Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1973. Glistrup ákœrður Kaupmannahöfn 12/12 — Lög- reglan í Kaupmannahöfn lagði I dag hald á fyrsta hluta mikils skjalamagns i skrifstofu lögfræð- ingsins, skattsvikarans og þing- mannsins Mogens Glistrup. Þetta var gert eftir að bæjarréttur Kaupmannahafnar hafði lagt fram ákæru á hendur honum. Fulltrúi saksóknara lagði fram i réttinum 30 blaðsiðna lista yfir skjöl sem hann óskaði eftir að hald yrði lagt á ef höfðað yrði mál á hendur Glistrup. Akæran hljóð- ar upp á skattsvik, fjárdrátt og okurstarfsemi. Fulltrúinn sagði að vegna þess hve hér væri um mikið skjala- magn að ræða yrði lögreglan aö fara margar ferðir eftir þeim. Glistrup var ekki viðstaddur er rétturinn lagði fram ákæmma., en fulltrúi hans bað um freslun á lögregluaðgerðunum^en var synj- að um hana. F i árlög í Sovét Dregið úr útgjöldum til hermála Moskvu 12/12 — Nú stendur yfir afgreiðsla fjárlaga i Sovétrfkjun- um. Lagöi f jármálaráðherra landsins, Vasili Garbúsof, þau fyrir æðstaráðið f dag. >ar er þaö merkast að dregið er úr fjárveit- ingum tii hermála um 800 miljón- ir rúblna i fyrsta sinn f 8 ár. Er ástæðan sögð vera minni spenna i Evrópu. Ctgjöld til hermála hafa allt frá 1969 numið 17,9 miljörðum rúblna árlega (rúml. 2 þúsund miljarðar isl. kr.) en eru nú lækkuð niður f 17,1 miljarö. Garbúsof kvaö þau hafa lækkaö hlutfallslega frá ár- inu 1968 úr 15% af heildarútgjöld- um rikisins niður I 9,9%. Aætlunarráðherrann, Nikolaj Baibdakof, hélt ræöu á undan Garbúsof og kom fram I henni að iönaöarframleiösla Sovétrikj- anna hefur aukist það sem af er þessu ári en engin aukning hafði verið frá árinu 1971. Einnig kvað hann kornuppskeruna hafa veriö 30% meiri en árið áður. Bætt skipu- lag tónnáms Helgi F. Seljan flytur á alþingi tillögu til þingsályktunar um bætt skipulag tónlistarnáms. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á rlkisstjórnina að taka til gagn- gerðrar endurskoðunar allt tónlistarnám i landinu. M.a. skal starf hinna einstöku tónlistarskóla samræmt skyldu- náminu og almenn tónlistar- kennsla skipulögð, þar sem engin er nú. Skal að þvi stefnt að færa undir- stöðukennslu I hljóðfæraleik inn i alla skyldunámsskóla nemendum aö kostnaðarlausu. Við þessar aðgerðir, svo og aðrar, sem nauðsynlegar reynast, skal stuðst við álit tónmenntunarnefndar mennta- málaráðuneytisins frá 30. ágúst 1972. „Furðuverk” Barnaleikritið Furðuverkiö, sem sýnt hefur verið að undan- förnu á Kjallarasviði bjóðleik- hússins mun fara á flakk á næst- unni,og verður leikurinn sýndur á Kirkjubæjarklaustri n.k. sunnu- dag og daginn eftir i Vik i Mýrdal. í síðustu viku var leikurinn sýnd- ur þrisvar sinnum sama daginn fyrir nemendur Digranesskólans i Kópavogi við mjög góðar undir- tektir nemenda skólans, og á næstunni mun leikurinn væntan- lega verða sýndur i fleiri skólum. Ef skólastjórar hafa hug á að láta sýna Furðuverkið fyrir nemendur sina þá eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við að- göngumiðasölustjóra Þjóðleik- hússins. Ræða Geirs F'ramhald af bls. 1 Stjórnarflokkarnir hafa stór- hækkað fjárveitingar til fram- kvæmda og þjónustu og til tryggingamála til þess að bæta kjör þeirra sem ekkert hafa ann- að fyrir sig að leggja en trygg- ingabætur. Allt kallar þetta á fjárveitingar og skattlagningu. Aðgerðir stjórnarflokkanna hafa borið árangur i stóraukinni atvinnu og framlciðslu