Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1973. Má mennt vera máttur? Milill hiti var í umræðum um nýja fóstureyðingar- löggjöf á opnum fundi læknanema um málið sl. laugardag og tóku margir til máls auk frummæl- enda, sem voru sex og jafnt af hvoru sexi. Fyrstur talaði Guðmundur Jóhannesson læknir. Hann taldi lagafrumvarpiö mjög gallað og kvaðst ekki sjá þörf þjóðfélagsins fyrir rýmri löggjöf. Uín þörf manneskjunnar ræddi hann minna. Hann sagði fóstureyöingu geta verið hættulega aðgerð og kvað 120 konur i Englandi hafa látist af þeim völdum á vissu ára- bili. Hvorki var þó útlistað, hversu stór þúsundhluti það væri af öllum aðgerðum þarlendis, né heidur hvort þær hefðu dáið af þessum sökum einum saman, og enn siður var tilgreint, hversu gömul þau fóstur hefðu verið, sem um var aö ræöa. Þá sagöi hann fóstureyöingum hafa fjölgað mjög i Sviþjóð eftir að þær voru lögleiddar, en orðaði ekki einu sinni þá sjálfsögöu ályktun aö ólögiegum eyðingum kynni að hafa fækkað að sama skapi og kom sér hjá þvi að svara fyrir- spurn þess efnis siðar á fund- inum. 70% þeirra kvenna, sem synjaö hefði verið um aðgerð, væru nú ánægðar með sitt. Næst talaði lljördis Hákonar- dóttir lögfræðingur, og var mál hennar heldur háspekilegt i fyrstu, en þó greiddist úr þokunni, og i ljós kom, að um var að ræða þær spurningar, hvenær maður verði manneskja, um frelsi mannsins og sjálfsákvörðunar- rétt, og niðurstaðan var sú, að bann við fóstureyðingum væri skerðing á frelsi mannsins. Öfugsnúin umhyggja Þá kom rööin að Birni Björns- syni prófessor.sem ræddi um rétt þessa þumlungsstóra kakkar i kviði konunnar, sem nefnist 8-12 vikna fóstur, gagnvart rétti kon- unnar sjálfrar. Varðandi það misrétti, sem nú rikir, að efnaðar konur geta án þess um muni fengið fóstureyðingu erlendis, meöan fátækar ráða ekki við slikt, sagði hann það mundu verða enn hróplegra misrétti, ef hinar fáu riku fengju ókeypis eyðingu heima, hvað sem öllum fjöldanum liði. öfugsnúin umhyggja. Gerður óskarsdóttir kennari taldi 9. grein frumvarpsins mikil- vægasta, þar sem ákvörðunar- réttur konunnar væri tryggður. Ef kona væri talin óhæf til að taka ákvörðun i þessu efni, mætti spyrja, hvort hún væri þá hæf til að ala upp börn. Hryllingssögur liulda Jensdóttir forstöðukona sagði hryllingssögur af fóstur- eyðingum með orðum einsog „opin og sviðandi sár”, „fölt andlit innan um blómin og gjaf- irnar”, „brot gegn sköpunar- verkinu” osfrv. Hún taldi 80-90% fóstureyðinga ekki neyðarúrræði, heldur stafa af leti kvenna, einkum menntakvenna, sem mættu ekki vera að því að sinna ORÐ í BELG Má Nemandi i heimspekideild Háskólans, nánar tiltekið I is- lensku, segir einn kennarann hafa komið meö bréf með starfstilboði frá erlendu fyrir- tæki, sem hefur skrifstofu hér á landi. Var þar óskað eftir ts- lendingi til starfa og skyldi sá vera læs á skandinavisk mál, gáfaður, góður i islensku, vel máli farinn og — „má vera kona”. (Móðirin) í svigum Nú stendur yfir læknis- skoðun yngstu skólabarnanna hér i Reykjavik og fá þau þá tilkynningar um mætingu i Heilsuverndarstöðinni með sér heim. Tvær mæður H.Th. og G.F. hafa hringt og vakið athygli á undarlegum tvi- skinnungi i þessum til- kynningum, en börn þeirra eru annað i Laugarnesskóla, hitt i Isaksskóla. Á báöum tilkynningum stendur eitthvað á þessa leið: Aðstandandi barsins (móðirin) er beðinn að koma með barninu. Þær spyrja: Hversvegna er tekið fram um móður fyrst á annað borð eri látið lita svo út, að sama sé, hvaða aöstandandi kemur meö barnininu. Er fririnn þá ekki jafngóður móðurinni? Á öörum seðlinum stendur m.a.s. bcöin i kvenkyni! En fyrst og fremst gift Bjö rg Einarsdóttir setur eftirfarandi orð i belginn: „I útvarpinu er að staðaldri (vikulega) þáttur, sem nefnist „A listabrautinni”. Jón B. Gunnlaugsson er stjórnandi þáttarins. 