Þjóðviljinn - 12.01.1975, Page 9
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Ein af 300
Ein af tæplega 300 bókum, sem
út komu I fyrra, fylgdi mér inn á
nýtt ár. Þaö var ágætur doðrant-
ur Jóns Guðnasonar um Skúla
Thoroddsen. Mér sýnist að þetta
sé einkar nytsamleg bók: eftir aö
hún kom út veit maður miklu
meira en áður um það hvernig
nútimapólitik varð til á íslandi,
miklu fleira um rætur Islenskrar
róttækni, sem stundum er kölluð
„þjóðernisofstæki til vinstri”. Ein
þeirra róta er merkilega nútima-
legur skilningur Skúla á þeim
mikla mismun sem oftar en ekki
er staðfestur á milli formlegra
réttinda og raunverulegra.
Aður en lengra er haldið. A okk-
ar dögum heyrast oft miklir
kveinstafir út af flokksræði sem
svo er nefnt, að öll ákvarðanatekt
sé harðlæst I lokuöu flokkakerfi
með tilheyrandi ósóma. Skúli
Thoroddsen lifði á tima hinna
miklu þingskörunga sem menn
fjórar er þýðing Jóns Gíslasona?
á þrem leikritum Evripidesar
Móðir sjöstjarna eftir Willian
frænda Heinesen, Mariamma
stutt helgisaga eftir Pár Lager
kvistog stutt skáldsaga eftir þanr
japanska kviðristumann
Misjima.
Reyfararnir eru ósköp svipaðir
og venjulega. Þarna eru nýjustu
æsingabækur eins og Exorcist o|
Siðasti tangó i Paris, fastagestii
eins og Sven Hazel, MacLean
Bagley og Hammond Innes, fulí
trúar tilfinningadýrðarinnar eint
og Theresa Charles og Denise
Robins, gamlir uppvakningai
eins og Kordula frænka og leyni
lögreglumeistari eins og
Simenon. Liklega halda best sölu
þær bækur I þessum blokki sem
byggja á sérlega æsilegri og lygi
legri atburðarás, en manni sýnist
i fljótu bragði að bæði ástirnar
sykursætu og flókna morðgátan
eigi i vök að verjast.
Heitar ástir kólnaog
baöstofuhjal styttist
Handbækur og fleira
Aftur á móti sýnist vöxtur i
kennslubókum, þær teljast 25 og
ég held alllt innlend framleiðsla
— þarna er mikil hreyfing frá þvi
sem var fyrir skömmu, þegar
kennslubækur færðust milli kyn
slóða, hverju sem fram fór i
heiminum. Handbækur margs-
konar, uppflettirit, eru einnig
flokkur bóka sem er á uppleið —
þær voru átján og gáfu upplýsing-
ar um kynlif og skordýr, eldvarn-
ir og islensk lög, meðferð ung-
barna og ferðalög svo nokkuö sé
nefnt.
tala nú um með söknuði: þá höfðu
þingmenn persónuleeg viöhorf og
fóru að sannfæringu er sagt, voru
ekki bundnir flokkskálfar. Það er
i þessu samhengi skemmtilegt að
sjá, hve Skúli hefur verið þreyttur
á þessari persónupólitlk og
harmað flokksleysið — hann vill
bersýnilega að menn fylki liði og
komi sér upp samtökum og
stefnuskrá til að fá meira vit i
sjálfstæðisbaráttuna og mark-
sækni, og hefur sjálfsagt haft rétt
fyrir sér. Og jafnt á timum þing-
jöfra og flokksræðis eru kvart
anir manna um þá sem ekki eru
,,i náðinni”, ekki eru i réttri klfku
osfrv. ósköp hliðstæðar.
Framleiðsla
En þetta var semsagt útúrdúr.
Ætlunin var hinsvegar sú að
vikja að þeim tæpum 300 bókum
sem út komu i fyrra, gera litillega
grein fyrir þvi, hvernig þær skipt-
ast i tegundir (það skal strax tek-
ið fram, að lærðir bókasafna-
fræðingar mundu fussa við þeirri
skiptingu sem hér fer á eftir).
