Þjóðviljinn - 12.01.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Málmblendiverksmiðja eða rafhitun húsa „Hvers vegna er rétt, að ráðast l byggingu málmblendiverk- smiðju?”, — spurði fréttamaður sjónvarps iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen í sjónvarps- þætti fyrir stuttu síðan. Svar iðnaðarráðherra var efnislega á þá leiö, að fyrst og fremst væri um að ræða mögu- leika á að selja raforku til verk- smiðjunnar og i annan stað þá væri það stefna Sjálfstæðis- flokksins að skjóta þyrfti nýjum og traustari stoðum undir at- vinnulif landsmanna. Ég hygg að flestir þeir, sem gerst hafa talsmenn þess, að Islendingar semji við auðfyrir- tækið Union Carbide um byggingu og rekstur málmblendi- verksmiðju, hafi uppi svipuð rök og Gunnar Thoroddsen fyrir af- stööu sinni, þ.e.a.s. þau, að við þurfum að selja raforku, og að verksmiðja af þessari gerð muni gera atvinnulif okkar traustara en það er nú. Þaö er þvi rétt að skoða þessar röksemdir nokkru nánar. Raforkusalan Samkvæmt samningsdrögum þeim, sem gerð hafa verið milli Union Carbide og islenskra stjórnvalda um málmblendiverk- smiðju við Grundartanga I Hval- firði, er gert ráð fyrir, að verk- smiðjan kaupi raforku frá Lands- virkjun, sem nemi 550 Gwh ( Gigawattstundum) á ári, og skiptist sú orka i 244 Gwh for- gangsorka og 306 Gwh afgangs- orka. Gert er ráð fyrir raforku- samningi til 20 ára. Verð þessarar raforku á að vera tvö fyrstu árin 82 aurar á kw. st. að meðaltali, en breytist siðar eftir ákveðnum reglum. Hér verður miðað við verðið tvö fyrstu árin, enda er augljóst, að verðið siðari árin veröur tslendingum ennþá óhag- stæöara i samanburði við aðra orkusölumöguleika og sennilegt orkuverðlag þá. Samkvæmt þessu er ráðgert, að orkusalan til verksmiðjunnar nemi um 450 miljónum króna á ári, og aö orkumagnið, sem verksmiöjan noti, verði um 60 Mw (Megawött) eða rúmlega 1/3 af hinni nýju Sigölduvirkjun, sem er 150 Mw. 1 skýrslu, sem fyrir liggur, um verksmiðjumálið og raforkusölu til verksmiðjunnar, og sem gerð var snemma á árinu 1974 kemur fram, að ekki er fært aö selja þetta raforkumagn til verksmiöj- unnar, nema jafnframt sé ákveöiö aö ráöast nú þegar i aöra stórvirkjun, sem þá yröi viö Hrauneyjarfoss og yrði jafnstór og Sigölduvirkjun eða 150 Mw. 1 þessari skýrslu er sagt, að til þess að hægt sé aö reikna út, hvaö mögulegt sé að selja raforkuna til verksmiðjunnar á lægstu veröi „svo að almenningi veröi ekki iþyngt”, verði að taka til skoö- unar stofnkostnað og reksturs- kostnað beggja stórvirkjananna, við Sigöldu og við Hrauneyjar- foss. Þetta gerðu sérfræöingar Landsvirkjunar og miðuðu við að dreifa stofnkostnaði og reksturs- kostnaði þessara tveggja virkjana á40ára reksturstímabil. 1 skýrslunni segir, að miðað við stofnkostnað virkjananna beggja, sem áætlaður var fyrir rúmu ári siðan, og þá var 17,3 miljarðar króna, verði að telja aö fram- leiðsiukostnaöur á forgangsorku frá þessum orkuverum sé 8,2 mills eöa um 98 aurar á kw.st. Nú er augljóst, að stofn- kostnaður virkjananna verður miklu meiri en áætlað var og leikur þvi enginn vafi á, aöfram- leiöslukostnaöur forgangs- orkunnar veröur aldrei undir 9,5- 10,5 mills. Það er þvi alveg ljóst mál, að fyrirhuguð orkusala til járn- blendiverksmiðjunnar á 9,5 mills forgangsorkan og 5 mills af- gangsorkan, eða á 82 aura kw.st. aö meöaitaii, er beiniinis undir framleiöslukostnaöarveröi. Sú skýring, að verksmiðjan taki rúmlega helming orkunnar i formi afgangsorku, er litils viröi, þegar þess er gætt, að skylt er að afgreiða allt orkumagnið, 550 Gwh. á ári, og I tilteknum hlutföllum forgangsorku og afgangsorku. Hvaða aðrir möguleikar eru til orkusölu? Sá áróður hefur jafnan verið hafður uppi I