Þjóðviljinn - 12.01.1975, Síða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1975.
Myndlíst-a- og
Handíðaskóli íslands
Námskeið
Myndlista- og handiðaskóla íslands frá
20. janúar 1975 til 30. april 1975.
Námskeiðin hefjast mánudaginn 21. janú-
ar.
Innritun fer fram daglega frá kl. 2-5 á
skrifstofu skólans, Skipholti 1.
Námskeiðagjöldin greiðist við innritun
áður en kennsla hefst.
Skólastjóri.
Skipholti 1 - Sími 19821
íþróttafélag kvenna
Leikfimi er að byrja mánudaginn 13. þ.m.
i Miðbæjarskólanum. Innritun i sima
14087.
Stjórnin
Minningarorð
Böövar Steinþórsson
bryti
Böövar Steinþórsson, bryti
andaöist 6. þ.m. aöeins rúmlega
fimmtugur, en hann var fæddur á
Akureyri 20. febr. 1922, og fluttist
til Reykjavikur meö foreldrum
sinum áriö 1933. Böðvar var sonur
Steinþörs Guðmundssonar, kenn-
ara og konu hans Ingibjargar
Benediktsdóttur, skáldkonu.
Þegar i æsku fékk Böðvar mik-
inn áhuga á allskonar félags-
starfi, fyrst beindist framlag
hans til félagslegra samskipta að
iþróttamálum og var hann um
skeið ritari Knattspyrnufélagsins
Fram. Samtímis þvi að Böðvar
fór i siglingar i byrjun seinni
heimsstyrjaldarinnar, gerðist
hann virkur þátttakandi i sam-
tökum launþega og varð þar ekk-
ert hlé á til æfiloka.
Arið 1945 fór fram fyrsta
sveinspróf i matreiðslu hérlendis
og var prófið háð á bingvöllum.
Böðvar var einn I hópi þeirra
matreiðslumanna, sem fyrstir
hlutu sveinsbréf I matreiðslu,
sem hann hafði numið að Hótel
Borg. Vann siðan að matreiðslu
bæði til sjós og lands. Arið 1955
réðist Böðvar til matreiðslustarfa
á skipum Skipaútgerðar rikisins,
fyrst sem matreiðslumaður, en
gerðist bryti árið 1959 og gegndi
þvi starfi til dauðadags.
Böðvar gerðist þegar mikil-
virkur i samtökum launþega,
Böðvar Steinþórsson
hann var formaður Félags mat-
reiðslumanna, formaður Sam-
bands matreiðslu- og fram-
reiðslumanna og siðast formaður
Félags bryta, frá 1961. Auk þessa
voru Böðvari falin margháttuð
trúnaðarstörf önnur i þágu laun-
þegasamtakanna, átti sæti á
þingum Alþýðusambandsins og
slöar á þingum Farmanna- og
fiskimannasambandsins. Þá rit-
aöi Böðvar mjög mikið i félags-
biöð og dagblöð um hugðarefni
sin i sambandi við hagsmuna- og
menningarmál launþega.
Böðvar lét málefni Matsveina-
og veitingaþjónaskólans mjög til
sin taka og var I fyrstu skóla-
nefndinni og formaður skóla-
nefndar 1958—1962.
Hér hefur aðeins verið fátt eitt
talið af þeim verkefnum sem
Böðvar vann i þágu þeirra sam-
taka, sem hann sinnti öllum
stundum. — Það var engin tilvilj-
un að Böðvar gerðist mikill fé-
lagshyggjumaður — i föðurgarði
ólst hann upp I andrúmslofti
þeirra hugsjóna sem verkalýðs-
hreyfingin grundvallaðist á og
iærði jafnframt að meta gildi
samtaka og andlegra verðmæta.
Að lokum vil ég, fyrir hönd
skólanefndar Hótel- og veitinga-
skóla tslands, færa Böðvari Stein-
þórssyni alúðarþakkir fyrir mikið
og óeigingjarnt starf, sem hann
hefur lagt fram skólanum til
heilla og aukins þroska nemenda i
matreiðslu og framreiðslu fyrr og
siðar. — Persónulega þakka ég
Böðvari rúmlega 30 ára samfylgd
að sameiginlegum hugðarefnum
okkar.
Otför Böðvars verður gerð á
morgun, mánudag, kl. 13.30 frá
Fossvogskapellu.
Þorsteinn Pétursson
Myndir
Framhald af bls. 10.
til frekari tiðinda og daginn eftir
herúðboðið yfirgefur Nova
Akureyrarpoll og fer vestur og
suður um land. A Siglufirði sjá
verkamenn til þess að Akur-
eyrarvörum sé ekki skipað á
land, en mikill viðbúnaður er af
hálfu atvinnurekenda er skipið
kemur til Reykjavikur.
Þar hefur ASI brugðist
Verkamannafélagi Akureyrar á
þeirri forsendu, að það sé ei i
sambandinu, en kommúnistar
birta áskoranir og tilkynningar
að norðan og hvetja til sam-
úðarbaráttu. Fjöldi Dags-
brúnarmanna hafa safnast
saman á hafnarbakkanum þeg-
ar Nova leggst að, ákveðnir i að
láta ekki vega aftan að stéttar-
bræðrunum nyrðra, ma. margir
úr Varnarliði verkalýðsins.
Litlu munaði, að til átaka
kæmi, en málalok urðu að Akur-
eyrarvörum var ekki skipað á
land.
