Þjóðviljinn - 15.02.1974, Síða 3
Föstudagur 15. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
34 kennarar MT:
Ákvörðun um herlaust
land strax þetta árið
Kennarar Menntaskólans við
Tjörnina hafa undirritað áskorun
þar sem skorað er á alþingi að
stuðla að því, að endanleg
ákvörðun um brottför erlends
hers af islenskri grund verði tekin
á þessu ári. Askorunin er send
forsætisráðherra og formönnum
allra þingflokkanna, og hana
undirrita 34 kennarar skólans.
Askorunin er á þessa leið:
„Undirritaðir kennarar við
Menntaskólann við Tjörnina
styðja eindregið þá stefnu rikis-
stjórnarinnar I herstöðvamálinu
og skora á alþingismenn að stuðla
að þvi, að endanleg ákvörðun um
brottför erlends hers af islenskri
jörð verði tekin á 1100 ára afmæli
búsetu i landinu.”
Undir áskorunina rita:
Sverrir Hólmarsson,
Skaftahlið 22
Hákon óskarsson,
Bræðraborgarstig 5
Kristinn Sigmundsson,
Háteigsvegi 17, R.
Þorvaldur ólafsson,
Reynimel 92, R.
Páll Bjarnason,
Eyjabakka 23 R.
Ómar Arnason,
Móabarði 20, Hf.
Þorbjörn Friðriksson,
Digranesvegi 25, Kóp.
Geir Viðar Vilhjálmsson,
Laufásvegi 6, R.
Aðalsteinn Daviðsson,
Löngubrekku 11, Kóp.
Framhald á 14. siðu.
Hvar er
fréttin
Styrmir?
Spurning til Styrmis Mogga-
ritstjóra: Af hverju birti
Morgunblaðið ekki i gær frétt
frá NTB um svonefnda „orð-
sendingu norsku stjórnarinn-
ar”? Státar Morgunblaðið sig
ekki af þvi að vera heiðarlegt
fréttablað? Blaðið hefur kraf-
ist þess æ ofan i æ undanfarn-
ar vikur að fá að vita innihald
orðsendingarinnar. Af hverju
birtist það ekki þegar það
loksins fæst? Birtir Mogginn
eingöngu „hagstæðar frétt-
ir”?
—ÞH
Vanræksla póst-
þ j ónustunnar
ónýtti verk-
fallsboðunina
Vitaverð afgreiðsla segir formaður Sóknar
Vanræksla póstþjónust-
unnar í Reykjavík hefur
orðið til þess að Sóknar-
konur verða að fresta boð-
uðu verkfalli sinu við
sjúkrahús borgarinnar
nokkra daga.
Hefur Birgir 1. Gunarsson
borgarstjóri lýst yfir, að verk-
fallsboðun Starfsstúlknafélagsins
sé ólögleg, þar eö hann hafi ekki
fengið hana i hendur fyrr en kl.
tiu minútur yfir niu á þriðjudags-
morguninn 12. febrúar. Verkfall
átti að hefjast þriðjudaginn 19.
febrúar, en lögboðinn er viku-
frestur.
Þegar Þjóðviljinn hafði sam-
band við Guðmundu Helgadóttur,
formann Sóknar, i gær, var hún
mjög sár yfir vanrækslu póstsins
og taldi hana vitaverða. Kvaðst
Guðmunda hafa lagt bréfið með
verkfallsboðuninni i póst á póst-
húsinu á Hlemmi kl. 12,15 á
mánudag og að sjálfsögðu sett
það bæði i ábyrgð og hraðpóst. Að
sögn starfsfólksins þar lá bréfið á
pósthúsinu á Hlemmi til kl. 14.30,
að farið var með það á aðalpóst-
húsið viö Austurstræti beint á
móti skrifstofu borgarstjóra, sem
lokað er kl. 16.15. Hafði pósthúsið
þannig rúman hálfan annan tima
til að koma express bréfinu yfir
götuna, en það var ekki gert.
Sem kunnugt er ber að bera
hraðbréf út strax og þau berast
viðkomandi pósthúsi, en Guð-
munda sagði, að póstþjónustan
hefði svarað umkvörtunum sin-
um þvi einu, að þar væri svo fálið-
að.
i gærmorgun sendi Sókn siðan
nýja verkfallsboðun til borgar-
innar, sem miðast við laugardag-
Kók í nýtt hús
Vifilfell hf. sem framleiðir
Kóka kóla tók nýlega nýtt hús-
næði i notkun. Er það i Árbæjar-
hverfinu, rétt við lögreglustöð
hverfisins. Um leið var tekin i
notkun ný vélasamstæða sem
framleiðir rúmlega þrefalt meira
magn af kóki en gömlu vélarnar.
Vélasamstæðan sem er belgisk
getur við hámarksafköst afgreitt
24 þúsund flöskur oni kassa á
klukkutíma, en gömlu vélarnar
náðu hámarki við 7200 flöskur. 1-
viö fleira fólk þarf við þessa nýju
vél, en á móti kemur að einungis
er unnið á einni vakt i stað
þriggja áður.
—ÞH
Aðalfundur D.S.Í.
