Þjóðviljinn - 12.01.1975, Side 16

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975. Geller; hann réði þvi sjálfur hvernig tilraunirnar fóru fram. Nýjar deilur um töfra- manninn t efri llnu eru teikningar sem vísindamennirnir drógu upp eftir aö þeir flettu af handahófi f orðabók. t neðri linu eru teikningar þær sem Geller teiknaöi samkvæmt „hugboöi” eða með þvi að beita tækni- brellum. Uri Geller, ísraelski töframaöurinn, er aftur á dagskrá, en blöð hafa allt- af öðru hvoru á undanförn- um misserum gripið til hans í sambandi við eilífð- arspurningar um ,,yfir- náttúrulega hæfileika". Ekki alls fyrir löngu geröu tveir bandariskir visindamenn grein fyrirprófum sem þeir lögðu fyrir Geller á árunum 1972—74 i Stan- ford Research Institute i Kali- forniu. Skýrsla þessara manna, Harold Puthoffs og Russels Targs, sem báðir eru sérfræöing- ar I lasergeislum, kom I breska timaritinu Nature, sem hefur jafnan notið mjög mikils álits. Furðulegur árangur t skýrslunni segir meðal ann- ars: Geller var lokaður inni i stál- skáp, sem var ljós- og hljóðein- angraður og þar að auki einangr- aður gegn útvarpsbylgjum. Til- raunamenn leituðu svo að orðum i orðabók, og létu tilviljun ráða um það hvar þá bar niður. Þeir teikn- uðu siðan hugtökin sem þeir rák- ust á og átti Geller að reyna að likja eftir myndunum þar sem hann sat i stálskápnum. Honum tókst það i sjö tilvikum af niu. 1 átta af tiu tilvikum gat Geller ráðiö þá tölu sem upp kom á ten- ingum sem hristir voru rækilega I vandlega lokuðum kassa. Þeir Puthoff og Targ komust að þeirri niðurstöðu, að Geller réði yfir óþekktum upplýsingaleiðum sem hann gæti beint að heila sin- um. En um sama leyti fór annað mjög alvarlegt timarit af stað, New Scientist. Þar tekur breskur náttúruvisindamaður til með- ferðar rannsóknir bandariskra kollega sinna á Geller og kemst að þeirri niðurstöðu að þeim hafi alls ekki tekist að útiloka mögu- leika á brögðum af Gellers hálfu, og stæði nær aö leita slikra skýr- inga á tilgátum hans en að spekú- lera i yfirnáttúrulegum hæfileik- um. Efasemdir Hanlon byrjar á efasemdum sem hann hefur um rannsóknar- stofnunina sjálfa. Stanford Re- search Institute hefur aöallega fengist við verkefni fyrir einstök fyrirtæki og privataðila. Kostnaö- urinn af prófunum á Uri Geller var aðallega greiddur af tveim aðilum — Judith Skutch sem er þekktur aðdáandi Gellers og trúir á hann og af Mitchell, fyrrum geimfara. Mitchell reyndi einu sinni sjálfur að gera tilraun með fjarhrif frá Apollogeimskipi, en hún mistókst. Hann sagði skilið við geimferðir til að helga sig dul- sálarfræðilegum athugunum. Þeir Puthoff og Targ hafa einn- ig sagt skilið við upphaflega sér- grein sina til að fást við dulsálar- fræði i SRI. Hanlon leggur áherslu á að allir aðstandendur hafi viljað fyrirfram ná jákvæð- um árangri, og að þeir hafi leyft Geller að stjórna þvi hvernig til- raunirnar fóru fram. Targ hefur meira að segja játað það fyrir Hanlon að „hvort sem það var af ráðnum hug eða ekki kom Geller tilraununum i þá ringulreið, sem hann kunni vel við, en við sjálfir illa”. Geller var sifellt á flökti um tilraunastofuna og hafði hendur á öllum tækjum og Mitchell geim- fari hefur játað, að tilraunastjór- arnir hafi verið svo áfram um að halda honum við efnið, að þeir hafi gert honum allt til geðs. Meira að segja var sérlega gagn- rýninn aðstoðarmaður þeirra Puthoffs og Targs látinn hætta þátttöku i tilraununum. A hinn bóginn voru tveir vinir og kumpánar