Slika iðju er unnt að stunda fyrr á
þessum vetri en venjulega, þvi nú
hefur Landsbókasafn tekið að sér
að gefa út bókaskrá þá sem áöur
var tekin saman á vegum Bók-
salafélagsins. Bókaskráin var i
ár komin út um jól. Mér telst svo
til, að þar sé sagt frá 275 bókum,
en það vantar nokkrar. Til dæmis
íslandssögu Bókmenntafélagsins,
og fimm-sex bækur aðrar koma
upp I hugann. En hér á eftir verð-
um við, þvi miður, að láta sem
þær séu ekki til.
Bókaframleiðsla hefur dregist
saman, en ekki mikið. Bækur
„fyrir fullorðna” voru i fyrra 204,
290 árið 1972 og 230 árið 1971.
Hrunið mikla, sem alltaf er verið
að spá Isienskri bókagerð er ekki
komið enn. Breytingar á hlutföll-
um mi.lli flokka eru ekki veruleg-
ar en þar er samt um nokkra at
hyglisverða hluti að ræða. Tökum
til dæmis barnabækur.
Fjórar nýjar barnabækur
Mér telst svo til, að i fyrra hafi
komið út 71 barna- og unglinga-
bók. Þessi útgáfa er á niðurleiö —
fyrir tveim árum voru barnabæk-
ur 96. I öðru lagi fer hlutur inn-
lendra barnabóka minnkandi,
þær eru aðeins 18. Og það sem enn
merkilegra er: allar þessar átján
innlendu barnabækur voru
endurútgáfur (til dæmis sex
endurútgáfur á bókum meistara
Stefáns Jónssonar) nema fjórar.
Aðeins fjórar nýjar islenskar
barnabækur komu út á árinu og
hefur þeirra frægust liklega oröið
tviburasaga Guðrúnar Helgadótt-
ur. Skýringuna á þessari fátækt
má iiklega finna við skoðun hinna
þýddu barnabóka: liklega er góð-
ur helmingur þeirra prentaður
erlendis, liður i alþjóðlegri útgáfu
þar sem myndakostnaður verður
fremur litill. Reyndar er allmikið
af bókagerð komið út úr landinu
— má nefna sem dæmi ýmislegar
stórar bækur með miklu mynda-
efni, handbækur og yfirlitsrit um
sögu, landafræði, skordýr og
hvaðeina.
Um val á erlendum barnabók-
um til þýðinga er það að segja, að
liklega fer það ögn skánandi.
Allavega er minna af krakka-
reyfurum úr löngum serium,
enda ætti satt að segja yfrið nóg
að vera til af þeim á öllum bóka-
söfnum. Að þvi er varðar barna-
bókaútgáfu er það eitt fyrirtæki
sem hefur nokkuð góða sérstöðu
og það er Iðunn. Það er einmitt sú
útgáfa sem leggur út i ævintýri
eins og að þýða bók eftir þann
rauða barnabókahöfund Sven
Wernström, sem á vonandi eftir
að hrella margar Ihaldskerlingar.
Halda velli
Islenskarbókmenntireru ósköp
svipaðar að fyrirferð og venju-
lega. Nefndar eru 21 ljóðabók, en
liklega vantar nokkrar sjálfút
gáfurnýliða i skrána. Nýliðar eru
annars sjö á skrá,þeirra á meðal
það orðheppna metsöluskáld
Þórarinn Eldjárn. Ólafur
Jóhann og Sigurður A. Magnúss .
gáfu út ljóöabækur ásamt fimm
öðrum llfsreyndum skáldum.
Endurútgáfur voru sjö og fjölgar
þeim reyndar i flestum bóka-
flokkum. 1972 komu út 22 ljóða-
bækur en árið 1971 um fjörutiu,
herra minn sæll og trúr.
