Þjóðviljinn - 15.02.1974, Page 2
2 SJÐA — Þ.IÓDVILJXNN Föstudagur 15. febrúar 1974.
Að eiga bágt
Þeir eiga bágt i böndunum,
bæöi i sái og höndunum,
sem ætla aö bjarga öndunum
undan söguvöndunum.
Kútter
Sigurfari
Getið hefur verið um það i blöð-
um, að hugmynd hefði skotið upp
kollinum að fá hingað til landsins
gamlan kútter frá Færeyjum, er
var i eigu Islendinga á sinum
tima, og varðveita til minningar
um hið merkilega timabii i sögu
okkar, skútuöldina. Hugmynd
þessi fékk góðan byr, og fyrir ein-
huga átak félaganna i Kiwanis-
klúbbnum á Akranesi, sérstak-
lega, hefur draumurinn orðið að
veruleika. Gengið hefur verið frá
kaupum á kútter Sigurfara, og er
hans von með vorinu til sinnar
heimahafnar á Akranesi.
Sigurfari var um langt árabil i
eigu Islendinga, smiðaður i Eng-
landi árið 1885 og keyptur til
landsins frá Hull 1897. Mörg
fyrstu árin áttu Sigurfara og
gerðu hann út Pétur Sigurðsson,
útvegsbóndi á Hrólfsskála á
Seltjarnarnesi, faðir Sigurðar,
skipstjóra á Gullfossi (fyrsta) og
afiPétufs Sigurðssonar, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, og Gunn-
steinn Einarsson, skipstjóri i
Skildinganesi. Atti Pétur hann að
tveimur þriðju og Gunnsteinn að
einum þriðja. Siðustu all-mörg
árin hér heima var Sigurfari i
eigu H.P.Duus-fyrirtækisins I
Reykjavik og seldur Færeyingum
i janúar árið 1920, annar siðustu
kútteranna, sem Færeyingar
keyptu af okkur, að ég ætla.
Sigurfari var happaskip alla tið
og skipstjórar á honum aflamenn
I fremstu röð. Eigendur hans i
Færeyjum hafa jafnan verið hinir
sömu og gert hann út á handfæra-
veiðar ár hvert, þar til fyrir
tveimur árum eða svo. Sigurfari
verður eign byggðasafnsins i
Görðum á Akranesi og varðveitt-
ur þar.
Til eru myndir af mörgum, ef
ekki öllum, gömlu kútterunum og
skipshöfnum þeirra. Erindið með
þessum linum er að leita til fólks
um fyrir greiðslu varðandi
þessar myndir. Þá, sem kynnu að
eiga mynd af Sigurfara og mynd-
ir af skipshöfnum hans, fyrr og
siðar, svo og af skipstjórum hans,
bið ég vinsamlegast að lána
myndirnar til eftirtöku. Hugsað
er, aö myndunum verði komið
fyrir á sérstökum vegg i byggða-
safninu og i nánum tengslum við
skipið. Æskilegt er, að myndun-
um fylgi skýringar, t.d.: af hverj-
um þær eru (þar sem eru manna-
myndir) og hvaðan og fl., frá
hvaða ári o.s.frv.
Einnig óskar safnið eftir mynd-
um af öðrum kútterum og skips-
höfnum þeirra, með það i huga
meðfram, að Akurnesingar voru
á sinum tima fleiri eða færri á
öllum kútterunum, sem gerðir
voru út sunnanlands. Munu þess-
ar myndir varðveittar i byggða-
safni Akurnesinga og nærsveita
sem hinar. Ég treysti góðu fólki
til hins besta i þessu efni. Og þvi
lofa ég, að eigendur myndanna
fái þær aftur hið bráðasta.
Heimilisfang mitt er: Kirkju-
hvoll, Akranesi. Simi: 1918.
Með kveðju og góðum óskum til
hinna mörgu.
Jón M. Guðjónsson.
„Vér morð
mgjar a
Norður-
löndum
Dagana 6.-8. febrúar var hald-
inn i Reykjavik fundur leiklistar-
deildar sjónvarpsstöðva á
Norðurlöndum. Rædd voru ýmis
mál varðandi samvinnu stöðv-
anna á sviði leikritaflutnings og
skoðu'ð þau leikrit, sem fram eru
boðin til skipta á næstu mánuð-
um. Af hálfu islenska sjónvarps-
ins var boðið fram leikritið ,,Vér
morðingjar” sem sýnt verður i
danska, norska og sænska sjón-
varpinu á næstunni. Leikritið var
frumsýnt i islenska sjónvarpinu á
sl. jólum. Aðalhlutverk léku Edda
Þórarinsdóttir og Þorsteinn
Gunnarsson. Leikstjóri var
Erlingur Gislason, og upptöku
stjórnaði Tage Ammendrup.
A myndinni má sjá Eddu
Þórarinsdúttur og Þorstein
Gunnarsson i hiutverkum sfnum i
„Vér morðingjar”.
