Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 aö dæmum fortíðar til aö varast víti í framtíðinni Timaritiö Réttur, 3. hefti 56. ár- gangs, er nýkomið út og er efnið að vanda fjölbreytt og áhugavert. Það er sem hér segir: Leiðari, Landhelgin, Chile og hreiðrið á Miönesheiði, grein eftir ölaf R. Einarsson, Fasisminn í Chile og viðbrögð verkalýðs heimsins, eft- ir Einar Olgeirsson, Rikis- stjórarnir, ljóð eftir Neruda, grein eftir Sverri Hólmarsson um Islandsferð breska rithöfundarins Williams Morris fyrir hundrað árum, minningargreinar um þrjá baráttumenn úr fyrsta liðskjarna Islenskra sósialista, sem létust i sumar, greinarkorn um Hans Teubner, sem stóð framarlega I fylkingu þýskra kommúnista á striðsárunum, ljóö eftir banda- riska skáldið Carl Sandburg, Úr ráöherra, samdi við Heath um bráðabirgðavopnahlé i land- helgismálinu. Sjálfsagt verða einhver stórfróðleg leyniskjöl viðvikjandi þessum atburðum af- hjúpuð á sinum tima, þegar stjórnarvöldum Bandarikjanna og Bretlands þykir ekki ómaksins vert að halda þeim leyndum leng- ur. En okkur kæmi vel að vita þetta aðeins fyrr, fremur en fyrst eftir þrjátiu ár eða meir, eins og fróðleikinn frá Þór Whitehead. Hitt er annað mál að upp- lýsingarnar frá Þór eru sem letur á veggnum; af þeim er rökrétt að draga lærdóm varðandi atburði, sem fylgdu i kjölfar Keflavikur- samningsins 1946. Það er lika gert i forustugrein Réttar, þar sem spurt er, hvort hótunum um beint Hyggjum 30. mars 1949, þegar gasi og kylfum lögreglu og heimdallarskrils var beitt gegn almenningi, sem mót-| mælti bolabrögðunum við að hnoða lslandi inn i Nató. Þá sýndi sig sem oftar, hversu grunnt er áfasism- , anum I islensku borgarastéttinni, enda aðalflokkur hennar, ,,sjálfstæðis”flokkurinn, aö verulegu leyti byggður upp af gömlum nasistum. Hlutverk lögreglu og dómsvalds f borgaralegu þjóðfélagi er að sjálf- sögöu ekki fyrst og fremst að vernda hinn almenna þegn fýrir afbrota- mönnum, heldur valdaaðstöðu borgarastéttarinnar gegn launafólki. 1 þeim tilgangi beitir borgarastéttin hverju sinni þvi ofbeldi, sem þurfa þykir, á tslandi sem annarsstaðar. Þeim sem eru svo barnalegir að halda aö „þetta gerist aldrei hér” má benda á, aö leiötogar hérlendrar verkalýöshreyfingar og sósialisma hafa þráfaldlega orðiö að sæta of- sóknum af hálfu lögreglu og dómsvalds. Meðal þeirra, sem hnepptir hafa verið i fangelsi að Skólavörðustig 9 vegna pólitiskra skoðana.er til dæmis ekki eldri maður en núvcrandi iðnaðar- og heilbrigðsmálaráð- herra Magnús Kjartansson. Hugleiöingar í tilefni síðasta Réttar herfjötrum, grein eftir Einar 01- geirsson, önnur grein eftir sama höfund um Atlantshafsbanda- lagið, grein um Þingvallafundinn 1873 eftir Einar Laxness og að lokum Innlend viðsjá, þar sem raktir eru atburðir í landhelgis- málinu. Svikaráð Bandarikjastjórnar Niðurstöður rannsókna Þórs Whiteheads sagnfræðings, á skjölum bandariska utanrikis- ráðuneytisins, sem hann hefur birt i greinaformi undanfarið, sanna svo ekki verður um villst að þegar frá upphafi hernáms Bandarikjanna á Islandi sat stjórn þeirra á svikráðum við Is- lenskt sjálfstæði og var staðráðin I að hafa her áfram i landinu eftir striðiö, þvert ofan i þau loforð sem bandariskir ráðamenn gáfu Islenskum stjórnarvöldum. Forustumenn svokallaðs Sjálf- stæöisflokks þá voru sjálfsagt engin mikilmenni, en þó efalaust eitthvað gæfulegri en braskara- bullur þær og andlitsleysingjar, sem nú skipa forustulið flokksins. Þannig er vikið að þvi i leiðara Réttar nú að Ólafur