Þjóðviljinn - 12.01.1975, Page 17

Þjóðviljinn - 12.01.1975, Page 17
Sunnudagur 12. janúar 1975. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 17 Féll ekki í kramið Böðvar örn Eins og fram kom i Þjóðviljan- um nýlega var sjónvarpsþáttur með þeim trúbadorunum Erni Bjárnasyni, Böðvari Guðmunds- syni og Megasi nýlega stöðvaður af yfirmanni LSD-deildarinnar, Jóni bórarinssyni, þar sem hann taldi m.a. óréttlátt að syngja vis- ur um Hreggvið undirskriftasafn- ara án þess að hann fengi að svara fyrir sig samtimis og taldi koma fram „argasta guðlast" i söng Megasar. 1 siðasta tbl. „Alþýðubanda- lagsblaðsins” á Akureyri birtast hinar forboðnu visur Arnar og Böðvars ásamt viðtali við Böðvar um málið, þar sem hann segir Jón algjörlega hafa misskilið þær og sennilega ætlaö að hlifa Magnúsi Þórðarsyni við frekari sálar- flækjum með þvi að banna þær, þvi Jón sé hið mesta góðmenni. En hér koma ljóðin. BÖÐVARGUÐMUNDSSON í þann tíma var land allt hreggviöi vaxiö milli fjalls og fjöru Það frækorn, sem vonglaður vindur lét vormönnum íslands í té og skyldi við alúð í skjólinu verða að skógarins fegursta tré, sú hrísla sem hæst skyldi gróa og himninum teygja sig mót. sú hrísla er orðin að hreggviðarkræklu sem húkir á fúinni rót. Á rotinni rótinni skortir 'hið riðandi fúasprek afl, því festu menn hreggvið á húsþökum uppi og heftu við skorstein og gafl, og hreggviði heimilislífið á húsþökum uppi finnst gott, hann krækir með fúnum og kræklóttum greinum í kanann, sem ætlaði brott. Hann hangir í kananna kápu hann klifar við verndarans laf: Ó, dreifið þið skít yfir húsþökin heima svo hreggviður lifi það af, þið vitið það verndarar góðir að válegt er tómleikans bit Ó, hafið því áburðinn, heimilisvinir, ó, hafið þið skítinn í lit. ÖRN BJARNASON FRJÁLS MENNING Hvar sem að lít ég landið á, — frjáls menning, frjáls menning, frjáls menning. Fólkið svo ánægt hið ytra að sjá, — frjáls menning o. s. frv. Hermannasjónvarpið höfðum við frítt, að halda því ekki’ er nú helvíti skítt, — frjáls menning o. s. frv. Hjá kananum dagskráin karlmannleg er, — frjáls menning o. s. frv. Kúrekamyndir og kafbátaher, Þegar þeir stunda ekki drykkju og dans — frjáls menning o. s. frv. drepa þeir liðlega þúsund manns. — frjáls menning o. s. frv. Brátt geta allir með brosi sagt: — frjáls menning o. s. frv. Á vitstola lýð hefur viðjar lagt, — frjáls menning o. s. frv. Ég voldugri ríða mun vetnistík og vitskertur öskra’ yfir Reykjavík: — Frjáls menning. frjáls menning, frjáls menning! Jón Hjartarson: Ekki skyldi mig undra svo mjög þótt rikisstjórn landsins sæti um þessar mundir daglangt og náttlangt yfir andaglasi til þess að finna lausn á efnahags- vanda þjóðarinnar. Hvernig skapa megi athafnalifinu traustari grundvöll, gefa laun- þegum aðhald, viðhalda hóflegu atvinnuleysi, ýta undir happa- sæla samkeppni. Lausn efna- hagsvandræðanna virðist ekki liggja svo nærri að fráleitt sé að skyggnast eftir henni yfir i ann- an heim. Dixon minnir mig hafi heitið spákerling nokkur, sem mikið orð fór af fyrir vestan. Hún var sögð hollráð valdhöfum þar um slóðir og sagði þeim fyrir um ó- orðna hluti. Bandarikjaforseti hafði hana æfinlega i ráðum með sér við mikilvægar ákvarð- anir. — Hún var um skeið ljós- beri Morgunblaðsins um huldu- land framtiðarinnar, þar með leiðarljós