Almenningsálitiö snýst
A meðan er allt við það sama
á Akureyri, en hatrammur á-
róöur borgaranna hefur önnur
áhrif en til var ætlast þegar til
lengdar lætur og smám saman
snýst almenningsálitið i lið með
verkafallsmönnum. Margur
verkamaðurinn sem leitt hafði
deiluna hjá sér skráir sig i verk-
fallsliöið og margir þeirra sem
gengið höfðu i klofningsfélagið
kunna illa andrúmsloftinu i fé-
iagsskap hvitliða og ýmist snú-
ast i liö með verkfallsmönnum
eða afneita öllu samneyti við
hjálparlögregluna. Varla finnst
nokkur lengur sem ljær máls á
að vinna i banni Verkamannafé-
lags Akureyrar.
Samstaðan eflist og að lokum
gefst andstæðingurinn upp. 25.
mars undirritaði bæjarstjórnin
kjarasamning um að kaup við
tunnusmiðina yrði samkvæmt
taxta verkamannafélagsins.
Þarmeð var hrundið kaupárás
sem jafngilt hefði 20% launa-
lækkun og sigur jafnfr. unninn
yfir klofningsöflunum. Með
þessum endalyktum fékk Is-
lenskur verkalýður áþreifan-
lega sönnun þess, aö hann gæti
unnið kaupdeilu á krepputima
þótt hann hefði atvinnurekendur
bæjarvald, lögreglu og þrjá af
fjórum stjórnmálaflokkum
landsins gegn sér og jafnvel i
andstöðu við stjórn Alþýðusam-
bandsins — „svo framarlega
sem eining verkamanna ekki
bilar og forystan ekki bregst”
einsog Jón Rafnsson orðar það I
lok frásagnar sinnar. —vh
Olíulönd
Framhald af bls. 3.
ur Castros og hans manna að
þjóðnýta sykurekrur og nikkel-
námur I eigu bandariskra auð-
félaga urðu þeir óspart fyrir
refsiaögerðum af hálfu Banda-
rikjanna: viðskiptabann, inn-
rásartilraunir, landið einangrað
innan OAS, Bandalags Ameriku-
rikja. Stjórn Venezúelu hefur til
þessa verið einhver helstur and-
stæðingur Kúbu á meginlandi
Ameriku og aðstoðað Bandaríkin
dyggilega i þvi að halda riki
Castros utan OAS. En nú er þjóð-
nýtingaraldan komin til
Venezúela, þótt með nokkuð öðr-
um hætti sé en á sósialískri Kúbu.
Og svo hlálega vill til, að nú verða
Kúbumenn, sem eftir ýmsar
þrengingar eru farnir að sjá
verulegan árangur af sinni þjóð-
nýtingu, til þess að bjóða
Venezúelu aðstoð i hugsanlegum
árekstrum við bandariska aðila
— og þá ekki aðeins siðferðilega
aðstoð. Eða eins og Fidel Castro
sagði á fundi i Havana fyrr á
þessum vetri: „Venezúelar munu
ekki standa einir”.
(Heimild: Reuterog
Information)
Hver er...?
Framhald af bls. 2.
áðurnefndum áþjánarhlutverk-
um.
„Sósialiskur grundvöllur”
samfylkingar er i raun sam-
merkt þvi að einangra fram-
sæknustu konurnar frá kvenna-
fjöldanum, kljúfa hann og gefa
andstæðingnum aukið svigrúm.
Þannig geta sósialistar einhvers
konar, sem nær væri að nefna
vinstribullur, gegnt sama
neikvæða hlutverki og hinir
borgaralegu feministar.
Höfuðatlögur auðvaldsins og
kynbundin undirokun snerta
meginþorra islenskra kvenna —
þar verður að berjast
aðalbáráttunni.
Dæmi um kröfur:
Jöfn laun karla og kvenna
fyrir sömu vinnu.
Fullan rétt kvenna til
allrar vinnu.
ókeypis fullnægjandi dag-
heimiíi.
Karlar og konur i sama
verkalýösfélagi
Fullan rétt til fóstureyð-
inga og kynfræðslu.
— en fyrir þessu verður að virkja
kvennafjöldann til baráttu og
vinna að þvi aö allar framsæknar
hreyfingar og stéttarfélögin taki
upp stuðning við baráttuna. Um
leiö ættu konur að taka fullan þátt
i baráttu vinnandi alþýðu.
Þekking kvenna og skilningur á
nauðsyn sósialismans eykst með
fræðslu, en þó aðalega með eigin
baráttureynslu þeirra sjálfra —
ef sjónarmið verkakonunnar og
kvenna vinnandi alþýðu liggja til
grundvallar.Barátta á ofangreind
um grunni og aö ofangreindum
kjörorðum er þvi margfalt mikil-
væga'ra skref til frelsunar
konunnar og raunverulegs sigurs
alþýðunnar en „sósialisk” slag-
orðin eintóm og hreinmeyjaaf-
staða til fjöldans.
Ari Trausti.
Ég þakka innilega samstarfsmönnum vinum og kunningj-
um fyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur á sjötugsafmæli
minu þann 21. des. s.l.
Þorstcinn ö. Stephensen
Jóna Guðmundsdóttir
fyrrverandi yfirhjúkrunarkona,
Kópavogsbraut 11,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14.
janúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu láti
liknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd barna minna og annarra vandamanna,
Kristin Kristinsdóttir.