Þjóðviljinn - 18.01.1975, Side 7
Laugardagur 18. janúar 1975. ÞJÖÐVILJINN —SÍÐA 7
Sverrir Hólmarsson skrifar
LEIKHÚSPISTIL
s\
Pétur Mandólín
í kvennaklóm
Hér er kvenfólkið I Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson aö umbreyta
skipuiagssérfræbingnum i Pétur Mandólin. A myndinni eru taliö frá
vinstri Guörún Alfreösdóttir, Gisii Alfreösson, Brynja Benediktsdóttir
og Sigriöur Þorvaldsdóttir.
Það er áreiðanlega langt
síðan vér gagnrýnendur
höfum átt jafn ánægjuleg
jól í leikhúsunum og þau
sem voru að líða. Boðið var
upp á sýningar á sígildum
leikverkum sem báðar
stóðust hinar ýtrustu list-
rænar kröfur sem gerðar
verða til atvinnuleikhúsa.
Slíkt er nokkur nýlunda og
spáir góðu fyrir framtíð-
ina. En hitt er ekki minna
um vert að einnig var á
boðstólum nýtt íslenskt
verk á nýju sviði/ Herbergi
213 eftir Jökul Jakobsson,
sem sýnt var í Þjóðleik-
hússkjallara.
Mikil framleiðni
Anægjulegt er til þess að vita
hversu afkastamikill Jökull
Jakobsson gerist nú á siðustu ár-
um. Eftir að hann náði fullum
þroska sem leikskáld með Dom-
inó hefur hvert leikritið rekið
annað — Kertalog, Klukkustreng-
ir og nú siðast Herbergi 213. Jök-
ull hefur náð mjög miklu valdi á
formi þvi sem hann vinnur I og
still hans verður sifellt óþvingaðri
og býður upp á fleiri möguleika,
þótt efniviður hans sé næsta tak-
markaður. Segja má að leikrit
hans fjalli i höfuðatriðum um
samspil fortiðar og nútiðar,
drauma og glötuð tækifæri. Þetta
stef leikur Jökull með endalaus-
um tilbrigðum, stundum lýriskt
og dreymið, stundum skopfært og
galsafengið.
Það er gQtt að eiga leikskáld
sem skilar af sér verkum með
stuttu millibili og treysta má til
að vera ævinlega að einhverju
leyti áhugavert. Slikur maður er
Jökull, sannkallaður hornsteinn
islenskrar leikritunar um þessar
mundir.
Tilvísanir
Jökull veit eflaust sjálfur ósköp
vel að hann er gjarn á að endur-
taka sig. I þessu leikriti gerir
hann glens úr þessu með þvi að
nota tilvisanir i fyrri leikrit. Pét-
ur Mandólin var nefndur i
Dóminó sem partur af óljósum
minningum. Og Jökull gerir sér
mikinn mat úr að visa til „huggu-
lega unga mannsins sem kom til
að stilla orgelið okkar i fyrra”, og
einnig er minnst á manninn sem
var ráðinn til að skrifa leikrit
fyrir leikfélagið.
Herbergi 213 gerist sumsé á
svipuðum slóðum og Klukku-
strengir og svipar raunar einna
mest til þess verks hvað stil
snertir, einhvers konar sambland
af háði og dulúð sem orkar
kynduglega á áhorfandann; þó er
Herbergi 213 enn háðskara, safa-
meira skopleikrit, ég held að Jök-
ull hafi aldrei skrifað fyndnara
leikrit.
Háði og skopi leiksins er fyrst
og fremst beint gegn innantómu
og „háfleygu” kjaftæði fólks sem
vill sýnast vera fint, menntað og
gáfað en er ekkert af þessu.
Tungutak þessa samkvæmisblað-
urs er Jökli ótrúlega tamt, það
beinlinis rennur uppúr honum.
Það er auðvitað orðin gömul og
slitin lumma að samtöl Jökuls séu
hans sterkasta hlið, en sjaldan
verður góð visa of oft kveðin og
vissulega leiftra samtölin hér
sem aldrei fyrr af innblásinni lág-.
kúru.
Dularfullt
Herbergi 213 er dularfullt leik-
rit, eins konar glæpareyfari þar
sem kemst ekki upp um morð-
ingjann fyrr en á siðustu blaðsið-
unni. Þessi dul heldur manni i
spennu og verður leikritiö
ánægjulegra fyrir bragðið.
Ungur skipulagsfræðingur og
arkitekt kemur til bæjarins til að
gera heildarskipulag. Hann kem-
ur i heimsókn til ekkju fornkunn-
ingja slns, Péturs Mandólín, og‘
konan, dóttir hennar, móðir henn-
ar, systir hennar, plús ástkona
Péturs, taka hann undir sinn
verndarvæng og taka til við að
breyta honum með hinum lævis-
legasta hætti. Meira má ég varla
segja af söguþræðinum án þess að
svipta menn hinni kitlandi óvissu.
