Þjóðviljinn - 12.01.1975, Síða 15
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
Úrval færeyskra
Ijóöa á norsku
Komið er út hjá Aschehoug i
Osló úrval færeyskra ljóða á
norsku, hið fyrsta sinnar tegund-
ar. Skáldið Knud ödegárd hefur
þýtt kvæðin og valið þau i sam-
vinnu við færeyska skáldið
Karsten Hoydal. Knud skrifar og
ýtarlegan formála um færeyskar
bókmenntir. bað er sjálfur Willi-
Knud ödegárd.
am Heinesen sem hefur gert
myndirnar.
1 bókinni eru kvæði eftir þessi
skáld: Christian Matras. Karsten
Hoydal. Regin Dahl, T.N. Djur-
huus, Steinbjörn Jacobsen, Liggj-
as i Bö, Guðrid Hemsdal Poulsen,
Öðin Ódn, ArnbjörnDanielsen.Rói
Patursson, Alexandur Kristian-
sen, Heðin M. Klein. Allt eru þetta
samtiðarskáld. Bókin nefnist
Færoysk lyrikk.
Knud ödegard er skálda virk-
astur i ýmislegri bókmenntamiðl-
un. Hann hefur þýtt á norsku
ljóðaúrval eftir Einar Braga,
Regn i mai, og Einar Bragi hefur
þýtt eftir hann Hljómleika i hvitu
húsi. bá er nýkomið út hjá sama
forlagi og gefur út Færeysk ljóð,
Dikt i utval eftir Gyula Illyés, eitt
ágætasta skáld Ungverjalands,
sem er talinn sameina ágætlega
alþýðlegar hefðir þess bænda-
lands, sem til skamms tima var,
og alþjóðlega menningar-
strauma. Knud hefur þýtt kvæðin
og valið i samvinnu við Vince
Sulyok.
HÚSNÆÐISLEYSI
Effll
Frá Námsflokkum
Hafnarf jarðar
HVAÐ KEMUR
ÞAÐ MÉR VIÐ?
begar nautabaninn Manuel
Benitez eða ,,E1 Cordobés”
hafði unnið sér inn fyrstu milj-
ónirnar á arenunni réð hann sér
einkakennara til að læra að lesa
og skrifa. En þótt Manuel til-
heyri ekki lengur þeim 600 þús-
undum sem teljast ólæsir á
Spáni er ekki þar með sagt, að
hann beri einhverja virðingu
fyrir þvi sem skrifað er.
— Skrifaðu bara það sem þú
vilt, sagði hann nýlega við
blaðamann, sem var að taka
viðtal við hann. Finndu bara
eitthvað upp!
— Ég get nú ekki farið að búa
til einhverjar sögur um þig,
mótmælti hinn.
— Hvers vegna ekki? spurði
Manuel. Hvað kemur mér við
hvað stendur i blaðinu?
— Enn reyndi blaðamaður-
inn:
— Hvernig likar þér bókin,
sem Lapierre og Colin skrifuðu
um ævi þina?
— Hversvegna ætti ég að fara
að lesa bók um sjálfan mig?
sagði Manuel. Ætli ég viti ekki
best sjálfur hvernig ég er.
ALDREI
EINMANA í
RÚMINU
Spánskir tollverðir gerðu af
siðferðisástæðum upptæka
stutta franska kvikmynd, „bað
er leiðinlegt að vera einn i rúm-
inu”.
beir urðu þó að leyfa innflutn-
ing þegar i ljós kom, að um var
að ræða auglýsingamynd um
bangsa handa smábörnum að
hafa með sér i rúmið.
ÞÆGILEG
ÓÞÆGINDI
bjóðfélagsfræðingur hefur
lýst simanum sem „mestu
óþægindum allra þæginda og
mestu þægindum allra óþæg-
inda.”
Aumingja Kissinger. 1 bráðum
ár er hann nú búinn að leita að
sæmilegu húsi fyrir sig og hana
Nancy, konuna sina. Árangurs-
laust. bvi húsið á nefnilega að
vera antikt, helst frá miðbiki 18.
aldar og standa i Georgetown i
námunda við Washington.
Húsið, sem Jackie Onassis bjó i
eftir dauða Kennedys forseta, er
nú eign miljónamæringsins
Michael Straights, sem nýlega
giftist systur Jackiar, Ninu
Auchincloss. En vandræði Kiss-
ingers eru, að Straight vill ekki
leigja, heldur selja húseignina og
það á háa sex stafa tölu I dollur-
um — sem er meira en jafnvel
Kissinger hristir framúr erminni.
Innritun i flokkana fer fram mánudaginn
13. janúar og þriðjudaginn 14. janúar i
húsi Dvergs, Brekkugötu 2, Hafnarfirði,
milli kl. 5-8 báða dagana.
Námsskrá flokkanna liggur frammi i
bókabúðum bæjarins, en allar nánari
upplýsingar veitir forstöðumaður i sima
5-32-92 báða innritunardagana.
Athugið! Nemendur á haustnámskeiði,
sem hyggjast halda áfram, innritist þó i
fyrsta tima.
Kennsla hefst fimmtudaginn 16. janúar
samkvæmt stundarskrá.
Forstööumaður.
