Þjóðviljinn - 15.02.1974, Page 7
Föstudagur 15. febrúar 1974. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7
MINNINGARORÐ
BJÖRN FRANZSON
F. 7. 6. 1906 —D. 7. 2. 1974
Með Birni Franzsyni er mikið
valmenni á brott. Hversu dýr-
mætur hann var vinum sinum
ræði ég ekki hér. Hitt varðar al-
þjóð, að eftir hann liggur merki-
legt starf, sem fáum einum er
kunnugt að marki.
Engum manni hef ég kynnzt,
sem bar i brjósti jafndjúpa virð-
ingu fyrir islenzkri tungu. Svo
hugfanginn var hann af fegurð
hennar og mætti, að unun var að.
beim sem þekktu hann best, gat
þótt ást hans á móðurmálinu
ástriðu likust.
Kostgæfni Björns um mál-
vöndun var óþreytandi, og sér
þess glögg merki á bókum þeim,
sem hann hefur samið og þýtt.
Þar á sér einnig rætur sá þáttur i
störfum hans, sem fæstir þekkja
til, en það er hið mikla safn is-
lenzkra samheita, sem eftir hann
liggur.
Samheitasafn Björns Franz-
sonar er i upphafi til komið sem
litill jurtagarður til eigin heima-
nota. En sjálf garðyrkjan varð
heillandi viðfang, sem fyrr en
varði átti sér viðlenda gróður-
mörk að vettvangi. Stærð þessa
safns er orðin, með ólikindum,
enda var þar að unnið áratugum
saman. Þar var gengið til starfa
af einni saman ást á verkinu; þar
kom aldrei eyrisgjald fyrir vinnu-
stund.
Björn var afar vinnusamur
maður og hafði mörg járn i eldi.
Launuð skyldustörf lét hann ætið
fyrir öllu ganga, en þau voru
löngum æði timafrek. Þeim mun
meiri furðu gegnir, hve miklu
hann kom i verk á öðrum sviðum.
Býsna margt af þvi, sem Björn
ritaði, reyndi mjög á vaxtar-
megn málsins, en hann var
óvenju hugkvæmur orðasmið-
ur, og sumt af nýyrðum hans
er á hvers manns vörum.
Hann glimdi við hugtök á
fjölmörgum vettvangi, en einkum
þó innan raungreina; háskóla-
nám hans i æsku var á sviði
eðlisfræði og stærðfræði, og um
þau efni samdi hann margt og
þýddi. Að sjálfsögðu hefur sam-
heitasafnið viða notið góðs af
hans eigin hagleik á orð.
Aldrei þótti Birni timabært að
búa safn sitt til útgáfu, svo brýn
þörf sem þó er fyrir slikt rit.
Honum fannst aldrei nógu
vel unnið, taldi sig raunar
skorta fræöilega kunnáttu til
að starfa þar að á annan
veg en hann gerði með söfnun
sinni. En mikið gleðiefni var hon-
um sú frétt, að skriður væri að
komast á gerð islenzkrar sam-
heitabókar á vegum háskólans;
og þar hugði hann að safn sitt gæti
komið að beztum notum.
Hvernig sem það ræðst, verður
fræðimönnum fyrr eða siðar
ómetanlegur fengur að þessu
verki, sem sprottið er af ræktar-
semi við islenzka tungu og unnið
af alúð og gát þess heiðursmanns
sem i engu mátti vamm sitt vita.
Helgi Hálfdánarson
Fyrir þann, sem kemst á efri
ár, verður það óhjákvæmilega æ
tiðari reynsla að sjá á bak vinum
sinum einum af öðrum. Þó hrekk-
ur maður við i hvert sinn.
Það var margt, sem leitaði á
hugann i senn, er ég frétti alger-
lega óvænt um andlát Björns
Franzsonar. Þó voru áleitnastar
minningarnar frá löngu liðnum
dögum, sumar allt að fjörutiu ára
gamlar. Við Björn vorum tiðir
gestir hvor hjá öðrum, og ég þó
miklu oftar á notalegu heimili
hans. Það voru tvimælalaust
skemmtilegustu stundir og
kannski lika uppbyggilegustu,
sem ég átti i þá daga. Björn var ó-
venjulega íjölfróður maður, svo
að tæplega hef ég þekkt jafnoka
hans að þvi leyti, enda var það
honum rik þörf að bæta i sifellu
við sig þekkingu. Og það var ekk-
ert yfirborðshrafl, sem hann sótt-
ist eftir, heldur var honum i mun
að kafa sem dýpst i hvern hlut.
