Þjóðviljinn - 12.01.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975. Vinsældir og óvinsældir Hemingway bjó meft fimmtlu köttum. Kattavinátta er algeng mebai rithöfunda Kr#% I l#V Húsdýrahald hefur fariö vaxandi um Vestur- lönd á undanförnum árum og á þaö sér marg- víslegar félagslegar og sálrænar ástæður. Og menn haf a tekið eftir þvi, að kettir hafa yfirleitt unnið á ef að tala mætti um samkeppni dýra um hylli manna. í Banda- ríkjunum hafa menn nú 22 miljónir katta á heim- ilum sér til skemmtunar, i Frakklandi um sex miljónir og í því mikla hundalandi Englandi 3,6 miljónir. í Vestur-Þýska- landi eru 2,5 miljónir katta, en 2,3 miljónir hunda. Hundalif hjá köttum Þar me6 er aö visu ekki sagt, að kattalif sé tekið út með sitjandi sældinni. Vesturþýskar heimildir geta þess, að köttum sé þar oftar misþyrmt en öllum öðrum dýrum til samans. Þegar fólk i þvi sama landi er að þvi spurt, hvort það hafi sérstaka andstyggð á einhverjum dýrum, þá lenda kettir i fjórða sæti. (13 af hundraði hata ketti, 16 hafa andstyggð á músum og slöngum og 22 þola ekki rottur). En þess má geta til samanburðar, að aðeins þrir af hundraði hafa illan bifur á hundum. Misskilningur Þýski kattasérfræðingurinn Leyhausen heldur þvi fram, að hinn fræga fjandskap hunda og katta megi helst útskýra með þvi, að maðurinn neyði þá til að búa saman. Hann segir að þessar dýrategundir hafi ekki tekiö neinn f jandskap að erfðum hver i garð annarar. Þær séu að minnsta kosti ekki samkeppnis- aðilar hvorki um fæðu né ,,lifrými”. Kannski væri skynsamlegast að visa til misskilnings sem riki á milli hunda og katta. Merkjamál þeirra er mismunandi. Þegar köttur lyftir t.d. löpp sinni, þá þýðir það á kattamáli „Komdu þér i burtu”. En hjá hundi hefur þessi hreyfing vinsemdar- merkingu: Komdu hér, lags- maður. Og svo mætti áfram telja. Ef að hundur og köttur fá að alast upp saman i friði geta þeir vel lært „merkjamál” hver annars. En hitt er svo annað mál, að það er sjaldgæft að einn og sami maður láti sér annt bæði um hunda og ketti. Miklir menn og kettir Sálfræðingar hafa tekið eftir þessu og dregið þar af sinar ályktanir. Þeir segja að hunda- vinur sé liklegur til að vera valdafikinn maður sem um leið sé haldinn vanmetakenndum — hann verður að minnsta kosti að hafa getað svalað valdafikn sinni á fullri undirgefni dýrsins. En kettir hlýða ekki skipunum yfirleitt og verða þvi slikum mönnum til litillar huggunar. Þessvegna þoldu hinir miklu einræðisherrar sögunnar ekki ketti. Sesar hataði þá, og einnig Alexander mikli og Djengis Khan. Valdsmennirnir Bismarck, Mussolini og Hitler voru allir hundavinir — en i fjallakastala Hitlers var engan kött að finna. IJndantekning var Napóleon, sem var kattavinur. En menn láta þess þá getið i leiðinni að hann hafi eiginlega byrjað sem byltingarmaður. Sagnfræðingar kunna einmitt að nefna marga þekkta kattavini, sem kunnu með kattarslægð og þrjósku að berjast við yfirvöldin. Abraham Lincoln er talinn með þeim og einnig Lenin. Martin Luther var mikill kattarvinur og þá einnig spámaðurinn Múhammeð. Múhammeð lenti reyndar i þvi einu sinni að þurfa að gera upp á milli Allahs og kattar sins Múessa. Kisi svaf i