Þjóðviljinn - 15.02.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1974.
DIOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
ÞAÐ STENDUR Á ATVINNUREKENDUM
Nokkur hreyfing hefur komist á i samn-
ingaviðræðum verkalýðsfélaganna við at-
vinnurekendur nú siðustu daga. Enn er þó
ekki ljóst, hvort samningar takast áður en
boðað verkfall kemur til framkvæmda á
þriðjudaginn kemur, en vonir manna um
að hjá verkfalli verði komist hafa farið
vaxandi.
Hér veltur þó allt á þvi, að atvinnurek-
endur komi lengra til móts við kröfur
verkalýðshreyfingarinnar en enn hefur
gerst, og þá alveg sérstaklega, að þeir
viðurkenni i verki að myndarleg kaup-
hækkun til handa þeim lægst launuðu er ó-
hjákvæmileg nauðsyn.
Litum á fiskiðnaðinn til dæmis, en
verkalýðsfélögin hafa farið fram á sér-
staka 15% hækkun til handa þvi fólki, sem
við fiskvinnslu starfar og kauptryggingu.
Hér er ekki aðeins um að ræða brýna
nauðsyn verkafólksins, sem starfar við
þessa undirstöðuatvinnugrein og verið
hefur einna lægst launað á landi hér. Það
er ekki siður nauðsynlegt fyrir atvinnu-
rekendurna sjálfa i þessari grein að borga
fólki sinu sómasamlegt kaup, svo að
frystihúsin og fiskvinnslustöðvarnar tæm-
ist ekki að vel verkfæru fólki, en þróunin
hefur mjög verið i þá átt á undanförnum
árum. Og það er lika brýn nauðsyn fyrir
þjóðarbúið i heild að tryggt sé vinnuafl i
þýðingarmestu undirstöðugreinar, sem
aðeins gerist með þvi að launin séu a.m.k.
boðleg.
Ýmsir hafa orðið til að ásaka verkalýðs-
hreyfinguna fyrir að veita ekki undanþág-
ur til loðnuvinnslu, ef til verkfalls kemur.
Þetta gerði t.d. Pétur Sigurðsson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins, sem
túlkaði sjónarmið atvinnurekenda i þess-
um efnum á alþingi i fyrradag.
Slikar ásakanir eiga við engin rök að
styðjast, þvi að til þess að komið geti til
greina, að verkalýðshreyfingin sliðri með
þeim hætti sitt beittasta vopn, þá er það
algert lágmark, að atvinnurekendur sýni
af sinni hálfu umtalsverðan skilning á
kröfum verkafélaganna um verulegar
láglaunahækkanir.
Það er engin sanngirni i þvi af hálfu at-
vinnurekenda að sýna verkalýðshreyfing-
unni dólgslega óbilgirni með þvi að bjóða
fram kauplækkunartilboð, eins og at-
vinnurekendur létu sig hafa eftir margra
mánaða samningaþóf, en heimta siðan
undanþágu, þar sem verkalýðshreyfingin
á sterkasta vigstöðu. Málið kynni að horfa
öðru visi við, ef atvinnurekendur sýndu
meiri lit og sjá mætti að samningar væru á
næsta leiti.
Það er áreiðanlega nær fyrir atvinnu-
rekendur, að leiða hugann að þvi, að nokk-
ur kauphækkun til verkafólks er smámun-
ir einir samanborið við það tjón, sem hlyt-
ist af langvarandi verkfalli, meðan loðnan
væri látin deyja drottni sinum úti i hafi i
stað þess að verða okkur sá gullfiskur,
sem kostur er á.
Það er reyndar með öllu fordæmanlegt,
og á ekki að liðast, að fáeinar verksmiðjur
hér á Suðvesturlandi taki sig út úr og neiti
að taka við loðnu, þótt þróarrými sé fyrir
hendi, og það án þess að nokkuð liggi fyrir
um það, að til verkfalls komi.
öllum atvinnurekstri fylgir að sjálf-
sögðu jafnan nokkur áhætta og verkföllum
fylgir tjón, en allir vita, að loðnuna er
hægt að geyma vikum saman án þess að
hráefni ónýtist, og á þvi frumhlaup nokk-
urra verksmiðjueigenda á Suðvesturlandi
skilið þjóðarfordæmingu.
Lúðvik Jósepsson ráðherra sýndi fram á
með ljósum rökum á alþingi i fyrradag, að
tal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um
sérstaka ábyrgðartilfinningu þessara
verksmiðjueigenda er út i hött.
Eru það þá forsvarsmenn allra hinna
verksmiðjanna, er halda áfram af fullum
krafti, sem sýna vitavert ábyrgðarleysi?
spurði Lúðvik. Og láir víst enginn hinum
málglaða þingmanni, Pétri Sigurðssyni,
þótt stæði á svörunum.
