Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓDVlLJINNlFimmtudagur 13. desember 1973. 2. umrœða um fjárlögin fór fram í gœr: Nefndinni bárust um 600 erindi til afgreiðslu Frásögn af rœðu Geirs Gunnarssonar, formanns fjárveitinganefndar Geir Gunnarsson, formaöur fjárveitinganefndar, geröi i ýtar- legri ræöu grein fyrir þeim breyt- ingum sem nú er lagt til að veröi frá fjárlagafrumvarpinu i upp- haflegri gerö. Þá fjaliaði hann um störf f járveitinganefndar, og kom meöal annars fram, aö nefndin hefur haldiö 43 fundi frá þvi aö hún var kjörin sl. haust. Þá hafa undirnefndir starfaö mikiö aö einstökum málum, meö- al annars undirnefnd sem fjallar um skólamál, sem hefur lagt nótt viö dag, sagöi formaöur fjárveit- inganefndar. Erindin berast seint Geir þakkaöi meönefndar- mönnum sinum i fjárveitinga- nefnd gott samstarf i nefndinni. Hann sagði að miðað við verkefn- iö væri nefndinni ætlaður mjög naumur timi og mikill timi færi i viðtöl um einstök atriði fjárlaga- frumvarpsins. Geir kvaöst ekki telja æskilegt að leggja þessi við- töl niður þar sem þá slitnaði þráður sem tengdi nefndina við umbjóöendur þingmanna og stofnanir i þjóðfélaginu. En þess- um viðtölum mætti koma öðruvisi fyrir, þannig að þau lentu ekki á mesta annatima nefndarmanna undir afgreiðslu fjárlaganna. Geir sagði að mikill misbrestur hefði nú sem fyrr verið á þvi að erindi bærust i tæka tið og heföu um 200 erindi borist eftir 1. nóvember, en alls hefði nefndin fengið á 6. hundrað erinda til af- greiðslu. Gögn frá ráðuneytum og rikis- Útibú á Húsavík og Hornafirði t breytingartillögum við fjár- lagafrumvarpið sem fram komu i gær er gert ráð fyrir 3,5 milj. kr. til útibúa Hafrannsóknastofnun- arinnar. Er gert ráð fyrir tveimur útibúum, á Húsavik og Höfn i Hornafirði. stofnunum berastalltof seint, allt til siðustu stundar rignir érindum yfir nefndina eins og skæðadrifu. Slikt er með öllu óþolandi. Rikisstofnanir i eigið húsnæði Undirnefnd fjárveitinganefnd- ar, meö einum fulltrúa frá hverj- um þeirra flokka er mann eiga i nefndinni, starfaði sl. sumar. M.a. var þá fjallaö um möguneyt- ismál rikisstofnana. Taldi Geir að til þyrfti að koma sérstakt eldhús til þess að leysa þessi mál og at- huga mætti með skólana einnig i þvi sambandi. Væri athugandi að koma upp stóru eldhúsi fyrir rikiö sem dreifði tilbúnum máltiöum til rikisstofnana. Þá kom fram i ræðu Geirs að starfandi hefur verið nefnd til þess að gera heildartillögur um rekstur rikisútvarpsins, og unnið er að tillögum um endurskipu- lagningu pósts og sima. Þá er að störfum starfshópur um bætta starfsemi Tryggingastofnunar rikisins, i athugun er að færa saman starfsemi rikisstofnana, og nefndi Geir þar til öryggis- eftirlit rikisins, Brunamálastofn- unina, Löggildingarstofuna og Rafmagnseftirlit rikisins. A fjárlögum yfirstandandi árs eru 20 milj. kr. til þess að kaupa húsnæði fyrir rikisstofnanir i leiguhúsnæði. Þessi heimild hefur ekki verið notuð. I athugun er, að byggja ofan á húsnæði Sölunefnd- ar setuliðseigna og ætla þar stað nefndum stofnunum. Keppa þarf að þvi að rikisstofn- anirséu i eigin húsnæði. Gera ætti um það áætlun uns það heyrði til undantekninga að rikið greiddi húsaieigu og borgaði þannig niður húsnæði