Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Á rauðum sokkum ÁRNI BJÖRNSSON: ÞJÓÐFRÆÐAGUTL Nú er uppbyrjaö alþjóölegt kvennaár meö miklum vindgangi og frosti hér- lendis, sem sumir telja aö sé fyrirboöi allsherjar kynkulda, þeir sem mest ótt- ast allsherjarverkfa'.l þaö, sem rauö- sokkarhafa boðaö til, og kviöa þeirritil- , veru ákaflega. Þeir hefðu átt að vera uppi á velmektartimum katólsks rétt- trúnaöar, þegar aðeins 9 dagar i árinu voru leyfilegir — og þó án gamans. En þar sem rauðsokkar munu vera yngsti frumkvöðull þessa baráttuárs, er ekki úr vegi að hyggja eftir, hvort nokkur viðlika fyrirbæri finnist i þjóðfræðinni. Þess er þá fyrst að geta, að orðið rauðsokkur mun ekki hafa þekkst áður i málinu. Hinsvegar eru til oröin rauð- fætla og rauðfætlingur um fjallagrös i vexti, og mætti það raunar teljast viss samsvörun, þar sem hér er um að ræða unga hreyfingu — i vexti, þótt hún sé auðvitað skelfing fámenn i augum þeirra, sem geta státað af þúsundum óvirkra félagsmanna. Kvendraugar Svo eru til veiku myndirnar Rauð- sokki og Rauðsokka sem eiginnöfn hests og hryssu, og a.m.k. einn draugur var til, sem hét Rauðsokka. Þess er reyndar fyrst að geta, að Jón Arnason telur i þjóðsögum sinum, að kvendraugar séu oftast á rauðum sokkum. En um þennan sérstaka draug er það að segja, að 1. nóv. 1757 varð 13 ára telpa Elin Magnúsdóttir úti milli bæja vestur á Barmahlið i Reykhólasveit. Hún lá ekki kyrr fremur en oft vill verða um slikt fólk, heldur tók að gera mönnum skráveifur, sem reyndar þóttu heldur kraftlitlar, sem vonlegt var. Þó kom brátt svo, að i augum huglitilla manna var þessi umkomulausa stúlkukind orð- in að illskæðu flagði, sem vildi meina mönnum ferð um skógi vaxna Barma- hlið sina og helst tortima þeim. Einum þeirra, sem var orðinn aðframkominn á flóttanum, tókst að stynja upp: ,,Ó, Hólakirkja, hjálpi nú þinir heilögu.” Þá sá Rauðsokka heim til Reykhólakirkju, og maðurinn slapp. Þeir sem skelfast manndrápsfyrirætl- anir nútima flagðkvenna, sem þykjast vera umkomulitlar stúlkur eða bág- staddar mæður ættu að festa sér þetta ráð i minni, enda mun Herra Biskupinn þegar hafa lagt þeim sitt lið. Ofbjóðanlegt fólk Eftirtakanlegt er, að ein þeirra kvenna frá fyrra hluta 16. aldar, sem hvað oftast eru nefndar i heimildum, er i ættartölum jafnan kölluð „Ragnheiöur á rauðum sokkum”. Hún var reyndar dóttir Péturs Loftssonar á Svalbarði og þvi móðir hinna frægu bræðra, Magnús- ar prúða og Staðarhóls-Páls. Hvergi mun kunnugt um skýringu á þvi, hvers vegna hún hlaut þetta viðurnefni, en til er þessi gamla visa: Ragnheiður á rauðum sokkum rekur hesta, enga vili hún utan presta auðarhlin sig láta festa. En það eitt, aö hún hlýtur eitthvert viðurnefni, bendir til þess að hún hafi verið mikilhæf kona og áberandi, þará- meðal i klæðaburði. Og sé nokkuð að marka allt fjasið um mikilvægi móður- hlutverksins, þá hljóta hinir alkunnu synir hennar að hafa öðlast eitthvað af sinum umdeildu eiginleikum frá henni. Tökum til að mynda þann ofbjóðan- lega Staðarhóls-Pál, sem féll ekki nema á annað hnéð fyrir kónginum, heldur stóð i hinn fótinn. Og þegar hann var áminntur af