I sömu umræðum á alþingi i fyrradag
hrakti Lúðvik þær staðhæfingar, að það sé
sök rikisstjórnarinnar að kjarasamningar
hafa enn ekki tekist, og sagði þá m.a.:
Það hefur lengi legið fyrir, að rikis-
stjórnin er af sinni hálfu reiðubúin, að
gera verkalýðsfélögunum ákveðið tilboð,
en þetta hefur enn ekki verið gert vegna
þess, að atvinnurekendur og aðilar úr for-
ystu verkalýðshreyfingarinnar hafa beðið
um, að ríkisstjórnin biði með slikt sértil-
boð, meðan reynt væri til þrautar að
semja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinn-
ar hafa lika tekið það margoft fram, að
rangt sé að standi á rikisstjórninni i sam-
bandi við skattamál og húsnæðismál.
Verkalýðshreyfingin veit alveg, hvað gæti
verið i boði i þeim efnum af rikisstjórnar-
innar hálfu, en fulltrúar verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa viljað skoða þá hluti nán-
ar i einstökum atriðum, með tilliti til
samningsgerðarinnar i heild.
En það er á atvinnurekendum sem hefur
staðið. Það eru þeir, sem ekki hafa viljað
fallast á tillögur verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Þetta sagði Lúðvik Jósepsson, og nú um
helgina reynir væntanlega á til þrautar,
hvort atvinnurekendur þrjóskast enn við,
eða sjá sig tilneydda að semja.
Hér skal á það minnt, að Morgunblaðið
þóttist hafa efni á, að skopast mjög að
þeim samningum, sem rikið gerði við
BSRB, og nefndi þá „oliusamninga”. í
þeim samningum var samið um allt að
25% launahækkun fyrir þá lægst launuðu
strax og 6% siðar á samningstimabilinu.
Hvernig væri, að Morgunblaðsmenn og
aðrir forkólfar Sjálfstæðisflokksins beittu
nú miklum áhrifum sinum hjá Vinnuveit-
endasambandi íslands til að fá fram álika
tilboð af þess hálfu nú áður en verkfall
skellur á?
Þá færi nú að styttast i samninga.
m
iS
mmrn
mmm
HÆSTA MATA
RÓLEG UMFERÐ
Þessi umferð var frekar róleg,
engin skák dró að sér verulega at-
hygli áhorfenda. Friðrik tefldi við
Velimirovic og bjuggust allir við
spennandi skák. Friðrik rændi
fljótlega peði, en Júgóslavinn
fékk gott spil fyrir, þó ekki nógu
mikið til þess að geta byrjað á
einni af sinni frægu æsisóknum,
og Friðrik gat lltið aðhafst sjálf-
ur. Friðrik gaf peðið aftur og þá
leystist skákin upp i jafntefli.
Smyslov átti i litlum erfiðleik-
um með að afgreiða Július. Stað-
an virtist jöfn eftir byrjunina, en
Umferðarljós á
gatnamót Borg-
artúns og
kringlumýrar-
brautar
Á borgarráðsfundi þann 12.
febrúar sl., samþykkti borg-
arráð tillögu umferðarnefndar
um uppsetningu umferðaljósa
á gatnamótum Borgartúns og
Kringlumýrarbrautar.
allt kom fyrir ekki. Július gerði
máttleysislegar tilraunir til að
sækja á Smyslov, sem i staðinn
hirti 2 peð og varð Július að gefast
upp að svo búnu. Smyslov er þvi
með 7 vinninga af 7 mögulegum
og eina biðskák gegn Velimirovic.
Staðan er frekar jafnteflisleg, en
allt getur gerst.
Hæstánægðir
með jafntefli?
Guðmundur og Ciocaltea
sömdu jafntefli eftir 30 leiki.
Skákin var viðburðalitil og báðir
virtust hæstánægðir... með úr-
slitin.
Forintos hafði hvitt gegn Ing-
vari og tefldi þekktan
„teóriuvariant” og er Ingvar
villtist af leið hirti hann peð. Svo
var skipt upp á mönnum og er
Ingvar liklega með tapað i bið-
stöðunni.
Tringov og ögaard tefldu
einnig ,,teóriu”, og er ögaard brá
út af, hugsaði Tringov i einn og
hálfan tima! Siðan tefldi hann
réttu áætlunina og er skákin fór i
bið þá hafði Tringov peð yfir.
Mislitir biskupar ættu að torvelda
vinninginn fyrir Tringov, en hann
er samt sennilega með unnið.
Þeir Jón Kristinsson og Magnús
Sólmundarson kepptust við að
ryðja mönnunum útaf og sömdu
siðan jafntefli.