fyrir aðra. Trygging ríkiseigna Undirnefnd fjallaði sérstaklega um tryggingu rikiseigna og mælti einróma með þvi við stjórnvöld að samið verði við Brunabótafé- lag tslands um að það taki að sér allar eigna- og áhættutryggingar rikisins og rikisstofnana með þeim kjörum sem það hefur boð- ið, og veittur verði 10% afsláttur frá núgildandi iðgjöldum og að tryggingar rikis og rikisstofnana verði sérstakur tryggingaflokkur og endurgreiddur verði ágóða- hluti af hagnaði, en Brunabótafél. taki á sig tap ef verða kynni. Tryggingarnar og framkvæmd þeirra yrðu algerlega á ábyrgð Brunabótafélags tslands. Með þeim hætti kæmi auðveldlegar fram hvað rikið greiðir fyrir tryggingarnar og hvaö það fær i staðinn, en um það liggja ekki fyrir gögn nú varðandi allan rikisbúskapinn. í athugunum sem gerð var á tryggingaviðskiptum 26 rikisfyrirtækja kom i ljós að á 3 árum fengju þau i tjónabætur nokkurn veginn sömu upphæð um 60 milj. kr. og þau greiddu i ið- gjöld á einu þessara ára. Og þó má ætla að tjónabætur hafi verið hærri á þessum árum en aö jafn- aöi þar sem á þessu timabili var um aö ræða 25 milj. kr. bætur vegna tjóns á varðskipinu Ægi. Endurskipulagning f iskmatsins Þá skýrði Geir frá þvi að undir- nefnd fjárveitinganefndar hefði beitt sér fyrir þvi,aö skrifstofu- starfsemi Fiskimálasjóðs verði lögð niður, en lánastofnun taki að sér ásamt viðkomandi ráðuneyti þau störf sem þar hafa verið unn- in. Undirnefndin kynnti sér nokkuö rekstur og uppbyggingu fiskmats rikisins og sildarmats rikisins. Hefur nefndin sent viðkomandi ráðuneytum greinargerð um þá athugun og lagði þar til aö sér- stakri nefnd yrði falið að vinna að eftirfarandi verkefnum: „1. Að taka til heildarathugun- ar skipulag og starfsemi fiskmats rikisins og koma m.a. fram með tillögu um framtiðarverkefni matsstofnana sjávarútvegsins og tillögu að innra skipulagi, þar sem þau atriði, sem minnst var á i greinargerð nefndarinnar) verða tekin til athugunar. 2. Að gera tillögu um, hvernig hagfelldast sé að fella sildarmat rikisins inn i nýja matsstofnun sjávarútvegsins. 3. Semja frumvarp til laga um matsstofnun sjávarútvegsins, þar sem gengiö er út frá þvi.að sildar- mat rikisins verði lagt niður og starfsemi þess falin matsstofnun- inni. 4. Kanna og gera tillögur um á hvern hátt verði best tryggt sam- ræmi á störfum matsstofnunar- innar og eftirlitsstörf sölusam- taka, þannig aö fyllstu hagsýni sé gætt”. Skráning bif- reiöa einfölduð Geir Gunnarsson sagði að undirnefnd fjárvn. hefði enn- fremur haft til athugunar mögu- leika á þvi að koma á fót hagfelld- ari tilhögun við skráningu bif- reiöa á þann veg að hvert ökutæki haldi sama skráningarumdæmi frá fyrstu skráningu þar til það er endanlega tekið út af skrá. Sam- kvæmt þeim athugunum, sem fram hafa farið var talið fyrir 1 1/2 ári að sparnaður við að taka upp slikt kerfi væri mjög varlega áætlaður 3,5—4 milj. kr. miðað við fjölda ökutækja og skráning- arfjölda árið 1971. Þessi tala hefur að sjálfsögðu hækkað að mun. Er þó sleppt að meta til verðs allan þann tima sem um- ráðamenn ökutækja nota nú við umskráningar,en með nýja skipu- laginu yrði um mikinn tima- sparnað að ræða hjá þeim aöilum. Undirnefnd hefur einróma mælt með þvi við viðkomandi ráðuneyti, að