2. des. s.l. var kynnt kona, sem er við söngnám og hún söng. Stjórnandi þáttarins sagöim.a.: „Hvernig er sliku námi hagaö? Nú ert þú gift kona og kennari að auki”.” Hvers er metið starf húsmóður? G.O. hringdi og sagði frá reynslu sinni sem húsmóöur er hún leitaöi bóta vegna veikinda. Kvaðst hún hafa verið veik og óvinnufær i 5 vikur og fékk enda um um það vottorð frá heimilislækni, að hún heföi veriö veik frá 22. október til 30. nóv. — Ég vogaði mér að sækja um sjúkradagpeninga, sagði hún, en viðbrögð viðkomandi opinberra starfsmanna voru aö rengja mig á allan hátt og ma. var ég margspurð, hvort heimilið hefði orðið fyrir tjóni af þessum veikindum minum. Það er semsagt spurning, hvort það er tjón aö húsmóðir- in sé óvinnufær. Helst vildi maðurinn fá einhverja reikninga fyrir greidda vinnu á heimilinu. Þá var dregið i efa, að ég hefði verið nógu veik til að teljast óvinnufær þarsem um bakmeiðsl var að ræða og finnst mér nokkuð djarft af starfsmanninum að ætla að meta vinnufærnina sjálfur án skoðunar. Ég átti ekki von á svona móttökum eftir að lögfest var að húsmæður fengju sjúkra- dagpeninga eins og aðrir, og varð þvi svolitið rugluð, svo ég mundi ekki strax eftir að segja frá þvi, að maðurinn minn tapaði örfáum vinnustundum meðan ég var veik vegna þess að hann kom þá stundum of seint i vinnuna á morgnana. en það er stimpilklukka þar sem hann vinnur. En þetta reyndist skipta miklu máli og var metið til tjóns og endaði máliö á þvi aö ég fékk 10 daga bætur eða dag- peninga. Þar var enginn Og við skulum enda á eftir- farandi frásögn Aslaugar Káradóttur: „Ég vinn á skrifstofu hjá félagssamtökum og fram- kvæmdastjóri þar, sem er karlkyns, vinnur hálfsdags- vinnu. Ég er þvi oft ein á skrifstof- unni. Margir hringja þangað og einnig kemur fólk á skrif- stofuna. Það vakti fljótt athygli mina, að i rauninni vildu fæstir tala við mig um erindi sin á skrif- stofuna, en spuröu eftir fram- kvæmdastjóra, formanni eða lögfræðingi og oft var einfald- lega spurt hvort hægt væri að tala við einhvern. Þetta á við um bæði kynin. Eitt sinn kom karlmaður inn á skrifstofuna, þegar ég var þar ein, og sagði: Er einhver við? Til gamans svaraði ég: Nei, hér er enginn. Hann fór út. Einu sinni ætlaði ég að skrifa langa ritgerð um reynslu mina á þessu sviði i atvinnulifinu, en ég læt þetta nægja að sinni." Fyllum belginn Ég stenst ekki mátið að þakka lesendum viðbrögðin og góða þátttöku i orðabelgnum og hvet ykkur til að halda áfram að segja frá reynslu ykkar, góðri eða slæmri, eða þvi, sem þið hafið heyrt, séð eða lesið og finnst eiga erindi til fleiri. Þvi miður verður sið- an okkar nú, eins og fleira fast efni, að vikja fyrir aug- lýsingaflóði jólanna um sinn, en við höldum áfram tviefld að þeirri kaupskaparhátið aflok- inni. Safnið i belginn þangað til, skrifið eða hringið i sima 17500. —vh Svín Naut Kanína Maður 