Skáldsögur og ritgerðasöfn
voru 21, þar af þrjár endurútgáf-
ur. Hér er vert að vekja athygli á
þvi, að afþreyingarbókum, hinum
islensku eldhúsreyfurum, fer
fækkandi — ég held að slikar bæk-
ur hafa ekki veriö nema f jórar, en
oft hafa þeir veriö 8-10 á ári. Að
öllu samanlögðu er þessi flokkur
bóka liklega jafnskástur, þótt
ekki verði sagt að stórtiðindi hafi
beinlinis gerst. Þarna eru Halldór
og Guðbergur, Jakobina og Thor,
Þorgeir Þorgeirsson og Steinar
Sigurjónsson, Þorsteinn frá
Hamri og Þráinn Bertelson. Áður
hefur sú hugmynd verið látin
uppi, að liklega muni viðbótarrit-
laun efla fleiri menn oftar til
skáldsagnagerðar en áður.
Ljóðabækur verða liklega alltaf
til á Islandi, hvort sem efnahags-
legar forsendur eru betri eða
verri.
Það er nokkuð árvisst að út
komi fimm (eða sex) bækur um
islenskar bókmenntir og einstök
skáld. Ein er þýdd — bók Breds-
dorffs um þau firn sem hlutust af
óskipulögðum kvennamálum á
timum Islendingasagna. Þá
komu Sjö erindi um Halldór Lax-
ness, löng ritgerð Ingvars
Stefánssonar um Gandreið
Benedikts Gröndal (hvorttveggja
i einni bók) og hér set ég einnig
bók Helga Skúla Kjartanssonar
um Hallgrim Pétursson. Tiu út-
gáfur, alþýðiegar eða fræðilegar,
voru gerðar á fornritum og ritum
fyrri alda — þar á meðal er þjóð-
hátiðarlandnáma, snobbútgáfan
af Ferðabók Eggerts og Bjarna,
hið heillandi safn Einars Ólafs,
Fagrar heyrði ég raddirnar og
tvær Passiusálmaútgáfur
íslensk sagnfræðirit eru ekki
nema fjögur (fyrir utan Þjóð-
hátiðarsöguna sem áður var get-
ið) og má það eiginlega ekki
vera minna á þessu söguári. Hér
er bókin um Skúla Thoroddsen
höfð með, þvi hún fer langt út fyr-
ir venjulegan ævisöguramma.
Hér er togarasaga Heimis Þor-
leifssonar og Reykjavikursaga
Páls Lindals. I betri árum telur
þessi flokkur á annan tug bóka.
Sjómannabókin sem hvarf
Alls falla 27 bækur undir marg
breytilegan flokk bóka þar sem
saman kemur ýmislegur þjóðleg-
ur fróðleikur og samtiningur,
ferðabækur, endurminningar,
ævisögur byggðar á viðtölum
áttahagafræöi, saga einstakra
félaga. A þessu sviði er um mik-
inn samdrátt að ræða og mundu
vist flestir segja að löngu væri
mál til komið. Fyrir tveim árum
voru tæplega fimmtiu bækur i
þessum flukki. Ýmsir ágætir
menn eru enn með sagnaþætti
(t.d. Bergsveinn Skúlason og Ein-
ar Bragi) en liklegt er að sá akur
sé nú mjög plægður. Enn at-
hyglisverðara er að ævisagan,
endurminningarnar virðast hafa
misst þó nokkuð af sinu að-
dráttarafli. Það var talað við
Þórð á Dagverðará, Guðrún Á.
Simonar kom út aftur, Matthias
talaði við Gunnlaug Scheving,
svei mér ef það var nokkuð
meira. Jú — Gylfi Gröndal talaði
við Kristin Guðmundsson utan-
rikisráðherra og sendiherra, en
sú bók komst reyndar ekki á list-
ann. Hún minnir á merkilega
staðreynd: það virðist sama
hVort um er að ræða aumingja
eða öðlingsmann úr hópi stjórn-
málamanna — allir eru þeir jafn
gjörsamlega frábitnir þvi að
segja frá einhverju sem máli
skiptir.
Ég held ég ljúgi þvi ekki að það
hafi i íaun og veru gleymst að
setja saman sjómannabókina i
ár, en þær bækur hafa stundum
verið margar. Nema hvað sjó-
slysasögunni miklu heldur áfram,
en það rit ætlar sér bersýnilega
að keppa við Hæstaréttardóma og
Alþingistiðindi að lengd og verður
vonandi gott fyrir þá sem þurfa á
hillumetrum að halda.