Það var þvi aldrei hörgull á um-
ræðuefnum, en það, sem gerði
þessi skoðanaskipti eftirminni-
legust, var hin rika kimnigáfa
Björns. t miðri alvörunni, þegar
verið var að leita að lausnum á
vandamálum heimsins, sá hann
kannski allt i einu svo ómótstæði-
lega broslega hlið á umræðuefn-
inu, að allt snerist upp i hlátur og
gaman. Þessir tveir eiginleikar:
djúp siðferðileg alvara i hverju
máli og hlý, frjálsleg gamansemi
voru einkenni hans til dauðadags,
enda þótt alvaran yrði rikari
þáttur með aldrinum.
Fáein æviatriði. Björn var
fæddur 7. júni 1906 i Engelsviken i
Onsöy i Noregi. Foreldrar hans
voru hjónin Franz Johannessen
og Guðrún Björnsdóttir, siðar bú-
sett á Dalvik. Björn varð stúdent
frá Menntaskólanum i Reykjavik
árið 1927, stundaði siðan nám i
eðlisfræði og stærðfræði i Dan-
mörk og Þýskalandi á árunum
1927— 30. Þegar heim kom, var
heimskreppan i algleymingi og
fárra starfa völ fyrir mann með
sérmenntun Björns önnur en helst
kennsla, sem hann stundaði nokk-
uð. Hann gerðist starfsmaður við
Rikisútvarpið 1933 og starfaði þar
til 1946, en varð siðan fréttaritari
Otvarpsins i Stokkhólmi á árun-
um 1947—’53. Björn sóttist litt
eftir frama og kom samt nokkuð
við sögu á opinberum vettvangi.
Hann skrifaði margt i blöð og
timarit, einkum um menningar-
mál, m.a. i Rauða penna, enda
var hann einn af traustum. stuðn-
ingsmönnum þess rits. Mest
verka hans i rituðu máli var þó
Efnisheimurinn (1938), stórt rit
um heimsmynd samtiðarinnar og
mjög vandað bæði að efni og orð-
færi. Þá tók Björn lengi þátt i
stjórnmálum, vann mikið og
fórnfúst starf i Kommúnista-
flokknum og siðar Sósialista-
flokknum, reyndar meir af
skyldurækni við grundaðar skoð-
anir sinar en löngun til mannafor-
ráða. — Arið 1936 kvæntist Björn
eftirlifandi konu sinni, Rögnu
Þorvarðardóttur, sem reyndist
honum traustur lifsförunautur.
Þau eignuðust einn son, Fróða,
sem er flugstjóri.
Þegar Björn var kominn fram
undir miðjan aldur, tók hugur
hans æ meir að hneigjast að tón-
list, og þar fann þessi fjölhæfi
maður loks sitt kjörsvið. Hann tók
til við nám i tónfræði og tónsmið i
Reykjavik og hélt þvi siðan áfram
við Tónlistarháskólann i Stokk-
hólmi i sex ár (1947—’53). Eftir að
hann kom heim, mun hann hafa
helgað ótaldar tómstundir sinar
þessari grein. Hann samdi aðal-
lega ljóðalög. Þau fáu, sem fram
að þessu hafa komið út, bera vott
um ákaflega vandað handbragð
og næmt ljóðrænt skyn, sem
minnir á þýskan „Lieder”. Veit
ég, að Björn átti enn margar hug-
myndir, sem honum entist þvi
miður ekki aldur til að vinna úr.
1 þessum linum hefur fátt eitt
verið sagt af lifsstarfi Björns
Franzsonar, unnu i kyrrþey, en
það hygg ég, að samferðamönn-
um hans muni þykja mest vert
um minninguna um það, hversu
stórt hann leit i allri. hógværð
sinni á þá skyldu að vera maður,
svo sem það orð er gleggst skil-
greint i fornum bókum.
Ég votta fjölskyldu Björns inni-
legustu samúð.
Gisli Asmundsson
í Hengildölum
(Eftir Björn Franzson)
Draumkynjaminning: Hraunklif hátt
i Hengildölum; blæ af rósum
vikið um skriður og vatnið blátt, —
veggbjarga snasir flæddar Ijósum.