Thors hafi gugnað fyrir hótunum af hálfu Bandarikjastjórnar 1946 og sam- þykkt nauðugur að gera við þá Keflavikursamninginn. Orðrétt segir i leiðaranum: „Það var vafalaust sá verknaður, er hann (Ólafur) hafði i huga, þegar hann svaraði venjulegu niði um kommúnista á þingflokksfundi i Sjálfstæðisflokknum (um að þeim væri ekki treystandi) með þess- um orðum: „Kommúnistarnir, það eru þeir einu menn, sem ég hef svikiö." „Vitaskuld var það ekki stórmannlegt að gugna fyrir ofbeldishótunum stórveldis og gera við það þjóðhættulegan samning, en ólikt er sú afstaða þó mannlegri en afstaða núverandi hernámssinna, sem vilja hafa herinn hér af tveimur ástæðum einkum : i fyrsta lagi vegna vonar um bandariskt mútufé og i öðru- lagi til hliöstæðra verka og herinn I Chile, ef hérlendum marxista- og umbótaöflum skyldi takast að ná hliðstæðu fylgi og samfylkingu Allendes tókst i Chile. Var okkur hótað ofbeldi( 1949, 1951 — ogi 1973? 1 framhaldi af hinum fróðlegu upplýsingum um baktjalda- makkið i Islandsmálum á her- námsárunum er eðlilegt að marg- ur spyrji nú hvað hafi gerst á bak- við tjöldin 1949, þegar okkur var með kylfuhöggum þrælað inn i Nató, i mai 1951, áður en herinn kom, eða áður en ólafur Jó- hannesson, núverandi forsætis- hernaðarofbeldi hafi verið beitt til að knýja forustum. okkar inn i Nató og til að taka við hernum, og hvort forustumenn okkar hafi i þau skipti — likt og 1946 —- logið visvitandi að þjóðinni til að fá hana til að sætta sig við téðar ráð- stafanir i stað þess að skýra henni frá hótununum. Ríkisstjórnin framdi landráð Varðandi komu hersins 1951 segir svo orðrétt i leiöara Réttar: „En viö vitum hvað gerðist opin- berlega: Islensk rikisstjórn baö erlendan her um að gera innrás i landið án samþykkis Alþingis, — braut þannig landráðakaf la hegningarlaganna,— framdi bein lagaleg landráö." Þetta er ekki annað en hver skyni borinn íslendingur veit, en aldrei sakar að á það sé minnst. Það er staðreynd að vera Banda- rikjahers hér á landi er alger lög- leysa og hefur alltaf verið. Sam- kvæmt islenskum lögum ber þvi að lita á bandarisku dátana hér sem sakamenn, og hver sá ts- lendingur sem á einhvern hátt reynir aö réttlæta veru þeirra hér eða leitast við að fá hana fram- lengda er þar með orðinn sam- sekur. Að öllu eðlilegu ætti þvi ekki að þurfa neinar viðræður við Bandarikin um uppsögn her- samningsins — við eigum fullan rétt á að segja könunum að fara heim fyrirvaralaust, svo að is- lenskum lögum sé framfylgt. En það er nú eins og það er: Einlægir hernámsandstæðingar eru i mikl- um minnihluta á Alþingi, en borgaraflokkarnir ýmist staglast enn á kaldastriðsrökum fyrir þvi að fá að hafa óbreytt ástand eða þeir velta vöngum yfir gervi- lausnum. Nató: Varðhundur gegn alþýðu þátttökurikja t grein sem ber fyrirsögnina Eðlisbreyting Atlantshafsbanda- lagsins? er þvi haldið fram að Nató hafi upphaflega verið stofnað sem árásarbandalag á sósialisk lönd.en síðan hafi stefna bandalagsins breyst á þá lund, að það skuli „einbeita sér gegn al- þýðu Natólandanna, hvenær sem hún er það sterk að sigur lýðræðis og sósialisma sé hugsanlegur, — og gegn frelsisbaráttu nýlendna, hálfnýlenda og nýfrjálsra rikja.” Um atriöi sem þetta má deila: ég fyrir mitt leyti efast um að höfuðhlutverk Nató hafi nokkurn- tima verið annað en varðhunds- hlutverk gagnvart alþýðu Vestur- Evrópurikja, þar sem marxiskir flokkar voru einmitt viöa mjög sterkir eftir siðari heimsstyrjöld, ekki sist sökum þess að þeir höfðu hvarvetna verið lifið og