En höíhðtemu leikritsins eru all
ljós. Annars vegar er hér á ferð-
inni enn eitt tilbrigðið um gamla
stefið: fortiö, nútið, minning,
draumur. Hins vegar er hér drep-
ið á annað efni, sem raunar er
einkar timabært nú á kvennaár-
inu, nefnilega hvernig kæfandi
umhyggja kvenna breytir karl-
manninum úr stórhuga draum-
óramanni i meinlaust þægt og vel
alið húsdýr, mergsogið af heimil-
isþægindum.
Um þetta merka efni mætti
auðvitað gera magnþrungiö og
alvörusligað drama með harm-
þrungnu ivafi á la Strindberg, ,en
sem betur fer er Jökli ekki of
mikið niðri fyrir til að gera gam-
an úr öllu saman. Og það ferst
honum vel úr hendi að mestu.
Framanaf er leikritið firnavel
byggt, þróun öldungs rökrétt og
enginn dauður púnktur. Hins veg-
ar er siðasti þátturinn dálitið
vandræðalegur. Höfundur þarf að
leysa hnútinn og gerir það með
heiðri og sóma, en það er eins og
hann hafi brostið örendið til að
leiða verkið til raunverulegra
lykta.
Skemmtileg sýning
Eitt er vist að uppsetning þessa
leikrits i Þjóðleikhússkjallara
undir stjórn Kristbjargar Kjeld
var hressileg og hláturvekjandi i
betra lagi. Leikarar fóru á kost-
um. Ekkjan varð dásamlega
kokkteilpartisfiðrildisleg i með-
förum Sigriðar Þorvaldsdóttur
(ég ætla bara að vona að Sigriður
hafi verið að leika), og Guðbjörg
Þorbjarnardóttir var sannfær-
andi og kostuleg sem tengdamóð-
ir hennar. Gisli Alfreðsson lék
fórnardýr kvennanna og minnist
ég þess ekki að hafa séð Gisla
gera betur, kannski vegna þess að
honum tókst að slaka á, sem er
auðveldara á litlu sviði. Guðrún
Alfreðsdóttir stóð sig vel i heldur
einhæfu hlutverki dótturinnar, en
minnisstæðasta leikinn sýndi Bri-
et Héðinsdóttir i hlutverki hinnar
kúguöu systur. Briet kann til
fullnustu þá erfiðu list að segja
tilsvar á nákvæmlega réttri sek-
úndu, en eins og menn vita getur
sekúndumunur skorið úr um
hvort tilsvar vekur æðisgenginn
hlátur eða fellur á dauf eyru.
Sviöiö
Þetta er þriðja verkið sem sýnt
er i kjallara Þjóðleikhússins. Hin
tvö fyrri voru leikin á hljómsveit-
arpalli (Ertu nú ánægð kerling?)
og hljómsveitarpalli og hluta
dansgólfs (Liðin tið). 1 þetta sinn
er leikið á dansgólfinu og sitja
áhorfendur á fjóra vegu kringum
sviðið. Þetta skapar mjög náið
andrúm (þetta er ,gagnrýnanda-
glósa sem þýðir á mæltu máli að
mgjur sé með nefið ofani leikur-
unum). Kristbjörg Kjeld hefur
notað sviðið skynsamlega og náð
afslappaðri stemmningu (svo
maður noti gullaldarmálið). Jón
Gunnar Arnason gerði hina
þekkilegustu leikmynd.
Ég hygg að þessi skipan sviðs-
ins sé hin besta af þeim sem
reyndar hafa verið og vona að það
verði notað áfram. Kjallari Þjóð-
leikhússins er gagnleg viðbót við
leiksvið borgarinnar og gefur
kost á nýjum aðferðum, auk þess
sem það er nauðsynlegt að hvila
leikara hússins annað slagið frá
risasviðinu uppi, sem hlýtur að
vera ansi þreytandi til lengdar.
Sverrir Hólmarsson.
AFERLENDUM
BÓKAMARKAÐI
World Population.
Michael Paimer. B.T.Batsford
1973.
Hin mikla mannfjölgun
undanfarna áratugi er tiltölulega
nýtt fyrirbrigði. Fyrir tvö
hundruð árum voru ibúar jarðar-
innar um 800 miljónir, nú eru þeir
um 3.700 miljónir. Höfundurinn
rekur ástæðurnar fyrir fjölgun-
inni, og siðan rekur hann fækkun
og fjölgun á vissum svæðum og
afleiðingar þess efnalegar og
menningarlegar. Höfundur lýsir
aðgerðum sem hamla óhæfilegri
fólksfjölgun og fjallar um
möguleikana á að fæða þann
manngrúa, sem nú byggir
jörðina. Það hefur gerst áður að
vissum tegundum hefur fjölgað
svo mjög, að ekkert varð eftir til
þess að halda þeim við. Risaeðlur
forsögualda átu sig út á gaddinn.
og eins gæti græðgin orðið
banabiti mannkynsins, eftir að
það hefði eitrað umhverfi sitt svo,
að ekki yrði endurbætt. Höfundur
forðast allt svartsýnisraus, en
samkvæmt skðunum hans er
lausn þessa vandamáls betri
skipulagning og aukin þekking.
