem hér
heíur hlaðist upp á siðustu árum
og vildu gjarnan mega moka úr
þvl hlassi áður en undan brennur
meir en orðið er.
Kópavogi 8. desember 1973.
Gunnar Eggertsson
Nýting á
háhitasvæðinu
Svartsengi við
Grindavík til
varmaveitu
fyrir Suðurnes
— þrátt fyrir
tæknilega
örðugleika við
að virkja
saltmengað
háhitavatn
Svartsengisveita