um allt land þar sem nú cr keppst viö húsbyggingar og hvers kyns upp- byggingu, þær hafa borið árangur i þvi að nú sér fólk sem áður hefur verið sett hjá að stórfelldum fjár- munum er varið til að auka jafn- rétti á þessum sviðum, i atvinnu- málum og félagslegri þjónustu. En til þess að framkvæma þessa stefnu þarf að beita sam- félagslegu fjármagni. Fjárveit- ingar sem núverandi stjórnar- flokkar hafa staöiö að og óhjá- kvæmileg tekjuöflun I þvi sam- bandi eru grundviillur framfara hvarvetna í landinu, og grund- völlur jafnréttis til atvinnu og þjónustu. Þess vegna treysti ég þvi að þausamtök launamanna um alit land sem hér eiga mestra hags- muna aö gæta, og sem svo miklu geta ráðiö um hvernig mál skip- ast nú, tryggi i samningum við stjórnvöld að þær tillögur um stórauknar fjárveitingar til að gera enn átak til framkvæmda og framfara hvarvetna um landið fái farsælan framgang. Engin skilyrði Framhald af bls. 1 b) Það er Reykjavikurborg, sem ásetur sér strax 1962 að tryggja 7% arðsemi með einhliða yfirlýsingu i bréfi frá Geir Hall- grimssyni þáverandi borgar- stjóra. 1 bréfinu til Alþjóðabank- ans er hins vegar cngin skuld- binding til slikrar arösemisgjaf- ar, aðeins fyrirheit um að bank- anum skuli tilkynnt og við hann ráöast ef siik ágóðamyndun næst ekki.Hins vegar verður sú álykt- un dregin af bréfi Alþjóðabank- ans frá 29. sept. 1972, að hann sé út af fyrir sig ánægður með 7% arðsemi og geri ekki frekari arð- semiskröfur en borgir ásetur sér sjálf. c Við mat á fastafjármunum i rekstri notast Reykjavikurborg við visitölu byggingarkostnaðar, en hvort hún er eölileg viðmiðun i þessu sambandi kynni að orka tvimælis. Þá mun Hitaveita Reykjavikur afskrifa flestar eigri- ir sinar um 5% á ári og álitur ráöuneytiö ekkisjálfgefíðað slikt skuli teljast hæfilegar afskriftir. d) Lán Alþjóðabankans til Hita- veitu Reykjavikur nam upphaf- lega 2 miljónum dollara, og mun nú endurgreiddur um það bil helmingur þessarar upphæðar. Eftirstöðvarnar nema svo lágri upphæö i samanburði við eignir Hitaveitu Reykjavikur, að fráleitt er að tillit til hennar teljist hæsta- réttardómur um allar athafnir stofnunarinnar. Boöið upp á samvinnu um eðlilega fjármögnun Ráöuneytiö væntir þess aö ekki sé umdeilt að timabært sé að kanna til fullrar hlit- ar hvort margnefnt arðgjaf- 'arákvæði sé að sama skapi svo óskorað sem það hefur ver- ið túlkað, og litur ráðuneytið þaö mjög alvarlegum augum hafi réttar staöreyndir ekki komið fram I umsóknum hitaveitunnar. Þar sem ákvæði þetta er meö nokkuð sérstökum hætti orð- ið svo atkvæðamikið i fjármögn- un þýðingarmikilla framkvæmda þykir ráðuneytinu rétt og skylt að óska eftir rökstuddu áliti yðar, hr. borgarstjóri, um þau atriði sem hér hafa veriö rakin. Ráðuneytið vill enn sem fyrr leggja áherslu á það, að óhjá- kvæmilegt er að flýta til muna hitaveituframkvæmdum í ná- grannabyggöum Reykjavikur, og i sambandi við þaö vill ráðuneytið minna á að enn hafa ýmsir ibúar Reykjavikur ekki fengið hitaveitu i hússin.Sjái Hitaveita Reykjavik- ur ekki leiðir til þess að fjár- magna þessar framkvæmdir með eðlilegum hætti, er ráðuneytið fúst til samvinnu um lausn þess vanda.Her er ekki aðeins um að ræða mikið nauðsynjamál ibú- anna i nágrannabyggðunum,he!d- ur verulegan þjóðhagslegan sparnað. Þvi leggur ráðuneytið á- herslu á það að menn hefji þetta mál yfir meting og flokkspólitisk- an vopnaburð, en i