Heyr, sjá hið hvarflandi skin
og hvíslandi bergmál saman tengjast,
bylgju við bylgju, og lengjast, lengjast, lengjast.
Helgaðra svana samþjónn var
sá hinn horfni, er gekk hér forðum.
Röddin, sem þetta bergmál bar,
bundið klettanna römmu skorðum,
leið braut, og líður enn f jær.
Heyr Ijómann óma, sjá hljóminn skína
f jallanna á milli, og dvína, dvína, dvína.
Ástvinar síns við Urðarbrunn
aldurnornum varð langt að sakna, —
hreimar, er snurtu hjartans grunn,
af hjartna djúpum skulu vakna.
Heyr, lít um heimsaldir fram
hið horfna birtast, hið skilda tengjast,
bylgju við bylgju, og lengjast, lengjast, lengjast.
Þorsteinn Valdimarsson
Niðjar
■ ■
99
eigin
þrælanna
’ heimili
húsbændur á
__“_ ’_■ I ■_
Vestur-Indlur eru svæði með
blóðidrifna fortíð, órólega nútið og
óvissa framtið. Þetta setur svip
sinn á leið eyrikisins Grenada til
sjálfstæðisins.
Grepada varð sjálfstætt riki
sjöunda febrúar sl., og saman-
stendur rikið af aðaleynni Gren-
ada og nokkrum smærri eyjum i
nálægð. Grenada er sú syðsta af
Antillaeyjum hinum minni, sem
liggja i hálfhring milli Venesúela
og Portórikó. Þegar fáni hins
nýja rikis, rauður, grænn og gull-
inn, var dreginn að hún, lauk tvö-
hundruð og tiu ára nýlenduyfir-
ráðum á eynni. En ástandið var
ekki betra en svo,að sumir spáðu
borgarastyrjöld.
Seinustu vikurnar hefur á-
standið verið þar heldur órólegt,
og simi og rafmagn eru úr sam-
bandi af völdum verkfalla,
Bresku konungsfjölskyldunni
leist ekki á blikuna, og hún ákvað
að senda ekki fulltrúa úr sinum
hópi til sjálfstæðishátiðahald-
anna. Bandariska utanrikisráðu-
neytið hefur hvatt alla þarlenda
ferðamenn til að yfirgefa eyna.
Svartur Hitler?
Bein orsök ókyrrðarinnar er að
sumir Grenadamenn óska ekki
eftir sjálfstæði — að minnsta kosti
Erfið fæðing
smáríkis
Halldór
Sigurösson
skrifar
Montnqn# Peié
ekki undir stjórn Erics Gairys.
Hann hefur verið áhrifamesti
stjórnmálamaður eyjarinnar frá
þvi að Grenada fékk sjálfstjórn
fyrir sjö árum. Hann varð sjálf-
krafa fyrsti forsætisráðherra hins
nýja rikis, enda leiðtogi stærsta
stjórnmálaflokksins. Stuðnings-
menn hans eru einkum smábænd-
ur eyjarinnar, sem flestir eru ó-
læsir.
Andstæðingar hans óttast, að
hann verði einræðisherra. Hann
hefur komið sér upp leynilög-
reglu, sem siðustu mánuðina hef-
ur verið allharðhent á stjórarand-
stöðunni. Nýlega hefur frést að
stjórnarandstöðuforinginn Mau-
rice Bishop hafi verið fangelsað-
ur. Andstæðingar Gairys eru
fyrst og fremst þeir eyjarskeggja
sem betur eru settir efnahaglega,
sérstaklega kaupsýslumenn, sem
kalla hann „svartan Hitler”.
Eric Gairy er fimmtíu og eins
árs, slunginn lýðskrumari og af
afriskum uppruna sem flestir
landar hans. Hann er sagður hall-
ast að obiah, sem er afbrigði
Grenadamanna af vúdú. Hann á-
kvað að lýst yrði yfir sjálfstæðinu
sjöunda febrúar, þvi að þá var
tunglfylling. Þá myndi Grenada
Framhald á 14. siðu.
yMartini
’/igois
jUt-lAicÍa
Ue’’ Fr*nf>í
3637 * V
~y i5°
'v
aaoo fi'w c oim
& ■ 1
Grenada sést á kortinu miðju. Eyjan er sú syðsta af Antillaeyjum minni,
sem iiggja i boga frá Portórikó i norðri til Venesúela i suðri.