The New Engiish Bible.
With the Apocrypha. Penguin
Books — Oxford University Press
— Cambridge University Press
1974.
Mörg kirkjufélög standa að
þessari nýju þýðingu Bibliunnar á
ensku, og hún var gefin út af
Oxford- og Cambridge-
útgáfunum 1970 og er nú endur-
prentuð hjá Penguin. Þýöingin
tók mörg ár, og urðu nokkuð
skiptar skoðanir um þessa nýju
gerð, þegar hún kom út. Biblian
er ekki aðeins þelgirit kristinna
manna, hún er samtvinnuð
bókmenntum og listum Vestur-
landa, auk þess sem hún er eitt-
hvert stórkostlegasta bók-
menntaverk sem sett hefur veriö
saman. Þvi er eðlilegt að ýmsir
hafi saknað hins monumentala
stils sem einkenndi Jakobs-gerð
ensku Bibliunnar, sumir töluðu og
skrifuðu um flatan stil nýju
gerðarinnar og að reisn glæstustu
kafla spámannanna hafi tapast i
þeirri nýju. Aðrir töldu að
þýðingin væri til mikilla bóta og
auk þess bráðnauðsynleg vegna
breytinga sem orðið hefðu á
bókmáli frá þvi á 17. öld. Hvað
um það, þá er Biblian i rauninni
undirstaða þjóðlegra bókmennta
meðal þeirra þjóða, sem
turnuðust til kristni i miðöldum,
og þótt þýðingar hafi verið endur-
skoðaðar, þá þarf að fara að með
gát og natni þegar þörf er á
endurskoðun, og virðast þeir, sem
staðið hafa að þessari endur-
skoðun og þýðingu, hafa haft það
að leiðarljósi.
A Visual Dictionary of Art.
General Editor Ann Hill.
Heinemann — Secker & Warburg
1974.
Ritið er unnið af hópi fræöi-
manna um listir og fornleifafræði
og hefur verið mörg ár i
undirbúningi. Uppsláttarorðin
eru um 4.500 og vixi- tilvitnanirn-
ar auka mjög á gildi ritsins. Hér
eru skrif um fremstu listamenn
hvers tima og helstu listastefnur.
Hér er fjallað um málaralist,
höggmyndagerð og auk þess
skreytilist, emaileringu og einnig
um byggingarlist vegna tenglsa
við höggmyndagerð. Inngangur-
inn að ritinu eru greinar um
þróun listar I heiminum, allt frá
steinaldarlist til lista á 20. öld,
alls eru greinarnar þrjátiu og i
þeim er gjörlegt að fá útlínu —
yfirlit yfir þróun lista, auk þess
fylgja bókaskrár. 2500 svart-
hvitar myndir eru i texta og
rúmlega 250 litprentaðar.
Ahugi á listum meðal ibúa iðn-
væddra landa almennt hefur auk-
ist með bættum efnahag, þvi er
mikill jarðvegur fyrir rit sem
þetta skólakerfið hefur þanist út.
fleiri njóta nú einhverar undir-
stöðufræðslu, jafnvel um listir, en
áður var, og tæknin gerir mögu-
legt að litprenta myndir svo að
þolanlegt má teljast. Þvi er mikill
markaður fyrir listaverkabækur,
en þær vitaskuld misjafnar. Þetta
rit virðist vera hentugt upp-
sláttarrit, og greinahöfundar eru
margir vel þekktir hver á sinu
sviði.
Totemism.
Ciaude Lévi-Strauss. Translated
from the French by Rodney
Needham with an Introduction by
Roger C. Poole. Penguin Books
1973.
Fyrrum var tótemisminn talinn
frumstæðasta mynd trúarbragða.
Fjöldi rita var settur saman um
fyrirbrigðið, og visindalegar rit-
gjörðir skiptu tugum á ári. 1
þessu stutta riti sýnir Lévi-
Strauss fram á að totemisminn sé
hugarburður vestrænna manna,
uppkominn vegna áráttu þeirra
að flokka þjóðir og þjóðflokka i
frumstæðar og þróaðar þjóðir og
hugtakið sé tilbúningur gert til að
auðvelda kerfun trúarbragða og
stafi af vanþekkingu á fjölbreyti-
leika mennskra tilburða, og að
það sem gangi undir þessu heiti
séu oft fjölbreyttustu fyrirbrigði
og óskyld með öllu. Bókin er gefin
út i flokknum Penguin University
Books.