sálin i andspyrnuhreyfingunni gegn nasistum. En hvað sem þvi liöur, þarf enginn að efast um hvers eðlis Nató hefur alla tið verið. Varast þarf viti Dana 1 öðrum greinum þessaiieftis er fróðleg skilgreining á atburðun- um i Chile i tengslum við okkar viðureign við hliðstæð og sömu öfl og standa á bakvið illvirkin þar, það er að segja bandariska heimsveldisstefnu og innlenda borgarastétt. — I fyrri heftum af Rétti hafa undanfarið birst mjög fróðlegar upprifjanir frá verka- lýðsbaráttunni hérlendis á striðs- árunum, og er aldrei nógsamlega vakin athygli á þeirri fortið. Upp- lausn velferðarþjóðfélags sósi- aldemókrata i Danmörku, sem nú ( blasir við eftir kosningarnar þar, er af sumum fréttaskýrendum talin ekki hvað sist þvi aö kenna, að forustumenn kratanna og verkalý ðssa m taka nna hafi trassað að minna almenning á baráttuna, sem þaö kostaði aö afla verkalýðnum mannsæmandi lifskjara, svo og það að ennþá væri óvinurinn, sérhyggjulýöur borgarastéttarinnar, fyrir hendi i þjóðfélaginu og reiöubúinn aö hrifsa kjarabæturnar af fólkinu aftur, ef sofnað væri á verðinum. Danskur almenningur hafi verið farinn að halda að kjarabæturnar væru eitthvað sem alltaf hefði veriö og óhugsandi væri að frá honum yrði tekið. Þessvegna gaf hann sig lýðskrumsáróðri á vald með þeim afleiðingum, að nú vaða uppi i Danmörku siðlaus afturhalds- og sérhyggjuöfl, sem engum hafði dottið i hug aö gætu náð sér á strik i svo þroskuðu þjóðfélagi, sem Danmörk sósialdemókrata hefur verið kölluð. Velferðarllfskjörin: ávöxtur baráttu kommúnista á millistriðsárunum Þetta er það sem islenskt launafólk má ekki láta sig henda — að gleyma dæmum fortiðar- innar og sofa á verðinum. Það má ekki gleyma þvi að hin góðu lifs- kjör, sem islenskur almenningur nýtur nú, eru bein afleiðing stjórnmála- og verkalýösbaráttu kommúnista og annarra róttækra sósialista á millistriðsárunum. Og sú barátta var ekki átakalaus hér fremur en annarsstaðar. Borgarastéttin beitti hér eins og annarsstaðar lögreglukylfum og atvinnuofsóknum gegn baráttu- mönnum verkalýðsins, og hún er hvenær sem er reiðubúin aö gripa til þeirra vopna og annarra, ef hún aðeins þorir þaö fyrir verka- lýðnum. Að baráttunni á milli- striðsárunum er vikiö i minningargrein Réttar um þá þrjá, sem kvaddir voru i ágúst, þá Guöbrand Guðmundsson, Arsæl Sigurðsson og Kristin E. Andrés- son. Um Guðbrand segir m.a.: „Þetta er máske táknrænt fyrir þau lifskjör, er alþýðu manna bjó við á þessum krepputimum, og koinmúnistarnir ekki sist urðu að sæta, að Guðbrandur, — sem alla ævi var fátækur maöur á venju- legan mælikvarða —þótti I okkar hópi þá standa sérstaklega vcl að vígi h vað lifsafkomu snerti! Hann hafði nefnilega fasta atvinnu.”Og siðar I sömu grein segir: (,Guð- brandur var um skeið i miðstjórn Koinmúnistaflokksins, — lengst af tiðkaðist ekki að birta nöfn þeirra, cr þar voru, af ótta við at- vinnuofsóknir og hugsanlegt bann á flokknum.” Stuttar málsgrein- ar sem þessar segja mikla sögu. t þjóðfélagslegri baráttu is- lenskra sósialista (i fróðleiks- skyni fyrir krata og fleiri mætti geta þess i framhjáhlaupi.aðoröiö „jafnaðarmaður” er upphaflega islensk þýðing á þvi alþjóðaorði) hefur Réttur mikilvægu hlutverki að gegna sem fræðilegt málgagn og tengill gamallar sögu og nýrr- ar. Tilvera sliks rits er eitt af skil- yrðunum fyrir þvi, að islenskur verkalýður lendi ekki i sama feninu og frændur okkar Danir: að gelyma baráttusögn sinni og sofna á verðinum. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.