Á fjórða hundrað manns sótti 2. frœðslufundinn
Mánudaginn 4. febrúar s.l.
var haldinn fyrsti almenni
fræðslufundur á vegum sam-
taka psoriasis- og exemsjúkl-
inga. Geysilegt fjölmenni var
á fundinum, á fjórða hundrað
manns.
Eirikur Ásgeirsson flutti er-
indi um ferð sina til Sviþjóðar
i september s.l., þar sem hald-
ið var hátiðlegt 10 ára afmæli
sænsku psoriasissamtakanna.
Á þessum sama afmælisfundi
voru stofnuð alþjóðasamtök
psoriasissjúklinga, IFPA, og
eru islensku samtökin þvi að-
ilar að þeirri stofnun. Þunga-
miðja markmiða alþjóðasam-
takanna varð söfnun fjár
vegna rannsókna og aftur
rannsókna á psoriasis, sem er
með öllu ólæknandi enn þann
dag f dag, þó sjúk-
dómunnn eigi sér minnst 4000
ára sögu.
Fleiri félagar tóku einnig til
máls og skýrðu frá reynslu
sinni af psoriasis og þeirri
læknisaðferð, sem hentar
þeim best.
Þá flutti varaformaður, Ás-
geir Gunnarsson, skýrslu
stjórnarinnar, og bar i henni
hæst sá árangur, sem náðst
hefur með ókeypis lyfjum til
handa sjúklingum með lang-
varandi psoriasis og exem.
Einnig þann árangur, sem er
að nást um að koma á fót
heimangöngudeildum, þar
sem til staðar verða böð, gufu-
böð, ljósböð, hjúkrunarað-
staða og i framtiðinni sund-
laug. Deildir sem þessar eru
mjög aðkallandi. Sú eina að-
hlynning, sem hægt hefur ver-
ið að fá undanfarin ár er
sjúkralega á húðsjúkdóma-
deild Landspitalans, sem er
þröngt húsnæði miðað við eft-
irspurn.
Má það teljast kraftaverk,
hvað starfsfólki þeirrar deild-
ar hefur tekist með dugnaði,
samviskusemi og ósérhlifni að
veita þá aðhlynningu, sem
raun ber vitni, og ber samtök-
unum að bera fram þakkir
sinar til þess.
Samtökin þakka einnig þá
velvild og skilning, sem þau
hafa mætt frá hendi heilbrigð-
isráðherra og starfsfólki hans,
einnig Tryggingastofnun
Rikisins og tryggingaráði fyr-
ir skjóta og skilningsrika af-
greiðslu á málum samtak-
anna. Einnig þakka samtökin
framboðinn stuðning borgar-
stjóra Reykjavikur við þau.
Að sjálfsögðu byggist allt
framtiðarstarf samtakanna á
að sjúklingar sem bera þessa
sjúkdóma og velunnarar
þeirra fylli þann hóp, sem nú
þegar mynda samtökin.
Mynd: Francisco Goya y Lucientes
KENJAR
Mál: Guðbergur Bergsson
4.
Ömmudrengurinn
Höfuðmunurinn á frumteikn-
ingunni og koparstungunni af dek-
urbarninu af heldri manna stétt,
pilsfaldabarninu, sem heldur
áfram að sleikja allt frá öðrum,
og puttana sina lika, klætt skirn-
arkjól úr satini, fram að fávisri
elli, er sá, að fjórhjóla vagn drátt-
armannsins hefur breyst i pott
eða körfu á koparstungunni. Allt
er óákveðnara. Á teikningunni er
maður að fara fyrir horn, og þar
rikir visst andrúmsloft morguns i
stórborg, árla, þegar vöruflutn-
ingar fara fram i skimunni af ris-
andi degi og fólkið likist skugg-
um.
A koparstungunni er hins vegar
komin nótt, og hið einkennilega
sambland af gamalmenni, fávita
og barni, er rétt að hefja potta
sleikis-iðju sina i skjóli myrkurs-
ins. Það er eins og glampi ljós-
myndara skelli á skripið og standi
það að verki. Við það gónir það á
áhorfandann þeim augum, sem
allir þekkja, en enginn þorir að
kannast við.
Pottasleikir hallast fram yfir
sig sökum hinnar listrænu þarfar
Goya að gera kross i miðju
mynda sinna, en ekki vegna ástar
á veruleikanum eða aðdáunar á
jafnvægislist snikjudýra.
1 Ayala-handritinu stendur
skrifað: „Afkvæmi aðalsættanna
troða sig út af mat, sleikja á sér
puttana, og eru ævilangt stór
börn, þótt þeim hafi vaxið skegg;
og þess vegna þuifa þjónarnir að
dratta þeim á eftir sér i beisli.”
Samkvæmt þeim skilningi er af-
styrmiö ekki að vega salt, heldur
að streitast á móti þvi.aö þjónn-
inn dragi það frá pottinum, sem
glampar svo girnilega á i myrkr-
inu.