hirðmeisturum, svaraði hann: ,,Ég lýt hátigninni, en stend á réttinum.” Einu sinni lenti Páll i kappsiglingu á Breiðafirði. Hann var að koma úr kaup- stað á splunkunýju skipi, en einn helsti keppinauturhans um völd og áhrif i hér- aðinu varð honum nánast samferða á öðru skipi. Og eins og verða vill enn i dag hvort sem menn eru á hestum eða bilum, þá kom til kappróðurs milli þeirra, og mátti lengi ekki á milli sjá. En þá verður langt og mjótt sker fyrir skipi Páls, og nóg er jú af þeim á Breiðafirði. Ætti Páll að draga úr ferð- inni og krækja fyrir skerið, þá var aug- ljóst að hinn næði alltof miklu forskoti. Þá á Páll að hafa skipað mönnum sinum að sigla i gegnum skerið og kveðið þessa visu um leið: Snemma dags, þá mjög var morgnt, mengið svaraði káta: „Skipið er nýtt, en skerið fornt, skal þvf undan iáta.” En skerið lét ekki undan, heldur brotnaði skip Páls i spón. Keppinautrnir komu að skellihlæjandi til að bjarga þeim og formaðurinn spurði: „Viltu þiggja lif, Páll bóndi?” Páll svaraði engu, en sat alla heimleiðina aftur á skut, sneri baki i aðra og lét fæturna dingla útaf borðstokknum. Þegar þeir loks voru lentir, gekk Páll að formann- inum, rétti honum vel útilátið kjafta- högg, en gaf honum um leið vænan jarðarpart og sagði, að annað væri fyrir björgunina, en hitt fyrir hláturinn. Og nú er eftir að vita á hvaða fornu skerjum frænkur Páls munu stranda á okkar dögum, sé ofurkapp látið ráða ferðinni. Álfafólk og ævintýri Næst verða rauðir sokkar fyrir okkur i ljóðinu um Skónálar-Bjarna, sem I rauninni er ein af þeim mörgu sögum, þar sem kallmann dreymir fagra álf- konu i rekkju sinni, en endirinn er ekki eins og best yrði á kosið fremur en oft vill verða i slikum draumum: Skónálar-Bjarni i selinu svaf, segja vil ég þér nokkuð þar af: kom til hans álfkona fögur og frið, fegri sá hann enga lífs um tið. Blátt var pils, en beltið vænt, bundið um enni silkiband grænt, skautafald háan, hvitan sem ull, á hendinni þribortið var gull. Sokkarnir voru rauðir sem rós, rétt voru lærin fögur sem Ijós, hofmannastaðurinn hærður svo vel sem hnakki á sólþurrum kópsel. Allt eins og naðran hann að henni lék, endaði svo þeirra limanna brek, af honum tána I skilnað hún skar, skaust svo i burtu og fór þar. Og sýnir þetta ljúflingsljóð I hvern sálarháska menn geta komist i glimunni við rauðsokkótt kvenfólk. Nú er ekki sérlega mikið um það i þjóðsögum og ævintýrum, að menn eða vættir séu kennd við rauða likamsparta eða klæðisplögg, nema þá illhvelin rauð- kembingur og Rauðhöfði, galdrakarlinn Rauðkufl, kvendraugarnir Rauðhönd og Rauðpilsa, og svo hún Rauðhetta litla. En lika kemur fyrir kóngsdóttirin Rauð- kápa i álögum i sögunni af Helgu for- vitnu. Helga óhlýðnaðist boðum móður sinn- ar fyrir forvitni sakir og hitti fyrir bragðið þrjár geðstirðar konur, Blá- kápu, Grænkápu og Rauðkápu, sem hún gistir hjá, en óhlýðnast um leið boðum þeirra af eintómri forvitni, þvi hún mjólkar kúna og mokar fjósið i óþökk Blákápu, þrifur upp vefstólinn og vefur silki i banni Grænkápu og leggst i rúm R&uðkápu i forboði hennaren drepur viö það tvö illyrmi. Þegar Rauðkápa kom heim um kvöldið, var hún hin