tekið verði upp breytt fyrirkomulag um skrán- ingu ökutækja, tilhögun, sem er einfaldari ogöruggari og sparaði verulega vinnu bifreiðaeftirlits- manna, sem gætu þá unnið þeim mun meira að störfum sem varða umferðaröryggi. Þessu næst fjallaði Geir Gunn- arsson um einstakar breytingar sem fjárveitinganefnd leggur til að gerðar verði á fjárlagafrum- varpinu. Er þess enginn kostur að rekja þær hér, en á 4. siðu er birt yfirlit yfir framlög rikissjóðs til ýmissa þátta félagsmála og verk- legra framkvæmda undanfarin ár. Samkvæmt þeim breytingartil- lögum, sem f járveitingarnefnd flytur hefði það i för með sér út- gjaldaaukningu um nærri 650 milj. kr. og yrði greiðsluhalli þá 544 milj. kr. eins og áætlun um tekjustofna var gerð sl. sumar. En siðan hafa oröið miklar breyt- ingar, og er nú talið að tekjur rikissjóðs yrðu 2miljörðum króna hærri á næsta ári að óbreyttum tekjustofnun. Geir ræddi nokkuð um tekjuhlið frumvarpsins og greindi frá þeim þáttum sem enn eru óljósir. Enn- fremur er óljóst hver áhrif visi- töluhækkanir frá 1. des sl. hafa o.fl. atriði. Ýrrfis önnur mál eru og óafgreidd s.s. húsnæðismál Tækniskólans, málefni Orku- stofnunar, sem nú eru þjóðinni sérstaklega mikilvæg vegna nýj- ustu viðhorfa; og málefni Rikisút- varpsins biða einnig 3. umræðu. Að lokinni ræðu Geirs Gunnars- sonar töluðu Matthias Bjarnason og Jón Armann Héðinsson. Atti að ljúka umræðunni i gærkvöld. 83% AF UMFRAM- FJÁRÞÖRF Samkvæmt breytingartillögum við fjárlagafrv. sem fram komu i gær er gert ráð fyrir að til Lána- sjóðs isl. námsmanna verði veitt- ar 486,6 milj. kr. á næsta ári. Nemur þetta 83% af áætlaðri um- framfjárþörf. pMft fgp þíngsjá þjóðvíljans Kristján Halldórsson, kennari: Hver fremur glœpinn? Er það forsætisráðherra eða fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Pétur Sigurðsson forstjóri Land- heigisgæslunnar? Þannig spyrja nokkrir þing- menn, sem hafa iagt fram á Alþingi tillögu. „Einstæða til- lögu” að dómi forsætisráðherra. Tillagan ey á þá leið, að skipuð verði nefnd þingmanna, sem eiga að rannsaka hvort landhelgis- gæslan hafi starfað á þann veg að eðlilegt geti talist, á timabilinu frá þvi að forsætisráðherra tsiands fékk „utanstefnuna” frá forsætisráðherra Breta i byrjun október i haust og til þessa dags. Það er kannski að likum, að tii- laga þessi virðist skjóta einstaka mönnum skelk i bringu. Allir vita að forsætisráðherra, sem einnig er dómsmálaráð- herra, er æðsti yfirmaður Land- helgisgæslunnar og getur þvi ákveðið hvort skip Landhelgis- gæslunnar, varðskipin, geri allt sem þau eru fær um til að koma i veg fyrir lögbrot i islenskri land- helgi, og refsi þeim brotlegu skip- stjórum sem næst til, eða hvort skipin þvælist aðgerðalitil milli hafna. Allir vita að sjálfstæðismaður- inn Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, er næst- æðsti maður Landhelgisgæsl- unnar, og þannig hefur Sjálf- stæðisflokkurinn annan fótinnn fyrir innan þröskuld dómsmála- ráðuneytisins. Þegar svo illa vill til, að dóms- málaráðherra hefur mjög tak- markaða þekkingu á sjómennsku og sjávarútvegi og hefur ekki hæfni til að notfæra sér holla ráð- gjafa, en setur þess i stað mest sitt traust á pólitiskan and- stæðing, þá er vafasamt að vel