staðinn takist einlæg samvinna um sem skjót- astan framgang þessa stórmáls milli Reykjavikurborgar, ná- grannabyggöanna og rikisstjórn- arinnar. Eðvarð Framhald af bls. 16. „Þetta eru ekki nein ný sjónar- mið hjá atvinnurekendum, þótt þeir hafi ef til vill sagt þetta nokk- uð skýrar nú en áður. Þetta hefur skinið i gegn og það þurfti ekki nein oliuvandamál til þess að skynja þaö. Ég tel að meö þessu ætli atvinnurekendur að knýja fram ótlmabærar aðgerðir af okkar hálfu”. „Við erum engan veginn á þvi að gefast upp við málið, og legg ég sérstaka áherslu á það að við málið verður ekki skilið nema með verulegum kjarabótum til hinna lægstlaunuðu. Um beinar aðgerðir vil ég ekkert segja, en tel að atvinnurekendur hafi ekk- ert á móti þvi að til vinnustöðvun- ar komi nú og hluti þeirra af pólit- iskum ástæðum, meðal annars til þess að gera hlut rikisstjórnar- innar sem verstan. Þá er einnig greinilegt að atvinnurekendur ætla sér að láta aðra greiða þær kjarabætur sem óhjákvæmilega verða að eiga sér staö”,sagði Eð- varð að lokum. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður á mánudag. —úþ BSRB Framhald af bls. 16. sentuhækkun sömu flokka og krónutöluhækkun. Tilboð BSRB var hins vegar um 12% launahækkun á flokkana frá lOog upp i 14 og krónutöluhækkun þar á eftir. BSRB vill einnig að 10. ilokknum sé tviskipt, byrjunar- laun og laun eftir 5 ára starf. Kristján sagði að eftir væri að ræða ýmsa þætti krafna BSRB, svo sem vinnutima, yfirvinnu og vaktavinnuálag, en um þessa málaflokka hafa nefndir fjallað. Kristján taldi að fyrst eftir fund- inni i gær, yrði hægt að segja fyr- ir um það hvort hægt yrði að nýta þann frest sem eftir væri til samningagerðar, en hann rennur út 15. des. —úþ Mennt — máttur? Framhald af bls 8. tæknilegum útburði barna, endurvakin heiðni. Hvernig stæði á þvi, að enginn hefði enn nefnt hér Guð? En Guð væri þó til. Siðan vitnaði hún i Móse-lög og helgi mannlifsins. Kriða Einarsdóttir spurði, hvort konan yrði nokkuð annað en „tæki ', ef fóstureyðingar væru gefnar frjálsar, og var bágt að skilja, hvi hún ætti fremur að verða tæki þá en nú. Kristjana Sigurmundsdóttir sagðist furða sig á þeim ungu konum, sem vildu leyfa frjálsar fóstureyðingar. Þá spurði hún Jakob Jónasson: ef ástin er til- finningamál, er fóstureyðing þá ekki lika tilfinningamál? Ólafur llallgrimsson taldi, að vanfær kona væri vanfærari til að taka ákvarðanir i svona efni en hlutlaus læknir. Þá fór hann nokkrum orðum um heimspeki- lega, lögfræðilega. en þó einkum læknisfræðilega skilgreiningu þess, hvenær lif yrði til, og minnti þetta helst á Hamlet eða Stein Steinarr. Margrét Margeirsdóttir fé- lagsráðgjafi færði fram mörg reynslurök fyrir þvi, að réttur konu til sjálfsákvörðunar um fóstureyðingu væri nauðsynlegur i nútima samfélagi. Læknar í dómarasæti Bjarni ólafsson deildi fast á hroka margra lækna, sem þættust þess umkomnir að setjast i dómarasæti gagnvart konu, sem þegar hefði vegið og metið sinar aðstæður og gert upp hug um að óska fóstureyðingar. A fundi i Læknafélagi Reykjavikur hefðu 7 menn greitt atkvæði gegn frum- varpinu. Samþykkt þessara 7 lækna væri ekki meira virði en hverra 7 annarra. Ef hér væru inni 7 sinnum 7 menn, sem gerðu ályktun, þá tæki hann 7 sinnum meira mark á henni en samþykkt þessa læknafélagsfundar. Elin Guðjónsdóttir sagðist vera númer 7 i systkinahópi, og myndi þvi sjálfsagt af sumum teljast