besta við Helgu og segir: „Þú hefur gjört okkur systrum mikinn velgjörning. Við erum konungsdætur, en hann hataði okkur og lagði á okkur ill forlög. Blákápu gaf hann kú i heiman- mund, en það fylgdi með, að hún skyldi aldrei geta mjólkað hana og aldrei mok- að undan henni. Grænkápu gaf hann silkivefstól sem óf sjálfur með litilli hjálp, en aldrei skyldi Grænkápa geta haft gagn af honum. Mér gaf hann silki- sæng, en það fylgdi með að tveir eitur- ormar skyldi kvelja mig i henni hverja nótt og þó skyldi ég hvergi geta hvilst annarsstaðar. Þessi álög skyldi á liggja þangað til sú kona kæmi úr mannheim- um sem hiálpaði okkur þótt við bönnuð- um henni harðlega það sem létt gæti nauðum okkar, en það skyldum við verða að gjöra. Nú er okkur öllum bjargað af þér og skulum við launa þér það og verða þér i sinni.” Þessi saga um Helgu forvitnu og Rauðkápu kom i hugann af þvi málgagn rauðsokka heitir einmitt Forvitin — rauð og nokkrar Helgur hafa veriö þar áberandi. Auk þess hafa kvenkyns rauð- sokkar óhlýðnast ábendingum for- mæðra sinna i kvenréttindahreyfing- unni og reynt að hjálpa kynsystrum sin- um, sem bundnar eru álögum vanans, þrátt fyrir bölv þeirra og ragn. En þjóð- sagan endar einmitt svona: Hér leiddi þó einu sinni gott af forvitn- inni. Hugsanlega verða rauðsokkar svo framsýnir og lánsamir, að um þá gæti gilt þetta sjaldgæfa tilbrigði af þulunni um fuglinn i fjörunni: Rauðfættur fuglinn i fjörunni, hann vill ekki kreppa sig i körinni, engan ber hann ótta fyrir örinni, ekki heldur tekur hann á tjörunni, svo snillilega sneiðir hann hjá snörunni. / Bræðralag og samhugur í geimnum Eftir því sem rússar segja verður sameiginleg geimferð rússa og banda- rikjamanna i júli n.k. undir merki hinsalgjöra bræðra- lags og samvinnu manna í milli. Um réttmæti þessar- ar staðhæfingar verður varla efast, þegar það kemur í Ijós, að geimfar- arnir eiga að tala tungu- mál hvers annars, þ.e. rússarnir amerisku og kanarnir rússnesku. Skýringin er sú, að sögn sovét- manna, að það sé mun auðveld- ara að hlusta á og skilja útlend- inga tala eigið tungumál, og þvi komi geimfararnr til með að skilja hver annan mun betur ef þeir reyni allir að tala útlenska tungu. En þetta er ekki eina táknið um þessa feiknalegu samvinnu og allan bræðrahuginn. Geimfararn- ir eiga sem sé lika að borða mat bræðraþjóðarinnar. Amerikan- arnir eiga að úða i sig rússnesk- um mat — og öfugt. Hins vegar nær þessi bræðra- hugur ekki að drykkjarvörunum. Amerikanarnir fá t.d. ekki vodka og rússarnir ekki búrbónviski. Það er þó bót i máli, bræðralags- ins vegna, að allir verða þeir að drekka sömu drykkina, — isvatn, ávaxtasafa og kaffi. ÞEKKT BÓK i Sviþjóð er mikið um að rithöf- undar ferðist um og lesi úr verk- um sinum i félagsheimilum sveitaþorpanna og á vinnustöð- um. Einn var nýkominn heim úr kynningarferð um norðurlandið og sagði frá þvi, að á einum stað hafi gamall karl komið til hans og sagt: — Ég hef séð nýju bókina þina. — Það var gaman og hvernig fannst þér hún? — Ég hef ekki lesið hana. En konan gerði það. — Og hvað fannst henni? — Hún sagði ekkert um það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.