landsmanna allra. Meðal annars birti Moggi dag- lega stjörnuspá völvu þessarar lesendum sinum til leiðsagnar i daglegri umgengni. Þannig höfum við náið sam- band við öll tilverustig himna- rikis i hversdagslegum efnum. Fátitt er hins vegar að þetta samband nái til annars en al- mæltra tiðinda. Um þetta ann- ars ágæta miðilssamband kvis- ast vist sjaldan stórtiðindi og engin rikisleyndarmál berast þvi á milli himnarikis og þessa okkar guðsvolaða tilverustigs. Raunar er haldgott samband við annan heim, hvað snertir lækningar. Sérfræðingar af æðri tilverustigum, þar sem læknis- fræðinni hefur vitaskuld fleygt mun hraðar fram en hér hjá oss jarðneskurn, hafa oft á tiðum hlaupið undir bagga, þegar krukkar okkar hafa staðið ráð- þrota og engu fengið þokað um gang sjúkdóma. Þannig hefur mörg gigtar- á krossgötum Moggans birta skrautletrað i blaði sinu sunnu- daginn var. Kvæðið er i senn hugnæmt og hjartaskerandi. Þetta danska útburðarvæl er enn einn vottur um bætt sam- band við dulda heima. Raunar eru þeir umbarnir á krossgötum Moggans sárlega kvaldir af vonsku heimsins. Þannig eru þeir ekki einasta uggandi um velferð hins danska fósturs, heldur gjörvalla mann- kind, sem ku haldin eins konar andlegri „smithættu” eins og þeir orða það. Klám timans nistir þessa drengi inn i merg og bein, þeir skelfast sérilagi fóst- ureyðingar, ekki sist löglegar og heyra „móðir min i kvi kvi” i hverju skúmaskoti. Sálarangist þeirra er vissulega átakanleg. Á timum trúarlegra hindurvitna, HRAÐSAMBAND AÐ HANDAN Nú hafa bæði Eykon og Nixon sagt af sér. Eftir það hefur náð- arsól völvu þessarar hnigið til viðar. Hefur ekkert borið á henni siðan þessir máttarstólp- ar tveir urðu undan að láta. Landsmenn hafa siðan mátt i myrkri ganga nema hvað menn bera sig eftir sem áður til við sitt daglega kukl, fjölmenna á miðilsfundi og skyggnilýsingar til þess að rabba viö gengna ætt- ingja og vini. Nú loks hefur Mogginn náð sambandi við nýjan sjáanda, þessu sinni hollenskan, Croiset að nafni. Að visu mun sjáandinn hafa verið i trans þegar Morg- unblaðið talaði við hann. Mun karl hafa haldið að hann væri i sambandi við lærbrotna kerl- ingu af Vestfjörðum frá timum galdaofsóknanna, þegar hann talaði við blaðamann Moggans og vildi ekkert af sliku vita þeg- ar gengið var á hann. Eigi að siður mun Mogginn ekki gefast upp fyrr en fullreynt þykir, við að komast i gegnum seiðkarl þennan i samband við aðra heima og opna okkur skjá að leyndardómum framtiðarinnar. Lengi hefur það þótt lofs- verður hæfileiki hér á landi að vita lengra nefi sinu. Fjölkunn- ugir menn hafajafnan notið ótta- blandinnar virðingar. Upp á sið- kastið hafa slikir afburöamenn i dulrænum efnum einkum feng- ist við að bera hversdagsleg skilaboð milli lifenda og dauðra, eins konar langlinusamband yf- ir móðuna miklu. Þannig hópast fólk á miðilsfundi til þess að rabba við framliðna ættingja og kunningja um landsins gagn og nauðsynjar, um dýrtiðina, um húsaleiguokur þessa heims og annars, skepnuhöld og afla- brögð. Venjulegt lag kappakstursbfla. kviða og mjaðmarþraut linast við umsýslan æðri máttar, það er að segja andalækna. Trúlegt þykir mér að heilbrigðisráð- herra noti sér þessa leið til lausnar á læknaskortinum. Þvi ekki að fá andalækni til þess að sinna heimiiislækningum i Reykjavik, þar