Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 13
Finimtudagur 13. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 — Nei, það var enginn. — Attu við að þaö hafi ekkert verið sagt? — Já. Það var ekki sagt orð. Ég sagði halló hvað eftir annað og þrýsti á A-hnappinn og allt hvað eina. en það gerðist ekki neitt. Ég heyrði bara eitthvert undarlegt hljóð, rétt eins og einhver kynni ekki á simann, og svo var tólinu allt i einu skellt á og þar með búið. — Já, það hlýturað hafa verið einhver sem kunni ekki á simann. sagði Eileen. — Það er svo alvanalegt. sérstaklega núna eftir að nýju simarnir komu með öllum merkjunum og þriggja pensa peningum i staðinn fyrir penný. Það ruglast margir alveg i riminu. En ekki Lindy. Það hefur áreiðanlega ekki verið hún. — Nei. Þetta er vist alveg rétt hjá þér, Eileen. Þegar ég hugsa mig betur um, þá held ég lika að þetta hljóti að vera skýringin. En þá — ég veit svei mér ekki hvernig ég á að lýsa þvi — þá fannst mér endilega sem mann- eskjan i hinum endanum,sem for- klúðraði öllu, væri i vandræðum, reglulega miklum vandræðum og reyndi i öngum sinum að ná sam- bandi við mig. Ef ég hefði ögn meira hugmyndaflug, hefði ég sagt að eitthvað þarna minnti á hugsanaflutning — eins og ein sál sendi neyöarkall til annarrar — en auðvitað trúi ég ekki á svo- leiðis vitleysu. En þegar timinn leið og hún kom ekki og ég fór heim og það kom i ljós að það var koldimmt i húsinu, já, þá fannst mér þetta allt á eina bókina lært, ef þú skilur hvað ég á við. — Og hvað heldurðu núna? spurði Eileen og einblindi ennþá á hann. Stundarkorn horfðust þau i augu, rannsakandi og áköf, eins og þau leituðu að visbendingu, merki, einhverju sem þau vissu ekki sjálf hvað var. Svo yppti Geoffrey öxlum og brosti. — Ég held satt að segja að við séum að æsa okkur alltof mikið upp, sagði hann. — Það er mér að kenna, ég veit ekki hvers vegna ég fylltist þessari hræðslu alveg að ástæðulausu. Lindy birtist áreiðanlega á næstunni og gefur skýringu á þessu öllu. Þangað til finnst mér að við ættum að fá okkur drykk, svona undir svefninn. Hvað vilt þú, Eileen? Sherry eða gin? Hann gekk að skápnum. Hann var bersýnilega búinn að gleyma að Eileen bragð- aði aldrei áfengi. Hún gerði ekkert til að minna hannn á það. Hún brosti aðeins dálitið feimnislega og minnti allt i einu á skólastelpu með dökka bauga undir augunum af þreytu. — Nei — nei þakk fyrir, ég held ekki. Ég verð að koma mér heim. Hún stóð upp og Rósamunda var svo slæm af höfuðverknum að hún gerði ekkert til að halda i hana. Enda höfðu þau ekki meira aö segja og vandamáliö virtist þvi óljósara og ruglingslegra, þvi meira sem um það var rætt. Hún stóð upp með erfiðismunum og fylgdi Eileen til dyra. Hún tók ekki eftir þvi, að leirinn á skónum hennar, sem nú var þornaður, flagnaði af i hverju spori. Já, þegar hún kom til baka og sá litlu Brúðkaup Laugardaginn 3. nóv. voru gef- in saman i Bústaðakirkju af séra Ólafi Skúlasyni Halldóra Þóris- dóttir og Ásgeir Ragnarsson. Heimili þeirra verður að Litla- gerði 8, Rvk. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 178, simi 85602 CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ dökku klumpana sem lágu i röð þvert yfir stofugólfið, gat hún ekki strax áttað sig á þvi hvað þetta var eiginlega. 14 Lögmál tilfinninganna eru allt öðru visi en lögmál stærð- fræðinnar. Þegar syrtir i álinn er ekki óvanalegt að bjartsýni mannsins aukist, þvi minni lik- ur sem eru fyrir hagstæðum árangri, vegna þess að einhver sálræn heilsubótarstarfsemi upp- hefs sjálfkrafa. Og það var ef til vill ástæðan til þess, að Geoffrey, sem kvöldið áður hafði ekki getað upphugsað neina einustu skýringu á þvi að Lindy léti sig vanta eitt kvöld, hafði næsta morgun á reiðum höndum að minnsta kosti tylft af frambæri- legum ástæðum fyrir þvi að hún kom ekki heldur heim um nóttina. Áður en Eileen fór til vinnu, hafði hún komið yfir um til að segja frá þvi að Lj ndy heföi ekki sýnt sig enn. Það var Geoffrey sem fór til dyra og upp i svefn- hverbergið gat Rósamunda heyrt raddir þeirra risa og hniga i ró- legum sveiflum meðan þau yfir- Sunnudaginn 21. okt. voru gefin saman i Neskaupstað af séra Jó- hanni S. Hliðar Hugrún Rafns- dóttir og Jón Kristjánsson. Heim- ili þeirra verður að Brimhóla- braut 25, Vestmannaeyjum. