Þjóðviljinn - 15.02.1974, Page 9

Þjóðviljinn - 15.02.1974, Page 9
Föstudagur 15. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 af erlendum vettvangí Uppreisnin í LlP-verksmiöjunni; Upphaf eöa endalok? eftir Árna Bergmann Hagræðing og verkafólk Verklýðsbarátta hefur haft mikla tilhneigingu til að leita i mjög fastan farveg: Samtök launþega fást við launamál, vinnutima, orlof, öryggi á vinnu- stöðum og þar fram eftir götum. Atvinnurekendur hafa að sjálf- sögðu áhuga á að viðmælendur þeirra fari sem minnst út fyrir þennan ramma, af ótta við þann pólitiska sprengikraft sem verk- lýðsbarátta á nýjum vettvangi gæti leyst úr læðingi. En alltaf öðru hvoru ber veru- leikinn sjálfur upp vandamál sem þarf að taka nýjum tökum. bau eru ekki hvað sist tengd þróun stórfyrirtækja sem eiga útibú viöa, i mörgum löndum, og kaupa upp smærri fyrirtæki til þess eins að leggja þau niður, eða þá að eigin útibú eru lögð niður sam- kvæmt hagræðingaráformum. Þá vaknar sú spurning, hvað starfs- fólkið fær gert sér til varnar. Hvaða rétt hefur það eftir tiu eða tuttugu eða þrjátiu ára starf við verksmiðju, starf sem ef til vill hefur gengið frá föður til sonar? Eiga verkamenn að sætta sig við það, að afkomu þeirra og framtið sé ógnað með handaupprétting- um nokkurra fjármálamanna i fjarlægri höfuðborg? Og einatt er ekki aðeins spurt um hlutskipti starfsfólksins sjálfs — máski er viðkomandi fyrirtæki eða útibú ein af fáum stoðum litils bæjar; ef það er úr sögunni vofir hnignun yfir heilu samfélagi. Fyrir nokkrum mánuðum sögð- um við hér i blaðinu frá allfrægu dæmi úr Þýskalandi. Kapitalisti einn i vestur-þýskum smábæ hafði siglt i algjört strand gler- gerð sinni og ætlaði að loka. En um 300 starfsmenn hans neituðu að sætta sig við þau málalok og héldu áfram að reka glergerðina upp á eigin spýtur. Þeir endur- nýjuðu framleiðsluna og réttu fyrirtækið við fjárhagslega — um leið breyttu þeir um starfsháttu og skipulag, komu á stórauknum launajafnrétti, unnu sjálfir stjórnsýslustörf i sjálfboðavinnu og þar fram eftir götum. Og þeir eignuðust fyrirtækið. Við snúum hjólunum Þetta mál hefur þó ekki orðið nándar nærri eins frægt og LIP- málið svonefnda i Frakklandi, sem hefur verið eitt mesta hita- mál þar i landi um tiu mánaða skeið og mest tiðindi hjá verk- lýðshreyfingunni siðan 1968. LIP heitir úraverksmiðja i bænum Besancon, og er hún kennd við stofnanda sinn. Hún hafði i um það bil áratug átt i erf- iðleikum, framleiðslan hafði vax- ið mun hægar en hjá öðrum frönskum úraverksmiðjum. Ekki varð bent á neina skynsamlega á- stæðu fyrir erfiðleikumfyrirtækis- ins aðra en að þvi væri blátt á- fram illa stjórnað. Svo fór að lok- um að forstjórinn gafst upp og lýsti LIP til gjaldþrotaskipta — má vera að svissneskir meðeig- endur i fyrirtækinu hafi átt nokk- urn hlut að máli i þeirri ákvörðun. En svo brá við að verkafólkið neitaði að sætta sig við þetta. Fyrst var það um þrjátiu manna Undirritun samkomulags; fyrirtækið lifir, en biðu allir ósigur? Verkafólk hjá LIP fagnar nýju ári hópur sem neitaði að leggja niður verkfærin, en þeim fjölgaði fljótt meðal verkafólksins, sem komust að þeirri niðurstöðu, að þeir væru sá auður sem fengi hjólin til að snúast. Og þvi væru það einmitt þeir sjálfir sem ættu að taka á- kvarðanir um það hvort fyrirtæk- iö yrði áfram rekið. samband kommúnista, sakað CFDT („lýðræðissinna”) um að hafa með hinu nýja samkomulagi velt þeim byrðum sem þyngstar verða á herðar verkafólksins. En CFDT kveðst á hinn bóginn bera það traust til hinnar nýju forystu fyrirtækisins að allt