Mesta hruniö
Þýdd rit um söguleg efni, hvort
sem um er að ræða fræði-
mennsku, endurminningar eða þá
spekúlasjónir á la Dániken — þau
eru ekki mörg, eða aðeins sjö. Sá
flokkur hefur oft áður áreiðan-
lega verið helmingi stærri eða
meir. Þarna er að fara af stað
mjög myndskreytt itölsk mann-
kynssaga, út komu tvær bækur
um landafundi, ný þýðing á bráð-
skemmtilegum endurminningum
Peters Freuchens og svo sjálfs-
ævisaga Jörundar hundadaga-
kóngs, sem islenskum finnst
skemmtilegastur valdsmanna
eins og vonlegt er. Það er bara
verstað honum hefur bersýnilega
ekki fundist Islandsævintýrif
nærri þvi eins spennandi og okk
ur.
Höldum "þá áfram með flokka
þýddra bóka. Mesta hrunið sem
um getur i islenskri bókaútgáfu
er tengt erlendum þýddum skáld
verkum, og á þetta, þvi miður,
jafnt við um reyfara og bók
menntaverk. Arið 1971 komu út 4(
reyfarar og 10 erlend skáldverk
sem til bókmennta máttu teljast
Arið 1972 voru reyfararnir 44 og
bókmenntaverkin 14 og þótti þaí
nokkuð gott hlutfall. En nú eri
reyfararnir aðeins 4. Bækurnai
Mér sýnist aö tiu bækur falli
undir duiræn efni svokölluð. Þar
af eru ekki nema tvær innlendar
miðilsbækur, Elinborg og seinna
bindið af Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur, sem mun hafa vakið ná-
kvæmlega jafnlitla athygli og hið
fyrra kom upp fjaðrafoki. Hins-
vegar eru tvær draumráðninga-
bækur og þrir bæklingar um
stjörnuspádóma og geri ég ráð
fyrir þvi að áhugi manna á þvilik-
um efnum muni haldast nokkuð
svo i hendur við oliukreppuna.
Undir trúarbrögð beinlinis falla
fimm bækur, þar af tvær bibliuút-
gáfur.
Ur þessu fara flokkarnir mjög
að smækka. Bækur um félags-
fræði, vistfræði, hagfræði, sál-
fræði og svo jarðfræði (önnur
raunvisindi komast ekki á blað)
eru svo fáar að undrum sætir —
aðeins sjö, þýddar og frumsamd-
ar. Sigurður Þórarinsson skrifar
um Vötnin strið, Hjörleifur Gutt-
ormsson um vistfræði, Kristján
Friðriksson um sina framsóknar-
útópu, þýdd er skýrslan um Tak-
mörk vaxtar. Það er nú ekki mik-
ið meira — kilja MM eftir Erich
Fromru, Listin að elska, komst
ekki á skrána. Bókaútgáfa um
myndlist og tónlist lá svotil alveg
niðri (samtalsbækur við lista-
menn, þrjú nótahefti), ljós-
myndasöfn til landkynningar
voru þrjú, bækur um iþróttir og
tómstundagaman fimm.
Eyður og hrun
Þegar á heildina er litið er
hvorki ástæða til að fagna né
heldur gráta beisklega yfir is-
lenskri bókaútgáfu. Hún er
þarna. I henni eru slæmar eyður,
sem virðast fara stækkandi —
nefni ég sérstaklega útgáfu er-
lendra bókmenntaverka og rita
um félagsfræði, samtima sögu,
heimspeki og annað i þá veru.
Hinsvegar skai þvi ekki gleymt
að niðurskurðurinn verður mest-
ur i ýmsu þvi sem ómerkilegast
hefur verið: skrautútgáfur á er-
lendum reyfurum og innlendum
reyfurum og útvötnuðum þjóðleg-
heitum og minningatuldri. En
þessir flokkar voru reyndar svo
fyrirferðarmiklir um tima að
eitthvað hlaut undan að láta — og
er ekki vist að við þurfum að
hrósa hvorki útgefendum né les-
endum fyrir bættan smekk.
Arni Bergmann