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi I78,simi 85062 buðu hvort annað með sennileg- , um skýringum. — Aö Lindy ' hefði ef til vill lagt skila- boð til kærulauss nágranna sem gleymt heföi að koma þeim til skila? Að hún hefði reynt að hringja allt kvöldið, en eitthvað hefði verið að simanum? | Að hún hefði ilenst hjá einhverj- um vinum eftir veislu? Tilgáturn- ar hentust á milli þeirra eins og þau væru i boltaleik og hvorugt ; þeirra sló vindhögg eða missti ; boltann. uns þau komu sér saman I um að leiknum væri lokið og földu boltann á öruggum stað. sem sé i öruggri vissu þess að eflaust lægju skilaboð til Geoffreys á skrifstofunni og Eileenar i búð- inni. A meðan yrði Rósamunda að sinna Sjanghó. Geoffrey kom upp stigann með lyklana að ná- grannahúsinu dinglandi á litla- fingri. — Þér finnst það allt i lagi. er það ekki, Rósamunda? spurði hann eða lýsti öllu heldur yfir, svo öruggur var hann um samstarfs- vilja hennar. — Þú röltir bara eftir veginum með hann smáspöl nokkrum sinnum. og ef enginn kemur til hádegis, þá gefurðu honum dós af þessum hundamat, hvað svo sem hann nú segir. liann er ekki sérlega hrifinn af honum, segir Eileen, en hann verður að láta sér hann lynda þangað til Lindy kemur. En hún kemur ekki til baka, hugsaði Rósamunda sljólega. Ég verð lika að fóðra hann á morgun. Og hinn daginn og þar næsta dag — alltaf — eða þangað til þau ákveða að gefa einhverjum hund- inn. Hvað skyldi það taka langan tima? Hve íangan tima heldur fólk i vonina? — Ég skal gera það, sagði hún vélrænt og óskaöi þess eins að Geoffrey færi svo aö hún gæti aft- ur skriðið upp i rúm. Hið eina sem hún þráði var að fá að liggja þar og sofa klukkutimum saman uns höfuðverkurinn og þreytan hyrfu. Og það hlyti að fara að koma að þvi. 1 ár var talað um eins dags flensu, og þvi skyldi hutv fara verr út úr henni en aðrir? Strax og Geoffrey færi farin, ætlaði hún til Dawsonhjónanna og biðja þau að annast hudninn. Það myndu þau áreiðanlega gera með glöðu geði, annað þeirra eða bæði, einkum ef veðrið var gott. Veðrið var reyndar ekki sér- lega gott, en þokan var næstum horfin og frú Dawson var reiðu- búin aö annast hudninn. Hún tók góða og gilda þá skýringu að Lindy væri að heiman i nokkra daga, og þegar ltósamunda var búin að skila lyklunum og taka til i eldhúsinu, þreytt og klaufaleg, skreiddist hún feginsamlega upp i óumbúið rúmið. Hún lá með lokuð augun og hugsaði um allt það sem hún hafði látið ógert. Óhreini þvotturinn hlóöst upp — og hún hafði ekki hreinsað baðherbergið — það var svo ótal margt — en það gæti beðiö til morguns. A morgun liði henni áreiðanlega betur. A morgun kæmi i ljós að.... Ilvaðkæmi i ljós? Rósamunda uppgötvaði að hún hlaut að hafa sofnað i miðjum vangaveltum sinum, þvi að nú sá hún að liðið var fram á morgun, að vetrarsól- in þokaðist nær hádegisstað og fyllti ósnyrtilegt svefnherbergið daufu, fölu ljósi. Og siminn hringdi. Hún skreiddist fram úr rúminu, stakk fótunum i inniskóna og var komin hálfa leið niður stigann, þegar sviminn heltók hana á ný. Hún hafði flýtt sér alltof mikiö. Hún varð að stansa andartak og halda dauðahaldi i handriðið, meöan myrkrið hvolfdist yfir hana og fjarlægðist á ný, þá hélt hún á- fram, undrandi yfir þvi að siminn skyldi ennþá vera að hringja, þvi að þetta virtist hafa staðið yfir heila eilifð. — Halló, sagði hún hásum rómi og þrýsti tólinu að eyranu. — Halló. Nú vissi hún, að enginn myndi svara, að ekkert myndi heyrast annað en þögn og lágur andardráttur. Samt sagði hún ,,Halló” einu sinni enn og heyröi strax smellinn þegar tólið var lagt á hinum megin. Auðvitað var þetta henni sjálfri að kenna, hún hefði átt að segja simanúmerið sitt eins og vera bar, eða „Þetta er Rósamunda Fielding” eða „Þrýstið á A- hnappinn” eða eitthvað i þá átt. Hún hafði ekki verið sérlega hjálpleg við hina draugalegu veru sem hringdi til hennar. En það skipti svo sem engu Fimmtudagur 13. desember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 • Morgunstund barnanna kl. 8.45: Böðvar Guðmundsson heldur áfram söguna um ..Ogn og Anton” eftir Erich Kastner (6). Morgunleik- finii kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Bergsteinn Á. Bersteinsson íiskmats- stjóri l'lytur erindi: Is- lendingar og hafið. Morgun- popp kl. 10.40: Thin Lizzy loika og syngja. Illjóin- plötusafnið kl. 11.00: 'lendutt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkvnningar. 