muni fara á hinn besta veg. Átök Þetta gerðist i april, og þegar komið var fram á sumar var framleiðsla komin i fullan gang. Þettá vakti firna athygli. Fulltrú- ar hinna þriggja verklýðssam- banda, kaþólskra, sósialista og kommúnista,kepptustum að lýsa yfir stuðningi sinum við starfsfólk LIP og lofa framtak þess. Fræði- menn vinstrisinna settu á langar tölur um þá fræðilegu læridóma sem vinstrihreyfingin mætti af þessari sögu draga. Stuðnings- menn LlP-fólksins tók m.a. þátt i að skipuleggja sölu á úrum þeim sem það nú sjálft framleiddi og gat boðið með betri kjörum en aðrar verksmiðjur. Eigendurnir, sem höfðu ætlað að gefa fyrirtækið upp á bátinn, brugöust hinir verstu við og heimtuðu að stjórnvöld sendu lög- reglu á vettvang og kæmu i veg fýrir þennan „nytjastuld” á verk- smiðjunni. Enda þótt samninga- viöræður væru þá hafnar við full- trúa rikisstjórnarinnar og at- vinnurekendasamtakanna, lét lögreglan til skarar skriða þann 14. ágúst. Tók hún verksmiðju- byggingarnar og lokaði verka- fólkið úti. þrátt fyrir mikla and- stöðu ibúa Besancon og sam- stöðuhreyfingu um land allt. Samkomulag Siðan þá hefur á ýmsu gengið, en loks var undirritað samkomu- lag i málinu þann 29. janúar. Samkvæmt þvi á rekstur LIP að hefjast aftur þann fyrsta mars og gengur fyrirtækið inn i nýja sam- steypu úraframleiðenda. Stjórn- völd vilja þar með lýsa þvi yfir. að málinu sé lokið, en óánægja með þetta samkomulag er það mikil og margvisleg, að þa'ð má óliklegt heita að hinn nýi friöur se tryggður. Starfsfólk LIP fær þvi fram- gengt að fyrirtæki þess verður ekki lagt niður, og það fær að halda þvi kaupi sem það hafði komið á meðan það stjórnaði sjálft og er hærra en annars gildir i hliðstæðum iðnaði. Á hinn bóg- inn verða ekki nema 300 endur- ráðnir til vinnu þann fyrsta mars. Að visu er þvi heitið að taka hina 600 aftur til starfa i byrjun sept- ember og um næstu áramót — en með þvi skilyrði samt, að fyrir- tækinu vegni það vel, að stjórn þess telji það unnt. Þessir siðustu skilmálar hafa vakið upp ákafar deilur meðal fulltrúa hinna ein- stöku verklýðssamstaka hjá LIP og utan. Sérstaklega hefur CGT. Áhyggjur frjáls framtaks En atvinnurekendur eru liklega enn áhyggjufyltri út af máli þessu og hugsanlegum afleiðingum Ce que les travailleurs ont découvert dans Lip occupé par Edmond Mairo. Charlon Piagot, ' Andre Acqutor. Raymond Burgy. Jacqucs Chérdque. Fredo Mcutet. Jean-Paul Murcier, Claudo Perrtgnon. niilttants CFDT Ein af mörgum bókum: Hvað fundu verkamenn í LIP þegar þeir höfðu fyrirtækið á vaidi sinu? þess. Þeim finnst að vegið hafi verið að valdi þeirra og „frjálsu framtaki” með þeim hætti að það kunni að draga dilk á eftir sér. Gabriel Mathey i miðstjórn franska atvinnurekendasam- bandsins segir t.d. um samkomu- lagið um LIP: „Ég tel. að rikis- stjórnin hefði aldrei átt að skipta sér af þessu máli. Hér var um gjaldþrota fyrirtæki að ræða. og þaðhefði áttað mæta venjutegum lögmálum kaupsýslu til að rétt- læti væri fullnægt. Við búum i landi frjálshyggju. en lög hafa ekki verið virt, og það er hörmu- legt”. Atvinnurekendur munu einnig hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem fordæmi baráttu starfsfólks- ins við LIP mun hafa. Þeir vita nú, að þeir geta ekki lokað útibú- um sinum eins og ekkert sé. Að verkamenn vita einnig sitt af hverju um skiptingu valdsins i þjóðfélaginu. Og að þessir verka- jnenn hafa fengið nóg af að biða eftir þvi, að forstjóra þóknist að se8já þeim. hvað atvinnurek- endasambandinu finnist. eða Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.