Auglýsingasíminn er
17500
mv/u/NN
VÍSNA-
ÞÁTTUR
S.dór. .S5S
Látum
fjúka stöku
Einn af velunnurum þessa
visnaþáttar leit við hér á bjóð-
viljanum fyrir nokkrum dögum
með vænt handrit af skemmti-
legum visum eftir ýmsa höf-
unda og sagði: — Notaðu úr
þessu þegar þig vantar efni. Og
eftir lestur þessa handrits er al-
veg óþarfi að hafa svo litillátan
formála, þarna var ekkert
nema góðar visur, og maður
þarf sannarlega ekki að vera i
efnishraki til að nota úr þessu
handriti sem uppistöðu i visna-
þátt.
Fyrst koma hér visur eftir
hinn góðkunna hagyrðing
Harald Hjálmarsson frá
Kambi:
Byrðar iifsins ber ég hátt,
brattan stika halla.
Reyni að sýna með þvi mátt
meðan ég er að faila.
Töium fagurt tungumál
teygjum stutta vöku.
Lyftum glasi, lyftum sál.
Látum fjúka stöku.
Fagrar ræður, fögur Ijóð,
frjálsmannlegur andi,
er eitt sem hæfir okkar þjóð
og okkar kæra landi.
Nú fer ég að lesa lög
og læra um svik og hrekki,
þvi litið gagnar höndin hög
og heiðarleikinn ekki.
Hjá mér stendur flaskan full
fjörs ég drykkinn kenni.
Það er ekkert samlagssull
sem að er á henni.
Flaskan mörguni leggur lið
læknar dýpstu sárin.
Hópur manna heldur við
hana gegnum árin.
Enn þá, gct ég á mig treyst.
ölinu frá mér hrundið.
En þetta er orðið eins og
þú veizt,
crfiðlcikum bundið.
Haraldur er á þv! enn
þótt enginn geti séð það.
Það eru frcmur fáir menn,
sem fara bctur með það.
Skagafjarðar fögur sýsla
fer að verða miður sin,
skelfur alveg eins og hrisla,
ef ég smakka brennivin.
Halla sundrað sálarflak
siglir á dánum vonum.
Það þarf hundrað tonna tak
til að bjarga honum.
Hér er leiði Haraldar
hann var ætið snauður.
Uppi á fjörum Framsóknar
fannst hann leginn dauður.
Allir dagar eiga kvöld,
allar nætur daga.
Þannig verða árin öld,
aldir mannkynssaga.
bá er rétt að lita aftur i bréfið
sem hann Magnús J.
Jóhannesson sendi okkur og við
birtum visur úr i siðasta þætti:
Staka
Klettahjalia, kiif og stalla
klæða alla skuggatjöld.
Litinn fjallið lét á skalla
ljósan mjallarhött i kvöld.
Að gefnu tilefni.
Konan mina knöppu vörn
kveðst ei vilja heyra.
Ég á að smiða biía, börn
báta, hús og fleira.
A baðstað gekk stúlka svo fá-
klædd, sem verða mátti, utan
algjörs klæðleysis:
Allt þetta, sem ekki sést
eflaust vert er fatanna.
Ileillar mig þó hcld ég mest
haftið milli gatanna.
Maður úr söfnuði „Votta
Jehova” hafði oft lýst þvi yfir
að heimsendir yrði á næsta ári,
og gekk svo i mörg ár. 1 tilefni
þessa varð eftirf. til:
Ekki vel með glópsku gekk,
gömul spá er fallin.
Heimsendinum frestað fékk
frægur dellukallinn.
Á ferðalagi kvaðst kona ein
vera „rauðsokka” og ræddi
mikið um jafnrétti kvenna.
Undirritaður gerði sér það til
tímastyttingar að andmæla
henni. Af þessu tilefni varð
eftirfarandi visa til:
Rauðsokka með rjóða kinn
rifst um kvennagengi.
Við að barna bóndann sinn
baukað hefur Iengi.
Svona er lífiö
Eitt sinn þráði ég þriflcgt hreið
ur,
þrýstna konu og vöggu.
Nú er ég fyrir löngu leiður
á lifinu og Möggu.
Ekki nýtt
begar sólin bjarta og bliða
bak við hólinn legst i dá,
upp i ból ég einn má skriða,
enginn skjól mér veitir þá.
Um yfirmann
Eitt sinn var hann alvaldur,
er nú bara hálfvaldur,
kynni að verða kvartvaldur,
kannski aðeins borvaldur.
Auðvitað
Pyngja er full af peningum,
á pyttlu sull frá útlöndum,
I mig bulla ég afgangnum,
enda fullur réttbráðum.
Þetta er satt
Einatt bullan æði klúr
ihaldssullið lapti,
leirburðsdrullan lak svo úr
lygafullum kjafti.
Að fenginni reynslu
Viða klandur verður á,
vfkur standið dáða
þegar fjandar illir á
okkar landi ráða.
Stúlka átti óskilgetið barn og
olli hneykslun hinna ærukæru og
syndlausu.
Mariu hér margir dá,
mjög sem er að vonum
en drekkja þó i Öxará
öðrum gleðikonum.
Til manns, sem oft kom i út-
varpið:
Löngum hefur litið grin
létt mér timans byrði,
en alltaf finnst mér þögnin þin
þúsund dala virði.