Gellers jafnan við- staddir tilraunirnar. Hanlon tel- ur, að þeir Puthoff og Targ hafi ekki gáð að þvi, að annar þessara vina Gellers sé sérfræðingur i elektrónik og eigi litið senditæki sem hægt sé að fela i tönn og geti tekið á móti og sent boð á bylgju- sviði sem einangrunaraðferðir þeirra réðu ekki við. Hanlon telur að þessi vinur Gellers, sem Puha- rich heitir, hafi hvislað „stikkorð- um” um myndir þær, sem til- raunamenn drógu upp, að honum um þessi örsmáu tæki. Hann nefnirog það grunsamlega athæfi Gellers aö neita að gangast undir gegnumlýsingu áður en tilraunir hefjast. Hoova Hanlon segir að þeir Puharich og Geller þurfi hvor á öðrum að halda. Puharich er að reyna að feta i fótspor svissneska metsölu- bókahöfundarins DSnikens og er að setja saman rit um krafta utan úr heiminum sem hann kallar „hoova”. Hann vill sýna fram á að hæfileikar Gellers séu tengdir þessum bylgjum og leggur sig og vin sinn i þá áhættu sem tilraun- unum fylgir til að auka sölumögu- leika á bók sinni. Geller hefur hinsvegar, segir Hanlon, ekki hugann við annað en kvenfólk og peninga. Hanlon útskýrir hæfni Gellers til að lesa af teningum i lokuðum kassa á þann veg, að það megi i London kaupa teninga sem senda með örsmáum sendi boð um það, hvaða tala er uppi i hvert sinn. Bóksölumaður úr höfuöborg- inni heimsótti bóksala i litlu sjávarþorpi úti á landi (ekki Grindavik!) og bauð honum nýj- ustu metsölubókina. — Nú er ég með raunverulega metsölubók, skal ég segja þér. Harðsoðna skáldsögu, fulla af vandamálum, sem byggjast á blóðskömm . . . Bóksalinn horfði vorkunn- samlega yfir gleraugun sin: — Dæmigert fyrir ykkur, þetta höfuðborgarfólk. Þið þurfið alltaf að gera vandamál úr öllum sköp- uðum hlutum . . . Tyrklandsstjórn hefur nýlega hleypt af stokkunum samkeppni um besta pólitiska brandarann. Fyrstu verðlaun eru 20 ára fang- elsi. Maöurinn stóð i dýraverslun- inni og beið eftir að rööin kæmi að sér. A priki sat fallegur páfagaukur. Maðurinn reyndi að gamni sinu: — Geturðu talað? — Auðvitað. Getur þú flogið? — Mamma, það likar engum vel við mig I skólanum. Kennar- arnir kæra sig kollótta um mig, krökkunum er illa við mig, skóla- nefndin hatar mig.og nú eru þeir tala um að fá mig fluttan i annan skóla! Ég vil ekki fara i skólann i dag, mamma! — Hvaöa vitleysa drengurinn minn! Fyrir það fyrsta ertu orð-' inn 49 ára, og I öðru lagi ert það nú einu sinni þú sem ert skóla- stjórinn þarna! Tveir menn, sem ekki voru allt of góðir vinir sátu hlið við hlið á rak- arastofu. — Ekki svona mikið hárvatn, sagði annar þeirra, — konan min gæti haldið að ég væri að koma úr hóruhúsi. Hinn greip þá fram i með skökku glotti: — Láttu mig fá dálitið af þessu. Konan min hefur ekki hugmynd um hvernig lykt er i hóruhúsum. — Þú ert lifandi eftirmynd hans pabba þins, Hans litli. Þú hefur nefið hans, augun hans og hárið hans. — Já, og gömlu buxurnar hans — Jæja Jón, vantar þig nú launahækkun enn einu sinni? — Nei, nei, ég vildi bara gjarn- an fá launin útborguð oftar! Á bilasölunni: — Þessi bill fer sko alveg örugglega slna 150 kilómetra! — A klukkustund eða i allt? ■ Maðurinn fann auglýsingu i blaðinu sinu frá Ráðleggingamið- stöð áfengisvarnaráðs, og sagði við konuna sina: — Heyrðu, hringdu til þeirra og spurðu hvað sé best að drekka meö nautakjöti. — Hvort þú sért yndisleg stúlka? Þú hefur blátt áfram allt sem einn karlmaður getur óskað sér: Breiðar herðar og yfirskegg!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.