Þjóðviljinn - 18.01.1975, Side 15

Þjóðviljinn - 18.01.1975, Side 15
Laugardagur 18. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hvað er verksmiðjutogari fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^, Þaö er orðiö meira en timabært aö almenningur á tslandi geri sér fullkomlega ljóst hvernig beri að skilgreina og skýra samheitiö ..verksmiðjutogari”. Svo viröist sem ýmsir framámenn i Islenskum sjávarútvegsmálum skilji ekki þetta orð nema aö mjög takmörkuðu leyti og hefur það komiö fram bæði I sjónvarpi og blööum. Ég vil þvi i fáum orðum leitast við að skýra þetta orð og myndun þess. tslenska heitið togari er notað um fiskiskip sem draga á eftir sér fiskivörpu og gildir einu hvort virar vörpunnar liggja út frá siðu eða skut skipsins. Verksmiðja er hinsvegar vélvæddur vinnustaður þar sem hráefni er breytt i unna vöru. Samkvæmt þessu er togari sem er vélvæddur fyrir flaka- vinnslu og frystingu, verksmiðju- togari, þó frekari vinnsla fari ekki fram um borð. Hinsvegar er sá togari eingöngu frystitogari sem heilfrystir fiskinn. En verk- smiöjutogari sem vinnur fiskinn i flök og frystir siðan er að sjálf- sögðu lika frystitogari. Norðmenn t.d. taka stundum þannig til orða um ákveðið skip að það sé frystitogari með flökun- arverksmiðju. Þá er sá hluti norsks frystihúss þar sem sjálf vinnslan fer fram kallaður flaka- verksmiðja (filetfabrikk). Verk- smiðjutogarar sem vinna fiskinn i flök og hraðfrysta siðan, eru nú til af ýmsum stærðum eða frá 1000 smálestum eða minni og upp i nokkur þúsund smálestir. Norð- menn eiga t.d. nokkra verk- smiöjutogara sem eru nálægt 1000 smálestum. Flestir þeir verksmiðjutogarar sem smiðaðir hafa verið siðustu árin gernýta allan afla sem inn i skipið kemur; þar fer ekkert for- görðum. Fyrstu verksmiðju- togarar norðmanna voru ekki búnir fiskmjölsverksmiðjum, og var þá fiskúrgangurinn unninn i loðdýrafóður og frystur. Ég held að þaö fari ekkert á milli mála, að fiskveiðiþjóðir almennt noti heitið verksmiðjutogari yfir þá togara sem eru vélvæddir til að vinna fiskinn i markaðsvöru um borð I stað þess að láta gera það I landi. Stærstu verksmiöjutogararnir geta verið með stórar fiskimjöls- verksmiðjur, þó þeir minni hafi aöeins getu til að vinna fiskúr- gang sem til fellur. Þegar svo talað er um verksmiðjuskip þá held ég að i öllum tilfellum sé átt við skip sem taka á móti afla frá veiöiskipum til vinnslu. Og sam- kvæmt erlendum frásögnum þá Landssambandið gegn áfengis- bölinu hélt ellefta þing sitt 23. nóv. s.l. i Templarahöllinni, Eiriksgötu 5, Reykjavik. Mættu þar fulltrúar frá 26 aðildarfélögum, en þau eru alls 30. Þingforseti var Helgi Þorláks- son, skólastjóri. Formaður sambandsins, Páll V. Danielsson, gerði grein fyrir störfum þess á liðnu ári.. Annað erindi flutti Ölafur Haukur Árnason. Fjallaði það um áfengisvarnir o.fl. Stjórn Landssambandsins skipa nú: Páll V. Danielsson, Eirikur Stefánsson, Pétur Björnsson, Óskár Pétursson, Guðsteinn Þengilsson, Jóhanna Steindórs- dóttir, Hanna Kolbrún Jónsdóttir. er slikt skip nefnt verksmiðjuskip hvort sem það er vélvætt ein- göngu til að framleiða mjöl og lýsi um borð eða jafnhliða búið flökunarverksmiðjujrystitækjum og búnaði til niðursuðu á afurð- um. Ég held að þessi mikli hugtaka- ruglingur manna hér, þegar þeir vilja skilgreina heitið verk- smiöjutogari, sé tilkominn fyrir þá sök að við höfum ekki nefnt frystihús okkar verksmiðjur, heldur einfaldlega frystihús ein- göngu. Hinsvegar er flestum Islendingum efst i huga mjöl- og lýsisverksmiðjur þegar talað er hér um verksmiðjur I sambandi við vinnslu á fiski i stórum stil. En það er alveg fráleitt ef við leggjum ekki likan skilning I orðið verksmiðjutogari og þær þjóðir sem við erum i tengslum við. Nú þegar talað er um verk- smiðjutogara i sambandi við veiðar innan 50 milna fiskveiði- markanna, þá þarf almenningur aö vita, að verksmiðjutogari er hver sá togari sem vélvæddur er til vinnslu á eigin afla i markaðs- vöru um borð, i stað þess að flytja fiskinn óunninn að landi til vinnslu þar. Þetta er nauðsynlegt að fólk geri sér ljóst ef islensk stjórnvöld fara að ræða við vestur-þjóðverja Norski togarinn Labrador um veiðar i landhelgi okkar. Af framansögðu ætti mönnum að vera ljóst að hver sá togari á að kallast