hvert sinn sem is- lendingar hafa ráðist i að koma upp sæmilega stórum raforku- virkjunum, að þeir yröu óhjá- kvæmilega að ráöstafa stórum hluta orkunnar til einhverra ann- arra en sjálf sin, til þess að virkj- unin yrði ekki óhagkvæm, eöa til þess aö hægt yrðí að fá fjármagn til að koma virkjuninni upp. 1 samræmi við þennan áróður var um 2/3 orkunnar frá Búrfells- virkjun ráðstafað til erlends aðila á smánarverði eins og kunnugt er. Þegar ráðist var i Sigölduvirkj- un i tið vinstri stjórnarinnar, var þess vandlega gætt, að ekki yröi gengist undir nein skilyrði um sérstaka ráðstöfun orkunnar frá hinu nýja orkuveri, I sambandi við útvegun lána til framkvæmd- anna. Það tókst að útvega öll nauösynleg lán til virkjunarinnar án slikra skilyrða, og erum við þvi fullkomlega frjálsir að ráð- stöfun á orkunni á þann hátt, sem viö teljum okkur hagkvæmast. Þær athuganir, sem gerðar voru um nýtingu orkunnar, voru þvi jöfnum höndum i sambandi við orkufrekan iðnað, eins og málmblendiverksmiðju, og til al- mennrar húsahitunar með raf- orku I stað oliuhitunar. Magnús Kjartansson, fyrrver- andi iðnaðarráðherra lagði fyrir Alþingi á sl. ári mjög athyglis- veröa skýrslu, sem verkfræði- skrifstofa Sigurðar Thoroddsen gerði, um raforku til húshitunar. Samkvæmt þessari skýrslu nota Islendingar orku til húshit- unar, sem nemur 2530 Gwh. á ári, miöaö við notkun á árinu 1972. Þessi orka skiptist þannig, að 130 Gwh. eru framleiddar með raforku, 1200 Gwh. með jarðhita og 1200 Gwh. meö oliu. Þetta þýö- ir meö öörum oröum, aö áriö 1972 hafa isiendingar notaö oliu til húsahitunar sem nemur 1200 Gwh. (gigawattstundum), en þaö er meira en tvöföld sú ársorka, sem rætt er um aö selja til málm- blendiverksmiðju. 1 skýrslunni kemur fram, aö þó að jarðvarmi verði notaður til hins ýtrasta, miðað við kostnaðarlega hag- kvæmni, til þess að leysa oliu- kyndinguna af hólmi, þá verði samt eftir þörf fyrir raforku til húsahitunar árið 1980, sem nemi um 927 Gwh. á ári. Þá, þegar jarðhitamöguleikar hafa verið fullnýttir, verður raf- orkuþörfin til húsahitunar á nú- verandi Landsvirkjunarsvæði, þ.e. á Suöurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi 342 Gwh. á ári. Árið 1972 var raforka til húsahitunar á þessu svæði 56 Gwh., og er þá ljóst, aö auka þarf raforkunotk- unina á þessu svæöi frá þvi sem nú er, til húsahitunar, um 286 Gwh. á ári á þessu tfmabili, fram til 1980. Það er þvi ljóst, að aðeins þetta svæöi (Landsvirkjunarsvæðið) þarf að nota i þessu skyni jafn- mikiö og ætlað er til málmblendi- verksmiðjunnar i forgangsorku. Sé Norðurlandi einnig bætt við þarf enn 241 Gwh. til viöbótar. 1 skýrslu verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen kemur fram, að mið- að viðað oliuverðsé kr. 11.50 hver litri þá megi sambærilegt raf- orkuverð til húsahitunar vera kr. 2.50 kw.st. Nú er oliuverðið þegar kr. 16.70 hver litri ög mætti þá raforkuverðið til húsahitunar nema kr. 3.60 kw.st. Af þvi, sem hér hefur verið sagt er ljóst, aö brýn þörf er á þvi, aö islendingar breyti sem allra fyrst húsahitun úr oliukyndingu i notkun jaröhita, þar sem þess er kostur og I notkun raforku alisstaöar annars staðar. Þörfin á raforku I þessu skyni er augljós og á næstu 2—3 árum er hægt aö nýta til húsahitunar, I staö oliunotkunar, alla þá raf- orku, sem nú er rætt um aö selja til málmblendiverksmiöju. Sjálfsagt er að nýta raforku frá Sigöldu um leið og hún verður til- tæk til húsahitunar á þeim svæð- um sem þegar geta auðveldlega nýtt orkuna. Auðvitað þarf á ýmsum stöðum að bæta nokkuð dreifikerfi en slikt verður að gera jöfnum höndum og er ekkert þrekvirki og siðan á að vinna að allsherjar samtengingu á öllum helstu orkuveitusvæðum lands- ins. Það