12.24 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A Irivaktinni. Margrét G uðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: Saga Eldeyjar-lijalta eftir Guð- iniiiKl G. llagalin.Ilölundur les (22) 15.00 M iðdegislónleikar: Gömul tónlist. Ilans Ulrich Niggemann og Kammer- hljómsveil Emils Seilers leika Konsert i G-dúr eltir Johann Joachim Quantz. llans-Ulrich Niggemann, Ulrich Grehling og Karl Heinz Lautner leika Sóniilu i F-dúr eftir Johann Bottlieb Graun. Werner Neuhaus, llans Flummacher, Helmut Hucke, Werner Mauruschat og Conccrtium Musicum hljómsveitin leika Sinfóniu konsertanta i B-dúr l'yrir fiðlu, selló, óbó og gagott eltir Joseph Haydn: Frizt Lehan stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Þopphornið. 16.45 Karnatiiiii: Guniiar- V a I d i m a r ss o n s t j ó r n a r. a. ,,Níu nóttum fyrir jól kem ég til nianiin" Þáttinn, sem ljallar um ýsman að- draganda jólanna l'lytja auk Gunnars: Kjartan Ragnars- son, Vilborg Arnadóttir og M i m i r Völundarson. b. „Sandhóla-Fétur” eftir t'. Wcstergaard. Þorsteinn V. Gunnarsson les kal'la úr sögunni, sem Eirikur Sigurðson islenzkaði. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðuspá Daglegt mál Helgi H. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall. Umsjónarmaður: Sigurður A. Magnússon 19.30 I skimunni.Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar 19.50 Kinsöngur f útvarpssal: llalldór Vilhelmsson syngur við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. a. ,,Horna- fjörður" eftir Ingunni Bjarnadóttur b. „Joe Hill” eftir Earl Robinson c. ,,Hold on”, þjóðlag d. „Stökur" cftir Jón Asgeirsson e. „Go down Moses”, negrasálm- ur. 20.05 Leikrit: „Lifsins krydd" eftir Sumerset Maugham, Þýðandi Ingibjörg Stephen- sen. Leikstjóri: Sveinn Kinarsson. Hersónur og leikendur: Ashenden, Þorsteinn O. Stephensen, Ashenden, Guðmundur Magnússon, Lady Hod- marsh, Herdis Þorvalds- dóttir, Millicent hertogafrú, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Scallion, lávarður, Hétur Elnarsson, Rosie Driffield, Þóra Friðriksdóttir, Mary- Ann, Auður Guðmundsdótt- ir, Ellen, Guðrún Alfreðs- dóttir, Presturinn, Ævar R. Kvaran, Frestfrúin, Þóra Borg, Galloway, Kjartan Ragnarsson, Frú Barton Tralford Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Allgood New- ton Sigm. O. Arngrimsson, Amy Droffield Sigriður Hagalin, þjónn Klemenz Jónsson 21.45 „Leiðsla", hljómsveitar- verk eftir .lón Nordal. Hljómsveitin „Ilarmonien” i Bergen leikur: Karslen Andersen stj. Arni Kristjánsson flytur inn- gangsorð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurl regnir. Kvöld- sagan: Miniiiiigar Guðrún- ar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les (13). 22.35 Manstu eflir þessu’.’Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FRÁ HOFI Hjá okkur fáið þið feikna úrval af garni fyrir handprjón, vélprjón og hekl. Alla hugsanlega liti, bæði fyrir vél- og handþvott. Iiandavinna fyrir veturinn: veggteppi, púðar og klukkustrengir með gobelin- og demantsspori, tvistsaumi og krosssaumi. Svo eru Rýja- og Smyrnatcppi, bæði ámáluð og úttalin, frá mörgum iöndum. Handavinnupakkningar til jólagjafa. SENDUM t PÓSTKRÖFU. Simar: 1-67-64 (garndeild). 1-91-33 (handavinnudeild). HOF, Þingholtsstræti 1. FfUG mim HLJOMLISTAIiMAWA útvegdr yður hljóðfœraleikara og hljómsvéitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 2025S milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.