verksmið jutogari (fabrikktráler) sem vélvinnur afla sinn um borð i fiskblokkir. Verksmiðjutogari þarf ekki einu sinni að vera búinn fiskimjöls- verksmiðju, þó þeir séu það flestirnú orðið. Flakavinnslan ein unnin i vélasamstæðum gerir tog- arann að verksmiðjutogara. Hins vegar er ekki hægt að kalla frysti- togara án vinnsluvéla verksmiðjutogara. Bretar eiga t.d. marga frystitogara sem eingöngu hafa búnað til heilfrystingar og eru án allra vinnsluvéla. Eölilegt er að nefna slika togara einfaldlega frystitogara. Þá eru lika togarar sem hafa frystivélar tii heilfrystingar á afla fyrri hluta veiðiferðar. Fiski- lest þessara skipa er skipt i tvennt. Annarsvegar er frystilest, en hins vegar i isfisklest, ýmis 1000 smálesta skip eru þannig bú- in, til að tryggja rekstur þeirra. Þessi skip eru nefnd isfisks- 'og frystitogarar. Ég vonast nú til að ýmsum verði ljósara en áður, á hverju heitið verksmiðjutogari byggist. Ef tekið er dæmi af fuilkomnum verksmiðjutogara af minnstu geröinni þá er norski togarinn „Labrador” glöggt dæmi um slikan togara sem gervinnur allan afla og kastar engu. Tog- arinn er búinn 7 flökunarvélum af Baader-gerð, og eru afköst þeirra 12 smálestir af flökum á sólar- hring. Þetta er taliö 1050 smálesta skip, sem hefur 750 rúmmetra frystilest og 300 rúmmetra mjöl- lest. Mjölverksmiöjan er af Atlas-Stord-gerð aö mestu sjálf- /irk og afköst hennar 30-35 smá- lestir af fiskúrgangi eða fiski á sólarhring. „Labrador” er talinn vera mjög fullkominn verksmiðju- togari þrátt fyrir það, að stærð hans er ekki meiri en að framan segir. Vesturfarar og jass Vestfirðingar koma i sjónvarpssal á miðvikudaginn og ræða vandamál landshluta sins. Eiður Guðnason stjórnar umræðum, en þátttakendur eru Svavar Jóhannsson, Patreksfirði, Guðmundur H. Ingólfsson, isafirði, Ólafur Þ. Þórðarson Súgandafirði, Jóhann T. Bjarnason ísafirði, Kari E. Loftsson Hólmavík og Ólafur Kristjánsson Bolungavik. „Rcttur er scttur” — myndin er úr þættinum sem fluttur verður á sunnudagskvöldið. Sjónvarpsdagskrá næstu viku virðist við fyrstu sýn vera frem- ur fáfengileg. Laganemar verða með þátt- inn Réttur er settur á sunnu- dagskvöldið, og bilaþjóðin is- lendingar hlýtur að hafa áhuga á að fylgjast með þvi máli sem þar er sett á svið, og ris vegna sölu bifreiðar. Vesturfararnir eru svo siðast á dagskrá sunnudagsins. Vafa- söm auðæfi, heitir þessi sjöundi þáttur, og er þar átt við pening- ana sem Róbert færir bróður sinum og mágkonu, er hann kemur heim eftir gullleitar- ævintýri sitt. Söngur Sólveigar, þriðji þátt- ur þessarar finnsku myndar er á dagskrá á þriðjudaginn. Þetta er lokaþátturinn, og væntanlega fá menn nú að sjá, hver verða afdrif Sólveigar sem alist hefur upp við næsta misjöfn kjör. Islenska rikisútvarpið hefur alla tið sniðgengið jasstónlist. Af einhverjum ástæðum skipar sú tegund tónlistar afar litið rúm i dagskránni, þrátt fyrir þá staðreynd, að á Islandi eru margir jassunnendur. Sjón- varpið hefur þó staðið sig til muna betur en útvarpið hvað jassinn snertir, og á þriöjudags- kvöldið er 2. þáttur myndar frá danska sjónvarpinu, sem heitir „tír sögu jassins”. Fyrsti þátt urinn var ágætur, og væntan- lega verður framhaldið ekki siðra. Sjónvarpið hefur krækt I breska teiknimynd, sem byggð er á þeirri frægu sögu Jules Verne, „Umhverfis jörðina á áttatiu dögum.” Reyndar er teiknimyndasagan afbökun á skáldsögu meistarans, en þar fyrir utan er hún vel gerð og börnin fá nú loks eitthvað skemmtilegt inn i dagskrá þeirra fullorðnu. A föstudaginn hefur nýr, breskur fræðslumyndaflokkur göngu sina. Hann heitir hvorki meira né minna en „Lifandi veröld”. Flokkur þessi er I sex þáttum og fjallar um „lifið um- hverfis okkur og jafnvægið i riki náttúrunnar”, segir dagskráin. A laugardaginn eftir viku býður sjónvarpið upp á „Uglu”- þáttinn, getraunaþátt sem Jón- as Jónsson stjórnar. SJÓNVARP 1 haust var búist við að þessi skemmtiþáttur væri annan hvern laugardag á móti „Vöku” sem Gylfi Gislason stjórnaði. Af einhverjum ástæðum hefur Gylfi hætt að stjórna „Vöku og „Uglan” hefur tekið öll völd, svo féleg sem hún nú er. Laugardagsmyndin er svo „ójafn leikur”, eða „23 Paces to Baker Street”, bresk sakamála- mynd frá árinu 1956.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.