11C. myiul. Samanbu'ður á fósturþróun lirvggdýra. (Bead- fiell). (Jr Liffræði Siguröar H. Péturssonar börnum sakir starfs eða sam- kvæmislifs. Kvenfólk vildi nú- orðið ástunda fjálsar ástir á borð við karlmenn, en þær yrðu að vera ábyrgar gerða sinna, og var helst svo að skilja, að annað tveggja væri um að velja skirlifi eða getnað. Helgi Kristbjarnarson lækna- nemi sagðist ekki vera hrifinn af fóstureyðingum, þótt þetta væri raunar ósköp snyrtileg aðgerö, en besti kosturinn væri sá, að þær væru frjálsar, en engin kona þyrfti að notfæra sér þann rétt. Versti kosturinn væri hinsvegar sá, ef kona vildi láta eyða fóstri, en yfirvöld bönnuðu þaö. Hann kvaðst hafa lokið 3/4 hlutum læknanáms, en enn hefði enginn kennt sér hvernig ætti að dæma um þörf konu á fóstureyðingu eða á hvaða forsendum ætti að neita slikri ósk hennar. Þrúgaöir læknar Eftir dálitið innbyrðis spjall frummælenda hófust frjálsar um- ræður, og reið Jakob Jónssongeð- læknir á vaðið. Hann sagöi það áráttu lækna að vilja troða sinum skoðunum upp á sjúklinga, og þeir væru langt frá þvi alltaf hlut- lausir. Þannig væri þvi varið varðandi fóstureyöingar. Margir læknar væru þrúgaðir af þeim siðgæðis- eða trúarhugmyndum, sem þeir hefðu alist upp við eða rikjandi væru, og beint eða óbeint settu þeir sig i dómarasæti gagn- vart konunni. Sumar ráðlegg- ingar lækna úreltust fljótt. Einu sinni hefði verið talin allra meina bót að hreinsa þarmana. Aðrar væru tómur þvættingur, eins og þegar mönnum væri ráðlagt að „forðast áhyggjur” eða „fara vel með sig". Eini gallinn á frum- varpinu væri sá, að i kaflanum um ráðgjöf og fræðslu væri ekki gert ráð fyrir leiðbeiningum um þaö, hvernig fólk ætti sem best að njóta kynmaka. En þetta væri ekki litið atriði, þvi að ástin væri tilfinningamál, en ekki bara kyn- færamál, og ólag i þessum efnum færi illa með geðheilsu margra. Gera hið besta úr orðnum hlut Varðandi 70% ánægju þeirra, semsynjaðhefðiverið.gerði Arni Björnsson þá athugasemd, að vitaskuld leituðust flestir við að gera hið besta úr orðnum hlut og vildu ekki láta vonbrigði sin koma niður á börnum sinum. A hinn bóginn væri þá mjög oft búið að breyta óafturkallanlega þvi lifshlaupi, sem konan hefði upp- haflega óskað sér. Þá bar hann fram þær spurningar: 1) hvort öllum þætti ekki æskilegast, að fólk eignaðist börn, þegar það sjálft langaði til, 2) hvort nokkur sæti uppá þeim siðferðishrauk aö finnast ósiðlegt, að fólk nyti hvers annars á þann eðlilegasta hátt, sem náttúran ætlaðist til, 3) hvort mönnum dytti i alvöru i hug, að fólk hætti i stórum stil að nota varnir og gerði sér fóstureyðingu að leik, og 4) hvaðan úr ósköp- unum læknum kæmi sá réttur að vilja hafa vit fyrir konu og ráöskast með lif hennar og fram- tið. Itósa Biöndal sagði, að nú væri verið að leggja til lögleiðingu á Framhald á 14. siðu Forvitin rauö um fóstur- eyðingafrv. Rauðsokkareru nú með i undir- búningi nýtt hefti af blaði sinu „Forvitin rauð” og er efni þess að þessu sinni algerlega helgað fóstureyðingamálinu og skyldum málum. Að þvi er nokkrir rauð- sokkar i starfshópnum um blaðið sögðu Þjóðviljanum, er fjallað um lagafrumvarpið, núverandi ástand i þessum málum og við- horf rauðsokka, getnaðarvarnir, kynlif ofl. og nokkrar konur segja frá reynslu sinni af ólöglegum fóstureyðingum. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.