fari. Þá er sú hætta yfirvofandi, ef forstjóri Landhelgisgæslunnar er pólitiskur andstæðingur ráð- herrans, að sá fyrrnefndi freistist til að notfæra sér fávisku ráð- herrans, ýmist til framdráttar sinum eigin flokki eða til að gera pólitiskum andstæðingi bölvun. Einnig getur átt sér stað að for- stjóri Landhelgisgæslunnar hafi aldrei verið fær um að gegna starfinu, og þá verður það aðeins til að gera slæma stjórn verri, þegar æðsti maður Landhelgis- gæslunnar er ekki fær um að gera annað en rugla forstjórann i vit- leysunni. Pétur Sigurðsson núverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur mikla og langa reynslu i þvi, bæði úr fyrra þorskastriðinu og þessu siðara, hvernig land- helgisgæslu skal illa stjórnað, honum virðist láta það vel að beita þeirri stjórnunaraðferð. Sú hefð hefur skapast hér á landi, aö þess eru varla dæmi að opinberum starfsmanni sé vikið úr starfi, hversu óhæfur sem hann reynist til að gegna starfinu. Fyrir þetta hafa hópar manna, og stundum þjóðin i heild, orðið að liða óbætanlegt tjón. Það er þvi rétt hjá forsætisráð- herra, að umrædd tillaga er ein- stæð að þvi leyti, að hún er tilraun til að brjóta þessa gömlu hefð. Tillögunni er stefnt gegn forsætis ráðherra eða forstjóra Land- helgisgæslunnar. Flutningsmenn tillögunnar vilja fá úr þvi skorið, hvor þeirra eigi sök á þvi, eða hvort báðir eigi hana, að dularfull breyting varð á starfsháttum varðskipanna frá þeim degi að forsætisráðherra fékk utaiiste fn- u n a frá London. Tillögumenn, eins og megin- þorri þjóðarinnar, voru stoltir af frammistöðu sjómannanna á litlu varðskipunum okkar, og þvi er tillagan einnig til þess gerð að halda uppi heiðri þeirra. Tillagan á að koma i veg fyrir að nokkur maður geti ófrægt áhafnir varð- skipanna meðþvi að gefa i skyn áð það sé þeirra sök hvernig geta varðskipanna er misnotuð. Forsætisráðherra, sem hefur komið á skjáinn inni á nær hverju heimili i landinu og gefið þau lof- orð sem hann hikaði ekki við að svikja nokkrum dögum seinna, hann sýnir mikla ósvifni þegar hann reynir á Alþingi og i „Timanum" að beina athygli manna frá sinum vafasömu afskiptum af stjórn Landheigis- gæslunnar með þvi að rangfæra tilgang flutningsmanna tillög- unnar á þann veg, að henni sé stefnt gegn skipherrum varðskip- anna. Engum heiðarlegum Islendingi dettur i hug að skipherrar varð- skipannahafi óskað eftir að týnast og gleymast, ,, með manni og mús”, en það er einmitt skoðun flestra landsmanna, að frá 3. október siðastliðnum sé varðskipa-flotinn týndur þjóðinni, þvi að á sama tima og árangurs- laust er hrópað og kallað á hjálp i Kristján Halldórsson talstöðvar fiskiskipanna islensku, meðan þau hrekjast undan ósvifnum erlendum lögbrjótum, þá fara litlar sögur af athafna- semi varðskipanna, þau gætu sem best verið geymd á Þing- vallavatni. Þjóðin hefur beðið og vonað að þessum dásvefni Landhelgisgæsl- unnar ljúki, en nú er þolinmæði hennar þrotin. Þjóöin veit að sökin er annaðhvort hjá dóms- málaráðherra eða forstjóra Landhelgisgæslunnar, og nú vill hún fá úr þvi skorið, og þeim vikið til hliðar sem sökina ber, hvort sem hann heitir ölafur Jóhannes- son eða Pétur Sigurðsson. Kristján Ilalldórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.