sem þúsund manns hefur engan lækni. Eins og það væri ekki undur- samlegt að fá resept hjá Rögn- valdi, i stað þess aö eiga lif og heilsu undir einhverjum kandi- dötum, sem auk þess að kunna fátt, mega ekki vera að þvi að sinna þér fyrir önnum við að græða peninga. Andalæknar yrðu heilbrigðisþjónustunni ó- likt ódýrari en þessir jarðnesku burgeisar, sem nú sinna læknis- þjónustu i landinu. Raunar hefur verið sótt eftir hjálp að handan á ýmsum svið- um þjóðlifsins. Það bar við hér áður fyrr að menn reyndu að gera út á sild samkvæmt „lóðn- ingum” að handan. Ef til vill hefur miðilstæknin þannig átt sinn þátt i að útrýma sildar- stofninum. Vonandi fer ekki eins fyrír loðnunni. — Þorskin- um mun ekki eins hætt hann hefur alla tið þótt standa nær á- hrifasvæði þess sem keppir um völdin við hið guðlega vald. Já, samband okkar við annan heim stendur viða og birtist i æ f jölskrúðugri myndum, — Prestlingar nokkrir sitja á krossgötumá viðáttumiklum og hrjóstrugum siðum Morgun- blaðsins, likt og Fúsi, sem ekki gat flotinu neitað. Þessir piltar hafa nú náð sambandi við danskt fóstur, sem sætt hafði löglegri fóstureyðingu. Af þessu danska fóstri, sem vitjað hefur þessara ungu guðsmanna, er kvæöi nokkurt, sem þeir félagar var slikum mönnum hætt við ill- um öndum, sem tóku sér bústað i fólki og þurfti kraftaverk til þess að reka út. Biskupinn ætti nú að losa um rennilásinn á bibliunni sinni dýru og hafa yfir eitthvað fall- egt til bjargar þessum væntan- legum þjónum sinum, svo þeir tryllist ekki eins og blessunin hann Fúsi forðum daga. Talandi um hina forkunnar- fögru bibliu, sem kirkjuyfirvöld hafa nýlega sent á markaðinn, — til hvers mundi þá annars vera á henni rennilás, nema i þeim tilgangi að hún rykfalli siður i hillum höfðingjanna, sem kaupa hana. Heilög ritning hef- ur þannig verið klædd i spariföt, eins konar þjóðhátiðarbúning, væntanlega til þess að syndum- spilltur almenningur þori enn siður en áður að snerta hana. — Hvað er þá til ráða fyrir guðs- volaða annað en reyna beint samband við almættið i gegnum miðil og sjáendur. Sist er þvi að undra þótt lög- reglan leiti á náðir dulrænna hæfileikamanna til lausnar vandasömum og dularfullum málum. Ekkert er eðlilegra og sjálfsagðara i þessu landi andlegrar návistar. Rann- sóknarlögreglan hefur stundum verið gagnrýnd fyrir að skirrast við að leita fulltingis erlendra starfsbræðra i erfiðum málum. Nú hefur hún skotið allri slikri aðdróttan ref fyrir rass með þvi að ráða erlenda „sjáendur" i sina þjónustu. Hvers verður krafist af henni meira. Og vonandi tekst rikisstjórn- inni innan tiðar að ná sambandi og það helst hraðsamtali við hagfræðing að handan til þess að leysa vanda sinn og þjóðar- innar allrar. Fimm metra langur er bfll Colonis, sem jafnvel við 400 km hraða á klst á ekki að geta lyfst frá jörðu. „Hangandi magi” heldur bílnum á veginum Þýski hönnuðurinn Luigi Coloni er um þessar mundir að hrinda i framkvæmd sex ára gamalli fyrirætl- an, nefnilega aö smiða kappaksturbil með „hangandi maga”. Það er Alfa-Romeo sem prófar og kostirnir eiga aö vera að við mikinn hraða sogist bilinn bókstaflega að jörðinni vegna byggingarlags ins. Hvort kerran þykir að sama skapi falleg er svo annað mál, rennileg virðist hún allavega.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.