Aðalfundur Danskennarafélags
íslands var haldinn 3. janúar sl. í
skýrslu stjórnar fyrir sl. ár kom
fram að 3 stúlkur höfðu lokið
danskennaraprófi, þær Hulda
Björsndóttir, Klara Sigurgeirs-
dóttir og Emelia ólafsdóttir. Um
þessar mundir er Danskennara-
samband Islands tiu ára, og var
ákveðið að halda danssýningu i
Háskólabiói þann 23. mars nk. ís-
lenski dansflokkurinn sem stofn-
aður var sl. ár hefur gerst aðili að
D.S.Í. Stjórn fyrir næsta kjör-
timabil var kosin, og hana skipa :
Unnur Arngrimsdóttir formaður,
örn Guðmundsson ritari, Iben
Sonne gjaldkeri og Guðbjörg
Pálsdóttir og Edda Pálsdóttir
meðstjórnendur.
inn 23. febrúar. Rikið hefur hins-
vegar ekki séð ástæðu til að gera
athugasemd við verkfallsboöun-
ina og er verkfall Sóknarkvenna á
rikisspitölunum þvi boðað frá og
með 19. febrúar.
Verður raunar að telja það
óþarfa hártogun hjá borginni að
binda sig á þennan hátt við smá-
atriðin þegar greinilegt er að hér
er um vanrækslu póstþjónustunn-
ar að ræða. Það skyldi þó aldrei
vera, að einhverjir embættis-
menn þar séu enn i fýlu útaf þvi
að Sókn skyldi koma i gegn launa-
jafnréttisleiðréttingu sinni sl.
haust, en einsog þá kom fram i
fréttum var borgin mjög treg til
lagfæringar, þótt rikið að sinu
leyti viðurkenndki strax málstað
Sóknarkvenna.
Guðmunda Helgadóttir var i
gær bjartsýn á að Sókn mundi ná
fram sérkröfum sinum, sem
samningar eru nú að hefjast um,
en meðal þeirra er sú krafa, að
Sóknarkonur hafi aðgang að
barnaheimilunum, sem sjúkra-
húsin reka, og hingað. til hafa ein-
ungis verið ætluð börnum hjúkr-
unarliðs.
—vh
Þorlákshafnarbúar
undrandi á loðnu-
löndunarbanninu
Frá fréttaritara Þjóðviljans i
Þorlákshöfn:
Hér eru menn undrandi yfir þvi
að Meitillinn h/f skuli setja lönd-
unarbann á loðnubáta, sem veiða
i bræðslu, þar sem undanfarin ár
virðist hafa verið brædd loðna
mörgum vikum eftir að loðnuver-
tið hætti. Og þótt yrði verkfall i
nokkra daga, sem enginn trúir á
undir vinstri stjórn, þá mun loðn-
an vera jafn nothæf til bræðslu
þótt hún væri nokkrum dögum
eldri af þeim sökum.
Aðstaða hafnarstjóra hér i Þor-
lákshöfn, vigtarmanna og ann-
arra starfsmanna hafnarinnar er
að batna til muna, þar sem nýtt
hús undir þessa starfsemi er nú
að verða fullbyggt. Hafnarstjóri
er þegar fluttur i húsið og búið er
að ganga frá uppsetningu sima og
verið er að ganga frá talstöðinni
og öðrum tækjum. Aðeins er eftir
að ganga frá dúkum á gólf og öðru
smávegis.
Hér má heita stanslaus loðnu-
löndun allan sólarhringinn og er
loðnan flutt til frystingar I allar
áttir. Bolfiskveiði er mjög litil i
net og troll. Virðist enginn fiskur
enn kominn með loðnunni, hvað
sem verður.
—Þ.S.
Loðna til
Siglufjarðar
58 bátar með
8.920 tonn sl. sólarhring
Loðnuaflinn frá þvl á miðnætti
aðfaranótt fimmtudagsins fram
til klukkan 17.30 I gærdag var
samtals 8.920 tonn af 58 bátum.
Aflahæstir voru Héðinn ÞH 420,
Óskar Magnússon 420, Ásgeir 340,
Sigurður 700 og Harpa RE 330
tonn. Margir bátar voru með
smáslatta, undir 100 tonnum, sem
fór i frystingu hér á suðvestur-
horninu.
Loðnan veiddist á svæðinu frá
Ingólfshöfða vestur fyrir Eyjar.
Astandið i löndunarmálum erHtiö
breytt, eina plássið er á Aust-
fjörðum. Þó voru fjórir bátar i
gær á leið til Siglufjarðar með
loðnu. Enginn bátur hafði enn til-
kynnt sig á leið til Raufarhafnar,
en nokkrir bátar voru á leið til
Austfjarðahafna og ekki útilokað
að einhverjir þeirra færu norður
fyrir.
—ÞH
Umboðsmenn
fyrir
Skoda fólksbifreiðir
og
Tatra vörubifreiðir
óskast
Umsóknareyðublöð fóst á skrifstofu okkar
Auðbrekku 44-46, Kópavogi, sími 42-600
TEKKNESKA
BIFREIDAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
Umboðsmenn
óskast ó
eftirtöldum stöðum:
Akranesi
Borgarnesi
Stykkishólmi
Patreksfirði
Blönduósi
Sauðárkróki
Húsavík
Egilsstöðum
Neskaupstað
Höfn
Vestmannaeyjum