óvelkomið barn i dag. Sú hefði þó ekki verið raunin, þvi móðir hennar hefði haft til að bera hið rétta hugarfar og ábyrgðartil- finningu. Konur ekki meö í ieiknum? Guðrún Hallgrimsdóttir verk- fræðingur spurði, hvort einhver teldi, að fólk ætti ekki að hafa kynmök, nema stefnt væri að getnaði. Allar varnir væru meira eða minna gallaðar (fyrir sumar konur) eða óöruggar. Vegna um- mæla Huldu um frjálsar ástir karla spurði hún, hvort einhver kannaðist við frjálst ástalif karl- manna, þar sem konur væru ekki með i leiknum. Þá varpaði hún þeirri spurningu fram til Guð- mundar læknis, á hvaða vikum meðgöngutimans fóstur manns greindist frá fóstrum annarra spendýra. Þessari spurningu svarðaði Guðmundur ekki i sinum lokaorðum. Bencdikt Sveinsson læknanemi vildi, að menn ræddu lika það vandamál, að sumar konur vildu ekki láta eyða fóstri, jafnvel þótt stór hætta væri á þvi, að barnið fæddist vanskapað eða vangefið, t.d. ef konan fengi rauða hunda á meðgöngutimanum. Arndis Björnsdóttir sagði það greinilega aðalatriðið þessa máls, að nú vildu konur umfram allt fá að vera ábyrgðarlausar. Og fyrst og fremst væru þetta auðvitaö menntakonurnar og hinar betur settu i þjóðfélaginu, sem ekki nenntu eða þættust mega vera að þvi að eiga börn. (Þá klappaði Guðmundur Jóhannesson einn.) Hinar fátækari mundu hinsvegar vilja „axla sina byrði”. Að þessum umræðum loknum tóku frummælendur aftur til máls, og kom þar raunar fátt nýtt fram.Þósýndi Hulda Jensóttiraf sér nokkuð sérstæða háttvisi, þegar hún svaraði „þessari Guðrúnu”, og sagði, að annað- hvort væri þessi manneskja heyrnarsljó eða skilningsdauf. Kannski hefði móöir hennar fengið rauða hunda, þegar hún gekk með hana! Erfiösr viöureignar Eitt atriði var einnig athyglis- vert i lokaorðum Guðmundar Jóhannessonar. Hann neitaði, að læknar settu sig i dómarasæti gagnvart konum, heldur væri um að ræða vinsamlegar samræður, leiðbeiningar og ráðleggingar. En hitt væri rétt, sem komið hefði fram, að þessar menntakonur væru einna „erfiðastar viður- eignar”. Það er þá semsagt um ein- hverja „viðureign” að ræða. Það er margreyndur, hámenntaður og ábúðarmikill læknir andspænist.d. óharðnaðri unglingsstúlku eða uppburðarlitilli konu, sem með sina barnaskólamenntun er haldin vanmetakennd gagnvart hinum lærða og margvitra sér- fræðingi. En árans menntakonurn- ar, þær hafa þessi bein i nefinu, sem véfengja átoritet læknisins i þessum efnum. Það hefur löngum þótt hálfgert ógæfuspor, að kven- fólki skyldi nokkurntimann vera leyft að mennta sig. H.B. Heilsugæsla Framhald af bls. 6. Auðvitað væri æskilegast að geta strax skipt borginni i heilsu- gæsluhverfi (eins og tillögurnar frá 1968 gerðu ráð fyrir) og heil- brigðismálaráð hlýtur að þurfa að móta hugmyndir sinar um þá skiptingu hið fyrsta. En breyting- in úr núverandi skipulagsleysi yf- ir i fastákveðin hverfi skeður hvorki á einni nóttu né einu ári og þvi þurfum við að finna skynsam- lega þróunarleið. Aðalatriðið er að breytingarnar hefjist með endanlegt markmið i huga Þærhljótaað grundvallast á nauðsyn borgarbúa ogþaðber að taka tillit til viðhorfs læknanna. Við hljótum einfaldlega að vinna út frá þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru, bæði hvað viðvikur húsnæði og þeim starfskröftum, sem við getum átt völ á. 1 Reykjavik eigum við myndar- lega heilsuverndarstöð, sem hlýt- ur áfram að veröa meginkjarni heilsuverndarstarfs