er blátt áfram hlægilegt að kvarta undan kostnaði við endur- bætur á dreifikerfum i þessu sambandi og við tengilinur á milli landshluta, á sama tima og rætt er um að leggja fram 1.5 miljarða i hlutafé i málmblendiverksmiðju og útvega auk þess að okkar hluta rúmlega 4.0 miljarða i stofnfé til verksmiðjunnar og byggja auk þess höfn hennar vegna fyrir 300—400 milj. kr. Áður hefur verið á það bent að ráögerð raforkusala til málm- blendiverksmiðjunnar gæti orðið um 450 milj. kr. á ári. Sama orku- magn, sem selt yröi til húsahitun- ar á kr. 2.50 kvst. gæfi þrefalt verö eöa 1.350 milj. kr. á ári og þó yröi hitunarkostnaöurinn fyrir notendur verulega lægri en aö nota olíu. Traustari stoöir efnahagslífsins Önnur aðalröksemdin fyrir byggingu málmblendiverksmiðju I félagsskap við erlendan auð- hring er sú ,,að skjóta þurfi traustari stoðum undir islenskt efnahagslif”. Skýringu á þessari röksemd er ekki að finna aðra en þá, að islenskt atvinnulif sé „ein- hæft” og „áhættusamt”. Staðhæf- ingar af þessu tagi eru endur- teknar si og æ algjörlega án rök- færslu og er sýnilega skákaö i þvi skjóli, aö ekki verði farið að grufla nánar út i sannleiksgildi þessara fullyrðinga. Hér er þvi miður ekki aðstaöa til að taka þessar staðhæfingar um vangetu Islenskra atvinnu- vega til rækilegrar athugunar, til þess þyrfti miklu lengra mál en hér er hægt að hafa. En nokkur atriði er þó hægt að minna á, sem skýrt geta málið fyrir þeim, sem um það vilja hugsa. Það er stað- reynd, sem ekki er hægt að hnekkja, að á nokkrum siðustu áratugum hafa efnahagslegar framfarir á íslandi verið fullkom- lega eins miklar, miðað við Ibúa og best hefur gerst hjá tekjuhæstu þjóðum i heiminum. Þjóðarfram- leiösla á Ibúa mun hafa verið árið 1973 hér á landi ein sú mesta sem skýrslur greina frá. ísland mun það ár hafa skipað 3.-5. sæti með- al hinna hæstu. Þessi mikla þjóö- arframieiösla og þessar háu þjóð- artekjur hafa grundvallast á at- vinnurekstri Islendinga — sjávar- útvegi, landbúnaöi og iönaöi. Hér á landi hefir nokkur stór- iðja útlendinga og I félagi við út- lendinga verið reynd. Álverið i Straumsvik mun hafa tapað öll árin að frátöldum árunum 1973 og 1974 en þá er gróðinn talinn vera um 10 milj. kr. hvort árið — eða semsagt enginn, þegar tillit er tekið til rekstursumfangs. Þó nýt- ur álverkið gifurlegra frlöinda á mörgum sviðum, en mest munar þó um að það kaupir raforkuna langt undir framleiðslukostn- aðarverði. Rekstur kisilgúrverksmiðjunn- ar við Mývatn hefur gengið með svipuðum hætti. Tap hefur verið ár eftir ár þrátt fyrir ýmiss konar beina og óbeina fyrirgreiðslu sem innlend fyrirtæki hafa ekki notið. Hefðu islendingar átt og rekið álverksmiðjuna hefði rekstur hennar vafalitið verið stöðvaður i eitt ár eða tvö, þegar stöðvun varð I sölu álsins og verðfall. Auð- vitað eiga sér stað sveiflur i at- vinnurekstri landsmanna á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. En hliðstæðar sveiflur gerast I öllum atvinnurekstri, I öllum löndum. Hvað halda menn um rekstur skipafélaga, þegar fragtir lækka, eða hækka á vixl? Eða hvað halda menn um sveiflur I erlendum iðnrekstri i sambandi við markaðsmál — verðfall og sölutregöu? Og erlendur landbún- aður er lika háður sveiflum eins og fjölmörg dæmi sýna. Sú atvinnugrein okkar islend- inga, sem I þessum efnum skiptir mestu máli er sjávarútvegurinn. Vissulega er hann háöur ýmsum ytri skilyrðum eins og aflamagni og markaðsaðstæðum. En þess ber lika að gæta, að sjávarútveg- ur okkar er ekki lengur oröinn „einhæfur”, hann er fjölbreytileg atvinnugrein. Veiðar eru stund- Dettifoss er einn þeirra staöa sem rætt hefur veriö um aö virkja á Noröuriandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.