Kristján Guðmundsson tefldi
glæfralega á móti Freysteini,
fórnaði manni, en fékk litið fyrir.
Freysteini reyndist auðvelt að
innbyrða vinninginn. Þetta var þó
fjörugasta skák kvöldsins.
Fyrirlestur hjá
Bronstein
Bronstein sat yfir og var hann
fenginn til að skýra út skákir
kvöldsins. Hann gerði þó litið af
þvi, en hélt i staðinn athyglis-
verðan fyrirlestur um hug-
myndirnar á bakvið kóngind-
verska vörn. Hann deildi mjög á
tiskuleiki, og vildi að menn
reyndu að temja sér einstalings-
bundinn stil — ekki fylgja hug-
myndum annarra. Hann sagði að
það væri ekki gott að leika ailtaf
besta leiknum, það gerði hann
ekki sjálfur — heldpr að fylgja
hugmyndum sinum fast eftir,
hvort sem þær væru réttar eða
rangar. Hannsagði aðeinn höfuð-
kostur Fischers væri sá, að hon-
um væri sama hver sæti á móti
honum, hann léki fyrsta besta
leiknum sem hann sæi. Fischer
teflir ekki upp á vinning, jafntefli
eða tap — hann bara teflir! Hann
klykkti svo út með þvi að skákin
væri einföld og létt, það væru
bara 32 menn á helmingi fleiri
reitum, og það gæti ekki verið
erfitt! Bara að kunna manngang-
inn og þá kæmi hitt af sjálfu sér.
Fjörlegasta skákin
Hvítt: Kristján Guðmundsson
Svart: Freysteinn Þorbergsson
Frönsk vörn (kóngindversk árás)
1. e4—E6 2. d3-d3 3. Rd2—Rf6 4.
Rg—f3 — b6 5. g3—Ba6 (Athyglis-
verð hugmynd, svartur hótar að
drepa á e4 og torvelda hrókun hjá
hvitum) 6. e5—Rf-d7 7. Bh3 (hér
stendur biskupinn fyrir h peðinu,
en þrýstir á e6 og torveldar f6,
eðlilegra virðist þó Bg2, þvi
svörtu peðin geta hótað biskupn-
um siðar) c5 8. 0-0—Rc6 9.
Hel—Dc7 10. Rfl—h6! (ekki er
gott að taka á e5 þvi hvitur
svarar 10. Rxe5 með 11.
Rxe5—Rxe5 12. Bf4—Bd6 13.
De2—b6 14. Bxe6 og hvitur
vinnur) 11. De2—g5... 12. c4
(hvitum er illa við biskupinn á a6,
en nú veikist d4 reiturinn) dxc4
13. dxc4—Bg7 (Hér hafði Kristján
notað yfir tvær klukkustundir af
umhugsunartima sinum, en ekki
haft árangur sem erfiði. Svartur
stendur þegar betur) 14. Re3 0-0-0
(Freysteinn liggur ekki á, peðið á
e5 hleypur ekki i burtu) 15. Rg4
(yfirsjón, eða hvað? Hvitur lætur
nú mann fyrir tvö peð, en fær
ekkert i staðinn) h5 16.
Bxg5—hxg4 17. Bxg4—Hdg8 18.
Bf4—Bh6 19. Bxh6—Hxh6 20.
h3—Bb7 21. De3—Hhh8 22. Ha-
dl—Rdxe5 (smá leikflétta i lokin)
23. Rxe5—Rxe5 24. Bxe5+ (ef
Dxe5—Dxe5 25. Hxe5—Hxg4! )
fxe6 25. Dxe5—Dxe5 26.
Hxe5—Hxh3 gefið.
Fridrik—Velimirovic
1. Rf3—Rf6 2. c4—g6 3. Rc3—Bg7
4. d4—0-0 5. e4—d6 6. Be2—e5 7. 0-
0—Rc6 8. d5—Re7 9. Bd2—Rh5 10.
Hcl—Rf4 11. Bxf4—exf4 12.
Dd2—h6 13. Dxf4—f5 14.
Dd2—fxe4 15. Rxe4—Rf 5 16.
c5—g5 17. h3—Kh8 18. Hc4—dxc5
19. Hxc5—b6 20. Hcl—Bb7 21.
Rc3—c6 22. dxc6—Bxc6 23.
DxD—HaxD 24. Rb5—Bxb5 25.
Bxb5—Bxb2 26. Hc7—Rd4 27.
Rxd4—Bxd4 28. Hxa7—Hxf2 29.
Hxf2—Hf8 30. Hd7—Bxf2 31. Kh2
jafntefli.
Næsta umferð hefst á laugar-
daginn kl. 13.30