i borginni, en þátt almennrar læknisþjónustu, lækningarrannsókna og sérfræði- þjónustu skortir til þess að stöðin sé heilsugæslustöð samkvæmt nýju lögunum. Ég býst tæpast við, að húsnæði sé til fyrir þessa auknu starfsemi i stöðinni sjálfri, þannig að eflausriþarf að gripa til leiguhúsnæðis i þessu skyni, t.d. mætti athuga möguleika i Domus Medica. Um leið og fyrsta heilsugæslu- stöðin yrði til annað hvort með þessum hætti eða t.d. i Árbæjar- eða Breiðholtshverfi þar sem þörfin er hvað brýnust, þarf að á- kveða hvaða starfslið á að vinna i stöðinni og hvað mörgum borgar- búum hún á að þjóna. Þetta á- kvæði um fjölda verður fyrst um sinn að koma i stað endanlega af- markaðs hverfis vegna þess að þeir heimilislæknar, sem nú starfa, vilja ugglaust flestir flytja sina sjúklinga með sér inn i stöð- ina, og flestir borgarbúar kjósa sennilega að eiga aðgang að ein- hverjum ákveðnum lækni. Mikið verkefni fyrir höndum Um þessi atriði þarf að semja við lækna og nýju lögin gera ráð fyrir að samið veröi við stéttarfé- lög þeirra um þjónustu á heilsu- gæslustöðvum. Það er nauðsyn- legt að fara að huga að þeim samningum þvi að þeir geta ef- laust tekið nokkurn tima. Reykjavikurborg á fyrir hönd- um mikið verkefni i uppbyggingu og skipulagningu heilsugæslu- stööva. Bygging húsa er einn þáttur þessa verkefnis og borgar- stjórn hlýtur að leita allra ráða til þess að fjármagna þær fram- kvæmdir. 1 þeim efnum skapar það aukaerfiðleika að allir þing- menn Reykvikinga, sem við- staddir voru afgreiðslu nýju heil- brigðislaganna á siðasta þingi, samþykktu þá breytingu við frumvarp rikisstjórnarinnar, að fé til uppbyggingar skyldi fyrst og fremt renna til þeirra staða, þar sem erfitt heföi reynst að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Bygg- ing húsa tekur einnig sinn tima og Reykjavikurborg þarf að geta opnað fyrstu heilsugæslustöðv- arnar sem allra fyrst. Þvi hljót- um við að gripa til þeirra gömlu ráða að leigja eða kaupa húsnæði fyrir þær. Kosti heilsugæslastöðva um- fram einkastofur lækna þarf ekki að ræða. Skipulögð samvinna tryggir samlagsmönnum, að þeir geti náð sambandi við lækna, og læknum að þeir geti unnið i sam- ræmi við menntun sina og þekk- ingu. Tillaga okkar er leiðsögn um, hvernig hefja megi þá skipulags- breytingu, sem nauðsynleg er, sagði Adda Bára að lokum. —vh Hringtenging Framhald af bls. 3. verið að virkja, og það bjargar þeim i bili. Á samtengisvæðinu á Austur- landi, sem nær frá Borgarfirði eystra til Berufjarðar, er langt komið með Lagarfoss, klárast á næsta ári. Hornafjörðurinn er eyja þarna i hringrásinni með sina virkjun. Aukning hefur orðið geysilega mikil þarna, bæði rafhitun ibúðarhúsa og til atvinnurekstr- ar hefur margfaldast á ör- skömmum tima. Viðbótar- miðlunarmöguleikar eru mjög takmarkaðir þar og dýrir og mundu ekki leysa vandann eins og hann er orðinn nú. Það hefur verið rætt um sam- tengingu við Austfjarðasvæðin frá Djúpavogi og alla leið til Grimsár. Þetta er náttúrlega framtiðarlausnin, og ekkert vist að það verði mjög langt i hana. — En hver er augnablikslausn á vanda Hornfirðinga? — Augnablikslausn er ekkert annað en rigning. Hins vegar eig- um við þrjár diselvélar i vændum núna um áramótin, og þá getum við nú bjargað þessum Aust- fjarðasvæðum, en þessar vélar voru ekki sist ætlaðar vegna loðnuvertiðarinnar. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.