viðri ermi spámannsins þegar Muhammeö var kvaddur til bæna. Hann skarermina af til að trufla ekki ró kattar sins og gekk siðan til guðshúss. Reyndar trúa áhang- endur spámannsins þvi enn i dag, að þeir menn sem ekki þola ketti hafi sjálfir verið rottur i fyrra lifi. Kettir skálda En fyrst og fremst hafa kettir notið hylli skapandi listamanna. Kattabókmenntir eru allmerkar og fjölbreyttar. Taka má dæmi af djúpviturlegri kattaskáld- sögu E.T.A. Hoffmanns, „Skoðanir kattarins Múrrs”, sem reyndar varð ekki lokið vegna þess að köttur Hoff- manns, sem gaf honum ágætan innblástur, lést á meðan á samningu sögunnar stóð. Victor Hugo, Baudelaire, Anatole France, Gottfried Keller, Mark Twain og T.S. Eliot hafa gert ketti eilifa i skáldskap og sist ættu islendingar að gleyma kvæöi Jóns Helgasonar prófess- ors „A afmæli kattarinsVErnest Hemingway hafði fimmtiu ketti á búgarði sinum skammt frá Havana. Bandarikjamaðurinn Howard Salzburg rekur vinsældir katta meðal rithöfunda til þess að „þar eð menn skrifa venjulega i einrúmi miðlar félagsskapar kattar mörgum rithöfundum hljóðlátri kæti án þess að trufla hugsanir þeirra”. Kvenfólk Óliklegustu samfélög manna eiga þá trú sameiginlega, að kettir og konur séu með einhverjum dularfullum hætti andlega skyld. Þýskur atferlis- fræðingur, Ingrid Zwerenz hefur reynt að útskýra þetta samband með þvi, að kettir séu i raun holdtekning ýmissa leynilegustu óska kvenna. „Náttúran hefur gert ketti frjálsa og óháða, en það reynist mörgum konum torvelt takmark. Kötturinn er hefur fullt vald á samúð og andúö, er alltaf hann sjálfur, lætur ekki temja sig, gengur ekki of langt i þvi að laga sig að fólki. Kötturinn smeygir sér i arma manna eða keltu þegar honum sjálfum þóknast, og hann þolir enga afskiftasemi um einkamál sin. Galdrar og grimmd Til þessa dags hafa kettir i þjóðtrúnni einnig verið nátengdir andskotanum. Zwerenz útskýrir þetta með þvi, að það hafi oft orðið svo, að konur sem afskiptar voru hafi huggað sig við félagsskap katta. Konan sem var ein eftir skilin, einstæðingur, snemma ekkja, hefur ávallt verið talin grun- samleg i okkar fjölskylduþjóð- félagi, og þar með hinn ferfætti förunautur hennar. Þegar galdraofsóknir miðalda beindust gegn þessum varnar- lausu einstæðu konum voru þær sendar á bálkestina þúsundum saman ásamt köttum sinum. Lifseigir fordómar telja ketti mikla fugladrápara. Athuganir sýna að þetta er ekki rétt. Kettir drepa ekki að ráði söngfugla nema i þéttbýli, þar sem hinum eðlilegu óvinum fuglanna hefur verið útrýmt. Þeir gegna þar þvi jákvæða hlutverki að halda uppi heilbrigði söngfugla- stofnsins, grisja hann hæfilega. Þá telja atferlisfræðingar sig hafa komist að þvi, að það sé misskilningur að kettir séu grimmir að eðlisfari, en um það telja menn leik þeirra að músum glöggast vitni. Samkvæmt þessu „léika” kettir sér aðeins að smádýrum þegar þeir eru litt reyndir og hafa ekki lært hvernig á aö drepa skjótt og örugglega. áb tók sanian Kattafræðingar halda þvi nú eindregið fram, að kettir séu alls ekki grimm dýr. Þeir kettir einir „leiki sér” að smádýrum, sem ekki kunna að drcpa fljótt og örugglega.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.